Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 35 Ólafur isamt skipsböfn sinni. Myndin er Ólafur heMur i er af Sigurbjðrginni sioari. ekkert, heldur stoppuðu og létu reka þangað til næsta morgun að hægt var að sjá sildina. Það var kannski nóg síld undir vatnsflet- inum, en þá voru tækin ekki til að sjá það. Þetta er áður en tæknin kom til sögunnar. Síðan er ég á Einari Þveræingi eins og fyrr segir. Það er svo haustið 1959 að ég fer til Noregs að sækja nýtt skip sem Magnús Gamalíusson lætur smíða þar, Guðbjörgu ÓP 3,100 lesta bát. þá kemur Asdic til sögunnar og þá fyrst er ratsjáin að verða al- menn. Einnig má nefna það að Guðbjðrgin er með fyrstu skip- unum sem eru með kapla. Þar með upphófst nýtt tímabil í sögu síldveiðanna. — Nú varst þú í rúmlega þrjá- tíu og fimm ár hjá Magnúsi Gamalíussyni. Hvernig var sam- starfið og hvaða skipum stjórn- aðir þú hjá honum? Að hafa verið hjá sama at- vinnurekanda í svona mörg ár segir sína sogu. Samstarf okkar hefur verið með ágætum. Þá hef ég ekki siður verið heppinn með skipshöfn alla tíð. Nánast sömu menn hjá mér ár eftir ár og einn hefur verið með mér i 27 ár. En ef við snúum okkur að útgerðinni aftur þá tek ég við Guðbjörginni 1960. Með hana er ég svo til 1966 á hefðbundnum veiðum, sildveið- um á sumrin, en með net og linu annan tíma ársins. Það er 1966 sem útgerðarfyrirtækið fær nýtt skip, Sigurbjörgu ÓF 1, sem það hafði látið smiða hjá Slippstöð- inni á Akureyri, 350 lesta stórt, og var það fyrsta stálskipið sem smiðað var þar. Við skipstjórn á þessu skipi tek ég um sumarið fyrir sildveiðarnar, en þetta skip var fyrst og framan af nótaveiði- skip þó að það yrði siðar notað sem togbátur. Þá var síldin týnd. Með þetta skip er ég svo til árs- ins 1979 eða í þrettán ár. Veið- arnar gengu þá eins og nú mis- jafnlega, stundum þokkalega. en þá koma enn skipaskipti. Arið 1979 tek ég við skuttogaranum Sigurbjörgu ÓF 1. Hún var einn- ig smíðuð hjá Slippstoðinni á Ak- ureyri fyrir Magnús, tæplega 500 lesta skip sem reynst hefur okkur vel að öllu leyti. Ég véiktist í fyrra og hef verið i hálfu starfi síðan. En nú ætla ég alveg að fara í land. Þetta er starf sem maður getur ekki verið hálfur í, maður verður að vera allur. Ég finn mig ekki mann til þess að halda þessu áfram. Sjór- inn togar fast i mann samt. Ég átta mig ekki á þvi hvað ég ætla aö gera núna. Mér finnst ég ekk- ert geta annað og ég get varla hugsað mér annað en það sem ég hefi fengist við. Aldrei hefur það hvarflað að mér að skipta um starf. Það er með það eins og annað að er ég ólst upp ætlaði ég alltaf að verða sjómaður, það kom aldrei neitt annað til greina. Ef starf sjómannsins hefur þótt erfitt þá er starf sjómanns- konunnar það ekki siður. Hún Fjóla stjóð svo sannarlega með mér í blíðu og striðu. Oft hlýtur það að hafa verið erfitt hér norð- ur á hjara veraldar þegar eigin- maðurinn var i burtu i fjóra til fimm mánuði. En það er nú liðin tíð sem betur fer. Við hjónin eig- um fjóra uppkomna syni, þrír þeirra hafa stundað sjóinn með mér og trúlega er þetta eitthvað í blóðinu, tveir þeirra hafa aflað sér skipstjórnarréttinda og þeir hafa stofnað sin eigin heimili nema sá yngsti. Að lokum langar okkur hjónin til aö þakka skipshöfninni og af- leysingamönnum fyrir veglegt kveðjusamsæti sem haldið var fyrir okkur sunnudaginn 21. október þar sem við vorum léyst út með blómum, gjöfum og fal- legum orðum. Ég þakka þeim samstarfið og óska þeim velfarn- aðar í starfi á ókomnum arum. GRG. Ekki er allt sem sýnist Sparifjáreigendur eiga nú fleiri kosti en nokkru sinni fyrrtil að óvaxta pening- ana. Og um leið verður allur samanburður á innlánsformum flóknari og erfiðari. Gylliboðin með lýsingarorðum í hástigi birtast úr öllum áttum, en begar að er gáð pð er ekki allt sem sýnist. Hvað barf til að ná hœstu óvöxtun? Hvaða áhrif hefur úttekt? Boð okkar er hœkkun vaxta á 6 mánaða reikningum. Þannig fœst 27,2% ársávöxtun sem er sambœrileg við hámarksávöxtun hjá peningastofnunum almennt. Einfalt mál. Fáið samanburðinn í Sparisjóðnum. 5PARI5JDÐUR HAFNARFJARÐAR Hagur heimamanna CITROÉNA Citroen-eigendur athugið! NÚ BJÓÐUM VIÐ YKKUR VETRARSKOÐUN Á ÖLLUM GERÐUM CITROÉN-BIFREIOA ÞAR SEM VIÐ FRAMKVÆMUM EFTIRTALIN ATRIÐI: 1. Vélaþvottur. 2. Ath. á geymasamböndum og viftureimum. 3. Mældur rafgeymir og hleðsla. 4. Mældur frostlögur og ath. kæli- kerfi. 5. Ath. á LMH vökvakerfi. 6. Skipt um kerti og platínur (kveikjulok og hamar). 7. Ath. á loftsíu. 8. Vélarstilling. 9. Kveikja rakavarin. 10. Ath. slag í kúplingu. 11. Ath. hjólbarðar, loftþrýstingur — misslit. 12. Yfirfarin Ijós og stillt. 13. Frostvari settur á rúðusprautu. 14. Smurðar hurðarlæsingar og lamir. VERD KR. 1.590 MEÐ SÖLUSKATTI Ath.: Kerti, platínur, kveikjulok og hamar er ekki innifaliö í veröi. CITROÉN* CITROÉN* CITROÉN* GlobuSf"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.