Morgunblaðið - 11.11.1984, Side 40

Morgunblaðið - 11.11.1984, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 „Hefðu engu breytt um skatt- greiðslur ISAL árið 1983“ Greinargerð ÍSAL um athugasemdir Coopers & Lybrand við ársreikning fyrirtækisins 1983 Brezka endurskoðunarfyrirtæk- ið Coopers & Lybrand (C&L) hefur endurskoðað ársreikning ÍSALs fyrir árið 1983 eins og undanfarin ár. Rétt er að taka fram, að at- hugasemdir C&L, þótt teknar væru til greina að öllu leyti, hefðu engu breytt um skattgreiðslur ÍS- ALs árið 1983. Athugasemdirnar eru í raun framhald á fyrri af- stöðu C&L til efnisatriða og full- yrða má, að hefði sáttagerð ríkis- stjórnarinnar og Alusuisse legið fyrir, hefði niðurstaða C&L í meg- inatriðum verið önnur. Á vegum fSALs hafa verið tekin saman í 8 liðum andmæli við at- hugasemdirnar. Væri ársreikningi fyrir árið 1983 breytt að öllu leyti í sam- ræmi við athugasemdir Coopers & Lybrand, yrði tap ÍSALs á árinu bókfært tæplega 9,6 milljónum Bandaríkjadala lægra en það var. í greinargerð sinni bendir ÍSAL á, að í athugasemdum við söluverð áls frá ÍSAL hafi Coopers & Ly- brand ekki tekið tillit til þess, að málmgæði hjá fSAL voru lakari en venjulega 1983 vegna rekstrar- erfiðleika, né heldur tekið tillit til þess að í batnandi markaði er ávallt bið á verðbreytingum til framleiðenda o.fl. Coopers & Lybrand gera enn at- hugasemdir við súrálsverð, sem fSAL greiðir. fSAL bendir á, að enn er borið saman við verð á súr- áli, sem Alusuisse ekki gat fengið keypt og er samanburðurinn því óraunhæfur. Verulegur hluti athugasemda Coopers & Lybrand fjallar um ágreining um afskriftareglur IS- AL. Þessi ágreiningur hefur nú verið leiddur til lykta með sam- komulagi ríkisstjórnarinnar og Alusuisse. f meðfylgjandi greinargerð er ítarlega greint frá andmælum fS- ALs við athugasemdir Coopers & Lybrand og þær hraktar lið fyrir lið og vísast að öðru leyti til henn- ar. Greinargerð 1. Málmverð, leiðrétting að upp- hæð 3.012.000 Bandaríkjadalir. Samanburður á verði sem fSAL fékk og vegnu meðalverði inn- flutts áls í Evrópu (án innflutn- ings frá fSAL) og í öðru lagi á verði fyrir beinar sölur í Þýzka- landi sýnir, að verð sem ÍSAL fékk árið 1983 var að meðaltali 36,5 Bandríkjadölum lægra á tonn heldur en ofangreint verð. f grein 509 segja Coopers & Lybrand um þennan mismun: „Þar sem ekki vantar, nema að meðaltali 2,8% upp á verð, má segja að verð sem fSAL fékk valdi aðeins „vonbrigð- um“. Én þar sem tekið er fram í grein 6.01 í Aðstoðarsamningi — Sölur, að „... skal Alusuisse ávallt leggja sig fram, svo sem framast er unnt... að fá bezta fáanlegt verð, kjör og skilyrði handa fSAL ...“ Verðið, sem fSAL fékk í raun, virðist ekki vera samkvæmt anda þessarar greinar." Mismuninn á ofangreindu sölu- verði er hægt að skýra með eftir- farandi staðreyndum: — Vegna erfiðleika í framleiðslu á fyrri hluta 1983 (blaut for- skaut), voru málmgæði hjá fS- AL verulega minni en þau eru vanalega. — f batnandi markaði er biðtími venjulega um 3 mánuðir þar til hærra markaðsverð kemur fram hjá álbræðslu. í vegnu meðalinnflutningsverði í Evr- ópu hlýtur að felast einhver innflutningur á verði á Málmmarkaði í London (LME), en það var hærra en verð fram- leiðenda í 11 mánuði árið 1983. — Framleiðsla fSALs er tiltölu- lega einföld, en í ofangreindum viðmiðunum er málmur, sem hefur verið unninn meira í steypuskála og getur því af sér hærra einingarverð. 2. Súrálsverð, leiðrétting að upp- hæð 1.806.000 Bandaríkjadalir. Þessi leiðrétting er fengin með því að lækka verð súráls, sem flutt er inn á árinu 1982, og notað á árinu 1983, um 15 Bandaríkjadali á tonn og lækka verð á súráli, sem var flutt inn og nýtt árið 1983 um 10 Bandaríkjadali á tonn. Coopers & Lybrand trúa þvi enn, að bezta viðmiðunin í súráls- verði sé verð ALCOA í Ástraliu, sjá grein 47 í skýrslu þeirra frá 6. júlí 1981. Þessi skoðun er byggð á því áliti þeirra, að grein 2.03 (c) í Aðstoðarsamningi — Rekstur hafi áhrif á ákvæðin um viðskipti milli óskyldra aðila, en Alusuisse hefur eindregið mótmælt þessari skoð- un. Rikisstjórnin hefur nú í sam- komulagi milli aðilanna fallist á þá skoðun Alusuisse, að grein 2.03 (c) í Aðstoðarsamningi — Rekst- ur, sem tilgreind var hér að fram- an, skuli ekki eiga við um viðskipti milli fSAL og Alusuisse, sem fara skulu eftir ákvæðum um viðskipti milli óskyldra aðila. Coopers & Lybrand hefðu trúlega ekki álitið, að leiðrétting á súrálsverði væri nauðsynleg, ef þetta samkomulag hefði legið fyrir í ágúst 1984. Þeir vísa einnig til skýrslu frá J. King, sem tekur til allra langtíma- samninga á CIF-grundvelli, en reiknað meðalverð í þeim er 199 Bandaríkjadalir á tonn, eða 6 Bandaríkjadölum lægra en verðið sem f SAL greiddi. Ef tekið er tillit til flutningskostnaðarins frá Ástr- alíu til f slands, er auðvelt að skýra viðbótar CIF-kostnað upp á 6 Bandaríkjadali á tonn, og verðið sem fSAL greiddi árið 1983 er þar af leiðandi vel sambærilegt við verð í viðskiptum milli óskyldra aðila. 3. Afskriftir á hreinsitækjum, leiðrétting 2.133.000 Bandaríkjadal- ir. Coopers & Lybrand álíta, að ofangreind tæki eigi að afskrifa á 15 árum, enda þótt meðal afskrift- artími ÍSAL á upprunalegu fjár- festingunni sé 6,9 ár. Gengismun- ur eignfærður vegna tækjanna er afskrifaður á þeim tíma sem eftir er af endingartíma tækjanna, eða 5 árum, eftir því hvort er lengra. Nú hefur verið ákveðið í sam- komulagi við rikisstjórnina, að fS- AL afskrifi bæði upprunalega stofnkostnaðinn og gengismuninn á 8 árum frá því að tækin voru tekin í notkun, að því þó tilskildu, að afskrift, sem bókfærð hefur verið hjá ÍSAL til ársloka 1983, skuli standa óbreytt. 4. Afskrift á fyrstu kerhleðslu, leiðrétting 8.000 Bandaríkjadalir. Coopers & Lybrand efast um, að það hafi verið rétt af fSAL að endurmeta kerhleðsluna árið 1976, þegar fastafjármunir voru endur- metnir. Kerhleðslan var uppruna- lega hluti af fastafjármunum. Er framleiðsla hófst var hún bókuð yfir á veltufjármuni. ÍSAL er ósamþykkt skoðun Coopers & Lybrand. Hvað sem öðru líður, er hér um smámuni að ræða. 6. Coopers & Lybrand gera í grein 208 eftirfarandi athugasemd um fyrirkomulag á sölu á fram- leiðsluvöru ÍSALs: „Þar sem við höfum ekki haft aðgang að bókhaldi og skjölum Alusuisse, höfum við ekki getað staðfest frá fyrstu hendi, hvort Alusuisse selur dótturfyrirtækjum sínum eða óskyldum aðilum á óbreyttum skilmálum eitthvað af þeim máimi, sem það kaupir frá fS- AL, þ.e.a.s. hvort Alusuisse hefur hagnað af viðskiptunum í viðbót við það að fá 1,5% söluþóknun samkvæmt Að- stoðarsamningi — Sala. Alu- suisse hefur þó látið okkur hafa skriflega staðfestingu á því, að það hafi ekki slíkan viðskiptahagnað." fSAL virðist, að eini tilgangur Coopers & Lybrand með slíkum ásökunum og því „rósamáli" sem AFSLÁTTARBILAR Það hefur ekki linnt fyrirspurnum til okkar um afsláttar- bíla frá CHRYSLER. Síðustu tvö árin hefur reynst ómögu- legt að útvega slíka bíla því nú er öldin önnur. Eitt met- árið enn hjá CHRYSLER undir röggsamri stjórn Lee lacocca forstjóra og framleiðsla þeirra hefur varla undan eftirspurninni. Þó tókst okkur að næla í örfáa Dodge Aries bíla af árg. 1984 á frábæru AFSLÁTTARVERÐI. 4 dyra Vél: 4 cyl. 2,2 cc. Framhjóladrif. Sjálfskiptur. Tannstangar - aflstýri. Aflhemlar. Tölvustýrð elektrónísk I kveikja. 4 dyra, fullt verö Afsláttur De Luxe innrétting. Mituð afturrúða. Stillanlegir höfuð- púöar. Læsanlegt hanskahólf. De Luxe hjólkoppar. Malogen aðalljós. kr.: 803.2 18^ kr.: 153.730. sv.aiSS^1 Afsláttarverö kr.: 649.488.- Station, fullt verð kr.: 871.641.- Afsláttur kr.: 161.510.- Afsláttarverö kr.: 710.131.- 1 ® CHRYSLER JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.