Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 41 að ofan greinir, sé að reyna að styðja það álit. þeirra, að aðgangur að bókhaldi og skýrslum Alusuisse og allra dótturfyrirtækja þeirra, sem fSAL skiptir við, sé nauðsyn- legur fyrir þá til þess að geta framkvæmt athugun á ársreikn- ingum ÍSAL. Hvað varðar sölu- þóknunina, má benda á það, að á meðan ÍSAL greiðir 1,5% til Alu- suisse, þá greiðir íslenska járn- blendifélagið, sem er að 55% í eigu ríkisins, 2,5% til ELKEM, og Kís- iliðjan hf., sem er að 60% í eigu ríkisins, greiðir nú 12% til Man- ville International Corporation (áður 24%) í söluþóknun. 7. Coopers og Lybrand segja eftirfarandi í grein 280: „Á meðan nákvæmar upplýs- ingar vantar frá Alusuisse varðandi þá aðstoð, sem það veitir, og kostnaðinn við hana, þá er ekki mögulegt fyrir okkur að gefa álit á því, hvort 2,2% sé sanngjarn taxti fyrir tækniþjónustugjald eins og stendur." (SAL skilur ekki af hverju Coopers & Lybrand eru að fjalla um taxtann á tækniþjónustugjald- inu, um það er tiltekið í Aðstoðar- samningi — Rekstur milli ÍSAL og Alusuisse, en sá samningur er hluti aðstoðarsamninganna við Aðalsamninginn. Til samanburðar má benda á, að íslenska járnblendifélagið greiðir 3% til ELKEM og Kísiliðjan greiðir 2% til Manville Inter- national Corporation (áður 6%) í tækniþjónustugj ald. 8. Coopers & Lybrand nefna í grein 305, að 6% ársvextir á 20 miiljón franka víkjandi láni, sem Alusuisse veitti ÍSAL 27. desem- berl983 „... séu hærri en markaðs- vextir á þeim tfma, sem lánið var veitt." Seðlabanki íslands (Sigurður Örn Einarsson) upplýsti ISAL um það í ágúst 1984, að beztu vaxta- kjör viðskiptabanka i Sviss (The Prime Rate) hafi verið 6% frá árslokum 1982. Lokaorð Að lokum er rétt að fram komi, að þrátt fyrir athugasemdirnar er umsögn C&L að mörgu leyti já- kvæð. Þannig er fram tekið, að utan þess sem athugsemdir eru gerðar við, njóti ÍSAL i öllum viðskiptum kjara eins og hjá óskyldum aðilum, svo og að fyrir- tækið njóti fyrsta flokks láns- kjara. Hjartavemd: Fræðslu- fundurá 20 ára afmæli HJARTAVERND, landwwmtök hjarta og Kðaverndarfélaga, er 20 ára um þessar mundir. .stufnaA 25. október 1964. í tilefni afmelisins heldur I Ijartavcrnd fr»talufund fyrtr almenn- ing um hjarUi og a-oa.sjúkdóma, rann- sóknir, lekningar og nýjungar, laug- ardaginn 17. nóvember niestkomandi ki. 14..'Mi í Domus Medka. Sjö fyrirlesarar flytja erindi á fundinum og á eftir verða umræður og fyrirspurnum svarað. Dagskráin verður þessi: Dr. Sig- urður Samúelsson, prófessor: Þáttur hjartaverndar f heilbrigðisþjónust- unni, Ottó J. Rjörnsson, tölfræðing- ur: Rannsóknarferill Hjartaverndar og na-stu verkefni, Nikulás Sigfús- son, yfirlæknir: Hvernig gengur f baráttunni við hækkaðan blóðþrýst- ing?, dr. Guðmundur Þorgeirsson, læknir, Dánarorsakir í hóprannsókn Hjartaverndar, Gestur Þorgeirsson, læknir Nýjungar i lyfjameðferð kransæðasjúklinga, dr. Þórður Harðarson, prófessor: Ný tækni við hjartarannsóknir, dr. Arni Krist- insson, læknir: Um hjartaskurð- lækningar hér á landi. Snorri Páll Snorrason yfirlæknir stýrir hringborðsumræðum og tekur við spurningum fundarmanna. öll- um er frjáls aðgangur meðan hús- rúm leyfir. Ný kort frá Listasafni íslands UNDANFARIN 20 ár hefur Li.sta.safn íslands látið gera eftirprentanir af verkum íslenskra myndlistarmanna í eigu safnsins sem jólakort. Nú eru nýkomin út þrjú litprentuð kort af eftir- töldum verkum: Flugþrá, 1935—54, eftir Jóhannes S. Kjarval, Tveir sjómenn á báti, eftir Gunnlaug Scheving og Á hestbaki, 1978, eftir Louisu Matthí- asdóttur. Kortin eru til sölu í safninu. Myndin er af verki Gunnlaugs Scheving. axtareikningur BETRIKOSTUR Reglulegur samanburður er gerður á kjörum Hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum. Og er það stefna Samvinnubankans að Hávaxtakjör verði alltaf betri kostur en verðtryggð kjör hjá bankanum. Hækkandívcxtír Hávaxtareikningur ber stighækkandi vexti, 17% í fyrstu sem strax eftir 2 mánuði hækka um 1,5% á mánuði uns 24,5% er náð. Eftir samanlagðan 12 mánaða sparnað hækka vextirnir síðan um 1% til viðbótar og eru 25,5% upp frá því. m Arsávöxttm Vextir leggjast við höfuðstól 30. júní og 31. desember ár hvert og fer því ársávöxtun aldrei niður fyrir 27,12% en getur náð 27,58% sem ræðst af því hvenær ársins lagt er inn. Vextir frá stofndegí Allar vaxtahækkanir Hávaxtareiknings reiknast frá stofndegi og falla aldrei niður á sparnaðartímanum. Þannig tryggir afturvirk prósentuhækkun bestu kjörin. Nýstárlegt fyrí rkomulag Stofnskírteini er gefið út fyrir hverri innborgun og er hvert stofnskírteini til útborgunar í einu lagi. Þvi er sjálfsagt að deila innborgun á fleiri skírteini sem gerir úttekt á hluta fjárins mögulega, án þess að vaxtakjör eftirstöðva rýrni. Óbundinn Hvert skírteini er laust til útborgunar fyrirvaralaust. Betri kjör bjóöast varla. Samvinnubankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.