Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 „Siðblindan er lúmsk.“ Stór fyrirsögn blasti við á síðu Les- bókar um síðustu helgi. Þar samtal við Pál Skúlason prófess- or um mannlegt siðferði. Þegar sjokkið var liðið hjá gjóaði mað- ur augunum á stórletursummæl- in á spássíu: „Engin siðfræði- kenning getur tekið af mönnum ómakið að velja... “ Mikið til í því. Líklega var það Jean-Paul Sartre sem kom ein- hverri svipaðri skoðun inn hjá Gáruhöfundi á þeim árum sem maður gleypti allt sem af hans vörum hraut sem óvefengjanlega speki. Dulítið dapurlegt að nú er komið í ljós að blessaður karlinn var ekki alltaf jafn forspár. Botnaði til dæmis lítið í fram- þróun smámála eins og komm- únismans og þróunarlandanna. En ætli það hafi nú samt ekki verið nokkuð rétt hjá karli að maður beri sjálfur ábyrgð á lifi sínu. Eigi alltaf um fleiri en einn kost að velja og að valið, hvort sem það er að gera eitthvað eða alls ekki neitt, ráði svo næstu framvindu. Þannig stikli maður á staksteinum yfir lífsins elfi, velji næsta stein og af honum þann sem á eftir kemur og eigi alltaf val á steinum til að tylla niður fæti i næsta skrefi. Valið ráðist af því sem maður gerði eða lét ógert síðast. Þannig sé engum öðrum um að kenna eða þakka hvernig framvindan verð- ur. Það sé afraksturinn af öllu þessu vali langt aftur í tímann. Maður situr uppi með að bera ábyrgðina á því sjálfur. Það er ekki hvað sagt er held- ur hvenær það er sagt sem máli skiptir, sagði kerlingin, biblían eða einhver spekingurinn. Ofar- nefnt viðtal hafði beðið af sér verkföllin, en varla verður annað sagt en að tímasetning birt- ingarinnar hafi orðið nokkuð góð. Alls staðar í umhverfinu ólga einmitt þessar vikurnar spurningar um hver beri sið- ferðilega ábyrgð, hvort maður sitji alltaf uppi með það sem maður gerir sjálfur eða geti með einhverjum ráðum kastað öllum syndum sínum bak við sig og séð þær aldrei meir, eins og þeir sungu í Hernum. Því eins og hirðskáld Gáruhöfundar Piet Hein og Auðunn Bragi kveða: Ábyrgð er þung og þjakandi. Þess vegna sneiða menn hjá henni. Tökum til dæmis það sem næst stendur, blaðamennina. Eigin stétt. Blaðamaður tekur traustataki nafn ungs læknis og númer og notar það til að villa á sér heimildir i þeim tilgangi að sanna gloppur í eftirliti með lyfjum. Annar blaðamaður stel- ur bókum úr Borgarbókasafni undir fölsku nafni. Þegar hann ætlar að skila bókunum og hon- um er bent á að hann hafi unnið óheiðarlegt athæfi, lætur hann þau orð falla að það sé á ábyrgð ritstjórans. Þá vaknar spurning- in: Er hægt að falsa nafn, taka nafn einhvers traustataki og stela á ábyrgð einhvers annars? Er þetta ekki eigin ákvörðun? Hver er falsarinn eða þjófurinn? Og hver er þjófsnauturinn? Eða heitir þetta bara að tilgangurinn helgi meðalið? í fyrrnefndu við- tali um siðfræði segir í öðru samhengi: „Hann verður ein- faldlega að velja annan hvorn kostinn! Enginn getur tekið af mönnum ómakið að taka sínar eigin ákvarðanir." Um þetta var m.a. fjallað í ís- lenska sjónvarpsleikritinu á sunnudagskvöld. Konan vill ekki fórna tilvonandi barni sínu fyrir nýja húsið, hefur gert það upp við sig að hún ætlar að eignast þetta barn. Og hver er það sem getur tekið ábyrgðina á valinu annar en hún? Kannski maður- inn sem afgreiðir málið með „Þetta verður allt í lagi“? Annað samskonar atvik áður mótar greinilega þá ákvörðun hennar að vilja ekki aðra fóstureyðingu. Maðurinn hefur ekki sömu reynslu, sama staksteininn til að hoppa af. Hann er í öðrum spor- um. Situr hún ekki uppi með af- leiðinguna og ábyrgðina sjálf? Getur einhver annar einstakl- ingur eða kannski hópur eða fé- lag tekið hana af henni? Þetta gildir þá líklega jafnt i smáu sem stóru. Hvað er raunar stórt? Tökum nýlegt dæmi: Átta ára drengur ætlar í skólann og búið að kenna honum að rata í strætó. Sem hann situr í vagnin- um einn góðan veðurdag neitar vagnstjórinn að stoppa þar sem hann á að fara úr í nánd við miðbæinn og ekur rakleiðis upp í Breiðholt. Þar ratar drengurinn ekki og nú þorir hann ekki í strætó af ótta við að verða settur út einhvers staðar á ókunnugum stað sem hann þekkir ekki. Sama dag lagði gömul kona af stað með tvo stafi í vagni. Hún ætlaði að baslast við að borga reikn- ingana sína áður en verkfall hæfist vissan dag. Þetta var nefnilega þrælheiðarleg kona. Hún ætlaði út á Hverfisgötunni en var ekið alla leið inn á Hlemm. Þaðan gat hún ekki gengið til baka þangað sem hún ætlaði. Varð að baslast heim og var að leggja upp í aðra ferð daginn eftir þegar ég rakst á hana. Hún taldi nefnilega ekki að hún gæti orðið vanskilamann- eskja á ábyrgð einhvers annars. Hver bar ábyrgð á að gera þess- um einstaklingum, drengnum og gömlu konunni, þetta? Sá ein- staklingur sem gerði það eða hvað? Varla taka þeir velviljuðu sómamenn, sem óku vögnunum þennan mánuð sem ég var bíl- laus í haust og dáðist að hjálp- semi þeirra, á sig slíkan kross. Enda ekki hægt. Verður ekki hver að sitja uppi með sitt? Þetta eru bara nokkur dæmi af mörgum sem urðu til þess gárurnar á heilaberkinum tóku að rísa og breiða úr sér i stóra spurningahringi þegar flett var blaði í Lesbók á sunnudags- morgni. Lítt stoðar að sækja til dómstóla til úrskurðar um slíka ábyrgð. Þeir styðjast við lög. Og lögum má víst bara semja um að fresta, fella úr gildi i nokkra daga eða varpa þeim aftur fyrir sig eins og syndunum. Hvað eru líka lög milli vina á þessum sið- ustu tímum? Lögin heimta mat á mat, miklu tekst að ljúga. Það er á þeim gat við gat sem gæðingarnir smjúga, sagði eitt sinn alþýðumaður, Bjarni frá Gröf. Og voru menn þó ekki þá byrjaðir að velja sér lög til að fara eftir eða fara ekki eftir eins og misgómsæta rétti á hlaðborði i veislu. Hver maður og hópur eftir sínum smekk. Viðbótarsími í Tímabæ: Og þá erum við loksins komin með annað símtæki í Tímabæ og viðbótarsímanúmer um leið. Nú er hægt að ná í okkur í síma 23777 eða 16840 - og bæði númerin eru komin á skrá í núll-þremur. Tímabær er opinn alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-17. Við bjóðum þér tímabæra nýjung í auglýsingaþjónustu á íslandi. (Wjlýsingasf0*" HAFNARSTRÆTI 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.