Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 45

Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 45 Einar og þeir niAjar hans og makar þeirra, sem viöstaddir voru, en niAjar hans ern orðnir 74. GuAfinnur Einarsson, stjóraarformaAur Einars GuA- Jónatan Einarsson forstjóri á sinni skrifstofu. fínnssonar hf., i skrifstofu sinni. Starfsmenn fyrirUekisins heiAraAir fyrir löng og gifturík störf. Þeir rifjuAu upp nokkra góAa fri í gamla daga. Einar isamt einum starfs- manna sinna sem heiAraAir voru en hann heitir Kristjin SigurAsson og er sjómaAur. Einar sker eina af fjölmörgum afmaelistertum sem i boAstólunum voru í fyrirtækinu á afmælisdaginn. ÞaA var heldur en ekki handagangur í öskjunum f hléinu hji krökkunum, en allir fengu Pepsi og Prins Polo. GuAmundur Pill, einn eigenda fyrirtckisins, yfírverkstjóri og stjóraarmaA- ur, heiArar hér einn af 51 starfsmanni fyrirtækisins meA silfurmerki þess. rúnu og hiö nýja skip Sólrúnu. Auk þeirrar starfsemi sem hér hefur verið rakin er Einar Guð- finnsson hf. umboðsaðili fyrir Olíufélagið Skeljung hf., Hafskip hf., Skipaútgerð ríkisins, Almenn- ar tryggingar hf. og Trygginga- miðstöðina. Guðfinnur, Jónatan og Guðmundur Páll hafa ætíð skipt með sér verkum i rekstrin- um, en allar meiriháttar ákvarð- anir eru teknar sameiginlega. Það kom fram í máli Jónatans, að allir hafa synirnir þrír unnið hjá fyrir- tæki föður síns frá unglingsaldri og ef talin er með sumarvinna á unglingsárum hafa þeir allir náð 40 ára starfsaldri. Lokaorð Jónatans voru: „Þótt ýmsar blikur séu á lofti í þjóðfé- laginu gefast Bolvíkingar ekki upp. Við viljum halda áfram að byggja upp Bolungarvik og á þess- um tímamótum í sögu Einars Guðfinnssonar hf. á ég þá ósk, að hugur og hönd þessa byggðarlags megi markast f framtíðinni af fastri og öruggri trú á velferð Bolvíkinga og bolvískri byggð. Þannig höldum við á lofti merki þess manns sem stofnsetti þetta fyrirtæki og átti sér þann draum að byggja upp fátæka, hafnar- lausa sjávarþorpið fyrir 60 árurn." Fimmtíu og einn starfsmaður heiðraður Næst á dagskrá var söngur Júlí- önu Sveinsdóttur við undirleik Láru Rafnsdóttur. Fluttu þær ís- lensk og erlend lög við góðar und- irtektir. Eftir sönginn tilkynnti Guðfinnur Einarsson þá ákvörðun fyrirtækisins að heiðra elstu starfsmenn fyrirtækisins. Hann flutti í því tilefni þakkarorð til allra starfsmanna fyrr og síðar og sagði vegferð fyrirtækisins ekki hvað minnst byggjast á góðu starfsfólki. Fimmtiú og einn starfsmaður var heiðraður með silfurmerki fyrirtækisins, en allir eiga þeir það sameiginlegt að vera fæddir áður en fyrirtækið var stofnað, búsettir í Bolungarvík og hafa unnið í 25 ár eða lengur í þágu fyrirtækisins. Starfsmönn- unum var klappað lof í lófa, er þeir yfirgáfu sviðið. Til máls tóku síðan forseti bæj- arstjórnar Bolungarvíkur, Ólafur Þ. Kristjánsson, Haraldur Har- aldsson forstjóri Andra hf., Hálf- dán Einarsson fyrrverandi skip- stjóri og Una Halldórsdóttir starfsmaður fyrirtækisins. öll fluttu þau fyrirtækinu afmælis- kveðjur og minntust góðrar sam- vinnu. Forseti bæjarstjórnar, ólafur Þ. Kristjánsson, beindi orðum sínum sérstaklega til Ein- ars Guðfinnssonar og sagði ævi hans og lífshætti til að draga dám af. Hann sagði lán hans ekki hvað síst fólgið í mannvænlegum börn- um og niðjum, allt væri þetta af- burðafólk og sem dæmi nefndi hann að aldrei hefði hann heyrt það tala illa um nokkurn mann. „Hefur gert Bolungarvík að því sem hún er í dag“ ólafur gerði ennfremur að um- talsefni framlag Einars til byggð- arlagsins, sem hann sagði ekki svo lítið. Hann sagði einkennandi fyrir Einar, að ætíð hefði hann hugsað meira um aðra en sjálfan sig og sagði því til sanninda sögu af því, þegar hann fór eitt sinn til Einars með tvo reikninga fyrir málningarvinnu, en ólafur starfar sem málarameistari i Bolungar- vík. Reikningarnir voru annars vegar 750 þús. kr. vegna vinnu við fyrirtæki Einars, en hins vegar 8.000 kr. vegna vinnu við kirkjuna, en Einar gætti þá sjóða hennar. „Sjöhundruð og fimmtíu þúsund krónurnar fengust strax greiddar, án eins orðs,“ sagði ólafur, „en það ætlaði allt af göflunum að ganga út af átta þúsund krónun- um.“ Ólafur lauk máli sínu á þeim orðum, að Einar Guðfinnsson ætti hug og hjarta Bolvíkinga, enda væri hann heiðursborgari þeirra, og að hann hefði gert Bolungarvík að því sem hún er í dag. Hrópað var ferfalt húrra fyrir Einari og fyrirtækinu í lok ræðu ólafs. Aðr- ir ræðumenn tóku í sama streng og ólafur. Veislunni lauk á tólfta tímanum um kvöldið. Einar yfir- gaf veisluna í fylgd barna sinna undir dynjandi lófataki Bolvík- inga og viðstaddra gesta. Þess má geta í lokin, að for- stjórar fyrirtækis Einars Guð- finnssonar hf. eru í dag þeir Guð- finnur Einarsson og Jónatan Ein- arsson. Guðmundur Páll Einars- son er yfirverkstjóri. Stjórn fé- lagsins skipa þeir Guðfinnur, sem er stjórnarformaður, Jónatan og Guðmundur Páll. F.P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.