Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Er óhugsandi að Arabar og Gyðingar geti átt samleið einhverntíma? LEON Uris er einn af þessum bók- uðu metsöluhöfundum og væntan- lega verður sömu sögu að segja af þessari bók sem hér verður gerð að umtalsefni, „The Haj“, og ýms- um öðrum. Flestir þekkja in efa Exodus, sem einnig var gerð kvikmynd eftir. Nefna má Mila 18, QB VII og Topaz, að ógleymdri Armageddon. Leon Uris skrifar þó ekki afþreyingarbækur í þeim skilningi sem við leggjum í orðið, bækur hans eru unnar að undan- gengnum miklum rannsóknum og undirbúningi og það eykur á gildi bóka hans, sem innihalda hvort- tveggja í senn sagnfræði og sögu- þráð með mikilli spennu. Leon Uris hefur ritað í fyrri bókum sínum nokkrum um gyð- inga og sögusviðið í The Haj er Palestina. En svo bregður við að aðalpersónur í þessari bók eru allar af arabískum uppruna, þó að gyðingurinn Gideon Asch komi að vísu einnig við sögu og það með afdrifaríkum hætti. Haj Ibrahim, ættarhöfðinginn i Taba i Palestinu þegar bókin hefst, verður vissulega eftir- minnileg persóna. Hann kemst i kynni við Gideon áðurnefndan og þrátt fyrir að þeir séu óvinir — vegna þess að hefðin og að- stæðurnar neyða þá til þess — tekst vinátta með þeim. Það verður Ibrahim mikil opinberun að kynnast Gideon og i rauninni leiðir til breytinga á lífsviðhorf- um hans, þótt hann fái ekki breytt atburðarásinni né harm- leiknum. Enda er Haj Ibrahim fastur og rigbundinn i klafa arabískrar siðfræði — Islam — sem Leon Uris hefur augsýnilega kynnt sér til hlítar. Það er með ólikindum, hversu hann gerir skil hugsunarhætti araba og baráttu Palestinumanna, og þá ekki síst fjölskyldusamfélagi arabanna, sem er ósveigjanlegt og fylgir ekki takti timans. f kynningu útgefenda sem er Andre Deutsch-forlagið segir að Uris hafi á eftirminnilegan hátt sett sig inn i hugsunarhátt og gert hann skiljanlegri en áður svo og hversu hann dragi fram hina jákvæðu hliðar þeirra per- sóna arabískra sem hann lýsir. Það má vissulega taka undir, að Uris hefur þetta allt á valdi sinu, en á næstum óskilgreinanlegan hátt gerir hann hinn dæmigerða araba nánast að fáráði, sem er staðnaður i löngu liðnum tíma, tekst ekki að brjóta sér né öðrum leið til framfara eða bættrar Þankar um nýjustu bók Leon Uris stöðu í lífinu. Leon Uris gerir þetta svo meistaralega, að það er liðið á bókina þegar lesandinn gerir sér i raun og veru grein fyrir þvi, hversu gríðarlega mik- il áróðursbók The Haj er — gegn aröbum. Og þó, þessu fólki verð- ur vissulega vorkennt vegna þess hve fortiðin er þeim nærri en nútíð og framtíð, vegna fjöl- skyldusamheldninnar og falla má í stafi yfir hinu samanneglda ættarsamfélagi. En virðingin fyrir hinni arabisku manneskju — einstaklingnum — hún fer fyrir lítið að minnsta kosti ekki fyrr en enn hefur verið lengra lesið og maður hefur áttað sig á þessum persónum, sem við fyrstu sýn virðast svo svartar og hvítar. En fleiri litbrigði má skynja, sem betur fer. Það er Ishmael, sonur Haj Ibrahims, sem er eins konar sögumaður lungann úr bókinni. Hins vegar verður smáruglun hjá Uris þegar fer að líða að stofnun Ísraelsríkis i bókinni. Þá tekur „sagnfræðin" hann tökum, svo að skáldsagan og spennusag- an hverfa í skuggann og þetta verður óneitanlega til að brjóta upp frásögnina. Haj Ibrahim hrekst til Vestur- bakkans með fjölskyldu sina þegar honum er beinlínis ógnað af aröbum — ekki gyðingum vel að merkja. Hann hrekst um og á illa ævi en missir þó ekki reisn sína sem höfuð fjölskyldunnar — að því er Leon Uris segir. En mér þótti Haj Ibrahim i meðför- um Uris smátt og smátt verða að þvi óhugnanlega nátttrölli, sem án efa vakir fyrir höfundi. Son- urinn Ishmael er þrátt fyrir menntun sín og fróðleiksþorsta og þrátt fyrir að hann sé af kynslóð, að ætla mætti að fyndi hvötina til að laga hefðina að nútíðinni — þó ekki verði gerð uppreisn gegn henni. En Ishmael ferst eins og aðrir, situr i bókar- lok geggjaður og mun ekki eiga sér viðreisnar von. Nada systir Leon Uris hans brýst undan okinu á þann eina hátt sem hún getur — hún sefur hjá svona næstum þvi hverjum sem er og er skorin á háls fyrir vikið að skipan föður hennar. Bókin endar í limbó. Striðið 1956 hefur geisað. Eiga arabar og gyðingar nokkurn tíma eftir að geta lifað saman í friði? Verð- ur nokkru sinni hægt að mjaka hinu arabíska mentaliteti á það stig, að þessir aðilar geti talast við eins og jafningjar og umfram allt — unað saman sem slikir? Svartsýni Leon Uris er mikil, Forsiðan i The Haj. hvort það á að kalla það raunsæi eða bölsýni veit ég svo sem ekki. Það er ákaflega erfitt að sætta sig við afstöðu höfundar til hins arabíska kynstofns þó svo að maður sé fylgjandi ísraels- mönnum og ísraelsriki. Svo langt er gengið, að óhugnaðurinn og dapurleikinn situr eftir. Og maður byrjar strax að lesa bók- ina aftur. Svo ótrúlegur meistari Leon Uris. Margar hugsanir hljóta að vakna hjá lesanda við það sem ég vil kalla reynslu, sem hann gengur í gegnum við lestur The Haj. Sjálfsagt er að virða óskir Uris og telja að persónurnar séu flestar hugarfóstur hans sjálfs. Atburðarásin er það að nokkru leyti, þótt stuðst sé við sögulegar staðreyndir, þó eru þær stað- reyndir á þann veg, að þær má túlka á mismunandi vegu eftir því hver skoðun manns er á vandamálum Miðausturlanda. Það er hörmulegur boðskapur, sem Leon Uris ber fram f þessari bók: að steinrunnar hefðir ar- aba, stolt þeirra og mentalitet einsog það leggur sig, koma i veg fyrir að arabar geti yfirleitt átt samleið með einum né neinum. Það er ekki heldur lúrt á þvi í bókinni hversu mikil sundur- þykkja er milli araba innbyrðis, hversu Palestínumenn bera mik- ið hatur til íraka vegna grimmd- ar þeirra, Jórdana vegna þess að þeir eru eiginlega ekki til — heldur jórdanska þjóðin búin til af Bretum — og er út af fyrir sig nokkuð til í því — Sýrlendinga fyrir fláræði og svo mætti lengi telja. Mikill dómur er upp kveð- inn yfir aröbum í þessari bók, þrátt fyrir að hún leiði til kynnis við þá, sem hljóta að verða áhugasömum lesanda fhugunar- efni. Og það eru dapurleg sann- indi ef hin arabíska þjóðarsál er á þann veg sem Leon Uris lýsir i magnaðri bók sinni. Arabar — gyðingar, mnnu þeir aldrei getað nnað saman í friði?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.