Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 56

Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Aukin strandferða- þjónusta Eimskips UM ÞESSAR mundir tekur gildi nú strandsiglingaáætlun hjá Eimskip. Vidkomuhafnir verða átta, ferðir verða tíðari og stærri skip en áður munu nú sinna þessum siglingum. Markmiðið með þessum breytingum er að auka þjónustu við landsbyggðina og einfalda aðfóng í dreifbýli, segir í frétt frá Eimskip. Tvö skip félagsins, Mánafoss og Norðurlandaskip, verða í þessum siglingum, auk þess sem Eimskip annast vöruflutninga með Herjólfi til og frá Vestmannaeyjum. Nýja áætlunin er tvískipt. Mánafoss mun þjóna Vestur- og Norðurlandshöfnum og er sigl- ingaáætlunin þannig að siglt er frá Reykjavík einu sinni í viku, á mánudögum. Komið er til ísa- fjarðar tvisvar í viku, einu sinni í viku til Akureyrar og hálfsmánað- arlega til Húsavíkur og Patreks- fjarðar, Siglufjarðar og Sauðár- króks. Sunnan- og austanlands er siglt til tveggja hafna. Herjólfur siglir tvisvar á dag á milli lands og Eyja og annast Eimskip alla vöruflutninga með skipinu. Annað Norðurlandaskip Eimskips kemur hálfsmánaðarlega til Reyðarfjarð- ar á leið sinni frá Reykjavík til Norðurlandanna. Samfara reglu- legum viðkomum á Reyðarfirði mun þjónusta Eimskips við Aust- firði aukast verulega. f frétt Eimskips segir enn- fremur. „Þessi nýja strandsiglingaáætl- un mótast af sívaxandi þörf við- skiptavina Eimskips fyrir flutn- inga innanlands, ekki síst í ljósi vaxandi einingaflutninga. Við gerð áætlunarinnar var því lögð sérstök áhersla á fullkominn skipakost, samræmingu innan- landsflutninga og millilandasigl- inga og hagnýtingu þeirrar að- stöðu sem Eimskip hefur byggt upp í Sundahöfn á undanförnum árum.“ \e£ A en satt „Gull og demantar á útsölu“ í tilefni eigendaskipta á verslun Jóhannesar Norðfjörðs höfum við ákveðið að efna til Rýmingar- sölu á stórum hluta af vörum verslun- arinnar Herra og dömu gull og silfurhringar. Herra og dömu úr, veggklukkur, skeiðklukkur Hálsmen gull og silfur. Armbönd o.fl. osfl. ótrúlegt en satt — nú er hægt að gera verulega góð kaup á gæðavörum — lítið inn. Verið velkomin afsláttur Konunglega, Hverfisgötu 49, sími 13313. Hönnun að ljúka HÖNNUN i brú yfir Kringlumýrarbraut, í framhaldi af Bústaðavegi, er nú að Ijúka og verður verkið væntanlega boðið út nú f vetur. Að sögn Stefáns Hermannssonar, aðstoðarborgarverkfræðings, er miðað við að framkvæmd- um við brúna Ijuki næsta sumar. Brúin mun tengjast fyrirhugaðri Foss- vogsbraut og er miðað við að hún taki við umferð úr suðri og til vesturs. Fyrirhugað er að fimm akreinar verði i brúnni. Sjóstangaveiði- félag stofnað ínfirði, 8. nóvember. HJÓSrANGAVEIÐI hefur verið VM- andi tómstundaiðja ísfirðinga hin síð- ari ir. Síðustn þrjú irin hafa verið haldin hér mót með þitttöku hvaðan- æva af landinu. Áhugamenn úr sport- bitafélaginu Sæfara ásamt nokkrum öðrum ihugamönnum um sjóstanga- veiði hafa séð um mðtin. í gærkvöldi, miðvikudagskvöld, var haldinn stofn- fundur Sjóstangaveiðifélags ísfirðinga. Félagssvæðið er lsafjarðarsýslur og kaupstaöirnir Bolungarvík og ísa- fjörður. Á fundinum voru rædd helstu áhugamál sjóstangaveiði- manna og var meðai annar ákveðið að efna til sjóstangaveiðiferðir ein- hverja næstu helgina. Mikill áhugi var í stofnfélögum að efla hag þess- arar íþróttar og að auka tengsl sjó- stangaveiðimanna á landinu. í gangi er Islandsmeistarakeppni sem fer fram á þrem stöðum á land- inu. Var fyrsta mótið á þessu keppn- isári haldið á Akureyri I ágúst. Næsta mót verður í Vestmannaeyj- um um Hvítasunnuna og lokamótið á ísafirði í júlí. ísfirðingar sendu bæði karla og kvennasveit á mótið á Akureyri, með góðum árangri og hyggjast nú undirbúa sig vel undir Hvítasunnumótið í Vestmannaeyj- um. Núverandi íslandsmeistari sjó- stangaveiðimanna er Páll A. Pálsson á Akureyri, en hann hefur náð mjög góðum árangri á undanförum árum. Úlfar. „Bróðir minn Ljóns- hjarta“ endurútgefin ÆVINTÝRIÐ Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren er komin út f annað sinn hjá Máli og menningn. Þýðingin er eftir Þorleif Hauksson og myndir eftir Ilon Wikland. Bókin kom út iríð 1976 en hefur lengi verið ófianleg. Eins og kunnugt er hafa Svf- ar gerí sjónvarpsþætti eftir bókinni sem nú er verið að sýna bér og kvik- mynd sem einnig hefur verð sýnd bér i landL Þetta er sagan af bræðrunum Jónatan og Snúð Lejon í landinu Nangijala þar sem ennþá er tlmi varðeldanna og ævintýranna. Það er þangað sem menn fara þegar þeir deyja, segir Jóntan við Snúð sem liggur veikur. Snúð þykir ekki eins vænt um neinn og Jónatan, sem er svo hugrakkur og sterkur, og hann kviðir þvf að þurfa aö skilja við hann. En til þess kemur ekki, það er Jónatan sem fer á undan til Nangij- ala og tekur á móti Snúð þegar hann kemur. Eftir það verður ekkert lát á spennandi viðburðum. Þes8i útgáfa er jafnframt fyrsta bókin í flokki pappfrskilja frá Máli og menningu sem ætlunin er að bjóða a mun lægra verði en inn- bundnar bækur. Flokkurinn ber samheitið Uglur, og Bnróðir minn Ljónshjarta er fyrsta Barnauglan. Bókin er 248 bl., sett 1 Hólum hf., filmuunnin í Repró, prentuð f Form- kprenti og bundin í Bókfelli. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.