Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 57

Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 57 KAUPMÁTTUR GREIDDS TÍMAKAUPS MIÐAÐ VID VlSITÖLU FRAMFÆRSLUKOSTNADAR VERKA MENN Kauptaxti allra launþega VERKA KONUR Þjóöar- framleiósla IDNAOAR MENN ! frétutilkynningii Svavars Gestasonar segir, aö á þessu línuriti sjáist glöggt hvert kaupránið hafí orðið í tfö núvcrandi ríkisstjórnar. Byggt er á línuriti Kjararannsóknarnefndar sem forsætisráðherra sýndi í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum. Þá er teiknuð inn á línuritið heil lína sem sýnir kaupmátt kauptaxU „allra launþega" eins og kjararannsóknarnefnd skráir kaupmáttinn. Inn á lfnuritiö er svo teiknuð brotin lína sem sýnir fall þjóðarframleiðsl- unnar. Þar kemur fram að í fyrri stjórn, til og með 1. ársfjórðungi 1983, féll kaupmátturinn svipað og nam falli þjóðarframleiðslunnar, en síðan hefur kaupránið orðið eins og sést á milli línanna um kaupmátt kauptaxU og þjóðarframleiðslu. Kaupmáttur launa Fréttatilkynning frá Svavari Gests- syni formanni Al- þýðubandalagsins í sjónvarpsþætti á þriðju- dagskvöldið birti Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra línurit um fall kaupmáttar launa á árinu 1983 og 1984. Þar fullyrti hann að launahrapið á 2. ársfjórð- ungi ársins skrifaðist allt á reikn- ing fráfarandi ríkisstjórnar. Hér var um að ræða grófar falsanir sem óhjákvæmilegt er að leið- rétta: Fyrsta verk ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar var að fella niður verðbætur á laun, 22%, 1. júní 1983 og að banna síð- an verðbætur með bráðabirgða- lögum allt til vorsins 1985. 2. árs- fjórðungur 1983 skrifast því á reikning ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar einvörðungu, því að verðbætur á laun voru síðast greiddar 1. mars 1983. Þess vegna komu engar verðbætur á 2. árs- fjórðungi nema 8% launabreyting 1. júní í stað 22% eins og átti að vera samkvæmt kjarasamningum og ólafslögum. Ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sen greip til efnahagsráðstafana vegna fallandi þjóðartekna seint á miðju ári 1982. Þær efnahagsráð- stafanir höfðu það í för með sér að kaupmáttur launa féll nokkuð, eða um sama hlutfall og þjóðartekjur. Þegar ríkisstjórn Steingrims Her- mannssonar tók við var kaup- mátturinn hins vegar felldur langt umfram fall þjóðarteknanna. Þetta sést glöggt á meðfylgjandi línuriti. Það er frá kjararannsókn- arnefnd að öðru leyti en því að inn á það er teiknuð lína sem sýnir þróun þjóðarframleiðslu á árun- um 1980 til 1984. Þar sést að lækk- un kaupmáttar og lækkun þjóðar- tekna fylgdist að í tíð siðustu rík- isstjórnar, en eftir að Steingrímur tók við hrapaði kaupmátturinn. Á línuritinu kemur einnig fram hve hár kaupmátturinn var á árunum 1980 til 1982 og þyrfti kaup eins og það var fyrir samningana nú að hækka um 27% til þess að ná þeim kaupmætti. Kjarasamningarnir ná aðeins hluta kaupránsins til baka eins og kunnugt er og ríkis- stjórnin hefur uppi áform um að svipta launafólk árangri kjara- samninganna með gengislækkun og verðbólgu á næstu vikuip, ef marka má orð einstakra ráðherra. Það var alger grundvallarfor- senda Alþýðubandalagsins í við- ræðunum um myndun ríkisstjórn- ar vorið 1983 að ekki kæmi til greina að kaupmáttur launa lækk- aði meira en nemur lækkun þjóð- arframleiðslu og þjóðartekna. Ég gerði Steingrími Hermannssyni og Geir Hallgrímssyni grein fyrir þessu sjónarmiði. Það var ófrá- víkjanlegt af hálfu Alþýðubanda- lagsins. þeir kusu hins vegar að skera kaupmáttinn enn frekar niður. Það sést glöggt á meðfylgj- andi línuriti. Spurningin er þá sú: Hvað hefur orðið af þessum mis- mun? Ekki hefur hann gufað upp — nei, staðreyndin er sú að þessir fjármunir hafa verið fluttir til milliliða, þjónustu og verslunar. Þannig hefur kauplækkun launa- fólksins staðið undir gróðamynd- un gæludýra ríkisstjórnarinnar. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra á í vök að verjast. Framsóknarmenn sverja af sér stjórnina. Sjálfstæðisflokks- þingmenn missa trú á stjórninni með hverjum deginum sem líður. ( vanmætti sínum reynir forsætis- ráðherra landsins að falsa linurit til þess að gera sjálfan sig dýrleg- an. Það er aumt hlutskipti að eiga ekkert nema falsanir til þess að veifa í kringum sig eftir átján mánaða stjórnarsetu með íhald- inu. En það er og var ekki við öðru að búast. Spurningin er hvað Steingrímur reynir að gera næst til þess að bjarga sér á land upp úr feninu — kannski hann taki sam- an skrá um þau kosningaloforð sem Framsóknarflokkurinn á eftir að svikja. Það yrði ekki langur lestur. Það kemur sér vel fyrir lilsj>laða lslendinj;a að Flugleiðir fljú^i rej’lulej’a arið um krin»» til London oj; (ilasj;o\\. Frekari uppiýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða. umboðsmenn og ferðaskrifstofur. Umboðsmenn um land allt Kort meö umslagi. Minnsta pöntun er 10 stk. eftir sömu mynd. iKodak FRAMKÖLUJN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.