Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 ------------*__.__-y í:*::' y »V 1 ' , Íl W *_ÍÍ ¦í:"';;-¦ * *Z*. ..jí-.-;!:-:':'' •W' i ' i ^P i tíf **É -v á » 11 Krisí/n SranhiWur HjíImtfadóttir Kórinn á æfingu. Áhngasamar stúlkur. Arni HarAarson stjórnandi Háskólakórsins. Magnús HaUdórsson Litið inn á æfingu hjá Háskólakórnum: „Stærri verkefni kórsins hafa beinst í farveg nýsköpunar" Einn þeirra kóra, sem eru orð- nir harla grónir í sönglifi borgar- innar, er háskólakórinn, sem læt- ur í sér heyra nokkrum sinnum á vetri bædi utan skóla sem innan. Hann er skipaður ungu, líflegu fólki og reyndar annað árið í röð með ungan ferskan stjórnanda, Árna Harðarson, sem er tiltölu- lega nýkominn frá námi erlendis. Blm. lék forvitni á að heyra um áætlanir og starf í vetur og leit því eitt kvöldið fyrir skömmu inn á æfingu. Það er óhætt að segja að áhuginn hafi verið mikill, fólk lifði sig inn í sönginn, en að þessu sinni var verið að æfa verk þar sem hinna ýmsu svipbrigða var krafist af kórfélögum auk söngsins. Við tókum fyrstan tali söngstjórann, Árna Harðarson. Kór er margslungið hljóðfæri — Árni, nú er þetta þitt annað starfsár með kórnum. Hvernig lik- ar þér sðngstjórastarfið? Þetta er mjðg skemmtilegt, en jafnframt mikill lærdómur. Það er nú þannig að hlutirnir þurfa oft að vera erfiðir til að vera skemmtilegir. Kór er í sjálfu sér margslungið hljóðfæri, óh'kt öðr- um hljóðfærum því það er samsett úr mannsröddum og öðrum mann- legum þáttum sem þarf að glíma við til að árangur náist. Ég fór utan til að nema píanóleik og síð- an tóku tónsmíðar hug minn. En er námi lauk kem ég heim og finn mig í kórstjórn. í raun og veru bjóst ég ekki við að finna mig í þessu starfi upphaflega. — Er vant songfólk í kórnum? Það er nú upp og ofan. Meðal Kórastarfsemin er býsna blómleg í landinu um þessar mundir, ekki síst í höfuðborginni og má jafnvel heita að hver sem kemur upp lítt brengluðum hljóðum sé nú farinn að iðka söng, fara í raddþjálfun og taka þátt í tónleikum Og það fer tæpast á milli mála að við höfum notið uppskerunnar af þessum vaxandi söngáhuga í æ vandaðri tónlistarflutningi með ári hverju. félaga kórsins er fólk sem hefur kórinn haldi sína sjálfstæðu tón sungið í kórum áður og er jafnvel í leika, og undanfarin ár hafa sðngnámi, en sumir eru að fara í stærri verkefni kórsins beinst á kór i fyrsta skipti. — Hvað er á verkefnaskrá hjá ykkur í vetur? Kórinn syngur við hin ýmsu tækifæri utan sem innan skóla. í augnablikinu erum við að æfa dagskrá sem er unnin upp úr Sól- eyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum, og við flytjum um miðjan nóvember. Tónlistin er eftir Pétur Pálsson og er með því besta sem gert hefur verið í íslenskri vísna- tónlist, en ég hef útsett hana. Við flytjum þetta í samvinnu við Stúd- entaleikhúsið og það hefur reynd- ar staðið til lengi að standa að slíkri samvinnu innan þessara tveggja menningarstofnana skól- ans. Þetta er óvenjulegt verkefni fyrir kórinn, því þetta verða ekki hefðbundnir hljómleikar, hér er um að ræða tónlist og upplestur en sá þáttur er í höndum Guð- mundar Ólafssonar leikara, og möguleikarnir sem felast i fjölda kórfélaga nýttir til ýtrasta sem kemur fram i nýtingu á plássi og hreyfingu samhliða söngnum. I þessari uppfærslu er þetta tón- verk með leikrænni umgjörð sem er ætlað að leggja áherslu á það drama sem felst i skáldskapnum i ljóði Jóhannesar. Það sem fyrir liggur fleira er að árlega hefur það verið siður að farveg nýsköpunar í íslenskri tónlist. Það er tvímælalaust við hæfi stofnunar innan háskólans að vera að fást við nýjungar og í þessu tilfelli nýja tónlist. Fyrir mig er þetta sérstaklega heillandi. Þar sem ég er nú sjálfur við tónsmíðar gefur þetta manni aukið gildi að vera virkur í að móta ný verk sem eru i fæðingu. Þetta ár munu tvö ný islensk verk verða sett saman fyrir kórinn. Annað þeirra er pantað af kórnum í gegnum Musica Nova og er samið af Lárusi Halldóri Grimssyni. Hitt verkið er eftir Hilmar Þórð- arson en hann lýkur námi í vor í tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavfk. Auk þessa munu fleiri nýleg íslensk verk verða flutt sem hafa verið skrifuð fyrir kórinn, m.a. eftir Jón Ásgeirsson og verk eftir mig sem kórinn flutti á sið- asta ári. Þetta tökum við með okkur út til Hollands í mars ef að líkum lætur og þar munum við syngja islenska dagskrá víðsvegar um landið og ýmist á okkar eigin vegum eða þarlendra, þ.á m. Gau- di Amus-stofnunarinnar sem er félag er sér um kynningu á nú- tímatónlist i Hollandi. Þetta eru nú aðaiverkefni kórs- ins í vetur að undanskildum föst- um liðum. Blm. tók siðan nokkra kórfélaga tali, og spurði þá hvort þeir væru vanir að syngja, hvernig tónlist þeim líkaði að syngja, af hverju þeir væru í kór, hvernig andinn innan kórsins væri o.s.frv. Kristín Svanhildur Hjálmtýsdóttir: Mjög gaman það sem af er Þetta er fyrsti veturinn minn í Háskólakórnum , en áður var ég i MS-kórnum og söng með „Sunda- sveitinni". Það var skemmtilegt svb ég ákvað um leið og ég byrjaði í háskólanum að reyna við inn- tökuprófið i kórinn. Það er búið að vera mjög gaman það sem af er og mér sýnist á öllu að áframhaldið verði gott. Mórallinn er mjög öfl- ugur og ég hlakka til að flytja Sól- eyjarkvæði og vonandi fellnr þnð í kramið hjá fólki núna á þessum siðustu og verstu timum, eða eins og skáldið sagði: „Þambara vamb- ara þursinn er sterkur, heimurinn harður og sljór." Sigurborg Rögnvaldsdóttir: Hefur verið afar gefandi og skemmtilegt Þetta er þriðji veturinn núna með Háskólakórnum og ég sé alls ekki eftir þeim tima sem í hann hefur farið. Þetta hefur verið afar gefandi og skemmtilegt starf. Mér finnst gaman að fást við flestar tegundir tónlistar en ég hugsa að nútímatónlistin sé nú einna efst á blaði hjá mér. Kórinn reynir alltaf að frumflytja a.m.k. eitt nýtt ís- lenskt verk á ári. Það er góður andi i kórnum núna i haust og ákaflega spennandi og skemmti- legt að takast á við Sóleyjarkvæði. Magnús Halldórsson: Söngurinn veitir útrás Ég hafði lengi ætlað mér i Há- skólakórinn og nú vannst mér timi til þess. Maður hefur gott af þvi að syngja og söngurinn veitir manni útrás. Mér líkar stórvel i kórnum það sem af er og það er létt yfir kórfélögunum. Sóleyjarkvæði er spennandi verkefni og gaman að syngja það og einnig skeggöldina sem við höfum verið að smá glugga i. Annars finnst mér yfir- leitt gaman að syngja allt islenskt, það er helst þetta erlenda sem höfðar ekki eins til manns. Qddgeir Eysteinsson: Yfirleitt gaman af allri tónlist Þetta er mitt fjórða ár i Há- skólakórnum. Áður var ég i Hamrahliðarkórnum og hef einnig sungið með Dómkórnum. Það er gaman að syngja og félagsskapur- inn hefur einnig mikið að segja. Maður kynnist fjölda fólks í kór- starfi og í Háskólakórnum er lif- legt fólk. Ég hef nú yfirleitt haft gaman af allri kórtónlist sem ég hef komið nálægt og held ekki upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.