Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Sagt hefur verið að fyrstu til- raunir til greiningar vandamála á hagfræðilegan máta megi finna hjá forn Grikkjum , svo sem Aristótelesi og Platon. Rómverjar fetuðu líkar slóðir, en þóttu litlu bæta við grískar hugmyndir á þessu sviði, enda þótt ýmsir þeirra eins og til að mynda Cicero, Vergil og Varro reyndu að leggja fram lausnir og ráð varðandi landbúnað. En nú er öldin önnur. Áætlanir sem snerta efnahag þjóða eru tæpast gerðar án tilkvaðningar þeirra manna, sem hafa tileink- að sér kunnáttu hagspekinnar. Þannig hafa íslenskar ríkis- stjórnir haft hagfræðinga til ráðgjafar og leiðsagnar um langt skeið, kannski á líkan hátt og ýmsir stjórnendur fornþjóða höfðu fyrir ráðgjafa trúarvísa menn, er þóttu sjá lengra en nef þeirra náðu. Reyndar er talið að upphaf fyrstu hagspekirita megi rekja til austurlenskra siðaboða, er greindu auðlegð og heilsu, sem merki um velþóknan æðri máttarvalda. En hvaða boðskap hafa ha- gfræðingar fram að færa með tilliti til ástandsins í íslensku ef- nahagslífi um þessar mundir? Eru þeir sammála um leiðir og lausnir til bættrar afkomu fjöld- ans? Sjá þeir sjúkdómseinkenni efnahagsmála sömu augum og almenningur og eru þeir sjálfir sammála um úrbætur? I»að er forvitnilegt á þeim tíma sem fast er deilt um lífskjör og leiðir til farsældar í samfélaginu að heyra hvað nokkrir ungir , há- lærðir hagfræðingar hafa til mál- anna að leggja. Þeir eiga það sammerkt flestir að hafa ekki verið mjög í sviðsljósinu varð- andi íslenska efnahagsmótun, enda flestir tiltölulega nýkomnir úr námi erlendis frá. Væntanl- ega hafa þeir ferska þekkingu og kunnugleika af reynslu ann- arra þjóða sem glíma við lík vandamál og íslendingar eiga við að etja. Ólafur ísleifsson hagfræðingur Afskipti ríkisins hafa leitt til ófarnaðar Gjörbreytt staða er komin upp í efnahagsmálum eftir þá samn- inga, sem tekist hafa á vinnu- markaði. Tildrög þeirrar niður- stöðu, sem fengist hefur, voru mánaðarlangt verkfall opin- berra starfsmanna og enn lengra verkfall bókagerðarmanna. í ljósi þess hve miklu hefur verið kostað til, má það virðast einkennileg þversögn, að fáum kemur til hugar, að launþegar megi vænta bættra kjara eftir þessa samningalotu. Þessi þver- sögn skýrist þó af því, að niður- staða samninganna er ekki feng- in á hinum almenna vinnumark- aði þar sem tekist er á um raunveruleg verðmæti heldur riðu opinberir starfsmenn á vað- ið. Eftir samning BSRB og ríkis- ins mátti heita, að niðurstaða á hinum almenna vinnumarkaði lægi fyrir. Forysta Verkamanna- sambandsins, svo að dæmi sé tekið, leynir ekki óánægju sinni með niðurstöðuna, og er ekki annað að sjá en hún hafi haft augastað á eina kostinum, sem tryggt hefði getað aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna, skattalækkunarleiðinni svonefndu. Sú leið var þó því aö- eins fær, að tekist hefði að draga úr útgjöldum ríkissjóðs til að mæta tekjumissinum. Stórfelld- ur halli á ríkisbúskapnum, sem vísast hefði verið brúaður með lántöku erlendis, hefði ótvírætt haft aukna verðbólgu í för með sér. En skattalækkunarleiðin varð ekki ofan á, og er illt til þess að hugsa, að launamenn skuli hafa orðið af réttmætum kjarabótum og fjölmörg heimili tekið á sig þunga byrði í þágu verkfalla, sem leitt hafa til fyrrgreindrar niðurstöðu. Og opinberir starfsmenn hljóta að spyrja hvort verk- fallsréttur og beiting hans í tví- gang hafi orðið kjörum þeirra til framdráttar. Svo virðist sem fréttamenn ríkisfjölmiðla séu í þann veginn að svara þessari spurningu fyrir sitt leyti með því að ganga úr BSRB í BHM, en þau samtök þáðu ekki verkfalls- rétt er hann stóð til boða á sín- um tíma. Það er gremiulegt að lífskjör almennings á Islandi eru lakari en þau þyrftu að vera. Sú stað- hæfing að hér sé skipulagsleysi í fjárfestingu um að kenna segir þó ekki nema hálfa söguna. Sannleikurinn er sá, að það eru afskipti ríkisins í þessum efnum, stundum í nafni byggðastefnu, sem hér hafa mestu um valdið. Af hálfu ríkisins hefur því ekki skort á skipulagningu. Hún hef- ur birst í ríkisábyrgðum vegna togarakaupa, lánum Byggða- sjóðs og stórfelldum frystihúsa- áætlunum. En skipulagning er ekkert lausnarorð. Það er arð- semin, sem menn hljóta að taka mið af, vilji þeir ekki að atvinnu- uppbygging einkennist af fjár- festingarmistökum. Það besta sem rikið getur gert atvinnulíf- inu til góða, fyrir utan að bæta fyrir afskipti sín í fortíðinni, er að skapa almenn starfsskilyrði og stuðla að jafnvægi í þjóðar- búskapnum, svo að heilbrigður rekstur þrífist en annar hverfi. Almenningi er misboðið með því misrétti sem viðgengst í skattamálum. En hér er mikil- vægt að greina milli orsakar og afleiðingar. Frumorsakarinnar er að leita í því, að ríkið tekur til sín stærri hluta þjóðarteknanna en landsmenn sætta sig við. Þangað til úr hefur verið bætt, munu skattsvik og neðanjarð- arstarfsemi koma fram sem ytri merki þess vanda, sem raun- verulega býr að baki. Það er áhyggjulaust að eyða annarra fé. Framhjá því lögmáli ríkisrekstrar verður ekki komist. Að mínum dómi standa menn frammi fyrir því stórverkefni að draga úr skattheimtu og minnka umsvif ríkisins og eyðslu með markvissum hætti. Skoði menn nú hug sinn í þessu efni. Hversu mörg eru þau viðfangsefni, sem ekki væru betur komin hjá ein- staklingum og samtökum þeirra en ríkinu? Það ber að meta, sem vel hefur verið gert. Mitt í dýpstu efna- hagslægð sem gengið hefur yfir í áratugi tókst að draga úr verð- bólgu á örskömmum tíma. Þýð- ingarmiklum áfanga var náð í ágúst sl. er losað var um vexti og þeir látnir ákvarðast af mark- aðsaðstæðum. Engin önnur leið er fær ef takast á að reisa við innlendan sparnað, sem hrapaði á verðbólguárunum, og markaðs- vextir einir geta kveðið upp úr um réttmæti og arðsemi nýrra fjárfestinga. Nokkur ríkisfyrir- tæki hafa verið seld og hlutur ríkisins í öðrum. Hvenær verður losað um tök ríkisins í banka- kerfinu, ríkisbönkum breytt í hlutafélög og þeim komið í eigu einstaklinga og fyrirtækja? Ástæður efnahagsvandræða okkar tslendinga eru þekktar. Við breytilegum ytri aðstæðum verður ekki mikið gert. En hér heima fyrir bíða verkefnin þess að á þeim sé tekið. Mestu skiptir að það verði gert af raunsæi og skynsemi, því að patentlausnir eru engar til. Ólafur ísleifsson lauk M.Sc.-prón í bagfrædi frá London Scbool of Ec- onomics 1980. Hann starfar í al- þjóðadeild Seðlabanka íslands og kennir rið HÍ. Dr. Finnur Geirsson hagfræðingur Kjarabætur fást með breyttum skilyrðum Oft hafa kjarasamningar hér á landi mikið til snúist um það að skipta því sem ekki er til. Bæði atvinnurekendur og verka- lýðsfélög hafa getað gengið að því sem vísu, að fari kaupkröfur almennt fram úr getu fyrirtækja til að verða við þeim, muni ríkis- valdið hlaupa undir bagga með því að fella gengið eða auka seð- laprentun. Þannig má segja, að hvorki verkalýðsfélög né atvinn- urekendur hafi þurft að óttast afleiðingar óraunhæfra kjaras- amninga, sem þýddu gjaldþrot atvinnurekenda og atvinnuleysi launþega. Við þau skilyrði sem samningsaðilar búa hefur verð- bólgulausnin orðið ofan á. Mikilvægt er að skilyrðin breytist á þann veg, að ríkisvald- ið setji fram skýrt mótaða stefnu í peningamálum og ríkis- fjármálum, sem taki mið af raunverulegri afkomu þjóðar- búsins og haldi fast við þá stefnu. Jafnframt verður að búa svo um hnútana að samningsað- ilar semji upp á eigin ábyrgð, þar sem afkomuöryggi fyrir- tækja og þar með afkomuöryggi launþega verði haft að leiðarlj- ósi, án „aðstoðar" ríkisvaldsins. í því sambandi er vert að gefa gaum þeirri hugmynd að semja á grundvelli atvinnugreina eða fyrirtækja fremur en starfs- greina eða stétta eins og nú er gert. Þegar öllu er þó á botninn hvolft, skiptir mestu máli, ekki síður fyrir launþega en atvinn- urekendur að skapa skilyrði fyrir atvinnulífið þannig að verðmætasköpunin verði sem mest. Þegar vel gengur hjá fyrir- tækjum eykst eftirspurn eftir vinnuafli, sem stuðlar að hækk- un launa. Mikið hefur skort á, að atvinn- ulífið búi við skilyrði sem gefa því tækifæri til að aðlagast breyttum aðstæðum. Aðlögun- arhæfni og sveigjanleiki eru afar mikilvægir eiginleikar í síbreyti- legu og flóknu úmhverfi, þar sem samkeppni um lífsgæði fer harð- nandi. Ýmislegt hefur torveldað að þessir eiginleikar fái notið sín, þannig að betri lífskjör bjóðist. Þetta á einkum við um það, að viömiðanir hafa verið skekktar varðandi það í hverju borgi sig að fjárfesta og hvað sé ha- gkvæmt að framleiða og selja. Þannig voru vextir til skamms tíma niðurgreiddir og leiddu til offjárfestingar, framleiðslust- yrkir og niðurgreiðslur hafa hvatt til offramleiðslu og inn- kaup, sala og útflutningur hafa að hluta til ýmist verið háð sér- stökum leyfum eða verið einokuð af ríkinu , og þar með dregið úr vilja til að leita nýrri og ha- gkvæmari leiða. Oft býr góður vilji á bak við þessi afskipti rikisins og þau gjarnan réttlætt með því að þau stuðli að meiri jöfnuði og öryggi. Þó lætur nærri, að hér sé ríkis- valdið að láta undan fámennum, en sterkum þrýstihópum, sem sækjast eftir forréttindum með því að kostnaði af starfsemi þeirra verði dreift á miklu fjöl- mennari og sundurleitari hóp skattgreiðenda, sem hefur ekki eins góð tök á að beita sér. Þannig fara lántakendur fram á lægri vexti, bændur hærri niðurgreiðslur og útflutningsb- ætur , menningarfrömuðir meiri styrki, námsmenn hagstæðari lán, landsbyggðahlutar niður- greiðslur á hitunarkostnaði, starfsstéttir lögverndun og svona mætti lengi telja. Hér er um að ræða geysimik- inn kostnað, ekki aðeins þann sem skattgreiðendur sparifjár- eigendur og neytendur þurfa að bera beint, heldur einnig og ekki síður þann kostnað sem felst í glötuðum tækifærum til verð- mætasköpunar vegna þess að rétt viðmiðun hefur ekki verið fyrir hendi. Þegar allt kemur til alls verð- ur ekki séð að ígrip ríkisvaldsins á þeim sviðum, sem hér hefur verið fjallað um, séu til þess fall- in að bæta eða jafna Hfskjör. Þeim markmiðum má fremur ná með því að einstaklingar búi við skilyrði frelsis og sveigjanleika, en þurfi jafnframt að taka fullt tillit til þeirra skorða sem mark- aðsaðstæður setja. Mikilvægir áfangar hafa náðst I samræmi við þetta á sl. ári svo sem frjáls verð og vaxtamyndun, og það er áríðandi að halda áfram á þeirri braut. Dr. Finnur Geirsaon lauk doktors- námi í bagfræði frá Florida State Vniversity 1984. Hann starfar bjá Verzlunarrádi íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.