Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 61

Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 61 Birgir Árnason hagfræðingur Engin töfra- meðul eru til Megineinkenni núverandi efnahagsástands í landinu tel ég vera einkum þrjú: 1. Stórkostlega ranglát tekju- skipting. 2. Stöðnun í höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar. 3. Vegið er að ýmsum þáttum sem gera ísland að siðaðra manna samfélagi en ekki villimanna. Þótt þjóðartekjurnar hafi dregist saman síðustu árin, get- ur hver sem nennir að rýna í tölurnar fullvissað sig um að væri þeim réttlátar skipt, hefðu allir ríflega nóg. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í maí í fyrra hnykktu enn á ranglætinu því að bannið við kauphækkunum náði fyrst og fremst til venjulegs launafólks. Ófremdarástand ríkir í sjáv- arútvegi og landbúnaði. Sumpart er það vegna stjórnleysis, á það einkum við um sjávarútveginn, en sumpart vegna ofstjórnar, einkum í landbúnaði. Sameigin- legri auðlind, eins og fiskinum í sjónum, stafar ávallt hætta af ofnýtingu. Fremur en grípa til markvissrar fiskveiðistjórnunar í tæka tíð hafa stjórnvöld stuðl- að að ofveiði með því að leyfa og í raun ýta undir sífellda stækkun fiskiskipaflotans. Niðurgreiðsl- ur, útflutningsuppbætur og sjálfvirk lánafyrirgreiðsla hafa leitt til of mikillar og óhag- kvæmrar framleiðslu á hefð- bundnum landbúnaðarvörum. Þegar við offjárfestingu í þess- um greinum bætast ýmsar óarðbærar fjárfestingar ríkisins, t.d. í virkjunum, og vaxtakerfi sem til skamms tíma hvatti menn til að leggja allt fé sem þeir gátu komið höndum yfir í steinsteypu, skal engan undra hví ekkert fjármagn hefur verið aflögu til að efla nýjar atvinnu- greinar. Hver þjóð er merkilegust fyrir það öryggi sem hún býr þegnun- um og þá menningu sem hún á. Þær raddir sem heimta niður- skurð á útgjöidum hins opinbera til almannatrygginga, heilbrigð- iskerfisins, menntamála og menningar og lista, vega að þessum þáttum íslensks þjóðlífs. Menn skyldu gefa því gaum að það eru yfirleitt ekki þeir sem borga beinu skattana sem láta hæst og ekki er fjarri lagi að ætla að þeir hinir sömu telji ör- yggi launamannsins og frumlega hugsun andstæða sínum hags- munum. Urbætur Það eru engin töframeðul til sem geta læknað þær meinsemd- ir sem liggja að baki efnahags- ástandinu sem ríkir um þessar mundir. Og á meðan stjórnmálin í landinu eru eins og þau eru held ég að menn ættu að fara varlega í að reikna með að ríkis- stjórnir einar og sér fái miklu um þokað, enda óvíst að þær vilji það. Launafólk verður sjálft að axla byrðarnar af því að jafna lífskjörin í landinu, ekki með því að vinna meira, því að næg er þrælkunin fyrir, heldur með því að velja sér vinveittar ríkis- stjórnir og efla samtök sín. Fyrir utan að borga sínu fólki sæmi- legt kaup, gætu stjórnvöld orðið að góðu liði við öflun og miðlun upplýsinga um tekjur annarra, sér í lagi í gegnum hert skatta- eftirlit. Nauðsynlegt er að nýjum út- flutningsgreinum verði komið á fót og fyrirsjáanlegt er að ríkið verður að hafa þar hönd í bagga. Reynslan af fyrri verkum ríkis- stjórna á þessu sviði varpar efa- semdum á að þær séu þess megnugar að fylgja skynsam- legri fjárfestingarstefnu. En í þessu sambandi held ég að menn verði að hyggja að því hvort sú er raunin vegna eðlis ríkisaf- skipta yfirleitt eða þeirrar teg- undar ríkisafskipta sem tíðkast hafa á íslandi. Það hefur skort mjög á að þeir sem valsað hafa með almannafé hafi verið látnir sæta ábyrgðar gjörða sinna. Ég tel að væri framkvæmdavaldið ábyrgara gagnvart þinginu og þingiö ábyrgara gagnvart þjóð- inni myndi sumt betur fara. Breytt kosninga- og kjördæmafyrirkomulag gæti komið að gagni en fyrst og síðast verður að gera þá kröfu að menn séu dæmdir af verkum sínum. Ég hygg að stjórnvöld þjónuðu best hlutverki sínu í þessu efni með því að tryggja að sömu arð- semiskröfur séu gerðar í öllum greinum atvinnulífsins, að fram- takssamir einstaklingar eða fé- lög þeirra fái fé til arðbærra fjárfestinga og að nógu fé sé var- ið til rannsókna- og þróunar- starfsemi. Sýnist mönnum ég halda á lofti málstað fiskeldis, lífefnaiðnaðar og örtölvutækni á kostnað sjávarútvegs, landbún- aðar og stóriðju þá sjá þeir rétt, en of langt mál væri að fara frekar út í þá sálma hér. Að endingu hvet ég allt ærlegt fólk til að standa vörð um vel- ferðarríkið Ísland á meðan þrengingarnar ganga yfir en sækja fram að nýju um leið og færi gefst. Birgir Árnason lauk MSc-próli í vélarerkírædi frí Princeton- háskóla 1982. Haustið 1982 hóf hann doktorsnim í hagfræði við Princeton-hiskóla en starfar um þessar mundir á Þjóðhagsstofnun. KAtmnrtMV Dr. Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur í fótspor Rómverjanna Í inngangi að þessum viðtölum er vísað til þeirra fornu spekinga Aristótelesar,Platons, Cicero Varro og Vergils. Til er kenn- ing er heldur því fram að Róma- veidi hafi fallið aðallega vegna þess hvað ríkisbáknið var orðið stórt og hætt að þjóna fólkinu sem skyldi. Það má segja að það hafi verið meira sligandi en til framdráttar. Ef saga Rómaveld- is er lesin rekst maður aftur og aftur á frásagnir af múgnum makalausa sem var haldiö uppi á kostnað ýmissa valdamanna. Þeir héldu múgnum uppi til að hafa stuðning þar sem stundum hafði múgurinn atkvæðisrétt o.s.frv. Til þess að geta staðið undir stærri og stærri múg þurfti að skattleggja þá meira og meira er voru í framleiðslustörf- um og stóðu í verzlun og viðsk- iptum . Það má segja að það hafi verið rómverskt atvinnulíf sem þurfti að skattleggja meira. Eft- ir því sem skattpíningin jókst þá flosnuðu fleiri og fleiri úr at- vinnulífinu og bættust i hóp múgsins. Þetta var hin almenna þróun á þessum tíma. Er barbar- arnir tóku við leið mikið menn- ingarveldi undir lok og líka geigvænleg skattpíning svo það voru samt ýmsir sem fögnuðu breytingunni af þeim ástæðum. Það er sama hættan sem steð- jar að í okkar þjóðfélagi í dag. Spumingin er um skattheimtu og hvort ríkið sé að gegna sínu rétta hlutverki. Við mættum kannski taka þaö til athugunar hvort ríkið sé ekki orðið of stórt og við því að lenda i sama fari og rómverjarnir fornum .Því meiri skattpíning sem dynur á fólki þeim mun örar fjölgar þeim sem lifa á skattpeningum en þeim fækkar er standa verða undir sköttunum. Sumar þjóðir búa við meiri skattpíningu en við þekkj- um, en þeir erfiðleikar sem þær þjóðir hafa þurft að þola eru ekki fyrirmynd fyrir okkur. Því þrátt fyrir alla okkar erfiðleika þá erum við svo heppin að við erum ekki búin að blása ríkis- báknið meira út . Þetta sáu margir okkar fornu hagspek- inga. Það er afar langt síðan það uppgötvaðist að eftir því sem skattpíning er meiri þá rýrna skattstofnarnir. Þetta eru gömul vísindi. Við erum komin út yfir skyns- emismörk í útþenslu ríkis og tel ég að við verðum að fara að draga saman seglin á því sviði. Hinsvegar má segja að önnur hlið sé á vandamálinu sem er ekki efnahagsleg, en hafi afdrif- aríkar efnahagslegar afleiðingar og það er „kunningjaþjóðfélagið" á Islandi. Þetta er orð sem ég heyrði fyrst af vörum Sverris Hermannssonar og er lýsandi fyrir það hvernig hlutirnir ger- ast hérna. Allir eru skyldmenni, vinir eða kunningjar og starf- semi er oft metin á slíkum for- sendum og hreinni pólitík, frek- ar en efnislegt mat sé lagt á hvort fólk standi sig vel eða illa. Þetta kunningjaþjóðfélag er orðið mjög dýrt og hefur komið fyrst og fremst fram í að þær fjárfestingar sem við höfum lagt í sérstaklega síðastiiðin tíu til fimmtán ár hafa ekki skilað til- ætluðum árangri og það má leiða rök að því að lífskjörin í dag væru kannski fjórðungi betri og jafnvel þriðjungi betri ef við hefðum í upphafi áttunda ára- tugsins sagt skilið við kunning- jaþjóðfélagið, og nýtt fjárfest- ingar okkar af meiri skynsemi. Það sem þarf að takast á við er ekki spurning um hagvísindi , neldurmiklu frekar spurning um pólitík, og þá ekki sem flokkspól- itík, heldur kannski pólitík sem felst í hugarfari og andrúmslofti sem getur samræmst pólitík all- ra flokkanna. Lækkun verðbólgu úr 130% niður í það sem var í byrjun árs- ins 15% sýnir kannski best hverju hægt er að fá áorkað ef vilji er fyrir hendi og stjórnmál- amenn veita þá forystu er þeir eru kosnir til að veita. Það má eiginlega segja að nú virðist horfur á að þetta sé að fara úr böndunum aftur og undirrótin að því sem nú gerist er það for- ystuleysi sem stjórnmálamenn sýndu er þeir afgreiddu fjárlag- agatið í vor og sú óreiða sem var í peningamálum í sumar að öðru leyti. Þetta tvennt sem sé olli mikilli þenslu hér á höfuðborgarsvæð- inu og miklar sögusagnir komust á kreik um launaskrið sem er staðreynd að vissu marki þó að fréttir í blöðum hafi vissulega verið ýktar. Þetta launaskrið skapaði misvægi annarsvegar milli landsbyggðarinnar og höf- uðborgarsvæðisins og hinsvegar milli þess fólks sem fékk ekki laaunaskrið og þeirra sem nutu þess. Menn verða að gera sér grein fyrir þessu því annars heldurlaunaskrið áfram. Ef pen- ingamálum þjóðarinnar verður stjórnað þannig áfram að búið sé til misvægi eða því haldið við er anzi hætt við því að þessi laun- asprenging verði ekki sú síðasta. Dr. Vilhjilmur Egilsson lauk dokt- orsprófi trí Vnirersity of Southern California 1982 og starfar nú hjí Vinnuveitendasambandi íslands. GRG. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.