Morgunblaðið - 11.11.1984, Side 62

Morgunblaðið - 11.11.1984, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur Leiðin byggir á samvinnu Hagfræðinga greinir ekki á um það að íslenskt hagkerfi hef- ur gengið í gegnum óvenjumikl- ar sveiflur á undangengnum ár- um og áratugum. Þetta er að sönnu einkenni allra hagkerfa sem byggja afkomu sína í ríkum mæli á fiskveiðum eins og við. Á árinu 1982 og fram á árið i ái hafa skakkaföllin e.t.v. verii með mesta móti, enda hafa farið saman minnkandi afl, óhagstæð- ari samsetning hans og rýrnandi verðlag. Þetta ástand hefur leitt huga margra til þess hvort unnt sé að brjótast út úr ógöngum sveifluhagkerfisins. Á sjötta áratugnum sáu ráða- menn óhagkvæmni einhæfninn- ar í framleiðsluháttum. Þá var lagður grunnurinn að stórvirkj- unum og stóriðjustefnunni. Hugsunin virtist rétt í byrjun. En reynslan hefur kennt okkur að afkoma stóriðju er samfelldur taprekstur ef eigandinn er er- lendur; að raforkuverðið er lágt; skattgreiðslur litlar; mengun talsverð og það sem verst er: við höfum lagt til besta virkjunar- kostinn fyrir þessa erlendu hagsmuni i stað þess að bjóða íslenskum athafnamönnum þessi vildarkjör til uppbyggingar á ís- lenskum framleiðslufyrirtækj- um. Svo kom áratugur byggðasér- fræðinnar og sjóðanna. Ríkis- valdinu var beitt til að afla stórkostlegra fjármuna til upp- byggingar framleiðslu- og þjón- ustufyrirtækja um alla lands- byggðina til að jafna tækifærin. Þetta þýddi í raun að meðalaf- kastakrafa á framleiðslufjár- muni var lækkuð og menn græddu stórfé á staðsetningu. Mér blandast ekki hugur um það í dag að peningakerfi þjóðarinn- ar beið verulegan skaða af þeim verkum sem framkvæmd voru í nafni byggðastefnunnar. í stað þess að jafna á sanngjarnan hátt möguleikum sem allra flestra landsmanna færðu byggðapen- ingarnir fyrst og fremst stór- gróða til fárra braskara en stór- iðjustefnan og byggðastefnan hleyptu þjóðarbúinu í fádæma skuldaklafa. Þrátt fyrir ýmsar sveiflur i ytri skilyrðum eins og olíu- verðshækkanirnar, alþjóðlegar vaxtahækkanir, óhagstæðar verðhorfur á sjávarvörumörkuð- um og teikn á lofti um minnk- andi afla, jókst þenslan í ís- lenska peningahagkerfinu allt frá 1974 fram til 1982. Þá dundi yfir meiriháttar aflabrestur, afl- inn varð óhagstæðari að sam- setningu og verð á útflutningsaf- urðum féll. Þessi efnahags- skellur hefur á fjórum misserum náð stærðargráðunni 7—8 millj- arðar. Það voru skrifaðar sifellt fleiri ávisanir uppá óbreyttan fjölda fiska eða jafnvel fækkandi fiska í sjónum. Meginorsök efnahagsvandans virðist þó ekki að mati ráða- manna í dag vera skipulag fram- leiðsluháttanna heldur verðbólg- an (sem var). Aðalorsök verð- bólgunnar er almennt rakin til þess að laun séu og hafi verið of há miðað við burðargetu at- vinnuveganna. Lausn verðbólgu- vandans hjá núverandi ríkis- stjórn byggist alfarið á því ann- ars vegar að draga úr kaupmætti launamanna til að minnka eftir- spurn þeirra og hins vegar styrkja enn betur tekjustofna fyrirtækja og fjármagnseigenda með skattalækkunum. Þannig hefur hlutdeild launamanna á íslandi orðið 10—15 prósentu- stigum minni af því sem ráðstaf- að er í þjóðarbúinu en í helstu iðnríkjunum, þar á meðal Bandaríkjunum. Þetta er auðvit- að aðalvandinn: skipting af- raksturs þjóðarbúsins er launa- fólki afar óhagstæð og sérhverri tilraun launamanna að bæta hlut sinn er í dag mætt með verkbönnum fyrirtækja og tekjutilfærsluaðgerðum ríkis- valdsins sem ganga á hlut launa- fólks. Mér sýnist að kominn sé tími til að ræða hvert sé hlutverk ríkisins í kjaramálum. Það er óhæfa að ríkið breyti öllum hlutaskiptareglum samfélagsins eftir frjálsa samninga með um- byltingu skattkerfa, gengisfell- ingum eða banni við tilteknum þáttum kjarasamninga. Ég sé enga réttlætingu fyrir slíkum aðgerðum rikisins. Pólitikusar eiga ekki að ráðskast með alla hluti. Verðbólgumarkmið ríkis- stjórnarinnar er ekki hafið yfir þær tekjuskiptareglur sem launamenn semja um við fyrir- tæki með frjálsum samningum. Ríkið hefur þvert á móti skyldur að virða slíka frjálsa samninga. En ríkið hefur einnig skyldur gagnvart almenningi að fara vel með fé. í þessu samhengi ber að minnast þess að milljörðum króna hefur verið varið í óarð- bærar fjárfestingar fyrir al- mannafé, að milljarðar króna liggja í skattsvindli fyrirtækja; að ríkið greiðir starfsmönnum sínum undirmálslaun: Varla er til verri fjárfesting en illa laun- aður starfsmaður með mikla ábyrgð! Það verður að skapa samfélag sátta, andrúmsloft samvinnu og skilnings, í stað hinnar sívax- andi aura- og krónuhyggju. Með auknum skilningi á kjörum hvers annars og nauðsynlegum starfsramma atvinnulífsins öðl- ast stéttirnar tækifæri tii að byggja upp framtíðarríki á grundvelli almennrar velferðar. Við höfum verið á reki í gagn- stæða átt á undangengnum ár- um. Leiðin út úr ógöngunum byggir ekki aðeins á voninni um meiri fiskafla: hún byggir á við- tækri samvinnu. Birgir Björn Sigurjónsson hefur rerió rió framhaldsnám í Lundi, London School of Economics og síundar nú nám rið Háskólann í Stokkhólmi. Hann starfar hjá BHM. .. SWND OSKUB4KKNR DEKO Skúlagötu 61 sími 12987 . LANDVEIARHF SMIEUUVEGI66. PÓSTHÓLF20, 202KÓPAVOGI, S. 9176600 (KWHRLU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.