Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 63

Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 63 Minning: Jón Steinbergsson skipasmíöameistari Fæddur 10. október 1933 Dáinn 11. september 1984 Fyrir nokkrum vikum fór fram á Akureyri útför Jóns Stein- bergssonar, skipasmíðameistara. Það komu margir til að kveðja góðan vin og félaga, og í öllu lát- leysi var athöfnin fögur og virðu- leg. Lífshlaup þessa góða drengs var alltof stutt, og skyndileg brottför skildi eftir vandfyllt tómarúm í hugum margra, sem höfðu gengið við hlið hans lengri eða skemmri spöl. Kynni okkar voru ekki löng, en þau voru góð. Ég minnist þess hve vel hann tók mér ókunngum manni, þegar ér fannst ég standa á nokkrum berangri í harðri stjórnmálabaráttu fyrir nokkrum árum. Þó vorum við ekki alltaf sammála í stjórnmálum. En sú mannlega hlýja, sem af honum geislaði, brosið og traust handtak létti gönguna, og jók trú á hið góða í mannlegu eðli. Sama gildir um hans ljúfu konu. Fyrir þessi kynni verð ég ávallt þakklátur. Jón Steinbergsson var óvenju- legur maður. Hann var greindur vel og ólgaði af lífi. Hann var svo vinnusamur að hvíld gat aðeins orðið honum framandi hugtak eða orð. Þessi vinnuharka í eigin garð hefur vafalaust skert heilsuna ör- ar en margan grunaði. En þessu lífsmunstri varð ekki breytt; lík- lega ofið af mörgum kynslóðum. Jón Steinbergsson fæddist á Dalvík 10. október árið 1933. For- eldrar hans voru Soffía Sigtryggs- dóttir og Steinberg Jónsson. Þegar aldur leyfði hóf Jón nám í skipa- smíði og fékk sveinspróf árið 1961. En það var ekki nóg, og námi í húsasmíði lauk hann 1965. Hann fékk meistarabréf í báðum grein- um árið 1971. En það voru önnur tímamót í lífi hans, sem honum þóttu marg- falt merkari; hann kvæntist 23. nóvember 1956 Sigurlaugu Geirs- dóttur frá Keflavík, og vart hefur maður valið sér vænni konu og kona mætari mann. í veröld þar sem litbrigði mannlegs lífs eru nánast óendanleg, er val á nánasta samferðafólki veigameira en flest Mótmælafundur námsmanna í Aþenu: „Námsgráð- ur eru ekki til skrauts“ Aþeoi, 8. uófember. AP. RÖSKLEGA fjögur þúsund nemend- ur í háskólum og tækniskólum { Aþenu sóttu I dag útifund við menntamálaráðuneytið í borginni, þar sem atvinnuleysi meðal nem- enda og aðstöðuskorti í skólum landsins var mótmælt. Meðal vígorða, sem heyrðust á fundinum, voru: „Peninga til menntamála, ekki vopnakaupa”; „Jafnan rétt til menntunar" og „Vinnu fyrir námsgráður — þær eru ekki til skrauts." Nemendurnir vilja að betur verði búið að háskólum og tækni- skólum. Þeir segja að tækja- búnaður sé af skornum skammti og aðstæður fyrir tilraunir afar slæmar. Þá óska þeir eftir aukinni félagslegri þjónustu. „Astand menntamála var slæmt, en það fer versnandi. Við höfum ekkert upp úr skólagöng- unni lengur,“ sagði í flugriti, sem nemendur dreifðu til vegfarenda í nágrenni ráðuneytisins. 9% vinnufærra manna í Grikk- landi eru nú án atvinnu og er at- vinnuleysið mest meðal ungs fólks, sem nýlokið hefur námi, eða 24%. annað. Og þau völdu bæði vel. Þau uppskáru líka ríkulega; eignuðust þrjár dætur, Margréti, sem býr á Isafirði, Bryndísi, sem býr í Kópa- vogi, og Soffíu, sem er búsett á Hauganesi. — Fyrir hjónaband eignaðist Jón eina dóttur, Eddu, sem settist að í Svíþjóð. Til að nýta þekkingu sína og menntun stofnaði Jón, ásamt fleirum, Vör hf., skipasmíðastöð, þar sem hann starfaði til dauða- dags. Á þeim vettvangi lifði hann tímana tvenna, eins og flestir þeir, sem takast á við þjóðþrifastörf, gera átak til að efla trú þjóðar á eigin mætti, þekkingu og verks- viti. Þá baráttu þekkja margir sem daufan skugga af hörðum veruleika. Jafnhliða störfum kom Jón við sögu félagsmála á Akureyri. Um þann þátt vitnuðu féiagar hans fjölmargir, sem kvöddu hann í kirkjunni. Þá sögu þekkja aðrir betur. Þessar fáu línur eru til þess skrifaðar að gilda sem þakklætis- vottur fyrir agnarstutta samveru í hverfulum heimi, þar sem hlýtt handtak og bros getur yljað. Minning um góðan dreng verður gulls ígildi. — Margir verða á leið okkar og hverfa í hringiðuna miklu, án þess að þráður slitni eða sársauka verði vart. Kannski af eigingjörnum ástæð- um verður minningin um hina dýrmætari. Dýpstu rökin þó eru ósögð enn, Ást og Heift þó skapi stóra menn, rétta stefnu siglir aðeins sá, sem hið góða mestu ræður hjá. (MJ.) Árni Gunnarsson ÞESSI AUGLYSING VARÐAR ORYGGI ÞITT OG ÞINNA! Láttu ekkí slysa- og líftryggingu vanta inn í myndina Framttoaröryggi FÍOLSKYLDUNNAR ER I HUFI - Þekkir þú þessa fjölskyldu? Bömin ganga í skóla og foreldramir vinna úti. Allur þeirra tími undanfarin ár hefur farið í að búa í haginn, kaupa íbúð, bíl o.s.frv. Fjárskuldbindingamar em miklar. Ef annað foreldrið fellur frá eða slasast geta slysa- og líftryggingar að sjálfsögðu aldrei bætt tilfinninga- skaðann, en þær em til þess að tryggja fjárhagslega stöðu fjölskyldunnar á erfiðleikatímum. Haíðu samband - við hjálpum þér að meta tryggingaþörfma. rT :s<P_ Já, takk, ég vildi gjaman fá senda bæklinga um slysa- og líf- tryggingar Samvinnutrygginga og Andvöku. Nafn:__________________________________________________ Heimili:. 5AMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA Ármúla 3, 108 Reykjavík Sími: (91)81411 Þín félög-í blíðu og stríðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.