Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 68

Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 „Andstaða fóður míns beindist gegn hvers konar einræði“ Þann 20. júlí 1944 var Adolf Hitier sýnt banatilræði, sem vakti miltla athygli um víða veröld. Að þvf stóð ungur ofursti og greifi, Schenk von Stauffenberg. — Það kostaði hann lífið. Hitler slapp frá tilræðinu með minni háttar sár. Þýzkt blað náði nýlega tali af ekkju von Stauffenbergs. Brjóstmynd af manni hennar stendur á hillu á veggnum. Hjá henni er komið fyrir fallegum blómvendi. Nazistar höfðu lagt hald á skrifborð ofurstans, en frúnni tókst seinna að hafa upp á því í stórri vöruskemmu og nú er það aftur komið á sinn stað í vinnustofu eiginmannsins. Mér hafa borizt bréf, þar sem beðið er um samtal við mig, þá hefur eitt stórblaðið beðið mig að lesa yfir minningargrein um manninn minn. Hún var skrifuð í tilefni af fjörutíu ára dánar- afmæli hans... “ segir Nína Stauffenberg. Hin roskna frú lifir harla ein- mana með minningum sínum. Þær eru margar og ekki skortir skuggana. Sumar þeirra snerta alla þýzku þjóðina. En þó eink- um sá atburður sem tengdur er misheppnuðu tilræði von Stauff- enbergs við Adolf Hitler 20. júlí 1944 og gleymist seint og átti sér stað síðla kvölds. í garði húsasamstæðu í Berlín, þar sem yfirstjórn ríkishersins hafði aðsetur, aka herbílar fram og aftur og beina glampandi ljósum sínum að fjórum mönnum. Þeir standa þar við sandhrúgu. Háværar fyrirskip- anir fylla loftið. — 1 ljós koma nokkrir undirliðsforingjar og lautinant, sem öskra: „Skjótið". Þeir miða á mennina fjóra, sem reynt höfðu að ryðja Adolf Hitl- er úr vegi og fækka með því fórnarlömbum styrjaldarinnar. Einn fjórmenninganna hróp- aði: „Lifi heilagt Þýzkaland." Það var von Schenk Stauffen- berg ofursti. Á næsta andartaki voru þeir liðin lík. Fjörutíu árum eftir þessa at- burði lagði Helmut Kohl kansl- ari blómsveig á blettinn, þar sem ofurstinn var skotinn til bana. Það gerði hann í nafni hins lýð- ræðislega Þýzkalands og allra þeirra karla og kvenna sem létu lifið I frelsisbaráttunni í stjórn- artíð Hitlers. Þegar frú Nínu Stauffenberg var boðið til Berl- ínar að vera viðstödd athöfn kanslarans og sitja á fremsta bekk meðan hún fór fram, mælti hún þetta eitt: „Að sjálfsögðu fer ég til Berlínar. Það er ekki nema skylda mín.“ Hún hafði gifzt manni sínum árið 1933. Nú stendur þessi glæsilega, einbeitta kona á sjö- tugu. Hún erfði hús foreldra sinna. Nú er það orðið of stórt fyrir hana. Hún leigir jarðhæð- ina og settist að á fyrstu hæð og hefur engan hjá sér nema hund- inn sinn. — Hvaða þýðingu hefur hið liðna fyrir þig, eins og nú er komið? spyr blaðamaður. Nína von Stauffenberg: „Ég lifi mjög einangruðu lífi og vil sem minnst ræða örlög mín. Og margir voru þeir sem urðu engu betur úti en ég. Á þessum dögum létu þúsundir manna lífið á degi hverjum. Og þeir eru ótaldir, sem lokaðir voru inni í fangels- um.“ Vissi hún að maður hennar undirbjó árásina á Hitler? Rætt við ekkju og börn von Stauffenbergs 40 árum eftir tilræðið við Hitler „Nei,“ segir hún. Mér var að vísu ekki með öllu ókunnugt um andspyrnuáform hans og fleiri gegn Hitler og að hann hafði einhverjar fyrirætlanir í huga að ryðja honum úr vegi með hjálp annarra. Ég vissi einnig að sprengjutilræði var meðal ann- ars á dagskrá. En ég vissi ekki að maðurinn minn yrði viðstadd- ur það. Sex vikum fyrir sprenginguna sá Nína von Stauffenberg mann sinn í síðasta sinn. Allt frá upp- hafi stríðsins hafði hann verið sjaldséður gestur á heimilinu, eins og raunar átti við um flesta þýzka hermenn. Sonur hans, Franz-Ludwig, sem þá var sex ára, man glöggt er pabbi hans kom heim. „Þegar hann birtist okkur í dyrunum, hrópaði ég af gleði." Annar sonur, Heimeran, var þá átta ára. „Við vorum alltaf með honum þessa fáu daga. Hann var frísklegur, brosandi faðir. Við vorum hamingjusöm fjölskylda." Fjórum dögum fyrir tilræðið hringdi von Stauffenberg til konu sinnar í íbúðina, þar sem hún á ennþá heima. Hún segir frá: „Það var ofurvenjulegt og ekki neitt sérlega innilegt sam- tal. Ég var ein heima með dreng- ina mína þrjá — fjórða barnið var á leiðinni, og var í óðaönn að undirbúa ferð mína til Lautling- en i Wurtemberg, þar sem bróðir minn rak stórbú." Von Stauffenberg vildi að hún hætti við ferðina. „Það er bezt fyrir þig að fresta henni eins og á stendur." Hvað hafði hann í huga? Var hann að hugsa um sí- vaxandi loftárásir Bandamanna eða þá tilræðið sem brátt myndi eiga sér stað? Enginn getur gefið svar við því, ekki heldur Nina Stauffenberg. Hún stóð við ákvörðun sína og sagði í símann: „Það er búið að loka ferðatösk- unum. Við förum til Wúrtem- berg.“ Það voru síðustu orðin sem hún sagði við eiginmanninn. Frú von Stauffenberg var stödd í smáþorpinu Lautlingen, þegar henni bárust sorgartiðind- in. Nágrannarnir höfðu heyrt fréttina í útvarpinu. Sprengjut- ilræðið hafði misheppnast, Hitl- er aðeins fengið smáskrámur, en von Stauffenberg hafði verið skotinn til bana. Eftir að fréttin hafði borizt, tóku nágrannarnir að hugga hana. Þetta voru hræðileg tíðindi fyrir konu sem var komin alllangt á leið. — Hún hélt kyrru fyrir um stund í Lautlingen. Nína von Stauffen- berg sagði: „Leynilögreglan fann mig ekki fyrr en að tveim dögum liðnum. Á meðan hafði ég jafnað mig nokkuð.“ Að morgni 23. júlí hringdi leynilögreglan, handtók hana og börnin og nánustu ættingja. Þau þurftu ekki að gera ráð fyrir neinu góðu. Heinrich Himmler hafði sleppt sér og öskrað...: „Svikarablóð, svik- arablóð. Fjölskyldan skal afmáð með öllu!“ Eins og stendur finnst mörg- um þetta óskiljanleg orð, en ekki á þessum ógnartínyim. Og Himmler hafði látið verða af öðru eins og þessu. Honum hefur án efa verið fuil alvara. En kraftaverkið gerðist, öll héldu þau lífi. Frú von Stauffenberg slapp úr varðhaldi, fór til Ravensbrúck og þaðan á fæðingarstofnun hjá Frankfurt/Oder, þar sem dóttir- in, Konstanza, var borin í heim- inn. Og örlögin voru drengjunum hliðholl. Franz-Ludwig segir: Okkur var komið fyrir til bráða- birgða á heimili hjá Bad Sachra. Dag einn renndi vörubill fram- hjá, við vorum teknir upp í. Það átti að fara með okkur til Buch- enwald. Á leiðinni heyrðum við ískrandi loftvarnarmerki. Vöru- bíllinn sneri við. Franz-Ludwig Stauffenberg, sem nú er 46 ára, er málafærslu- maður og fulltrúi þjóðar sinnar á Evrópuþinginu og á heima á gömlu sveitasetri við Starn- berger-vatn. Heimeran Stauffenberg, greifi, er verksmiðjustjóri í Zúr- ich. Hann er 48 ára. Og elzti bróðirinn, Berthold, býr skammt frá stórborginni Stuttgart. Hann er ofursti og yf- irmaður heimavarnarliðsins á þessum slóðum. Dóttirin, Konstanze, sem fæ- ddist eftir dauða förður síns, er gift svissneskum lögfræðingi. Hvaða augum lítur fjölskyld- an á þennan hræðilega atburð, sem gerðist fyrir fjórum áratug- um? Því svarar Franz-Ludwig: „Andstaða föður míns beindist gegn hvers konar einræði. Að svo miklu leyti er verk hans í dýpri skilningi eins tímabært nú og þá.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.