Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 A kristniboðsdegi: Kona sækir vatn — tiJ þess að ná því verður hún að grafa niður í sandinn. ÞAR SEM GTJÐ Hjónin Valdís Magnúsdéttir og sr. Kjartan Jénsson ásamt dætruni sínum fyrir utan bústaðinn við kristniboðsstðóina. Rætt viö kristni- boðana séra Kjart- an Jónsson og Valdísi Magnús- dóttur þegar ég kom í fyrsta sinn inn í kofa innfæddra var mér gefin flaska af Coca Cola — ég varð auð- vitað fyrir miklum vonbrigðum. — Menntun er þá í algeru lág- marki þarna? Já, fáfræðin er óskapleg. Hreinlæti og heilsugæslu er mjög ábótavant. Barnadauði hefur verið 50 prósent og meðalaldur um 50 ár. Konur eru mjög kúgaður hópur í Afriku og stendur það mjög i vegi fyrir framförum — þess er ekki að vænta að mæðurnar geti sinnt börnum sínum nægilega vel séu þær þrælkaðar jafn mikið og nú á sér stað. Karlmennirnir láta konurnar nær einar um dagleg störf en eru sjálfir gjarnan á ferðalögum — heimsækja hver annan og sitja þá gjarnan að drykkju. Áfengisbölið er þarna mikið. Við höfum einbeitt okkur við að ná til kvennanna, og hefur þar reynt mikið á Valdísi. Mikil barnadauði — konur undirokaðar Með þvi að komast i samband við konurnar komumst við raun- verulega inn á heimilin, sagði Valdis. Og er það hefur tekist get- ERVlÐSFJARRI Fjáröflunar- og kynn- ingarstarf Sambands is- lenskra kristniboðsfélaga stendur nú yfir og verður kristniboðsstarfið kynnt i öllum kirkjum landsins í dag, kristni- boðsdaginn, og tekið við gjöfum til starfsins sem félagið stendur að i tveim rikjum Afriku, Eþiópiu og Kenýa. Þar hafa íslendingar stað- ið að öflugu kristniboðsstarfi um margra ára skeið í samvinnu við aðrar kristnar þjóðir. í tilefni kristniboð8dags ræddi blm. Mbl. við kristniboða sem starfa i Chep- areria í Kenýa, þau hjónin séra Kjartan Jónsson og Valdisi Magn- úsdóttur kennara. Ég byrja á að spyrja þau hvað hafi ráðið úrslit- um um að þau ákváðu að gerast kristniboðar. — Við fórum til þessara starfa vegna köllunar Guðs — allt kristniboðsstarf hlýtur að byggja á köllun, sagði Kjartan. Þetta er erfitt starf — ævintýraljóminn hverfur þegar á hólminn er komið, og erfiðleikarnir hlaðast að manni upp fyrir haus. En köllun sem við höfum til starfsins stappar stálinu i menn, og oft gleðst maður lika yfir góðum árangri. — Hvað um starfið þarna — hefur það staðið lengi? Kristniboðsstarfsemi SÍK hófst þarna árið 1979 var Það Skúli Svavarsson og kona hans, Kjell- rún Svavarsson, sem hófu starfið en við komum til Kenýa í ársbyrj- un 1981. í sumar komum viö heim til árs dvalar en förum svo aftur út á næsta sumri. Markmið kristniboðsins Markmið kristniboðsins er að stofna Hfandi söfnuði, við störfum raunverulega að þvi að gera okkur sjálf ónauðsynleg svo fljótt sem hægt er. En svo það geti orðið verða innfæddir sjálfir að vera i stakk búnir til að standa sjálfir að kristniboðsstarfinu, — að boða kristni og kenna undirstoðuatriði kristinnar trúar. Jm m Bks- m LaaaV W " \ Skírn í bráoabirgoakirkju sem hefur verið reist úti í skóginum. Brosleitt Pokot-fólk f skógargöngu. Konurnar eru í fornum búningum. Starfsemi sem þessi hefur auð- vitað alltaf töluverðan kostnað í för með sér, og hefur hann verið greiddur af kristnum mönnum á Islandi hingað til. Að sjálfsögðu vinnum við að þvi að fá innfædda til að gefa til starfsins þannig að það geti staðið undir sér um alla framtíð þó við hverfum á braut. Við verðum að vera viðbúnir því að landið lokist, — kommúnistar gætu til dæmis komist til valda og sparkað okkur út. Þá myndi reyna á hvort landsmenn sjálfir hefðu fengið nægan undirbúning til að viðhalda kristindómi sínum á eig- in spýtur. Mikil neyð í kringum mann En þarna er mikil neyð allt i kringum mann, sem krefst þess að við sem kristnir menn gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólkinu. Höfuðframkvæmd- ir okkar hafa verið bygging tveggja skóla, og hafa tvö mynd- arleg steinhús verið reist yfir ann- an þeirra. Rekstur þeirra hefur þegar gefið 400 börnum tækifæri til menntunar. — Hvað er að segja um lands- fólkið þarna í Pokot-héraði? Pokot-þjóðflokkurinn, sem þarna býr, verður að teljast frum- stæður. Hann hefur orðið útundan varðandi úrbætur í landinu og verið einangraður. Til skamms tíma var skilti við veginn inn í héraðið með aðvörun um að þar æki maður um á eigin ábyrgð. í afskekktum hlutum héraðsins eru bornin jafnvel hrædd við mann — þeir fullorðnu hafa sagt þeim að við höfum rauðar varir af því við étum fólk, svo það er ekki furða þótt litlu skinnin hlaupi i felur. En núna loksins þegar nútim- inn, borgarmenning Vesturlanda, kemur til þeirra steypist hann hreinlega yfir þetta þjóðfélag. Það er hætt við að fólkið muni lenda í alls konar vandræðum af þessum sökum. Ýmislegt jákvætt hefur verið gert — árið 1979 voru aðeins 15 barnaskólar í þessu 200 þúsund manna héraði en núna, 5 árum síðar, eru þeir um 180. Þótt Hfnað- arhættir séu frumstæðir um margt er nútfminn að ryðja sér til rúms. Ég get nefnt til gamans að um við veitt þessu fólki töluverða hjálp. Hinn óhugnanlegi barna- dauði þarna stafar að verulegu leyti af vanþekkingu fólksins. Það hefur trúað því af einhverjum ástæðum að móðurmjólkin væri ekki nægileg fyrir kornabðrn ein sér. Mæðurnar búa þvi til seyði úr jurtum og geitamjólk og gefa börnunum, sem deyja unnvörpuni vegna þess að þetta er of sterkt. Nú er fólkið allt af vilja gert að halda lifi í þeim en það veit ekki betur. Ég man t.d. eftir manni sem átti 6 konur og 51 barn. 15 af fyrstu börnunum hans höfðu dáið af þessum sökum þegar foreldr- arnir fengu loks að vita hver ástæðan var. Eftir það dó ekkert barnanna. Við höfum lagt mikla áherslu á að kenna fyrirbyggjandi aðgerðir gagnvart sjúkdómum — brýna hreinlæti fyrir fólki og kenna mæðrunum að útbúa fjölbreytt fæði fyrir börnin. — Hvernig gengur ykkur að komast i samband við fóíkið? Við getum talað við það á Swa- hili — Austur-Afríkumáli, sem stór hluti fólksins þarna skilur. Það veldur okkur þó tðlverðum erfiðleikum að tala ekki mál fólks- ins og munum við sækja námskeið til þess að læra það, Pokots-málið, þegar við förum út næst. — En þau trúarbrogð sem fyrir eru, verða þau ekki til fyrirstöðu? Þarna er mikið um alls konar hjátrú og myndar hún einskonar trúarbrogð með þessum þjóð- flokki. Múhameðstrú er að visu til í landinu, en veldur kristnum trú- boðum litlum erfiðleikum og hún er ekki þekkt i Pokot-héraði, þar sem við erum. Það er guð — en er víðs fjarri Innfæddir hafa hugmynd um að það sé einhver guð til, en líta svo á að hann sé viðs fjarri. Fólkið trúir hins vegar að ýmis ill öfl og fjand- samlegir andar séu sifellt nálægir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.