Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 71

Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 71 Prá sunnudagaskóla kristniboðsstöðvarinnar. Hópvinna f saumaskap — verið er að vefa altarisdúk. Frá sjúkraskýli ó nálægri kristniboðsstöð. og ógni tilveru manna. Vegna þess hve guð þeirra er fjarlægur leggja þeir allar bænir sínar fyrir „hlust- anda“ sem þeir kalla — hlustand- inn getur verið sólin, tunglið eða eitthvað annað. Þeir sjá tunglið og álykta að því hljóti tunglið að sjá til þeirra og þeir álíta að tunglið geti kannski komið bæninni til guðs ef það vill. Til að fá hlustand- ann til að koma bænunum á fram- færi við guð og friðmælast við illa anda eru færðar dýrafórnir. F'rjósemisdýrkun er líka stunduð. Veikist menn er farið til sær- ingarmanna sem krefjast dýra- fórna og selja töfragripi til lækn- inga. Þetta fólk lifir í mikilli óvissu og ótta við dauðann. Hugsum okkur að ekki komi rigning. Þá er hægt að senda mann til að kalla til guðs af hæsta fjallinu — kannski heyrir guð það en kannski ekki. Það er margt sem angrar þetta fólk að innan og mikill léttir fyrir þá sem komast til kristinnar trúar að vita að Guð er alltaf nálægur, og ekki þarf að kaupa hann til liðs við sig. Konurnar heyra það í kirkjunni að þaer séu einhvers virði, sagði Valdís. Það er alveg nýtt í þeirra eyrum því þær eru undirokaðar frá blautu barnsbeini, og innrætt undirgefni gagnvart karlmönnum. Karlmenn eiga margir 3 eða 4 konur og það er auðvitað sárt fyrir þær að víkja fyrirvaralaust fyrir yngri konu þegar karlinn ákveður að fá sér nýja. Við reynum að efla sjálfsvirðingu þeirra og koma karlmönnunum í skilning um að þeir verði að hjálpa þeim við að halda heimilunum gangandi. — Eru karlemnnirnir ekki nei- -kvæðir á slíkan boðskap og kom- ast þar af leiðandi í andstöðu við kristniboðið? Nei, við gætum þess að ganga ekki of langt í þessu. Karlmenn- irnir eru ánægðir með að konurn- ar fari í kirkju og hafi samband við kristniboðið. Þar læra þær niargt gagnlegt og sjá betur um heimilið fyrir bragðið. I»að opnast ný vídd Misrétti kynjanna er mikið í vandamál viða i Afrfku — við get- um ekki breytt þjóðfélaginu á i nokkrum árum, sagði Kjartan. En | við getum breytt einstaklingum með því að leiða þá til Krists. Það sýnir sig að hjá þeim sem taka kristni verður heimilisbragurinn allur annar — andrúmsloftið á heimilinu verður kærleiksríkara. Það opnast ný vídd hjá þeim sem taka kristni — þeir læra að elska aðra en sjálfa sig og ég held að það vinni smám saman á óréttlátum þjóðfélagsháttum. Stundum virðist manni Þróun- arhjálp vera ómarkviss. Það er kannski verið að gefa rándýrar vélasamstæður sem enginn kann að nota og enginn getur gert við ef þær bila. Það góða við kristniboðið er m.a. að fólkið fær séð hvernig hægt er að byggja upp gott sam- félag þótt efnin séu lítil. — Stundum eru kristniboðar ásakaðir um að troða sinni menn- ingu upp á framandi þjóðir. Það held ég að við höfum aldrei gert. Þvert á móti höfum við reynt að koma fólkinu í skilning um að ekki beri að taka allt í vestrænni menningu sem gott og gilt. Við höfum mikið brýnt fyrir því að glata ekki eigin menningararfleifð heldur halda fast í gamla og góða siði, þó að við hvetjum það til að kasta því sem slæmt er. En það er mikill skaði hversu sofandi þetta fólk er fyrir því að halda í eigin tungu og menningu — oft rekst maður á það sjónarmið aö allt sé gott og gilt, bara ef það er vest- rænt. Þannig berast nú margir ósiðir inn í landið öllum til ills. — En hvernig er starfsemi ykk- ar háttað — hvernig líður dagur- inn hjá ykkur í kristniboðsstöð- inni? Við byrjum daginn á að mæta í talstöðina kl. 7 á morgnana — þarna er að sjálfsögðu hvorki sími og ekki rafmagn, og hafa kristni- boðarnir reglulegt talstöðvarsam- band. KI. 7:30 höldum við svo morgunandakt fyrir alla starfs- menn trúboðsstöðvarinnar og verkefnum er úthlutað. Dagur í kristniboðsstarfí Eftir morgunmat er gjarnan farið út í héraðið — s.s. 25 km leið. Þar hefur Valdís séð um kvenna- starf, svo sem lestrarkennlsu eða kennslu í saumaskap. Ég er þá kannski með útisamkomu undir tré eða held skírnarnámskeið fyrir þá sem vilja taka kristni. Á skirn- arnámskeiðinu er þeim veitt grundvallarfræðsla um kristin- dóminn svo að fólkið geti tekið þessa mikilvægu ákvörðun með fullri vitund um hvað í henni felst. Að lokinni ferð út í héraðið er dagur jafnan að kvöldi kominn og maður getur gefið sér tíma til að borða hádegismatinn. Kvöldsamkomur eru stundum haldnar á kvöldin en tíminn þess á milli fer oft ( samtöl, bókhald og bréfaskriftir. Ekki veit ég hversu rétta mynd þetta gefur — á svona kristniboðs- stöð er alltaf að koma fólk á nóttu sem degi, í margvíslegustu erind- um. Barn eða eiginkona er að deyja og það þarf að aka til sjúkraskýlisins. Það þarf að gefa ráð, veita aðstoð og ráða fram úr vandamálum. Satt að segja sjaldnast stundarfriður. — Hvert er viðhorf fólksins þarna til kristniboðanna? Það kom mér dálítið á óvart hversu fólk er almennt vinsamlegt gagnvart okkur þarna í héraðinu. Eg hélt að fyrir kæmi að ég mætti aðkasti vegna starfsins en það hefur aldrei gerst. Fyrir þeim eru kristniboðar eitt hið jákvæðasta i landinu. Stjórnvöld í Kenýa eru og hafa verið jákvæð í okkar garð og af hálfu embættismanna njótum við góðrar fyrirgreiðslu. Þetta auðveldar starf okkar auðvitað mikið. Það er alveg fyrirsjáanlegt að þarna má ná miklum árangri. En kristniboðsstarf í svo fjar- lægu landi er auðvitað nokkuð kostnaðarsamt þó við reynum að halda í hvern eyri. Allt byggist þetta starf á frjáls- um framlögum fólks hér heima sem vill útbreiða kristindóminn. Nú stendur yfir söfnun íslensku þjóðkirkjunnar um allt land fyrir kristniboðið og það skiptir að sjálfsögðu miklu fyrir framvindu starfsins að undirtektir fólks verði góðar. Ég vil því umfram allt koma því á framfæri við kristna menn að þeir gleymi okkur ekki, heldur reyni að leggja starfinu lið eftir föngum. Kristindómurinn er eign allra manna, og við sem kristin erum berum ábyrgð á út- breiðslu hans. Viðtal: Bragi Óskarsson er smám saman að fyllast af húsgögnum, enda heitir það HUSGAGNAHOLLIN VIÐ HÖFUM sett okkur þaö marKmiö aö hafa svo yfirgengilega mikiö úrval af góöum húsgögnum á hagstæöu veröi aö þaö detti engum í hug aö versla annarsstaöar fyrr en hann hef- ur grandskoöaö þaö sem viö höfum aö bjóöa. m v AUK ÞESS aö vera meö mikiö úrval, hagstætt verö og 2ja ára ábyrgö á öllum vörum, bjóöum viö góö greiöslukjör, 1/3 út og afgangurinn á 6 mánuöum, gefum 5% staögreiöslu- afslátt — einnig þegar borgaö er meö kreditkortum. Landsþjónustan sér um aö pakka vör- um og senda út á land. Berðu saman verð og gæði HÚS6A6NAHÖLLINI BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK « 91-61199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.