Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 72
OPIÐALLA DAGA FRA KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆtl. SlMI 11633 9?giistiMiiMfr ETTT KORT AL15 SIAÐAR SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 VERÐ I LAUSASÖLU 25 KR. ísafjöröur: Mikill línuafli og gott verð á Japansrækju ínflréi, 7. nóvember. ÓVENJULEGA mikil fiskgengd hefur verið á Vestfjarðamiðum í allt haust. Mikii smokkaveiði var framanaf, en henni er nú lokið. Sigurður Finnboga- son, landformaður á línubátnum Guðnýju frá ísafirði, sagði fréttaritara, að smokkgengd á mið Vestfjarðabáta fylgdi að jafnaði miklar fiskigöngur. Línubátarnir þrír sem róa frá Isafirði voru búnir að fá samtals um 200 lestir eftir 6 fyrstu róðr- adagana í nóvember eða tæpar 11 lestir að meðaltali í róðri. Orri sem er hæstur línubáta fékk tæp 250 tonn i október og er það mesti afli á línu, sem vitað er um að fengist hafi i októbermánuði á ísafirði. Þá þykir það til tíðinda, að opinn plastfiskibátur hefur ró- ið héðan á haust með 24 lóðir og hefur aflinn verið frá 700—1000 kg í róðri. Eru fiskimið bátsins oftast út með Óshlíðinni á miðum, sem voru gjöful fyrir áratugum, en nú er fjöldi ára síðan trillubát- aútgerð lagðist af í Djúpinu. Togaraafli hefur verið mjög góður undanfarið, en síðasta sól- arhringinn hefur hann samt verið mjög tregur. Rækjuveiðar eru enn ekki hafnar, en rannsóknir hafa sýnt að mikil rækja er í Djúpinu, en ekki mikil seiðagengd. Vonast er til að rækjuveiði geti hafist í næstu viku. Togarinn Hafþór er búinn að fara tvo túra á úthafsrækju síðan sett voru í hann frystitæki. Afli var góður í fyrri veiðiferðinni en tregari í þeirri seinni. Aflinn er heilfrystur um borð og fer mest allur á Japansmarkað. Rækjan er flokkuð og er mikill verðmunur á milli flokka, en fyrir stærstu rækjuna óskemmda fæst nú 190 krónur fyrir kílóið. Til saman- burðar má geta þess að hæsta verð fyrir rækju samkvæmt ákvörðun verðlagsráðs er 17 krónur. Úlfar Elín ÞöU Þórðardóttir vió störf á Reykjavíkarfhigvelli. „Hvers vegna ekki fyrr?“ — spyr fyrsti kvenkyns flugumferðarstjórinn KONUR hasla sér völl á sífellt fleiri .sviðum. Á dögunum var fyrsta kon- an ráóin sem atvinnuflugmaður, Sig- ríður Einarsdóttir, eins og frá var r int í Morgunblaðinu á föstudag. septembermánuði, eða tveimur mánuðum fyrr, var Elín Þöll Þórð- ardóttir ráðin sem flugumferðar- stjóri á Reykjavikurflugvelli og er hún fyrsta konan sem gegnir því starf. Elín er tvítugur Reykvíkingur. Elín sagðist í samtali við blm. Morgunblaðsins f gær ekki vilja hafa mörg orð um hvers vegna hún fór út 1 þetta starf. Hún væri búin að fá leið á eilífum spurning- um um hvers vegna. Hún spyrði sjálfa sig frekar hvers vegna það hefði ekki gerst fyrr, að kona gerðist flugumferðarstjóri. „Það hlýtur að koma að þvi að konur verði komnar í öll störf þannig að fréttir sem þessi hætti að vera fréttir," sagði Elín Þöll. Jón ísaksson varðstjóri í Flug- turninum sagði, að það væri ánægjulegt að fá konur í þetta starf. Auk Elfnar væru nú tvær aðrar stúlkur í þjálfun og óhætt væri að segja að konurnar hefðu staðið sig mjög vel í starfinu. Ný Reykjanesbrattt ad Vífilsstaðavegi 'iers r Kostnaður orðinn rúm- lega 50 milljónir króna ÞESSA dagana er unnið að lokafrá- gangi þess hluta hinnar nýju Reykja- nesbrautar sem líggur úr Hafnar- firði við Kaplakrika og tengist Vífils- staðavegi í Garðabæ. Öðrum frá- gangi en lýsingu er nú nánast lokið og verður vegurinn tekinn í notkun um helgina. Rögnvaldur Jónsson, deildar- verkfræðingur hjá Vegagerð ríkis- ins, sagði í samt ali við blm. Mbl. að vegurinn væri um 2,5 kílómetr- ar að lengd og hefði hann kostað um 51 milljón kr. á verðlagi þessa árs. Rögnvaldur sagði að þessi vegarspotti leysti engin umferðar- vandamál enda væri hann aðeins Samningar samþykktir Borgarstarfsmenn samþykktu nýgerðan kjarasamning Starfs- mannaféiagsins við Reykjavíkur- borg f allsherjaratkveðagreiðslu. Á kjörskrá voru 2.452, atkvsði greiddu 1.537, eða 62,7%. Ji sögðu 1.175 eða 76,4% þeirra sem atkvæði greiddu, nei sögðu 145 eða 9,4% auðir seðlar voru 211 eða 13,7% og ógildir 6. Talning í allsherjar- atkvjeðagreiðslu BSRB bófst síðdeg- is í gær. hluti stærri framkvæmdar. Sagði hann að í næstu viku yrði boðinn út undirbygging fyrir næsta áfanga vegarins en þessi nýja Reykjanesbraut á að tengjast Breiðholtsbraut í Mjóddinni. 9. bekk kennt á laug- ardögum í Garðabæ í GARÐASKÓLA í Garðabæ hefur verið ákveðið að kenna 9. bekk grunnskólans á laugardagsmorgnum næstu fjórar helgar til að mæta þvf kennshitapi sem varð í verkfalli opinberra starfsmanna. Bæjarsjóður Garðabæjar stendur, að sögn skóla- stjóra Garðaskóla, Gunnlaugs Sig- urðssonar, straum af kostnaði við kennsluna. Þá hefur þar einnig verið ákveðið að ekki verði prófað fyrir jól. TiLumræðu hefur verið í mennta- málaráðuneytinu, hvernig bæta megi nemendum grunnskólanna það kennslutap, sem þeir urðu fyrir í verkfallinu. Skólayfirvöldum grunnskólanna verður að sögn Harðar Lárussonar, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, sent bréf eftir helgi þar sem þeir eru beðnir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta nemendum kennslumissinn. Hörður sagði að erfitt væri fyrir ráðuneytið að ákveða reglur um kennsluna þar sem staða nemenda væri mjög mis- jöfn á landinu. Því hefði verið ákveðið að leggja þetta í hendur skólayfirvalda á hverjum stað. Að- spurður um, hvort ráðuneytið myndi greiða þá aukakennslu, sem koma þyrfti til, sagði Hörður að það mál væri til athugunar. Rannsóknir frá 1975—1982: Aukning húðkrabba- meins meiri hjá körlum Böndin berast að sólarlömpunum FRÁ árinu 1975 til ársins 1982 vatð þreföld aukning á húðkrabbameini (sortufrumuæxli) hjá körlum en tvöröld aukning hjá konum. Á árinu 1983 var tíðnin sú mesta til þessa og á þessu ári er enn útlit fyrir aukningu þó endanlegar tölur liggi ekki enn fyrir. Þetta kom fram í samtali við Bjarka Magnússon, meinafræðing hjá Rannsóknarstofu Háskólans, en hann hefur unnið að athugunum á tíðni og ástæðum mikillar aukningar á húðkrabba- meini á undanrórnum árum. Bjarki sagði að þeim sem að þessum málum vinna hefði þótt þessi aukning forvitnileg og hefði hann farið til Lundúna í vor til að ræða þetta við þekkta sérfræð- inga á þessu sviði. Sagði Bjarki að tíðni húðkrabbameins væri sett í samband við geislun frá sólu. Augljóst væri að hér hefði ekki orðið nein afgerandi breyt- ing á verðurfari og því hefði það komið til álita hvort um hefði verið að ræða mikla aukningu I sólarlandaferðum eða í notkun sólarlampa. Sólarlandaferðirnar gætu ekki verið stór þáttur vegna þess að menn væru yfirleitt stutt- an tíma í þeim og hefðu böndin því beinst að sólarlampanotkun- inni sem vitað væri að aukist hefði mikið, þó tölur um þá aukn- ingu væru ekki fyrir hendi. Þegar Bjarki var spurður að því hvort þeir settu þessa miklu aukningu húðkrabbameins í sam- band við notkun sólarlampa, sagði hann: „Það er best að vera ekki að fullyrða neitt um það. í vor þótti rétt að þetta væri kann- að, því við vitum að mikil aukn- ing hefur orðið 1 notkun þessara lampa, bæði á sólbaðsstofum og f heimahúsum. En óneitanlega grunar mann að þarna sé ef til vill orsakasamband á milli.“ Sagði Bjarki að hann væri nú ásamt öðrum að fara til Lundúna til að ræða þetta frekar við sér- fræðinga þar og að í vetur yrði haldið áfram að reyna að finna út hverjar ástæður þessarar miklu aukningar væru. Taldi hann að hófleg notkun sólarlampa ætti ekki að skaða fólk en eftirlit væri nauðsynlegt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.