Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 72

Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 72
OPIÐALLA DAGA FRA KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆtl. SlMI 11633 9?giistiMiiMfr ETTT KORT AL15 SIAÐAR SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 VERÐ I LAUSASÖLU 25 KR. ísafjöröur: Mikill línuafli og gott verð á Japansrækju ínflréi, 7. nóvember. ÓVENJULEGA mikil fiskgengd hefur verið á Vestfjarðamiðum í allt haust. Mikii smokkaveiði var framanaf, en henni er nú lokið. Sigurður Finnboga- son, landformaður á línubátnum Guðnýju frá ísafirði, sagði fréttaritara, að smokkgengd á mið Vestfjarðabáta fylgdi að jafnaði miklar fiskigöngur. Línubátarnir þrír sem róa frá Isafirði voru búnir að fá samtals um 200 lestir eftir 6 fyrstu róðr- adagana í nóvember eða tæpar 11 lestir að meðaltali í róðri. Orri sem er hæstur línubáta fékk tæp 250 tonn i október og er það mesti afli á línu, sem vitað er um að fengist hafi i októbermánuði á ísafirði. Þá þykir það til tíðinda, að opinn plastfiskibátur hefur ró- ið héðan á haust með 24 lóðir og hefur aflinn verið frá 700—1000 kg í róðri. Eru fiskimið bátsins oftast út með Óshlíðinni á miðum, sem voru gjöful fyrir áratugum, en nú er fjöldi ára síðan trillubát- aútgerð lagðist af í Djúpinu. Togaraafli hefur verið mjög góður undanfarið, en síðasta sól- arhringinn hefur hann samt verið mjög tregur. Rækjuveiðar eru enn ekki hafnar, en rannsóknir hafa sýnt að mikil rækja er í Djúpinu, en ekki mikil seiðagengd. Vonast er til að rækjuveiði geti hafist í næstu viku. Togarinn Hafþór er búinn að fara tvo túra á úthafsrækju síðan sett voru í hann frystitæki. Afli var góður í fyrri veiðiferðinni en tregari í þeirri seinni. Aflinn er heilfrystur um borð og fer mest allur á Japansmarkað. Rækjan er flokkuð og er mikill verðmunur á milli flokka, en fyrir stærstu rækjuna óskemmda fæst nú 190 krónur fyrir kílóið. Til saman- burðar má geta þess að hæsta verð fyrir rækju samkvæmt ákvörðun verðlagsráðs er 17 krónur. Úlfar Elín ÞöU Þórðardóttir vió störf á Reykjavíkarfhigvelli. „Hvers vegna ekki fyrr?“ — spyr fyrsti kvenkyns flugumferðarstjórinn KONUR hasla sér völl á sífellt fleiri .sviðum. Á dögunum var fyrsta kon- an ráóin sem atvinnuflugmaður, Sig- ríður Einarsdóttir, eins og frá var r int í Morgunblaðinu á föstudag. septembermánuði, eða tveimur mánuðum fyrr, var Elín Þöll Þórð- ardóttir ráðin sem flugumferðar- stjóri á Reykjavikurflugvelli og er hún fyrsta konan sem gegnir því starf. Elín er tvítugur Reykvíkingur. Elín sagðist í samtali við blm. Morgunblaðsins f gær ekki vilja hafa mörg orð um hvers vegna hún fór út 1 þetta starf. Hún væri búin að fá leið á eilífum spurning- um um hvers vegna. Hún spyrði sjálfa sig frekar hvers vegna það hefði ekki gerst fyrr, að kona gerðist flugumferðarstjóri. „Það hlýtur að koma að þvi að konur verði komnar í öll störf þannig að fréttir sem þessi hætti að vera fréttir," sagði Elín Þöll. Jón ísaksson varðstjóri í Flug- turninum sagði, að það væri ánægjulegt að fá konur í þetta starf. Auk Elfnar væru nú tvær aðrar stúlkur í þjálfun og óhætt væri að segja að konurnar hefðu staðið sig mjög vel í starfinu. Ný Reykjanesbrattt ad Vífilsstaðavegi 'iers r Kostnaður orðinn rúm- lega 50 milljónir króna ÞESSA dagana er unnið að lokafrá- gangi þess hluta hinnar nýju Reykja- nesbrautar sem líggur úr Hafnar- firði við Kaplakrika og tengist Vífils- staðavegi í Garðabæ. Öðrum frá- gangi en lýsingu er nú nánast lokið og verður vegurinn tekinn í notkun um helgina. Rögnvaldur Jónsson, deildar- verkfræðingur hjá Vegagerð ríkis- ins, sagði í samt ali við blm. Mbl. að vegurinn væri um 2,5 kílómetr- ar að lengd og hefði hann kostað um 51 milljón kr. á verðlagi þessa árs. Rögnvaldur sagði að þessi vegarspotti leysti engin umferðar- vandamál enda væri hann aðeins Samningar samþykktir Borgarstarfsmenn samþykktu nýgerðan kjarasamning Starfs- mannaféiagsins við Reykjavíkur- borg f allsherjaratkveðagreiðslu. Á kjörskrá voru 2.452, atkvsði greiddu 1.537, eða 62,7%. Ji sögðu 1.175 eða 76,4% þeirra sem atkvæði greiddu, nei sögðu 145 eða 9,4% auðir seðlar voru 211 eða 13,7% og ógildir 6. Talning í allsherjar- atkvjeðagreiðslu BSRB bófst síðdeg- is í gær. hluti stærri framkvæmdar. Sagði hann að í næstu viku yrði boðinn út undirbygging fyrir næsta áfanga vegarins en þessi nýja Reykjanesbraut á að tengjast Breiðholtsbraut í Mjóddinni. 9. bekk kennt á laug- ardögum í Garðabæ í GARÐASKÓLA í Garðabæ hefur verið ákveðið að kenna 9. bekk grunnskólans á laugardagsmorgnum næstu fjórar helgar til að mæta þvf kennshitapi sem varð í verkfalli opinberra starfsmanna. Bæjarsjóður Garðabæjar stendur, að sögn skóla- stjóra Garðaskóla, Gunnlaugs Sig- urðssonar, straum af kostnaði við kennsluna. Þá hefur þar einnig verið ákveðið að ekki verði prófað fyrir jól. TiLumræðu hefur verið í mennta- málaráðuneytinu, hvernig bæta megi nemendum grunnskólanna það kennslutap, sem þeir urðu fyrir í verkfallinu. Skólayfirvöldum grunnskólanna verður að sögn Harðar Lárussonar, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, sent bréf eftir helgi þar sem þeir eru beðnir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta nemendum kennslumissinn. Hörður sagði að erfitt væri fyrir ráðuneytið að ákveða reglur um kennsluna þar sem staða nemenda væri mjög mis- jöfn á landinu. Því hefði verið ákveðið að leggja þetta í hendur skólayfirvalda á hverjum stað. Að- spurður um, hvort ráðuneytið myndi greiða þá aukakennslu, sem koma þyrfti til, sagði Hörður að það mál væri til athugunar. Rannsóknir frá 1975—1982: Aukning húðkrabba- meins meiri hjá körlum Böndin berast að sólarlömpunum FRÁ árinu 1975 til ársins 1982 vatð þreföld aukning á húðkrabbameini (sortufrumuæxli) hjá körlum en tvöröld aukning hjá konum. Á árinu 1983 var tíðnin sú mesta til þessa og á þessu ári er enn útlit fyrir aukningu þó endanlegar tölur liggi ekki enn fyrir. Þetta kom fram í samtali við Bjarka Magnússon, meinafræðing hjá Rannsóknarstofu Háskólans, en hann hefur unnið að athugunum á tíðni og ástæðum mikillar aukningar á húðkrabba- meini á undanrórnum árum. Bjarki sagði að þeim sem að þessum málum vinna hefði þótt þessi aukning forvitnileg og hefði hann farið til Lundúna í vor til að ræða þetta við þekkta sérfræð- inga á þessu sviði. Sagði Bjarki að tíðni húðkrabbameins væri sett í samband við geislun frá sólu. Augljóst væri að hér hefði ekki orðið nein afgerandi breyt- ing á verðurfari og því hefði það komið til álita hvort um hefði verið að ræða mikla aukningu I sólarlandaferðum eða í notkun sólarlampa. Sólarlandaferðirnar gætu ekki verið stór þáttur vegna þess að menn væru yfirleitt stutt- an tíma í þeim og hefðu böndin því beinst að sólarlampanotkun- inni sem vitað væri að aukist hefði mikið, þó tölur um þá aukn- ingu væru ekki fyrir hendi. Þegar Bjarki var spurður að því hvort þeir settu þessa miklu aukningu húðkrabbameins í sam- band við notkun sólarlampa, sagði hann: „Það er best að vera ekki að fullyrða neitt um það. í vor þótti rétt að þetta væri kann- að, því við vitum að mikil aukn- ing hefur orðið 1 notkun þessara lampa, bæði á sólbaðsstofum og f heimahúsum. En óneitanlega grunar mann að þarna sé ef til vill orsakasamband á milli.“ Sagði Bjarki að hann væri nú ásamt öðrum að fara til Lundúna til að ræða þetta frekar við sér- fræðinga þar og að í vetur yrði haldið áfram að reyna að finna út hverjar ástæður þessarar miklu aukningar væru. Taldi hann að hófleg notkun sólarlampa ætti ekki að skaða fólk en eftirlit væri nauðsynlegt,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.