Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
STOFNAÐ 1913
221. tbl. 71. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Herskáir námamenn láta tíl skarar skríða:
Kasta sprengjum og
spjótum að lögreglu
AP-almamynd.
Herskár námamanur tekinn fastar við Cortonwood-nimunaf Jórvíkurskíriá
Englandi í einhverjum verstu átökum námamanna og lögreglu frá því náma-
verfallið hófst 12. marz. Fleiri og fleiri námamenn snúa aftur til vinnu og
kom til átaka er herskáir námamenn reyndu að sporna við því.
Loadoa, 12. ¦ÓTOBber. AP.
Tvö þúsund námamenn til viðbót-
ar sneru baki vio samtokum sfnum
og nuettu til vinnu í dag. Kom til
börðustu itaka námamanna og lög-
reglu til þessa í námaverkfallinu,
sem staðið hefur í nfu mánuði. Köst-
uðu stríðandi námamenn heima-
smíðuðum spjótum og benzín-
sprengjum að logreglunni, sem
handtók 54 nimamenn.
Samtals hafa verið handteknir
um 7.000 námamenn i verkfallinu.
sem hófst 12. marz vegna fyrirœtl-
ana stjórnarinnar um að loka 20
óarðbærum námum. Ofbeldisað-
gerðirnar í dag áttu sér einkum
stað i Jórvíkurskíri er herskáir
verkfallsmenn reyndu að sporna
við því að félagar þeirra sneru til
vinnu.
Námamannafjðlskyldur eiga nú
i miklum raunum og af þeim sök-
um snúa æ fleiri námamenn til
vinnu. Einnig hafa tilboð um ríf-
legan jólabónus virkað hvetjandi á
þá. Alls eru skráðir 54.000 náraa-
menn af 178.000, sem ekki eru í
verkfalli og fjölgar þeim daglega
Skriðdrekar á
götum Managua
Maaagaa, 12. Bórrnihrr. AP.
Tuttugu T-55 skriðdrekar, sem
smíðaðir eru í Sovétrfkjunum, tóku
sér stöðu i götum höfuðborgar Nic-
aragua er her landsins var skipað f
viðbragðsstöðu og ttryggissveitir
óbreyttra borgara kvaddar saman
vegna arasar Bandaríkjanna, sem
sandinistastjórnin segir yflrvofandi.
Pimmtán skriðdrekar gættu
iðnaðarhverfis í norðurhluta Man-
Rajiv tekur við formennsku í Kongress-flokknum:
Fylgir stefnu
móður sinnar
Delki, 12. aotember. AP.
KAJIV GANDHI hét því í sinni fyrstu stefnuræðu að halda afram stefnu
látinnar móður sinnar, Indíru. Opinberri þjóðarsorg vegna morðsins i Indíru
31. október lauk í gær með því að Rajiv dreifði ösku móður sinnar úr flugvél
yfir snævi þöktum tindum Himalayafjalla.
„Indverjar halda áfram að
vinna i þágu friðar, vináttu og al-
þjóðlegrar samvinnu," sagði Rajiv.
Hann gaf i skyn að hann muni
áfram líta á Sovétrfkin sem náinn
bandamann, en lýsti samskiptum
Indlands og Bandaríkjanna sem
„marghliða".
Rajiv sagðist áfram um að koma
samskiptum Indverja við ná-
granna sfna, þ.á m. Pakistana og
Kinverja í betra horf. Tilgreindi
hann Pakistan sérstaklega, en Zia
Ul-haq forseti var viðstaddur
bálför Indíru og ræddust þeir
Rajiv þá við einslega.
Gandhi hvatti þjóð sina óspart
til samlyndis og að sýna umburð-
arlyndi, og hét því að útrýma
„spillingu, leti og afkastaleysi" úr
stjórnkerfinu og betrumbæta
menntakerfið.
Árla í dag tók Rajiv formlega
við leiðtogahlutverki Kongress-
flokksins, og hóf undirbúning að
þingkosningum, sem halda á 20.
janúar næstkomandi, samkvæmt
stjórnarskrá landsins.
Sjá: „Ösku Indiru dreift"
ibls.27
agua og öðrum var stillt upp í suð-
austurjaðri borgarinnar á vegin-
um til Masaya. Þá sást til ferða
hertrukka, sem smiðaðir eru i
Austur-Þýzkalandi, í öðrum borg-
arhlutum, en óljóst er hver farm-
ur þeirra var.
Sovézka flutningaskipið, sem
styrr hefur staðið um síðustu
daga, og talið var flytja sandinist-
um fullkomnar MiG-orrustuþotur,
lét úr hðfn i Nicaragua i dag.
Fjórða daginn í röð heyrðust yfir
Nicaragua hávaði til marks um að
hljóðmúrinn hefði verið rofinn og
sagði útvarpsstöð sandinista að
háfleyg bandarisk SR-71 njósna-
flugvél hefði þar verið á ferð.
Af hálfu Bandaríkjamanna hef-
ur þvf verið visað á bug sem al-
gjörum þvættingi, að i ráði væru
hernaðaraðgerðir gegn Nicaragua.
Starfsmenn leyniþjónustunnar
láku því til fjölmiðla i siðustu viku
að ekki væri hægt að útiloka hern-
aðaraðgerðir til að koma í veg
fyrir að MiG-þotunum yrði skipað
á land. Caspar Weinberger land-
varnamálaráðherra Bandaríkj-
anna sagði i gær að „engin stað-
festing" lægi fyrir um að flutn-
ingaskipið hefði haft MiG-þotur
innanborðs. Lét Weinberger i ljós
áhyggjur með „linnulausan flutn-
ing árásarvopna" sem gerði það að
verkum að nágrannarfkjunum
stafaði mikil hætta af Nicaragua.
sem mæta til vinnu. Eru nú 119
námur af 174 starfandi og hafa
ekki verið fleiri frá því verkfall
hófst.
Logreglan lfkti ástandinu viða f
Jórvfkurskfri við ringulreið. Fóru
herskáir námamenn í hópum um
mörg námaþorp og rændu og rupl-
uðu. Köstuðu þeir benzínsprengj-
um að lögreglustðð, rifu niður
ljósastaura úr steinsteypu,
kveiktu i bifreiðum og hðguðu sér
sem á þá hefði runnið æði. Segir
lögreglan að svo virðist sem um
skipulegar aðgerðir hafi verið að
ræða um allt skfrið.
Símasamband við móðurina
Stulkubarnið Fae hlýðir i rödd móður sinnar í gegnum síma. Móðirin
þjiist af krefl og fær því ekki að dveljast hji dóttur sinni, sem nú er
nær manaðargomul. Fae syndi þess merki að líkaminn hafnaði baviana-
hjartanu, sem grætt var f hana tveggja vikna gamla, en hurfú þau
einkenni með ryfjagjof og braggast hún vel. Sji nánar „Baby Fae" yflr
erflðan hjalla" i bis. 24.
Söguleg björgun
fjarskiptahnattar
KaaaTerarMtna, 12. DÍTember. AP.
BILUÐUM gervihnetti var bjargað í dag um borð f geimferjuna Discovery.
Verður hnötturinn fluttur til jarðar til viðgerðar aður en honum verður skotið
i braut um jörðu i ný.
Geimfarinn Joe Allen „hand-
samaði" fjarskiptahnöttinn Pal-
apa B2 er hann sveif út fyrir Dis-
covery án þess að vera tengdur
ferjunni með taug, og er það i
fyrsta sinn sem aðgerð af þessu
tagi er framkvæmd með þeim
hætti. Með sérstökum búnaði
stöðvaði hann snúning hnattarins
og færði hann siðan að geimferj-
unni. Þar greip lyftikrani ferjunn-
ar hnöttinn og kom honum fyrir f
farangursrýminu. Stjórnaði Anna
Fisher lyftikrananum.
Discovery átti stefnumót við
Palapa eftir fjögurra daga elt-
ingarleik og 2,5 milljón kilómetra
ferðalag. Hafði Discovery farið 64
hringi um jörðina er hún kom að
hnettinum i 360 km hæð yfir
jörðu. Að björgun lokinni hófst
undirbúningur að björgun annars
fjarskiptahnattar, Westar 6, sem
er i rangri braut i 1.100 km fjar-
lægð fri Palapa. Báðir hnettirnir
hafa verið gagnslausir frá i febrú-
ar sl. er hreyflar þeirra biluðu
með þeim afleiðingum að þeir
komust ekki i rétta braut um
jörðu. Hnettirnir eru metnir á 35
milljónir dollara hvor um sig.