Morgunblaðið - 13.11.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 13.11.1984, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 Kröfur kennara í sérkjarasamningum: Fela í sér 10 launa- flokka tilfærslur — segir formaður Kennarasambands íslands „ÞAÐ ER enginn vafi á, aö þetta verður þungur róður,“ sagði Valgeir Gestsson, fonnaður Kennarasam- bands íslands, í samtali við blaða- mann Mbl. um kröfugerð fyrir kenn- ara og skólastjóra i grunnskólum, sem lögð verður fram í viðreðum um sérkjarasamninga þessara hópa á ncstunni. Meginatriöi kröfugerð- arinnar, sem samþykkt var á fundi fulltrúaráðs og samninganefndar Kennarasambandsins um helgina, er að byrjuaarlaun hækki úr 18.682 krónum í 26.000 krónur og að haestu laun hækki úr 23.800 krónum eftir 23 ára starf í 33.000 krónur eftir 18 ára starf. „Það segir sitt um hversu fjar- stæðukennt launakerfi ríkisins er, að þessi krafa jafngildir tiu launa- flokka haekkun," sagði Valgeir Gestsson, „og er þó augljóst að enginn verður ofsæll af þeim laun- um, sem við erum að gera kröfu um.“ Takist ekki sérkjarasamningar á næstu sex vikum, þ.e. fyrir jól, fer deilan sjálfkrafa fyrir kjara- dóm, sem hefur aðrar sex vikur til að komast að niðurstöðu. Frá fundi fulltrúaráðs og samninganefndar Kennarasambands íslands um belgina. Verdens Gang um atvikið yfír Qsló: Vafi á að SAS- þotan hafi verið á réttri stefnu Einar Benediktsson sendiberra Islands í Bretlandi ásamt liðsmönnum Mezzoforte í London í gær. AP. Tvær plötur frá Mezzo- forte kynntar í London ÍMaáoK, 12. nÓTrwber. Pri SkapU HiHfrfmasrni, bhtenunni Morzunblabsins. MEÐLIMIR hljómsveitarinnar Mezzoforte og framkvæmdastjóri Steina hf., Steinar Berg, héldu hér í dag blaðamannafund til kynningar á tveimur hljómplötum Mezzoforte, sem nú eru að koma á markaðinn. Var fundurinn haldinn í diskótekinu Stringfellows að viðstöddum ýmsum tónlistarmönnum og útvarpsmönnum, en auk þess voru Einar Bene- diktsson, sendiherra í London og Jóhann Sigurösson, yfirmaður Flugleiða bér viðstaddir. Er hér um að ræða litla fjög- urra laga plötu, „Take off“, sem kemur á markaðinn næstkom- andi föstudag og stóra plötu, „Rising", sem kemur á markað- inn þann 23. þessa mánaðar. f kynningu með stóru plötunni segir meðal annars, að hún sé árangur reynslunnar af lífinu í Bretlandi, bjórdrykkju, hljóm- leikahalds vfða um heim, fækk- unar í hljómsveitinni og tveggja mánaða innilokunar i stúdíói. Vakti kynning þessi nokkra athygli og meðal frægra manna viðstaddra var trymbill hljóm- sveitarinnar Pink Floyd, Nick Mason. Hljómsveitin Mezzoforte hef- ur nýlega lokið hljómleikaferð um Skandinavíu og kom hingað til London gagngert til að kynna plötur sínar. Þá er nú í undir- búningi hljómleikaferð um Evr- ópu sem hefst eftir áramót. Hljómsveitina skipa nú Eyþór Gunnarsson, Jóhann Ásmunds- son, Friðrik Karlsson og Gunn- laugur Briem. Aflatryggingasjóður: SÁRALITLU munaði að Boeing 727 þota Flugleiða og DC 9 þota skand- inavíska flugfélagsins SAS rækjust saman yfir Osló þann 25. október síð- astliðinn. Norska loftferðaeftírlitið rannsakar nú atvikið. Fhigstjóri SAS þotunnar befur gefið skýrslu um málið svo og norsk fhigmálayfirvöld og hafa Norðmenn beðið Braga Norðdal, fhig- stjóra Boeing-þotunnar, að gefa skýrslu um málið næst þegar hann verður í Osló. Norsk blöð skýrðu frá atvikinu i gær. Boeing-þota Flugleiða hóf sig til lofts frá Fornebu klukkan 13.28 þann 25. október síðastliðinn. Norsk blöð segja, að þotan hafi verið drekkhlaðin og þess vegna tekið stærri sveig frá flugvellinum en eðlilegt gæti talist og hafi flugstjór- inn — að þvl er virðist, ekki skýrt flugturninum frá því. Aðeins 500 metrar milli þotanna Aðeins tveimur mínútum síðar hóf SAS-þotan sig til lofts. Hún flaug krappari beygju en islenzka þotan. I um þúsund feta hæð yfir Nesodden, úthverfi Osló hinum megin við fjörðinn, munaði litlu að þoturnar rækjust saman — þá var fjarlægðin milli þeirra aðeins um 500 metrar. Báðar þoturnar flugu þá með um 500 kílómetra hraða svo það var aðeins spurning um sekúndur hvort þær rækjust saman. Norska blaðið Verdens Gang, sem fyrst skýrði frá atvikinu, sagði að vafi léki á að flugstjóri norsku vélarinn- ar hefði fylgt þeirri leið, sem honum var fyrirlagt að gera. Samkvæmt heimildum Mbl. þá telja flugmenn íslenzku vélarinnar að flugumferðarstjórar í flugturnin- um á Fornebu hafi gert mistök með því að heimila SAS-þotunni flugtak svo skömmu eftir fiugtak íslenzku þotunnar. „Fráleitt að Flugleiðaþotan hafi verið ofhlaðin“ Anders Löhne, yfirmaður flug- umsjónar á Fornebu, staðfesti í samtali við blm. Mbl. að rannsókn stæði yfir en hann vildi ekkert tjá sig um efnisatriði. Sagði aðeins að gögn málsins lægju væntanlega fyrir eftir helgi. Yfirmaður I flug- turninum á Fornebu vildi I samtali við blm. Mbl. ekkert tjá sig um hvort flugumferðarstjórar hefðu gert sig seka um mistök. „Rannsókn málsins stendur yfir og því er lítið hægt um málsatvik að segja,“ sagði Sæmundur Guðvins- son, blaðafulltrúi Flugleiða I sam- tali við blm. Mbl. „En það er fráleitt að þota Flugleiða hafi verið ofhlað- in, eins og fram er haldið og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þota Flugleiða hafi verið annars staðar en hún átti að vera,“ sagði Sæmundur Guðvinsson. blm.Mbl. reyndi að ná samtali við Braga Norðdal, flugstjóra, í gær- kvöldi, en án árangurs. Hann var þá staddur i New York. 270 millj. umfram tekjur eytt á árinu Verðjöfnunardeild sjóðsins neikvæð um 109 milljónir um næstu áramót f LOK þessa árs stefnir í það, að Verðjöfnunardeild Aflatrygginga- sjóðs verði neikvæð um 109 milljónir króna og sjóðurinn í heild neikvæð- ur um 30 milljónir króna. Miðað við sömu forsendur varðandi greiðslur Morgunblaðið/ Júlíus Gullinbrú vígð í dag GULLINBRÚ, sem tengir byggðina í Grafarvogi við samgönguæðar til Reykjavíkur verður tekin i notkun í dag og mun Davíð Oddsson, borgarstjóri taka brúna formlega i notkun klukkan 15.30. Hafist var handa um byggingu brúarinnar i janúar síðastliðnum. Kostnaður við byggingu Gullinbrúar er um 20 milljónir króna. Brúin er 58 metra löng. Þó brúin verði ekki tekin í notkun fyrr en í dag hefur umferð verið hleypt á hana. Gullbrú tengir Grafarvog við Höfðabakka. úr sjóðnum og á þessu ári stefnir í neikvæða stöðu hans um 458 millj- ónir i lok næsta árs. Samkvæmt skýrslu fiskimála- stjóra, Þorsteins Gislasonar, sem lögð var fram á nýafstöðnu Fiski- þingi, voru eignir Aflatrygg- ingasjóðs um siðustu áramót 214,8 milljónir i almennu deildinni, 49,1 milljón i áhafnadeildinni, en verð- jöfnunardeildin var neikvæð um 24 milljónir króna. Samtals eignir sjóðins voru þvi 239,9 milljónir króna. Miðað við 30 milljóna skuld sjóðsins í heild i árslok verða þvi greiddar úr honum 270 milljónir króna umfram tekjur á þessu ári. í skýrslunni kemur fram, að aðal- tekjur sjóðsins séu af útflutn- ingsgjaldi sjávarafurða. Einnig sé i lögum sjóðsins ákvæði þess efnis, að ríkissjóður skuli árlega greiða til almennu deildarinnar upphæð, sem nemi 40% af þeirri fjárhæð, sem deildin fær af útflutnings- gjaldi. Siðastliðin fimm ár, 1980 til 1984, hefði rikissjóður því átt að greiða deildinni 131,5 milljónir króna, en þess í stað aðeins greitt 58,3 miiljónir eða 73,2 milljónum minna en skylda hans væri. Mis- munurinn væri hins vegar að mati löggiltra endurskoðenda um 122 milljónir króna, væri miðað við byggingavísitölu þessara ára. Þá segir í skýrslu fiskimála- stjóra, að í framhaldi af fjár- hagsstöðu sjóðsins, hafi sjávar- útvegsráðuneytinu og LÍÚ verið tilkynnt, að verðjöfnunardeild geti ekki greitt út bætur fyrr en tekjur af útflutningsgjöldum fari að ber- ast sjóðnum. Samkvæmt ákvörð- unum Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins hefur verðjöfnunar deild sjóðs- ins verið gert að greiða síauknar bætur á fiskverð, en deildin á að greiða uppbætur á verð þeirra teg- unda, sem Verðlagsráðið telur vannýttar hverju sinni, en þar á móti hafa ekki komið nægilegar tekjur og því er staða Aflatrygg- ingasjóðs jafnslæm og raun ber vitni, að sögn fiskimálastjóra, Þorsteins Gíslasonar. 18 ára stúlku nauðgað NÍTJÁN ára gamall pUtur hefur víður- kennt að hafa nauðgað 18 ára gamalli stúlku bak við vehingahúsið Klúbbinn aðfaranótt sunnudagsins. PUturinn hitti stúlkuna á dansleik { KMbbnum á laugardagskvöldið og varð þeim vel tU vina. Þau yfirgáfu dansleikinn og fóru bak við húsið. Þar vildi pUturinn hafa samræði við stúlkuna, en hún neitaði. Pilturinn hafði í bótunum við stúlkuna og kom tU stympinga. Hann reif fót af stúlkunni og þvingaði hana til samræðis við sig. Pilturinn hafði sig á brott eftir verknaðinn en stúlkan kærði at- burðinn til lögreglunnar. Hún gat gefið greinagóða lýsingu á árásar- manninum og var hann handtekinn á sunnudagsmorguninn og hefur hann viðurkennt brot sitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.