Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984
Klokksþing AlþyAuriokksins um næstu holjíi
... þá er að skipta
um karlinn í brúnni
— svo einfalt er það, segir Jón Baldvin Hannibalsson
sem býður sig fram gegn formanni Alþýðuflokksins
JÓN BALDVIN Hannibalsson þing-
maður Alþýðuflokksins í Reykjavík
tilkynnti i fréttamannafundi i
sunnudag, að hann hafi ikveðið að
gefa kost i sér við formannskjör i
flokksþingi Alþýðuflokksins um
næstu helgi. Hann tilkynnti enn-
fremur, að hann hefði fyrst skorað i
Jóhönnu Sigurðardóttur, sem enn-
fremur er þingmaður flokksins í
Reykjavík, að gefa kost i sér til
formanns, en hún hefði afdrittar-
laust neitað. Þi upplýsti hann frétta-
menn um að Jóhanna Sigurðardóttir
befði ikveðið að gefa kost i sér til
varaformanns og að hann myndi
styðja hana. Hann sagði istæður
þess að hann gæfi kost i sér m.a.
þær, að Alþýðuflokkurinn hefði að
undanförnu tapað fylgi og ihrifum {
þjóðfélaginu og að hann befði ekki
nið þeim irangri í stjórnarandstöðu
sem efni stæðu til. Þi kvaðst Jón
myndu taka af öll tvímæli um stefnu
og stöðu flokksins, ef hann næði
kjöri, og að hann teldi að Alþýðu-
flokkurinn ætti afdrittarlaust að
hasla sér völl „vinstra megin við
miðju" í hinu íslenska flokkakerfi.
Jón Baldvin segir ennfremur í
fréttatilkynningu, að ástæður
þessarar ákvörðunar séu þær, að
Alþýðuflokkurinn geri strangar
kröfur til annarra um árangur i
starfi. Þeir flyttu vantraust á rlk-
isstjórn, sem skilaði ekki árangri.
Þeir gerðu sömu kröfur í atvinnu-
lífinu og hlytu því að gera sömu
kröfur til sjálfra sín, ekki minni.
Þá segir hann, að ef hann nái
kjöri muni Alþýðuflokkurinn, til
að ekkert fari á milli mála um
stefnu og stöðu hans í íslenskum
stjórnmálum, vísa á bug öllum
kenningum um Alþýðubandalagið
sem sameiningar- eða forystuafl
vinstri manna, þó ekki væri nema
vegna hörmulegrar reynslu þjóð-
arinnar af ríkisstjórnarþátttöku
þess flokks árum saman.
Jón Baldvin Hannibalsson á
fréttamannafundinum á sunnudag.
Ljósm. Mbl. Júlíus
Jón lýsti því yfir á fundinum, að
hann myndi sem formaður Al-
þýðuflokksins beita sér fyrir sam-
einingu Alþýðuflokksins og
Bandalags jafnaðarmanna, þvf
hann liti á stofnun Bandalagsins
sem pólitískt slys, eins og hann
orðaði það. Hann sagði i umræðu
um stöðu Alþýðuflokksins, að það
væri til í dæminu að Alþýðuflokk-
urinn þurrkist út. Ef spurt væri
að sameiningu jafnaðarmanna á
næstu árum, þá gæti farið þannig
að báðir þeir flokkar, sem nú að-
hylltust stefnu jafnaðarmanna,
yrðu lagðir niður.
{ fréttatilkynningu Jóns segir
ennfremur, að undir hans forustu
muni Alþýðuflokkurinn taka af
öll tvímæli um, að hann sé ekki
gamaldags kerfisflokkur, heldur
róttækur umbótaflokkur, sem
vilji breyta þjóðfélaginu i átt til
valddreifingar og virkara lýðræð-
is, gegn miðstjórnarvaldi og ríkis-
forsjá. Jóni varð tíðrætt á fundin-
um um „kerfisflokkana", sem
hann sagði aðallega tvo, þ.e.
Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn-
arflokkinn. Alþýðubandalagið
sagði hann hafa kappsamlega
unnið að því undanfarin ár, þar af
átta ár í ríkisstjórn, að komast
inn í þetta kerfi og hefði orðið
töluvert ágengt. Hann harðneit-
aði aftur á móti, er hann var
spurður, hvort Alþýðuflokkurinn
ætti enga hlutdeild í þessu kerfi.
Þá kvaðst Jón Baldvin hafa
fullan hug á að hrinda í fram-
kvæmd nýjum hugmyndum um
róttækar breytingar á vinnu-
brögðum I innra starfi flokksins,
þ.e. „upplýsingastreymi innan
flokks, útgáfu- og útbreiðslumál-
um, fræðslu- og uppeldisstarfi og
fjáröflun", eins og segir I frétta-
tilkynningu hans. Hann var
spurður á fundinum, hvort hann
hygðist standa að því að efla Al-
þýðublaðið. Hann svaraði: „Ég
kalla Alþýðublaðið pólitískt
sendibréf, ég lít ekki á það sem
dagblað. Ég er þeirrar skoðunar
að það dugi Alþýðuflokknum eng-
an veginn sem miðill við kjósend-
ur, einfaldlega vegna þess að það
sjá það svo fáir. Ég tel reyndar að
flokknum sé engin nauðsyn á því
að þykjast gefa út dagblað. Hann
hefur enga burði til þess fremur
en Alþýðubandalagið eða Fram-
sóknarflokkurinn, að reka dag-
blað með dúndrandi halla.“
Jón var einnig spurður, hvort
sagan væri enn á ný að endurtaka
sig, og hvort ástandið innan Al-
þýðuflokksins nú væri svipað og
þegar Kjartan Jóhannsson ákvað
árið 1980 að bjóða sig fram gegn
Benedikt Gröndal. Hann svaraði:
„Ef ég man rétt þá hafði Alþýðu-
flokkurinn 1978 22% atkvæða og
14 manna þingflokk, 1979 17V4%
og 10 manna þingflokk. Síðan hef-
ur það gerst að Alþýðuflokkurinn
hefur klofnað, fékk í sfðustu kosn-
ingum milli 11 og 12% atkvæða og
6 manna þingflokk. Til viðbótar
hafa skoðanakannanir bent til
þess að hann hafi orðið fyrir
meira fylgistapi enn. Hafi rök
Kjartans verið þau að hann hafl
ætlað að bæta hlut flokksins frá
1980 þá er ljóst, að það hefur ekki
tekist. Hér vitna ég til reynslu ís-
lendinga af sjómennsku. Hvernig
er gert til sjós, ef skipin ekki
fiska? Skipstjórinn víkur sér ekki
undan ábyrgð. Mistakist honum
gerist annað af tvennu. Þeir, sem
einhver döngun er i af áhöfninni,
finna sér nýtt skiprúm eða það er
skipt um karlinn f brúnni, svo ein-
falt er það.“
Það kom fram f máli Jóns, að
hann telur mikið fylgi við fram-
boð sitt og sagði hann að undir-
tektir hefðu verið góðar á fundi
flokksþingsfulltrúa í Reykjavík sl.
laugardag. Hann var þá spurður
hverja hann teldi skýringuna á
þvi, að aðeins 133 tóku þátt í kjöri
á flokksþingsfulltrúum f Reykja-
víkurfélaginu, sem telur um eitt
þúsund manns. Hann kvað ýmsar
skýringar á því að finna, t.d. hefði
lítil virkni verið í félagsstarfinu á
sl. vetri, sem hefði nú breyst til
hins betra. Þá kynni ástæðan að
vera sú, að á meðan menn höfðu
enga von um að reynt yrði að fá
fram breytingar á flokksþinginu i
þá veru sem hann væri að kynna,
þá hefði áhuginn kannski ekki
verið mikill.
„Berðu sjálfur fjanda þinn. Ég
hef ekki nokkurn áhuga og ekki
nokkur maður annar,“ sagði Jón
Baldvin að yrði svar hans sem
formanns Alþýðuflokksins, ef
honum yrði boðin innganga f nú-
verandi rikisstjórn. „Við munum
að visu mæta við útför ríkis-
stjórnarinnar og senda blóm og
kransa, eins og kurteisir menn, en
ekki meira. Þessi ríkisstjórn er
búin að vera,“ sagði hann, en
kvaðst reiðubúinn til viðræðu, ef
Þorsteinn Pálsson kæmi til sín og
segðist reiðubúinn að slfta stjórn-
arsamstarfinu við Framsókn,
henda þeim út, og taka upp við-
ræður við Alþýðuflokkinn og
Bandalag jafnaðarmanna um
myndun nýrrar ríkisstjórnar, svo
notuð séu hans eigin orð.
Taldi ekki rétt að
skorast undan ábyrgð
— segir Jóhanna Sigurðardóttir, en hún gefur kost á sér til varaformannskjörs
JÓHANNA Sigurðardóttir hefur
ákveðið að gefa kost á sér til vara-
formanns Alþýðuflokksins, en
Magnús H. Magnússon núverandi
varaformaður, gefur ekki kost á sér
á ný. Jóhanna segir að hún hafl tek-
ið þessa ákvörðun vegna fjölda
hvatninga og því hafl hún ekki vilj-
að skorast undan árbyrgð. Þá segir
hún framboð sitt alveg óháð fram-
boði Jóns Baldvins og kveðst ekki
gefa uppi hvern hún styðji til for-
manns. Jóhanna segir ennfremur að
hún sé sammála Jóni Baldvini um
að Alþýðuflokkurinn eigi að hasla
sér völl á vinstri væng stjórnmál-
anna. Klokkurinn sé reyndar þar
staðsettur, en að marka þurfl skýr-
ari línur i ýmsum málum.
Jóhanna sagði varðandi ákvörð-
Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins:
Of örum umskiptum fylgja
ókostir og óstöðugleiki
Verð í framboði þrátt fyrir framboð Jóns Baldvins
J LÝÐRÆÐISLEGUM flokki eins
og Alþýðuflokknum þá hafa menn
vitaskuld mismunandi mat bæði á
málefnum og mönnum og gera það
upp á flokksþingi hvað þeir telja far-
sælast og árangursríkast Jón Bald-
vin metur það væntaniega svo, að
framboð hans muni verða flokknum
til gagns. Margir þeir sem rætt hafa
við mig telja hins vegar farsælla, að
(lokkurinn snúi sér að öðrum mjög
aðkallandi verkefnum í flokksstarfí
og stefnuboðun, frekar heldur en að
skipta um formann. Tiltekin endur-
nýjun á vissulega rétt á sér en of
örum umskiptum fylgja líka ákveðn-
ir ókostir og óstöðugleiki. Það er á
þessum forsendum sem ég hef gefíð
kost á því að vera áfram f kjöri til
formanns Alþýðuflokksins,“ sagði
Kjartan Jóhannsson formaður Al-
þýðuflokksins í tilefni af ákvörðun
Jóns Baldvins Hannibalssonar um
að gefa kost á sér til formanns á
komandi flokksþingi.
Kjartan var f framhaldi af þvf
spurður, hvort hann teldi svipað
andrúmsloft innan Alþýðuflokks-
ins nú og á þeim tíma, sem hann
ákvað að bjóða sig fram gegn
Benedikt Gröndal. „Sjálfsagt má
flnna eitthvað sem er svipað en að
öðru leyti er þetta öðru vfsi. Ég
hef nú ekki farið nákvæmlega
ofan í saumana á þvi hvað er eins
og hvað er ekki eins.“ Aðspurður
um hvort farið gæti svo, að hann
drægi sig i hlé, eins og Benedikt
gerði forðum, þegar til flokks-
þings kom, sagði hann afstöðu
sína óbreytta, þrátt fyrir framboð
Jóns Baldvins og að hann yrði f
framboði á flokksþinginu.
Formaður Alþýðuflokksins var
þá spurður, hvort hann styddi Jó-
hönnu Sigurðardóttur til vara-
formanns. Hann sagði: „Það er
nokkuð sfðan ég reifaði það við
Jóhönnu, hvort hún myndi ekki
vera til þess reiðubúin að gefa
kost á sér, ef Magnús H. Magnús-
son gæfi ekki kost á sér. Það var
því einsýnt að hún yrði varafor-
mannsefni um leið og ljóst var að
hann var ekki til þess reiðubú-
Vegna yfirlýsinga Jóns Bald-
vins um stöðu Alþýðuflokksins,
sagði Kjartan m.a. að hann hefði
ævinlega lagt áherslu á að Al-
þýðuflokkurinn væri flokkur jafn-
aðarmanna og þá launafólks öðru
fremur. Hann kvað Alþýðuflokk-
inn róttækastan f innanlandsmál-
um, því hann hefði lagt áherslu á
mjög verulegar breytingar á ýmsu
þvf, er varðaði stjórnkerfið og
efnahagskerfið. Að því er varðaði
utanríkismálin hefði hann viljað
halda núverandi fyrirkomulagi f
varnarmálum, sem reynst hefði
þjóðinni vel, en jafnframt bæri að
þrýsta á um baráttu fyrir mann-
réttindum hvarvetna f veröldinni
í rfkari mæli en íslendingar hefðu
gert. Hann sagði sfðan: „Ég tel
það alveg augljost að jafnaðar-
mannaflokkur og flokkur launa-
fólks sé til vinstri í litrófi stjórn-
málanna, eins og skilningur er
venjulega lagður f þau orð. Ég tel
að það sé mikill hugtakaruglingur
uppi um það til dæmis á sfðum
Þjóðviljans þar sem þvi er haldið
fram, að þeir einir séu fulltrúar
launafólks og jafnaðarstefnu sem
heimta herinn úr landi.“
Kjartan Jóhannsson formaður
Alþýðuflokksins var f lokin spurð-
ur, hvort verið væri að undir-
strika stöðu Alþýðuflokksins til
vinstri í pólitfska litróflnu með
þvf að bjóða Ásmundi Stefánssyni
forseta ASÍ, sem er flokksbund-
inn Alþýðubandalagsmaður, að
halda ræðu og vera gestur við
setningarathöfn flokksþings Al-
þýðuflokksins um næstu helgi.
Hann svaraði: „Ásmundur Stef-
ánsson verður gestur við setn-
ingarathöfnina vegna þess að
hann er í forsvari fyrir stærstu
launþegahreyfingu á íslandi. Al-
þýðuflokkurinn og Alþýðusam-
bandið eru af sömu rót runnir, og
eins og ástandið er f dag hjá
launafólki, þótti okkur áhugavert
að þessi forseti stærstu launþega-
hreyfingar á íslandi segi nokkur
orð um stöðu launafólksins í land-
unina um framboð sitt: „Það iigg-
ur nú ljóst fyrir, að Magnús H.
Magnússon mun ekki gefa kost á
sér til endurkjörs til varafor-
manns. Ég hef mjög vfða á undan-
förnum vikum fengið hvatningu
til þess að gefa kost á mér til for-
ustu í flokknum og ég taldi ekki
rétt að skorast undan ábyrgð f
þeim efnum. Ég tilkynnti ákvörð-
un mína um framboð á laugar-
daginn á fundi með fulltrúum
Reykvfkinga sem verða á flokks-
þingi.“
Jóhanna var spurð, hvort sú
staðreynd, að Jón Baldvin Hanni-
balsson skoraði fyrst á hana að
gefa kost á sér til formanns, áður
en hann ákvað að bjóða sig fram,
og ennfremur að það skyldi hafa
verið Jón Baldvin sem tilkynnti
fjölmiðlum um framboð hennar á
blaðamannafundi á sunnudegin-
um, þýddi að samvinna væri
þeirra f milli um þessi fram-
boðsmál. Hún kvað ekki svo vera:
„Mín ákvörðun um að bjóða mig
fram til varaformanns er alveg
óháð framboði Jóns til formanns.“
Hún vildi ekki tjá sig um hvorn
þeirra hún styddi til formanns,
sagðist hvorki telja það rétt né
eðlilegt að gefa slíkt upp í fjöl-
miðlum.
Þá var Jóhanna spurð álits á
yfirlýsingum Jóns Baldvins um
stöðu Alþýðuflokksins, þ. e. að
hans staða sé til vinstri við miðju
fslenzkra stjórnmála. Hún svar-
aði: „Ég er sammála mati Jóns á
þvf, að Alþýðuflokkurinn er lýð-
ræðissinnaður umbótaflokkur og
á að hasla sér völl á vinstri væng
stjórnmálanna. Ég er sammála
hans mati á því.“ Hún bætti því
við, að flokkurinn væri að henni
mati á þessum stað, en hann
þyrfti aftur a móti að marka
skýrari línur í ýmsum málum.
„Það er ljóst að miðað við skoð-
anakannanir þá er staða hans
ekki góð, en ég tel að hægt sé að
breyta þeirri stöðu,“ sagði hún að
lokum.