Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 Fyrsta heimsmetið Ríkisfjölmiðlarnir fluttu þvílík kynstur fróðleiks og skemmt- unar að skynfærunum þessa helgi, að erfitt reynist að vinsa þar úr efni til frekari umfjöllunar hér í dálki. Þó held ég að tveir alls óskyldir þættir hafi vakið hjá mér hugsana- ferli er mér þykir hæfa að hljóti nu sýnilegt form í prentsvertu. Fyrri þátturinn birtist á skjánum á laug- ardaginn var, og brá upp myndum af öldruðum merkisbónda, Þórði í Haga í Skorradal. Ómar staldraði við í túnfæti hjá Þórði, spurði hann fregna og tók á endanum á rás með hingum aldna bónda, frá íbúðarhúsi upp smá slakka að útihúsum. Er ég viss um að þar hefur Ómar bætt um betur rallmetið, því þar hefir senni- lega meðhlaupari hans slegið heims- met í sínum aldursflokki. Mikið var að við íslendingar eignuðumst loks heimsmeistara í einhverri íþrótta- grein. Nóg um það, ástæða þess að ég vík hér að þættinum um Þórð I Haga er ekki bara heimsmet Þórð- ar, er lífgaði fótlúið borgarbarnið, né er ástæða umfjöllunarinnar and- legt fjör Þórðar og æðrulaust lífs- viðhorf, sem sannarlega er at- hyglivert. íhugunarverðari fannst mér sú mynd, er hér var brugðið upp af þeim kaflaskilum, er greini- lega eru að eiga sér stað í sögu landbúnaðar á landi hér. Það er til marks um þessi kafla- skipti, að Þórður I Haga sér ekki fram á að nokkur muni taka við af honum og yrkja jörðina. Upplýsir Þórður að Landspítalinn eigi hluta jarðarinnar, og gefur I skyn, að senn rísi þar sumarbústaðir borg- arbarna. Er hinn aldni bóndi greinilega hissa á því, hve margir geta leyft sér þann munað að „eiga sumarhús", eins og hann orðar það, og bendir máli sínu til áréttingar yfir vatnið til mikils sumarbústaða- lands. Það er auðheyrt að hinn aldni bóndi skilur eigi, hvernig komið er fyrir þjóð, sem aðeins vitj- ar sveitanna í tómstundum. Hér er komið að erindi Halldórs Guðjóns- sonar kennslustjóra Háskóla ís- lands um „Vísindi og sjálfstæði þjóðar", er hann flutti síðdegis á sunnudag í Ríkisútvarpið, því þetta erindi skýrir að mínu mati nokkuð þau sögulegu umskipti sem Þórður bóndi í Haga stendur frammi fyrir. Önnur lögmál Erindi Halldórs var mjög yfir- gripsmikið, og var þar bryddað á fjölmörgum íhugunarefnum, en það snerti þannig á stöðu Þórðar i Haga, að Halldór heldur því fram að reynslan gildi ekki lengur í heimi hér, fremur skipulegt nám er geri mönnum kleift að þekkja almenn lögmál er geri þeim mögulegt að gefa upplýsingum samhengi. Því nýtist eigi sú reynsla kynslóðanna er sér merki í ævistarfi bóndans í Haga, nú gilda önnur lögmál I heimi hér, lögmál upplýsingabylt- ingarinnar. Því er harla líklegt að bændamenning framtíðarinnar verði borin uppi af sérfræðingum í búskaparháttum, mönnum er kunna skil á örtölvum og efnafræði, og þeir menn munu aðeins gista þau býli er liggja vel við markaðssvæð- um. Aldin býli á fögrum stöðum, verða síðan nýtt sem sumarbú- staðalönd, í þágu sérfræðinga, er hafa þegið menntun sfna i erlend- um háskólum, er máski hýstu einn- ig stórbóndann „neðar í dalnum". Því munu bændur framtíðarinnar og borgarbörnin eiga fleira sameig- inlegt en okkur grunar. Hitt er svo aftur annað mál, hvort heimsmet Þórðar í Haga verður slegið í sveit- um landsins á þeirri tækniöld sem senn tekur þar öll völd. Þó er aldrei að vita hvað gerist ef síðustu móh- íkanarnir snúa bökum saman undir forystu þeirra Hallbjarnar og Johnny King. Eg er ansi hræddur um að hinn aldni heiðursmaður 1 Haga myndi forða sér undan þeirri sveit á nýju heimsmeti. ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP/SJÓNVARP Baráttan um bryn- drekana ■■■■i í kvöld er 5. 0115 þáttur mynda- “ * flokksins um njósnarann Reilly á dag- skrá sjónvarpsins. Nefnist þessi þáttur „Baráttan um bryndrekana heldur áfram". í síðasta þætti var Sidney Reilly í Pét- ursborg að semja við Rússa um kaup á nýjum herskipum af þýskri skipasmiðastöð. Hans forni fjandi, Zaharoff, er þar i sömu erindum fyrir Breta. Reilly kemur sér hins vegar í mjúkinn hjá Nadíu, konu rússneska flotamálaráðherrans. í hlutverki njósnarans óttalausa er Sam Neill, en þættirinir eru gerðir eftir bók Robin Bruce Lock- harts. Alls eru þættir þessir tólf og eiga sjón- varpsáhorfendur því eftir að njóta samvista við Reilly fram að áramótum. Slöngubitið 20 1 kvöld verður 2. 00 þáttur útvarps- leikritsins „Antilópusöngvarinn" á dagskrá útvarpsins. Leik- ritið er barna- og ungl- ingaleikrit eftir sögu norska rithöfundarins f leikgerð Ingebricht Davik. 1 fyrsta þætti hafði Hunt-fjölskyldan reist tjaldbúð, ásamt nokkrum öðrum landnemafjöl- skyldum, í útjaðri Nevada-eyðimerkurinnar miklu. Fjölskyldurnar voru að undirbúa för sína yfir fjöllin til Kaliforníu, þar sem þær ætla að setj- ast að. Börn Hunt-hjón- anna, Toddi og Malla, finna veikan indíána- dreng liggjandi undir runna og hjúkra honum. Þau verða brátt mestu mátar. Rétt áður en land- nemarnir leggja af stað yfir fjöllin, er herra Hunt bitinn af slöngu og fjöl- skyldan neyðist þvf til að verða eftir, þegar hinir landnemarnir leggja af stað. Leikendur í 2. þætti eru: Steindór Hjörleifs- son, Kristbjörg Kjeld, Stefán Jónsson, Þóra Guðrún Þórsdóttir, Jón- ína H. Jónsdóttir, Hákon Waage, Anna Einarsdótt- ir, Árni Benediktsson og Jón Guðmundsson. Leik- stjóri er Þórhallur Sig- urðsson, en tæknimenn eru Friðrik Stefánsson og Hörður Jónsson. Þórhallur Sigurðsson er leikstjóri útvarpsleikritsins „Antilópusöngvarinn“. Gamall bjálkakofi f Nevada. Skröltormur sömu tegundar og beit HunL Hvar á ég nú að reykja? ■■^H Óskar Magnússon lögfræðingur, stýrir f kvöld 0910 umræðum í sjónvarpssal og verður fjallað um rétt reykingamanna og hinna, sem vilja vera lausir við tóbaksreyk. Þáttur þessi er gerður í tilefni af því, að um áramótin taka gildi ný lög um tóbaksvarnir, en samkvæmt þeim verða reykingar mjög takmarkaðar í opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Þeir, sem ekki reykja, hafa lengi viljað láta banna allar reykingar á almannafæri, en reykingafólk hefur oft svarað því til, að því fyndist sem það væri sett skör lægra en aðrir, ef ætti að fara að draga það í sérstaka reykingadilka. En nú eru lögin um tóbaksvarnir að taka gildi og ættu þvf allir, hvort sem þeir reykja eða ekki, að fylgjast vel með, svo þeir viti hver réttur þeirra er. ÚTVARP ÞRIÐJUDtkGUR 13. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorö — Þorbjörg Danielsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Breiöholtsstrakur fer I sveit" eftir Dóru Stefánsdótt- ur. Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (10). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Man ég þaö sem löngu leið“ Ragnheiöur Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Múslk og meö þvl Umsjón: Ingimar Eydal. (RÚ- VAK) 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Gunnvör Braga. 13.30 Danskir, færeyskir, norskir og sænskir listamenn leika og syngja. 14.00 „A Islandsmiöum" eftir Pierre Loti. Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli les þýöingu Páls Sveinssonar (14). 14.30 Miödegistónleikar I Musici-kammersveitin leikur „Haustið" úr Arstiðakonsert- unum eftir Antonio Vivaldi. 14A5 Upptaktur — Guðmundur Benedikts- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar Filharmonlusveit Vlnarborgar leikur Sinfónietlu eftir Leos Janacék; Sir Charles Mac- Kerras stjórnar. / Sinfónlu- hljómsveit útvarpsins I Múnchen leikur tvö sinfónisk Ijóð eftir Bedrich Smetana; 19.25 Mfka. Ellefti þáttur. Sænskur fram- haldsmyndaflokkur I tólf þáttum um Samadrenginn Mlka og ferð hans meö hreindýriö Osslan til Parlsar. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Þulur Helga Edwald. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. Rafael Kubelik stjórnar. / Al- exej Lubimow, Gidon Krem- er, Dmitrij Ferschtman og Jurij Baschmet leika Kvartett I a-moll fyrir planó, fiðlu, víólu og selló eftir Gustav Mahler. 17.10 Siödegisútvarp Tilkynningar. 18j45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19J0 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Barna og unglingaleikrit: „Antilópusöngvarinn" eftir Ruth Underhill. 2. þáttur: Slöngubitiö. Aður útvarpaö 1978. Þýðandi: Siguröur Gunnarsson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurösson. Leik- ÞRIÐJUDNGUR 6. nóvember 20.35 Saga Afrlku. 5. Biblian og byssan. Bresk- ur heimildamyndaflokkur I átta þáttum. I þessum þætti fjallar Basil Davidson um þrælaverslunina, landkönn- un og kristniboö Evrópubúa. Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 21.45 Njósnarinn Reilly. 5. Baráttan um bryndrek- ana. Breskur framhalds- endur: Kristbjörg Kjeld, Steindór Hjörleifsson, Jónina H. Jónsdóttir, Anna Einars- dóttir, Hákon Waage, Jón Gunnarsson, Þórhallur Sig- urðsson, Stefán Jónsson, Þóra Guörún Þórsdóttir og Arni Benediktsson. 20.30 Um alheim og öreindir Sverrir Ólafsson eölisfræð- ingur flytur fyrra erindi sitt. 21.00 Islensk tónlist Sinfónluhljómsveit Islands leikur; Páll P. Pálsson stjórn- ar. a. Svlta nr. 2 I rlmnalagastll eftir Sigursvein D. Kristinss- on. b. „Ég bið að heilsa", ball- etttónlist eftir Karl O. Run- ólfsson. myndaflokkur I tólf þáttum. Aöalhlutverk Sam Neill. I slö- asta þætti bitust Rothschild barón fyrir hönd Frakka og Reilly fyrir Breta um rétt til olluvinnslu I Perslu og höföu Bretar betur. I Parls hitti Reilly Onnu, hálfsystur slna. Þýöandi Kristmann Eiösson. 2235 Þingsjá. Umsjón: Páll Magnússon. 2335 Fréttir I dagskrárlok. 2130 Utvarpssagan: „Hel“ eft- ir Sigurö Nordal. Arni Bland- on les (4). 2200 Tónlist 2215 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2235 Kvöldtónleikar: Gustav Mahler 2. hluti. Rómantlk blandin raunsæi. Sigurður Einarsson sér um þáttinn. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RÁS 2 13. nóvember 10.00—1200 Morgunþáttur Músik og meölæti Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Asgeir Tómasson. 14.00—15.00 Vagg og velta Létt lög af hljómplötum. Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Meö slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Komiö viö vltt og breitt l heimi þjóölagatónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. , Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.