Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 Suðurlína tekin í notkun um helgina: Hringteng- ingu 1057 km byggðalín- unnar lokið „MEÐ ÞESSU er hringtengingii byggðalínunnar lokio," sagði Sverrir Hermann88on, iðnaðarráðherra, f samtali við Mbl., þegar Suðurlína hafði verið tekin í notkun á laugar- daginn. Suðurlína er nærri 250 km löng, 132 kflóvatta háspennulína fri Höfn í Hornafirði að Sigöldustöð. Tilbúin kostar línan alls um 515 milljénir króna. Með Suðurlínu er lokið 1057 km hringtengingu byggðalína og rekstaröryggi Landsvirkjunar- kerfisins aukið til muna, að því er segir í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun, „einkum afhend- ingaröryggið úti á landsbyggðinni. Með hringtengingunni er jafn- framt stuðlað að hagkvæmari samnýtingu virkjana i öllum landshlutum og framleiðslu á raf- orku í olíustöðvum nær útrýmt." Suðurlína liggur frá aðveitustöð að Hólum við Höfn í Hornafirði sunnan jökla að Prestbakka á Síðu, sem er skammt austan Kirkjubæjarklausturs. Þaðan liggur linan um Geirlandsheiði sunnan Leiðólfsfells yfir Skaftá við ármót Skaftár og Syðri-Ófæru. Yfir Eldgjá, norðan við Tindafjöll, yfir Tungnaá við Stóra-Kýling, sunnan við Snjóöldu og vestur yfir Tungnaá við Blautaver, sunnan og vestan við Tungnaá að tengivirk- inu í Sigöldu. Línuleiðin var valin í samráði við Náttúruverndarráð. Pramkvæmdir við byggðalínur hafa nú staoio í nær 12 ár sam- fellt. Rafmagnsveitur rikisins höfðu framkvæmdir með höndum til 1. janúar á síðasta ári, þegar Landsvirkjun yfirtók línurnar til eignar og reksturs samkvæmt sér- stökum samningi. Samhliða bygg- Iðnaðarráðherra, Sverrir Hei n, kveikir á Sufturlínu. Hef opnað læknastofu í Austurstræti 6, 5. hæö. Viötalsbeiöni í síma 621776 kl. 15—17 alla virka daga. Oddur Bjarnason læknir. Sérgrein: Geölækningar. Hef opnaö stofu í Austurstræti 6, 5. hæö. Viötalsbeiðni í síma 621776 kl. 15—17 alla virka daga. Hulda Guömundsdóttir félagsráögjafi. Viðtalsmeðferð — psykoterapia einstaklmga, hjóna og fjölskyldna. ingu Suðurlínu var reist aðveitu- stöð að Hólum við Höfn í Horna- firði og tengivirkið i Sigöldu stækkað. Hönnun Suðurlinu fór að mestu fram á verkfræðistofunni Linu- hönnun hf. og Almennu verk- fræðistofunni hf. en eftirlit með framkvæmdum og efnisfram- leiðslu innanlands var að mestu i höndum verkfræðistofunnar Hönnunar hf. Iðnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að næsta virkj- unarframkvæmd, sem sett yrði fullt skrið á, væri Blönduvirkjun. „Þar má ekkert slaka á ef við ætl- um að geta selt stækkuðu álveri í Straumsvik 600 gigawattstundir af þeim 750, sem virkjunin mun framleiða," sagði hann. „Sömu- leiðis eru Kvislárveitur i fullum gangi, þar sem kvíslum á Þjórs- ársvæðinu er veitt í Þórisvatn. Á næsta ári verður veitt um 1400 milljónum króna í framkvæmdir og rannsóknir." IBKCADWAT Þaö fór ekki á milli mála aö þeir felagar í Ríó komu, sáu og sigruou í Broadway um síðustu helgi. Söng- ur þeirra félaga hefur sjaldan hljomaö betur og hin stórkostlega storhljomsveit Gunnars Þóröarson- ar leikur af mikilli snilld. i X ' S Næstu skemmtanir í Broadway föstu- dags- og laugardagskvöld kl. 19.00. Framreiddur er Ijúffengur þríréttaður kvöldverður og að loknum skemmtiatrið- um leikur hin nýja hljómsveít Gunnars fyrir dansi asamt songvurunum Björgvini Halldórssyni, Sverri Guöjónssyni og Þur- íði Sigurðardóttur. Boröapantanir og miöasala er í Broadway daglega kl. 11 — 19, sími 77500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.