Morgunblaðið - 13.11.1984, Side 7

Morgunblaðið - 13.11.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 7 Suðurlína tekin í notkun um helginæ Hringteng- ingu 1057 km byggðalín- unnar lokið „MEÐ ÞESSU er hringtengingu byggdalínunnar lokid," sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráöherra, I samtali við Mbl., þegar Suðurlína hafði verið tekin í notkun á laugar- daginn. Suðurlína er nærri 250 km löng, 132 kflóvatta háspennulína frá Höfn í Hornafirði að Sigöldustöð. Tilbúin kostar línan alls um 515 milljónir króna. Með Suðurlínu er lokið 1057 km hringtengingu byggðalína og rekstaröryggi Landsvirkjunar- kerfisins aukið til muna, að því er segir í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun, „einkum afhend- ingaröryggið úti á landsbyggðinni. Með hringtengingunni er jafn- framt stuðlað að hagkvæmari samnýtingu virkjana í öllum landshlutum og framleiðslu á raf- orku í olíustöðvum nær útrýmt.“ Suðurlfna liggur frá aðveitustöð að Hólum við Höfn í Hornafirði sunnan jökla að Prestbakka á Síðu, sem er skammt austan Kirkjubæjarklausturs. Þaðan liggur línan um Geirlandsheiði sunnan Leiðólfsfells yfir Skaftá við ármót Skaftár og Syðri-Ófæru. Yfir Eldgjá, norðan við Tindafjöll, yfir Tungnaá við Stóra-Kýling, sunnan við Snjóöldu og vestur yfir Tungnaá við Blautaver, sunnan og vestan við Tungnaá að tengivirk- inu i Sigöldu. Línuleiðin var valin í samráði við Náttúruverndarráð. Framkvæmdir við byggðalínur hafa nú staðið í nær 12 ár sam- fellt. Rafmagnsveitur ríkisins höfðu framkvæmdir með höndum til 1. janúar á síðasta ári, þegar Landsvirkjun yfirtók línurnar til eignar og reksturs samkvæmt sér- stökum samningi. Samhliða bygg- Iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, kveikir á Suðurllnu. Hef opnað læknastofu í Austurstræti 6, 5. hæö. Viðtalsbeiöni í síma 621776 kl. 15—17 alla virka daga. Oddur Bjarnason læknir. Sérgrein: Gedlækningar. Hef opnað stofu í Austurstræti 6, 5. hæö. Viðtalsbeiðni í síma 621776 kl. 15—17 alla virka daga. Hulda Guðmundsdóttir félagsráðgjafi. Viðtalsmeðferð — psykoterapia einstaklinga, hjóna og fjölskyldna. ingu Suðurlínu var reist aðveitu- stöð að Hólum við Höfn í Horna- firði og tengivirkið í Sigöldu stækkað. Hönnun Suðurlinu fór að mestu fram á verkfræðistofunni Línu- hönnun hf. og Almennu verk- fræðistofunni hf. en eftirlit með framkvæmdum og efnisfram- leiðslu innanlands var að mestu í höndum verkfræðistofunnar Hönnunar hf. Iðnaðarráðherra sagði i samtali við Morgunblaðið að næsta virkj- unarframkvæmd, sem sett yrði fullt skrið á, væri Blönduvirkjun. „Þar má ekkert slaka á ef við ætl- um að geta selt stækkuðu álveri í Straumsvík 600 gígawattstundir af þeim 750, sem virkjunin mun framleiða,“ sagði hann. „Sömu- leiðis eru Kvíslárveitur í fullum gangi, þar sem kvíslum á Þjórs- ársvæðinu er veitt í Þórisvatn. Á næsta ári verður veitt um 1400 milljónum króna í framkvæmdir og rannsóknir.“ \ DK'OAIDWAy Þaö fór ekki á milli mála aö þeir felagar i Ríó komu, sáu og sigruöu i Broadway um síðustu helgi. Söng- ur þeirra félaga hefur sjaldan hljomaö betur og hin storkostlega storhljomsveit Gunnars Þoröarson- ar leikur af miKilli snilld. Mi ri» * H i-M m, 1 * m * . V). Ej $ 4 ■0 W. ^4 Næstu skemmtanir i Broadway föstu- dags- og laugardagskvöld kl. 19.00. Framreiddur er Ijúffengur þríréttaöur kvöldveröur og aö loknum skemmtiatrið- um leikur hin nýja hljómsveit Gunnars fyrir dansi asamt söngvurunum Björgvini Halldórssyní, Sverri Guójónssyni og Þur- íði Sigurðardóttur. Boröapantanir og miöasala er í Broadway daglega kl. 11 —19, sími 77500. Verjð velkomin velklædd i Broadway.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.