Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 Ófriður um friðarfræðslu eftir Björn Bjarnason Á fyrri hluta þessa árs urðu miklar umræður um svonefnda friðarfræðslu. Hinn 28. janúar 1984 voru stofnuð Samtök um friðar- uppcldi hér á landi og skömmu sfð- ar fluttu þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum tillögu þar sem menntamálaráðherra var falið „að hefja undirbúning að frekari fræðslu um friðarmál á dagvistun- arstofnunum, í grunnskólum og framhaldsskólum landsins". í lok greinargerðar með tillögunni leggja flutningsmenn áherslu á að friðarfræðsla sé að þeirra mati ekki hugsuð sem ný námsgrein, sem skjóta þurfi inn i námsefniö á kostnað einhverrar annarrar námsgreinar. Markmiðið sé miklu fremur að tryggja það „að innan almennrar námsstefnu skóla sé skýr stefna um friðarfræðslu". Enn telja tillögumenn eðlilegt að þessi fræðsla verði tekin upp í tengslum við „þá námsefnisgerð og það þróunarstarf i skólum sem nú er unnið að“ eins og það er orðað. í nágrannalöndunum hafa orðið miklar umræður um friðarfræðslu. í Bretlandi hafa stjórnvöld harð- lega gagnrýnt hana og talið að und- ir yfirskini friðarfræðslu stundi kennarar innrætingu í skólum. í Noregi var hins vegar ákveðið i mars siðastliðnum að tekin yrði upp ný valgrein f framhaldsskólum nú í haust undir yfirskriftinni: Friður og öryggi, og á að bjóða 2ja stunda kennslu á viku allt skólaár- ið. óskum um að friðarfræðsla yrði hluti af skyldunámi var hins vegar hafnað af norskum stjórnvöldum. Framhaldsskólaráð Noregs samdi námsskrá í hinni nýju valgrein á grundvelli umsagna frá utanrfkis- ráðuneytinu og varnarmálaráðu- neytinu og var tekið tillit til óska ráðuneytanna við gerð skrárinnar. Hún er ftarleg og ber þess merki að um igrundaða námsgrein sé að ræða. í ritgerð fimm uppeldisfræði- nema við háskólann sem rituð er á ensku og heitir Education for Peace: A Curricular Perspective og dagsett er í desember 1983 er greint frá þvi að i janúar 1984 eigi að stofna hér á landi Samtök um friðaruppeldi. — Samtökin voru stofnuð 28. janúar 1984 með þátt- töku útlendinga og f aprfl var sent út fyrsta fréttabréf þeirra undir ritstjórn Sólveigar Georgsdóttur, safnakennara. í fréttabréfinu var eftirfarandi áskorun til mynd- menntakennara: „Fyrsta tillagan að verkefni: Að fá nemendur til að gera merki samtakanna og frétta- bréfsins. Merkið þarf að vera ein- falt, hnitmiðað og skýrt svo að það prentist vel.“ Á vegum samtakanna starfar ársnefnd sem vinnur að þvi að koma sér upp trúnaöarmanna- kerfi í skólum og öðrum uppeldis- stofnunum. Það er hlutverk trún- aðarmannanna að kynna starf samtakanna á vinnustað sfnum, kynna sér hverjir vilja starfa i þeim og safna fjárframlögum til þeirra þegar þörf krefur. Háskólaritgerðin Ef marka má ritgerð fimmmenn- inganna um friðarfræöslu sem rit- uð var vegna náms i uppeldisfræð- um i Háskóla íslands er unnt aö nota námstimann til að leggja á ráðin um baráttu innan skólakerf- isins fyrir áhugamálum sem nem- endur (og væntanlega háskóla- kennarar lika) kunna að hafa. Þá er ljóst af starfsháttum Samtaka um friðaruppeldi að kennurunum þar finnst ekkert athugavert við að stofna sjálfir til námsgreina i skól- um eða skipuleggja fræðslu á eigin vegum innan veggja skóla. I upphafi ritgerðar sinnar lýsa uppeldisfræöinemarnir þvf aö þrjú atriði valdi því einkum að nauð- synlegt sé að hefja friðarfræðslu: 1) aukin spenna milli austurs og vesturs; 2) dreifing kjarnorku- vopna og 3) tið átök á suöurhveli jarðar. Þá segja þeir að tilkoma kjarnorkusprengjunnar hafi gjör- breytt heimsmynd mannkyns, ótt- inn við Ragnarök magnist en á hinn bóginn hafi margir áhuga- samir einstaklingar tekið höndum saman til að forða heiminum frá þessum örlögum. Að þessu verði að vinna innan skólanna og kynnu Samtök um friðaruppeldi að geta starfað sem þrýstihópur. Leggja uppeldisfræðinemarnir sérstaka áherslu á þá skoðun að markvisst átak beri að gera til að halda tengslum milli friðarfræðslu i skól- um og þeirra friðarhreyfinga sem nú vekja alþjóðlega athygli. Efni háskólaritgeröarinnar skal ekki tiundað hér. Lesandi hennar getur ekki farið í grafgötur um að höfundarnir líta þannig á að frið- arfræðsla eigi að þjóna sama markmiði og friðarhreyfingarnar, sem nú eiga undir högg að sækja vegna áhugaleysis almennings. Er ekki úr vegi að álykta sem svo að tillögurnar f ritgerðinni og stofnun Samtaka um friöaruppeldi þjóni einfaldlega þeim tilgangi að nota skólakerfið til að stunda á kcstnað ríkisins samskonar áróðursstarf i skólastofunum og friðarhreyfing- um hefur mistekist á almennum skoðanamarkaði þar sem rök og gagnrök fá að njóta sfn i umræöum og aðilar standa jafnar að vigi en nemandi andspænis kennara sin- um. Friðarfræðsla á Akranesi Uppeldisfræðinemarnir lýsa í ritgerð sinni vettvangsrannsókn á Akranesi en þar var efnt til friðar- fræðslu i fjölbrautaskólanum á haustönn 1983. Hugmyndin um að bjóða friðarfræðslu sem valgrein varð til í óformlegum umræðum kennara við fjölbrautaskólann i sumarleyfi þeirra og spratt af hræðslu kennaranna við framtíð- ina. Upphaflega var það hugmynd þeirra að koma friðarfræðslu á framfæri þegar kenndar væru hefðbundnar námsgreinar eins og tungumál eða bókmenntir. Frá þessum áformum var horfið og þess í stað ákveðið að bjóða friðar- fræðslu sem valgrein. Sú skipan var jafnframt ákveðin að kenndir skyldu fjórir tímar í viku, tveir og tveir i senn undir umsjón Ragn- heiöar Þorgrímsdóttur, félagsfræð- ings, og Jóhannesar Ágústssonar, hagfræðings. Voru þau saman með kennslustundirnar. Sú aðferð tíökast í að minnsta kosti nokkrum framhaldsskólum að lýsi nógu margir nemendur áhuga sínum geta þeir komið þvf til leiðar að valgrein sé kennd. 8 nem- endur skráðu sig í friðarfræðslu í fjölbrautaskólanum á Akranesi ha- ustið 1983 og hlutu þeir kennsluna. Námsefninu var skipt í þrjá megin- þætti: 1) árásar- og varnar- bandalög og stríð; 2) friðarhreyf- ingar og friðaraðgerðir og 3) strfð og friður i bókmenntum. Kennslu- gögn voru takmörkuð, svo að vægt sé að orði kveðið. Gestum var boðiö til aö halda fyrirlestra og sýnd var kvikmynd um eyðingarmátt kjarn- orkusprengjunnar. Af viðbrögðum nemenda og kennara má ráða að þeim þótti áhrifamáttur þessarar kvikmyndar mikill og fram kemur að ekki sé úr vegi að hefja friðar- fræðslu með því að valda nemend- um áfalli með slíkri hryllingsmynd. Ætlunin var að halda friðar- fræðslu áfram á Akranesi á vorönn 1984 en það reyndist ekki unnt vegna áhugaleysis nemenda, þeir skráðu sig ekki nógu margir. Á haustönninni núna er ekki heldur friðarfræðsla í fjölbrautaskólanum á Akranesi. Engin kennslugögn Gunnar Gunnarsson, kennari i alþjóðastjórnmálum við Háskóla íslands og starfsmaður öryggis- málanefndar, sagði i Morgunblað- Afskriftir eigna eru ekki geðþóttaatriði — eftir Björn Steffensen Fá tæki eða engin, sem notuð eru til tekjuöflunar, eru óháð þvi lögmáli að slitna og eyðast í tim- ans rás. Hver einasti maður veit t.d. að bílar ganga fljótt úr sér og lækka jafnframt í verði, og verður sú þróun með engu móti stöðvuð þó að tefja megi hana eitthvað með stöðugu viðhaldi. Til þessarar staðreyndar verða eigendur at- vinnutækja að taka tillit, einkum varðandi meiriháttar tæki, og innifela þann kostnað sem felst í sliti tækjanna í söluverði þess sem framleitt er, jafnframt þvi sem verðmæti tækjanna er árlega fært niður um áætlaða verðmætisrýrn- un. Þessi lækkun á bókfærðu verði eignar er kölluð fyrning, svo sem flestir vita, eða fyrningarafskrift, og fer árleg upphæð aðallega eftir áætluðum endingartíma, en um það hefur reynslan myndað reglur varðandi hinar ýmsu tegundir eigna, og þurfa ekki endilega að fara saman við reglur skattayfir- valda. Tilefni þessa greinarstúfs er sú almenna og fráleita trú að það sé nánast geðþóttaatriði hvort eignir séu fyrndar, eða að minnsta kosti hvort það sé gert í ár eða kannski einhverntíma seinna, einkum ef viðkomandi fyrirtæki er rekið með tapi. Þetta er að sjálfsögðu al- rangt, því að fyrning er ekki ráð- stöfun á hagnaði á sama hátt og t.d. það sem fært er í varasjóð og hægt er að haga að vild, bæði varðandi tima og upphæð, heldur rekstrarkostnaður, jafn óhjá- „Tæki sem keypt var ár- ið 1961 og kostaði þá 10 milljónir króna, kostaði 100 miiljónir árið 1975 þegar endurnýjun þess fór fram. Hér dugði því skammt að miða fyrn- ingu við 10 milljónir all- an notkunartímann til þess að eiga fé til að endurnýja, heldur hefði það eitt dugað að miða fyrninguna við markaðs- verð tækisins á hverju fyrningaráii, auk þess að lagfæra árlega fyrn- ingar liðinna ára, þann- ig að fyrningarsjóðurinn næmi 100 milljónum ár- ið 1975.“ kvæmilegur og raunverulegur og t.d. kaupgjald og annað það sem þarf til að halda fyrirtæki gang- andi, enda er þessi kostnaður inn- heimtur jafnharðan hjá neytend- um. Sé afskrift sleppt í reiknings- skilum og eignir sem háðar eni fyrn- ingu látnar standa á óbreyttu veröi, eru slíkir ársreikningar því bæöi rangir og villandi. Gefur auga leið að þegar um er að ræða meirihátt- ar fyrirtæki, svo sem t.d. útgerð, skipaféiög, flugfélög svo og hverskonar iðnað í stórum stíl getur hér verið um stórar upphæð- ir að ræða, sem vantaldar eru til gjalda. Og varla þarf að benda á að jafnframt verður öll skýrslu- gerð opinberra aðila um afkomu atvinnuveganna meira og minna óábyggileg, ef ekki er fylgt föstum og réttum reglum í þessu efni. Þegar dagblöð og útvarp segja frá afkomu svona fyrirtækja er oft tilgreindur hagnaður þeirra eða tap, án þess aö afskriftir komi þar við sögu, hvort sem um er að ræða skip eða aðrar verðmætar eignir. Afskrifta er svo stundum getið á sér parti eins og þær séu aukaatriði sem ekki skipti umtals- verðu máli, og virðast upphæðirn- ar oft tilviljunarkenndar, likast einhverskonar slumpareikningi. Geta þessar tölur þó stundum numið tugum milljóna. Væri hér um að ræða tæki sem fyrirtæki hefði tekið á leigu, svo sem al- gengt er, t.d. um skip, og ætti þvi að greiða leigugjald eftir, væri víst enginn í vafa um að reikn- ingsskil sem ekki tilgreindu leigu- gjaldið væru ekki rétt. En jafna má kaupverði tækis til fyrir- framgreiddrar leigu fyrir afnot i vissan árafjölda sem leigunni væri svo dreift niður á og hlýtur greiðsla fyrir slit að vera veiga- mikill þáttur leigunnar. Það breytir engu um eðli máls- ins að tæknileg útfærsla þess sem hér er til umræðu er með ýmsu móti. Aðalatriðið er að stöðugur kostnaður af sliti verður ekki snið- genginn, og það jaörar við svik- semi að látast ekki skilja þá stað- reynd, og láta hana ekki koma fram á réttum stað og tíma. Al- gengasta og einfaldasta aðferðin er að lækka bókfært verð eignar um fyrningarupphæðina ár hvert. Björn Steffensen Stundum er árlegum fyrningum tækis safnað á sérstakan mótvæg- isreikning sem sýnir þá jafnan hverju afskriftir sem færðar hafa verið á notkunartíma tækisins nema samtals. Tækið sjálft stend- ur hinsvegar áfram á upphpflegu verði. Er þannig myndaður eins- konar fyrningarsjóður tækisins. Slíkum sjóðum má ekki, eins og áður segir, blanda saman við vara- sjóði eða aðra þá sjóði þar sem verið er að ráðstafa rekstrarhagn- aði, sjóði sem eru hluti af eigin fé, því að afskriftasjóður er að sjálf- sögðu ekki hluti af eigin fé og stendur ekki fyrir neitt nema upp- staflaðan kostnaö sem bókfærður hefur verið gegnum árin. Hitt gef- ur svo auga leið, að færsla fyrn- ingar, hvernig sem útfærð er, á að binda í fyrirtækinu fjármuni sem henni svara og síðar má nota til að endurnýja tæki þau sem fyrnd eru, eða til að greiða lán, hafi eignirnar verið greiddar með lánsfé. Stundum eru fyrningarsjóðir margbrotnari. Eru þá m.a. árlega keypt auðseljanleg skuldabréf fyrir upphæð sem svarar til fyrn- ingarinnar, þannig að öruggt sé að reiðufé verði fyrir hendi þegar endurnýja þarf viðkomandi tæki. I þessum stutta pistli hefur verðbólga ekki verið nefnd, en á tímum mikillar verðbólgu koma fram sérstök vandamál varðandi fyrningu og endurnýjun tækja, sem ekki verður horft fram hjá. Má hér sem sýnishorn um þetta vandamál taka dæmi: Tæki sem keypt var árið 1961 og kostaði þá 10 milljónir króna, kostaði 100 milljónir árið 1975 þegar endur- nýjun þess fór fram. Hér dugði því skammt að miða fyrningu við 10 milljónir allan notkunartimann til þess að eiga fé til að endurnýja, heldur hefði það eitt dugað að miða fyrninguna við markaðsverð tækisins á hverju fyrningarári, auk þess að lagfæra árlega fyrn- ingar liðinna ára, þannig að fyrn- ingarsjóðurinn næmi 100 milljón- um árið 1975. Ekki þarf að taka fram, að viðkomandi var nákvæm- lega eins settur með sitt 100 millj- óna tæki eins og hann var áður með 10 milljóna tækið og ná- kvæmlega eins efnum búinn, enda ekki tækið sem hafði tekið telj- andi breytingum, heldur var það krónan okkar sem hafði látið á sjá. Ef ekki væri brugðist við þess- um vanda, væri viðbúið að eigið fé fyrirtækja brynni upp á skömm- um tíma, svo sem raunin hefur orðið hér á landi. Nokkuð hefur verið reynt að mæta þessum vanda í skattalöggjöf okkar hin síðustu ár, og hefur gert lögin óþægilega margbrotin. Nú er hins vegar von til að óðaverðbólga sé endanlega um garð gengin og að hægt verði aftur á einfaldari hátt að samræma skattalöggjöfina heilbrigðum viðskiptavenjum í þessu efni. f þeirri fullvissu er þessi pistill saminn nú, þar sem fyrst og fremst eru sett fram þau almennu sjónarmið, sem giltu áð- ur en verðbólgan hélt innreið sína, jafnframt því sem gerð er tilraun til að hvetja til þess að tekið verði fyrir það hringl sem er með þenn- an gjaldalið. I sept. 1984. Björn Steffensen er löggiltur endurskoöandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.