Morgunblaðið - 13.11.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.11.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 17 inu 17. febrúar síðastliðinn þegar leitað var álits hans á þingsálykt- unartillögunni um friðarfræðslu að sér sýndist að í tiilögunni væri i raun verið að fara fram á að grundvallaratriði alþjóðastjórn- mála verði kennd í skólum. í grein í blaði félags uppeldis- fræðinema sem út kom í apríl 1984 mótmælti Finnbogi Gunnlaugsson, einn höfunda ritgerðarinnar sem hér hefur verið vitnað til, þessari fullyrðingu Gunnars Gunnarsson- ar með þeim orðum að friðar- fræðsla sé ekki „bara kennsla í al- þjóðastjórnmálum ... heldur fræðsla um nauðsyn þess að menn- irnir leysi viðfangsefni sín og deil- ur á friðsamlegan hátt og upplýs- ingar um leiðir að því marki“. Þá sagði Finnbogi Gunnlaugs- son: „Það er skoðun min að friðar- fræðsla geti hafist án sérstakra kennslugagna. Ef friðarfræðsla er grunntónn í allri menntun er hægt að byggja á persónulegum áhyggjuefnum, skoðunum og við- horfum nemenda." Væri þessari skoðun Finnboga fylgt eftir og tek- ið mið af atburðum sem standa nemendum og kennurum nærri væri unnt að leggja þær aðgerðir kennara i grunnskólum að sinna ekki störfum sínum vegna deilna um túlkun á lögum við fjármála- ráðherra og verkfall félaga í BSRB til grundvallar f friðarfræðslu í skólum. En af ritgerð uppeldisfræðinem- anna og þremur meginþáttum frið- arfræðslunnar I fjölbrautaskólan- um á Akranesi er ljóst að þar er ætíð verið að ræða um alþjóða- stjórnmál. Vekur það aðeins grun- semdir um að lauma eigi þessari fræðslu inn í skólakerfið á fölskum forsendum að lesa og heyra van- gaveltur forvígismannanna um að alþjóðastjórnmál og friðarfræðsla séu tvennt ólíkt. 1 grein eins og alþjóðastjórnmál- um er unnt að benda á kennslu- gögn. Skort á kennslugögnum i friðarfræðslu vilja uppeldisfræði- nemar afgreiða með því einu að þeirra sé ekki þörf. 1 háskólarit- gerðinni láta uppeldisfræðingarnir það álit í ljós, að friðarfræðsla geti hafist án kennslugagna. Best væri ef friðarfræðslan þróaðist áfram enda stæðu kennari og nemandi jafnt að vígi í upphafi. Spyrja má: Ef þessi „kennsluaðferð" hentar um málefni sem að mati tillögu- manna snertir framtfð jarðarbúa, hvers vegna eru kennslugögn þá nauðsynleg í öðrum greinum? Reynsla úr MH Alþjóðastjórnmál er námsgrein þar sem unnt er að festa hendur á viðfangsefninu, til dæmis er það gert með þessum hætti í mennta- skólanum viö Hamrahlíð (MH) en þar segir í Námsvísi um alþjóða- stjórnmál: „Pólitísk samskipti á al- þjóðavettvangi — alþjóðlegar stofnanir — vigbúnaðarkapphlaup og kjarnorkuvopn — heimsvald- akenningar (t.d. kenningar um „höfuðból og hjáleigur") — hvað mótar utanríkisstefnu þjóðríkja? — fullveldi þjóðríkja gagnvart al- þjóðlegum stofnunum — milli- ríkjaviðskipti." Hér er um valgrein að ræða og í MH þurfa 15 til 20 nemendur að skrá sig til að hafist sé handa við að kenna greinina, það var gert á síðasta skólaári og var sá sem þetta ritar boðinn í kennslustund, það er tvær samfelldar stundir. Þar kynntist ég því liklega hvernig friðarfræðsla án kennslugagna með aðstoð gestafyrirlesara fer fram. Þeir sem voru andvigir skoð- unum minum um aðild lslands að Atlantshafsbandalaginu og varn- arsamstarfið við Bandarikin höfðu sig mest i frammi og leituðust við að gera mig sem tortryggilegastan sem kjarnorkuvopnasinna, stuðn- ingsmann herforingjastjórnarinn- ar í Chile, talsmann bandarískra hagsmuna i Mið-Ameriku og þar fram eftir götunum. Samanburðar- kenningar af margvislegum toga, það er kenningar um að Bandarikin og Sovétríkin séu jafn slæm risa- veldi og þó Bandaríkin ívið verra, ekki sist vegna hernaðarhyggju Ronalds Reagan, voru hafðar f frammi sem algildar staðreyndir. í stuttu máli minntu þessar „kennslustundir" mig einungis á stjórnmálafund. Þannig held ég að friðarfræðslan verði. Engin ástæða er til að taka hér upp friðarfræðslu sem nýja námsgrein. Hún yrði aðeins til að vekja ófrið og valda tortryggni. Reynslan frá Bretlandi er sú að friðarfræðsla hefur leitt til ákafra deilna, þar sem nemendur hafa snúist gegn kennurum, foreldrar hafa tekið að vantreysta skólum og stjórnmálamenn ráöast á kennara fyrir pólitíska innrætingu. Komist menn að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt sé að bjóða íslensk- um skólanemendum friðarfræðslu er ekki unnt að standa öðru vfsi að því verki en í Noregi, þar sem sam- in hefur verið námsskrá og gerð er krafa um að viðurkenndum lág- marksreglum um skólastarf sé fyigt. Þeir sem sömdu friðar-ritgerðina i uppeldisfræði i Háskóla Islands og boðuðu stofnun Samtaka um friðaruppeldi og þeir sem í nafni þeirra samtaka hvetja til þess að stofnað verði trúnaðaramannakerfi kennara um málstaðinn og vilja að myndmenntakennarar noti skóla- stundir til að láta nemendur teikna merki fyrir sig eru í hópi þeirra sem líta á þann boðskap friðar- hreyfinganna að lýðræðisríkin haldi að sér höndum andspænis kommúnistarikjunum, uppgjaf- arstefnuna, sem bestu leið til frið- ar. Þessari stefnu hefur verið hafn- að af meirihluta í lýðræðisríkjun- um, hún á ekki upp á pallborðið á almennum skoðanamarkaði, al- menningsálitið er henni andsnúið, grasrótarhreyfingar verða ekki lengur til um hana, þá er fundin sú leiö að best sé að koma henni á ríkisframfæri fyrir tilstuðlan skólakerfisins án þess þó að samin séu kennslugögn eða menn geri sér fyllilega grein fyrir utan veggja kennslustofunnar hvað um er að vera. Miðaðu við IBMPC Skjár án auka- endurkasts. Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna: Ef þú ert að hugleiða kaup á tölvu, hagaðu þér þá eins og þeir sem reynsluna hafa. Flestir tölvuframleiðendur og nær allir framleiðendur hugbún- aðar miða við IBM PC.tölvuna, sem tók beint strik á toppinn hér- lendis eins og hvarvetna í heimin- um. Betri meðmæli eru vandfund- in. IBM PC er ekkert frekar tölva fyrir byrjendur þó að hún henti þeim mjög vel. Þú þarft heldur ekki eingöngu að ætla henni byrj- unarhlutverk. Verkefnasvið IBM PC er afar víðfeðmt hvort sem hún er sjálfstæð eða í tengslum við aðrar tölvur. Við að kynnast kostum IBM PC kemstu fljótt að raun um hve dýr- mæt hún er. Pantaðu kynningu á IBM PC strax hjá næsta söluum- boði. Gisli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík, sími 20560 Örtölvutækni sf., Ármúla38. Reykjavík, simi 687220
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.