Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 HAG RÆÐINGhf STARFSMENN STJÓRNUN SKIPULAG Vegna mikillar eftirspurnar: Námskeið í sölu- sálfræði og samskiptatækni Hagræöing hf. heldur námskeiö í Sölusálfræöi og samskiptatækni dagana 24. og 25. nóvember 1984 í Eiríksbúð, Hótel Loftleíðum kl. 9—16 báöa dagana. Efni: — Opin og leynd samskipti og mikilvægi þeirra viö kaup og sölu. — Atferlisgeröir og áhrif þeirra á kaup og sölu. — Samtalstækni. — Ákvarðanataka og hvernig má hafa áhrif á hana viö kaup og sölu. — Tilboö, eöli þeirra og uppbygging. — Samningar og hin ýmsu stig þeirra. — Mikilvægi tvíbindingar samninga (Samningsbind- ing/Sálfræöileg binding). — Persónuleikaþættir og samskiptagerðir, nýting þeirra til áhrifa í kaup og sölu. Mlttokmdur Námskeiöiö er ætlað sölufólki, innkaupastjórum. verslunarstjóru-n, afgreiðslulólki og .andlitum tyrlrtækja utávið". UMMtMfli Bjarni Ingvarsson, BA MA. Bjarni hefur stundao nám í vinnu og skipulagssálfreaðl vlö Háskólann i Lancaster. Englandl. Hann er aö Ikika doktorsnámi frá sama skóla. Hann hefur stundað rannsóknir heima og erlendis. Hann er nú starfsmaður Hagræö- ingar hf. Hagræðing hf. er ráög|afa og freeðslufyrirtæki á sviðl starfsmanna, stiórnunar og skipulags. Hagræðing hf. startar i samráöi við AMM Ltd. I Englandl og býður uppá m.a.: AMP stjórnunarráðgjðl. Starfsmannasvipmynd, ymis námskeiö og lelðtoga- setninar. Nénari upplýsingar og lilkynningar um þálllöku ísíma 84379. bremsu barkar Eigum fyrirliggjandi handbremsubarka í allar gerðir japanskra bíla. Auk þess mikið úrval barka í aörar bílategundir. Verð frá kr. 207.- Þetta er orginal japönsk gæðavara framleidd eftir DOT gæðastaðlí. lling; Sérverslun með hemlahluti. Skeifunni 11 Sími: 31340, 82740, Sextugur í dag: Gunnar Flóvenz framkvæmdastjóri Gunnar Flóvenz er sextugur í dag. Hann er löngu þjóðkunnur fyrir afskipti sín af sölumálum síldarframleiðenda og sem framkvæmdastjóri Síldarút- vegsnefndar. Um áratuga skeið hafa leiðir okkar oft legið sam- an, bæði í starfi og á oðrum vettvangi. Langar mig því með þessum línum að þakka liðna tíð og árna honum áframhaldandi farsældar í þróttmiklu starfi. Síðasta heimsstyrjöld hafði í ýmsu veigamiklar breytingar í fðr með sér fyrir utanríkisverzl- un okkar. 1 æ ríkari mæli reynd- ist nauðsynlegt, að íslensk stjórnvöld þyrftu að greiða fyrir viðskiptum við einstök lönd eða fyrir útflutningi á tilteknum vörutegundum. Var slíkt jafnan gert fyrir milligöngu utanríkis- þjónustunnar, oft í formi við- skiptasamninga sem sendi- nefndir á vegum utanríkisráðu- neytisins önnuðust. Oft voru þessu viðskipti því aðeins mogu- leg, að slíkir samningar væru fyrir hendi. Valið í þessar sendi- nefndir var að jafnaði þannig, að hagsmunasamtökum at- vinnuveganna var gefinn kostur á að tilnefna fulltrúa í þessar nefndir. Um langt árabil hefur Gunnar verið forsvarsmaður Síldarútvegsnefndar á þessum vettvangi og gætt þar dyggilega hagsmuna umbjóðenda sinna. Get ég hér trútt um talað þegar ég nú minnist fjölmargra sendi- nefnda, sem við höfum tekið þátt í saman. Ekki fer það milli mála, að af samstarfi í slíkum nefndum kynnast menn kostum og hæfni félaga sinna. Þekking þeirra á viðfangsefnum kemur fljótt í ljós og sama er að segja um ýmsa eiginleika þeirra sem máli skipta þegar á reynir á samn- ingaviðræðum. Þegar í upphafi var mér ljóst, að Gunnar var ýmsum þeim kostum búinn sem að gagni hlutu að koma í slíkum stðrfum sem hér var um að ræða. Auk þess bættist hér við mikil starfsreynsla hans og hag- nýt menntun sem hann aflaði sér hér heima og erlendis. Ekki eru hér tök á að greina að ráði frá storfum Gunnars á þessum vettvangi. Mig langar þó til að minnast á tvö atriði af mörgum sem mér koma nú í huga. Hið fyrra varðar sölu á síld til Rúmeníu og sýnir mæta vel árvekni hans í starfi, jafn- hliða keppni hans og þraut- seigju í að vinna nýja markaði fyrir síld erlendis. Hugmyndinni að hugsanleg- um Rúmeníuviðskiptum skaut upp í Genf á árlegum ECE- fundi, þar sem rætt var um viðskipti „austurs og vesturs". í tvihliða viðræðum við rúmensku sendinefndina vakti ég máls á því, hvort áhugi kynni að vera á að selja okkur gasolíu gegn því að við greiddum andvirðið með síld, en enduruppbygging á olíu- vinnslu stóð þá yfir um þetta leyti þar í landi. Var lofað að málið skyldi athugað. Ég hafði litla trú á þessu, en kom ábend- ingu um málið á framfæri heima. Gunnar tók það upp af fullum krafti og hófust nú við- ræður við ýmsa aðila á ýmsum stoðum. Rætt var við firmu í Búkarest og við sendiráð Rúm- ena í London. Loks kom hingað rúmönsk sendinefnd og 9. des- ember 1963 gengu íslensku olíu- félogin frá samningum við ríkis- fyrirtækið Prolexport um kaup á tveimur 17 þúsund tonna gas- olíuförmum, öðrum til af- greiðslu í maí 1964 og hinum síðari i ágúst. Áður hafði verið samið um sölu á saltaðri sild (magnið nam ég nú ekki). Hér var ekki um bein vöruskipti að ræða. Verðið á gasolíunni var miðað við heimsmarkað (aruba- -notering) eða US $ 26.00 mínus 9% cf Reykjavík. Á árinu 1965 var aftur samið um tvo 17 þús- und tonna gasoliufarma, en í svipinn man ég ekki eftir hvern- ig þeim viðskiptum lyktaði. Eg er sannfærður um að án afskipta Gunnars af þessu, kappi hans og þrautseigju að koma þessu máli i höfn, hefði aldrei af þessum viðskiptum orðið. Er þetta eitt dæmi af mörgum um árvekni hans í starfi. Síðara atriðið, sem ég drep hér á eru samningaviðræður við Sovétríkin í Moskva í júlí/ágúst 1965 og var ég formaður þeirrar nefndar. Þetta var fjölmenn nefnd og var Gunnar fulltrúi síldarútvegsnefndar í henni. Viðræðurnar voru frá upphafi mjög erfiðar. Olli þar mestu, að hugmyndir viðsemjenda okkar um íslenska vörulistann voru mjög langt frá því sem við höfð- um gert okkur vonir um. Þannig gerðu þeir ráð fyrir, að kvótar fyrir saltsíld og frysta síld yrðu felldir niður með öllu, en þeir námu 40% af heildarverðmæti íslenska listans. Viðbárur við- semjenda okkar voru einkum þær, að þeir væru sjálfum sér nógir með síld. Jafnframt kvört- uðu þeir yfir, að ekki hefði verið staðið við afgreiðslur á réttum tíma eða jafnvel ekki afgreitt umsamið magn. Mér er enn i minni málflutningur Gunnars, en það kom öðrum fremur í hans hlut að svara ásökunum um vanefndir. Annars var nefndin algjörlega sammála um, að með öllu væri ótækt að fella niður síldarkvótann, enda ' ströng fyrirmæli að heiman um þetta atriði. Við þetta lentu viðræð- urnar í sjálfheldu og enduðu með því að mér var falið að til- kynna, að við höfnuðum fram- komnum tillögum og óskuðum eftir frestun á viðræðunum. Jafnframt beindum við þeim óskum til viðsemjenda okkar að endurskoða afstöðu sina og reyna að koma til móts við óskir okkar. Það var brugðist drengi- lega við þessum tilmælum okkar, því í byrjun nóvember var mér falið að fara aftur til Moskva. Þar var nýr samningur undirritaður 11. nóvember. Gerði hann ráð fyrir 10—15 þús- und tonna kvóta fyrir saltsíld og 5 þúsund tonna kvðta fyrir frysta síld. Ég hef bent á þetta atriði sér- staklega til að sýna hve þýðingarmikið það hefur verið fyrir Síldarútvegsnefnd og önn- ur hagsmunasamtök atvinnu- veganna að fylgjast með því er hagsmunamál þeirra eru rædd og þeim til lykta ráðið. Það má svo bæta því við, að hér var Gunnar sem oftar réttur maður á réttum stað. Þetta er orðið lengra en til stóð. Ég vil þó ekki ljúka þessu spjalii án þess að geta Sigrúnar, eiginkonu Gunnars. Þar á það við að maðurinn einn er ei nema hálfur með öðrum er hann meira en hann sjálfur. Þeim hjónum og fjölskyldu þeirra árnum við Lotti allra heilla í til- efni af sextugsafmæli Gunnars. Oddur Guðjónsson Mitt liv, fiksjoner ... Erlendar bækur «1>J \l Jóhanna Kristjónsdóttir Cindy Haug: Mitt liv, fiksjoner. Útg. Aschehaug 1984. Bókin skiptist i þrjá kafla, fiksj- onsnoveller, fiksjonshörespill, og fiksjoner. Að mínum dómi finnst mér fyrsti kaflinn bezt gerður, fal- lega skrifaðar smásogur eða öllu heldur myndir og sýnir býsna mikið næmi höfundarins gagnvart þeim persónum sem verið er að lýsa. Cindy Haug er með ýmsar nýstárlegar hugmyndir og gerir tilraunir sem viða takast vel, því að hún er leikin að fást við orð og koma á framfæri því sem hún vildi sagt hafa. asssr* &*^ ffr&uty í seinni hlutunum gætir viða til- gerðar sem á þó væntanlega að koma út sem einlægni. Þó eru sum prósaljóðin skemmtileg og ef ég mætti nota orðið rösklega gerð, þótt það sé kannski talið fjarri þvi að ná yfir skáldskap. Og þó. Aðalyrkisefnið er konan, rétt einu sinni, á hinum ýmsasta aldri og uppruna. Afstaða kvenna til umhverfisins og náungans. Sums staðar finnst mér tilraunastarf- semin og frumleikinn bera skáldskapinn ofurliði. En Cindy Haug er án efa snjall höfundur. Hún mun hafa sent frá sér fyrstu skrif sin fyrir þremur árum er hún sendi frá sér smásagna- safn. Síðan kom skáldsagan Se deg ikke tilbake mot Europa og bli stein... O, Eyurodike. Sú vakti verulega athygli á Cindy og viðbú- ið, aö þessi bók geri það einnig, alténd f heimalandi hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.