Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 21 Vextirnir orðnir efnahagsleg endaleysa — eftir Ragnar Arnalds Vextir hafa mjög fario hækkandi að raungildi í seinni tíð en þó tók steininn úr nú í h.aust, eftir að Þor- steinn Pilsson og Steingrímur Her- mannsson sömdu um, að bankarnir fengju 8jálfdæmi um vaxtaakvarðan- ir, þrátt fyrir margyfirrýsta andúð Steingríms á háum vöxtum. Raunvextir, þ.e. vextir umfram verðbólgustig eða fulla verðtrygg- ingu, eru nú orðnir 7—8% á verð- tryggðum útlánum hjá bönkunum en allt að tvöfalt hærri á almenn- um verðbréfamarkaði. Til þess að menn skilji hvað um Collonil vernd fyrir skóna, leörið, fæturna. Hjá fagmanninum er að ræða má nefna sem dæmi, að sá sem tekur lán og endurgreiðir það tíu árum síðar með 7% raunv- öxtum, verður að greiða lánsupph- æðina tvöfalda (vextir + afborg- un). Með 10% raunvöxtum tvö- faldast upphæðin á aðeins 7 árum og með 14% raunvöxtum á aðeins 5 árum. Raunvextir af þessari stærð- argráðu eru gersamlega óviðráð- anlegir fyrir flesta lántakendur. Pjárfesting sem skilar andvirði sínu í arð á 5—10 árum er sjald- gæf, þótt auðvitað megi finna þess dæmi. Allur þorri lántakenda, þ.á m. flestir atvinnurekendur, út- gerðarmenn og bændur, geta ekki gert sér vonir um svo skjóta ávöxtun fjárfestingar. Enn siður getur fólk með meðaltekjur vænst þess að eignast í raun þá íbúð, sem það kaupir eða byggir, ef það þarf að snara út andvirði íbúðarinnar i vextina eina á 5—10 ára fresti, Raunvextir banka á bilinu 7—8% í þjóðfélagi, þar sem þjóðarfram- leiðsla nefur að jafnaði vaxið um eitt til tvó' prósent, eru efnahagsleg endaleysa og hljóta og kalla i gjald- þrot fyrirtækja og einstaklinga í stórum stíl að nokkrum tíma liðnum. Vissulega er mjög mismunandi, hvaða áhrif háir raunvextir hafa á afkomu atvinnuveganna. Að und- anförnu hefur verið mikil gróða- myndun í verslun og ýmiss konar þjónustu en aftur á móti erfið af- koma i sjávarútvegi og landbún- aði. Þeir sem átt hafa á brattann að sækja hafa safnað miklum lausaskuldum, sem strax lenda í þessum hæstu raunvöxtum með einum eða öðrum hætti sem nú hafa náð áður óþekktri stærðar- gráðu. Það þarf þvi engan að undra, að í samkeppni við höfuðborgarsvæð- ið halli nú mjög á landsbyggðina, þar sem hefðbundnar framleiðslu- greinar eru burðarásar atvinnu- lífs. óhjákvæmilegt er að itreka, að þessi háskalega þróun vaxtamála að undanförnu er ekkert óvænt slys, heldur afleiðing ákvarðana, sem Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, knúði fram i samningum við Steingrfm Her- mannsson. Þetta er stefna auð- Ragnar Arnalds „Óhjákvæmiiegt er að ítreka, að þessi háska- lega þróun vaxtamála að undanförnu er ekk- ert óvænt slys, heldur afleiðing ákvarðana, sem Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, knúði fram í samningum við Stein- grím Hermannsson" hyggjunnar í sinni verstu mynd, þar sem hagsmunum fjöldans er fórnað í þágu auðmagnsins. Talsmenn hávaxtastefnunnar hafa huggað áhangendur sína með þvi, að markaðurinn muni smám saman leita jafnvægis og finna vaxtastig, sem samræmist að- stæðum, jafnframt því sem eftir- spurn og framboð fallist i faðma. Fátt bendir til þess að þetta sé rétt, eins og ástandið i lánamálum bankakerfisins ber glöggt vitni um. Síhækkandi vextir hafa ekk- ert bætt úr misvægi framboðs og eftirspurnar á lánum, sem lengi hefur ríkt hér á landi. Sú stað- reynd, að menn bíða í löngum röð- um eftir að taka lán sem í eðli sinu eru flestum óviðráðanleg, sýnir að ástand lánamála er fyrst og fremst vítahringur, sem menn komast ekki úr þótt fegnir vildu; menn taka sem sagt lán í stórum stíl úr neyð með okurvöxtum, þótt skynsemin segi þeim, að þeir ættu ekki að gera það. Hér sem víðar þarf aðra og heil- brigðari stjórnarstefnu en þá sem nú er fylgt Fólkið og fyrirtækin í land- inu eiga kröfu til eðlilegra lífsskil- yroa og þar á meðal hlýtur að vera rétturinn til að fi lan með hæfi- legum kjörum. Ragnar Arnalds er alþingismaður AlþýdubandMlMgs fyrir Norður- iModskjördæmi restra og formaður þingfhkks Alþýðubandalaga. Helgarreisur veita einstaklingum, fjölskyldum og hóp- um tækifæri til að njóta lífsins á nýstárlegan og skemmti- legan hátt, fjarri sinni heimabyggð. Fararstjórnin er í þín- um höndum: Þú getur heimsótt vini og kunningja, farið í leikhús, á óperusýningu, hljómleika og listsýningar. Síðan ferðu út að borða á einhverjum góðum veitinga- staö og dansar fram á nótt. Stígðu ný spor í Helgarreisu Flugleiöa! Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flug- leiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. FLUGLEIÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.