Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði 20 ára: Reynum að hafa alla ánægða segir Jóhann Egilsson útibússtjóri í DAG, 13. nóvember, eru 20 ár síóan útibú Iðnaðarbanka íslands hf. í Hafnarfirði var opnað, en það var fyrsta útibú Iðnaðarbankans. Á þeim tveim áratugum sem liðnir eru frá stofnun útibúsins hefur iðnaður í Hafnarfirði vaxið og blómstrað og útibú Iðnaðarbank- ans með. Blaðamaður ræddi við Jóhann Egilsson útibússtjóra af þessu tilefni og sagði hann frá stofnun útibúsins og sögu á þessa leið: „Otibúið var stofnað 13. nóv- ember 1964 og tók til starfa í leiguhúsnæði í Hafnarfjarðar- apóteki að Strandgötu 34. Þar var bankinn til húsa í 4 ár en opnaði í eigin húsnæði að Strandgötu 1 árið 1968 þar sem við erum enn til húsa. f upphafi voru starfsmenn þrír en eru nú þrjátíu talsins. Pyrsti útibús- stjórinn var Sigmundur R. Helgason. Ástvaldur Magnússon tók við 1967 og gegndi starfinu til ársins 1972 er Bjarni Tómas- son varð útibússtjóri. Ég tók við útibúinu árið 1977 en ég kom frá Akureyri þar sem ég starfaði sem skrifstofustjóri við útibú Iðnaðarbankans. Albert Sveins- son er nú skrifstofustjóri útibús- ins og Sigríður Sigurðardóttir er afgreiðslustjóri okkar í Garða- bæ. Við fyrstu áramótin voru inn- lán 43 þúsund krónur en nú eru þau rúmar 326 milljónir kr. Síð- ustu sjö árin hefur verið góður vöxtur í innlánum, þau hafa tvö- faldast eða nær tvöfaldast á hverju ári. Þetta er meðal ann- ars því að þakka að bankinn hef- ur átt því láni að fagna að getað tekið þátt í hinni miklu upp- byggingu iðnaðar og þjónustu i Hafnarfirði, meðal annars geta aðstoðað við uppbyggingu nýja iðnaðarhverfisins. Vöxt bankans má einnig rekja til þess að bær- inn hefur stækkað mikið og si- fellt fleiri Hafnfirðingar hafa séð sér hag í því að vera i banka- viðskiptum i eigin bæ. Iðnaðar- bankinn hefur fengið drjúgan hluta af því fé sem áður var ávaxtað annars staðar og notað Jóhann Egilsson útibússtjóri. það til að aðstoða við uppbygg- ingu i bænum. Árið 1982 opnaði útibúið afgreiðslu i Garðabæ, til að þjóna betur þeim mörgu Garðbæingum sem hér voru i viðskiptum. Ég hef haft gifurlega mikla ánægju af því að taka þátt i þessari uppbyggingu. Hér eru í viðskiptum mörg stór og sterk fyrirtæki sem ég hef átt góð viðskipti við,“ sagði Jóhann, „það er enginn vafi á því að Hafnar- fjörður hefur á þessum árum farið úr því að vera láglauna- svæði yfir í að vera í hópi þeirra bæjarfélaga þar sem hæstu með- allaun eru greidd. Það sem hér kemur til er að mínu mati það að Hafnarfjörður hefur að verulegu leyti orðið sjálfum sér nógur í þjónustu og bæjarbúar þurfa ekki að leita eins mikið út fyrir bæinn í verslunarerindum. Þá hefur höfnin verið endurbætt mikið og sett á stofn tollvöru- geymsla þannig að vöruflutn- ingaskipin koma beint hingað með vörur. Útibú Iðnaðarbankans í Hafn- arfirði hefur með höndum alla almenna bankaþjónustu. Á næstunni verður tekinn í notkun tðlvubanki, sem er alger nýjung á íslandi. Tölvubankinn gerir viðskiptavinum bankans kleift að afgreiða sig sjálfir og án þess að vera bundnir af venjulegum opnunartíma. Þetta er banki fyrir alla, ekki síður hinn al- menna borgara en fyrirtækin. Við reynum því að hafa alla ánægða," sagði Jóhann Egilsson útibússtjóri að lokum. Úr afgreiðslusal útibús Iðnaðarbanka tslands í Hafnarfírði. Við afgreiðsluna er notað fullkomið tölvuvætt afgreiðslukerfí og er gjaldkerinn í beinu samandi við Reiknistofu bankanna. ********* Morgunblaðið/RAX. Stjórnendur útibúsins, Jóhann Egilsson útibússtjfi (Lh.), Sigríður Sigurðardóttir afgreiðslu- stjóri í Garðabæ og Albert Sveinsson skrifstofustjóri (sitjandi). Nauðgunarglæp- ur í nýju ljósi Kvíkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Handgun ☆ ☆ Vi Handrit, framleiðandi og leikstjóri: Tony Garnett. Tónlist: Mike Post Krikmyndataka: Charles Stewart AðalMutverk: Karen Young og Oayton Day. Knsk-Bandarísk fri Thorn — EMI. Frumsýnd 1983. Þe8si litla og yfirlætislausa mynd, fjallar um nauðgun og eftirmála hennar. Niðurlægingu, ekki eingöngu sökum verknaðarins heldur einnig vegna sönnunarskorts, og hefndar fórnarlambsins. Þetta er svo sem kunnuglegt efni en hinsvegar fjallar handritshöfundurinn og leikstjórinn, Tony Garnett um þennan óhugnan- lega glæp frá nýju sjónhorni, svo áhorfendur sjá hann i nýju ljósi. Karen Young, ung kennslukona, kristin og siðprúð, enda frá Nýja Englandi, er nú byrjuð að starfa við skóla f Dallas. Hefur skipt að ein- hverju leyti um umhverfi vegna vonbrigða í ástamálum. Fljótlega kynnist hún hraustum og byssuglöðum lögfræðing, Clayton Hmndgim er ádeila á ofbeldi sem fylgir í kjölfmr frjálsrar löggjmfmr skotvopna víða í Bandaríkjunum. Day, sannri fmynd karlrembunnar. Þegar hún vill ekki þýðast hann þeg- ar hann telur að sinn tfmi sé kominn, þá nauðgar Day henni með vopna- valdi. Karen er sýnt fram á að f rauninni hafi hún engar sannanir á reiðu á Day, og þvf skynsamlegast að láta málið niður falla til að forðast frek- ari þjáningar. í niðurlægingunni skipuleggur hún hefnd við hæfi. Garnett dregur upp óvenjulega raunsæa mynd af ofbeldi karlmanns gagnvart kvenmanni. Lætur bak- grunn myndarinnar vera Texas, þar sem fbúarnir lifa enn f frægum minn- ingum Bowies, Boone og Wyatt Earp. Trúa ámóta heitt á Krist og Samuel Colt. Enn þann dag f dag teljast þar fáir menn með mönnum ef þeir eru ekki skotfimir byssueigendur og sakna frægðarljómans sem umlykur tfma landnemanna þegar karl- mennskan var f hávegum höfð. Karen er hinsvegar fulltrúi and- stæðanna, hins kristilega mennta- fólks Nýja Englands. Hún finnur Ifka þá hefnd sem verst kemur Texas- kempunni, sem f ljósi sfns uppeldis telur að ekki hafi verið um nauðgun að ræða. Karen Young lýsir ágætlega þeirri örvinglan og beiskju sem fylgir niðurlægingu nauðgunarinnar og eft- irkasta hennar. Hún er kannski enn meira sannfærandi þar sem hún er ósköp venjuleg útlits og óþekkt leik- kona. Hinsvegar er persóna hennar talsvert ýkt eftir miðbik myndarinn- ar, þegar hún bruggar sfn hefndar- ráð. Undir lokin telur maður vfst að þessi velskrifaða og óvenjulega mynd sé aö leysast upp f gamalkunna hefndarsögurútinu. En endirinn kem- ur á óvart, snjall, f anda þess sem á undan er gengið, sanngjarn og laus við væmni. Þó að Handgun láti ekki mikið yfir sér, tel ég að hún sýni þann óhugnan- lega glæp, nauðgun f skýrara, áhrifa- meira og raunsærra ljósi en aðrar, og oft metnaðargjarnari myndir um sama efni á sfðari árum og eigi þvf ákveðið erindi til okkar f dag. Farvel fenjaskáld Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Cross Creek. *•/i Bandarf.sk: Árgerð 1982. Handrit: Dalene Young eftir sjalfsævisögu Marjorie Kinnan Rawlings. Leik- stjóri: Martin Ritt. Aðalhlutverk: Mary Steenburgen, Rip Torn, Peter Coyote, Alfre Woodard. Kannast einhver við skáidkon- una Marjorie Kinnan Rawlings? Ekki það? Ekki von heldur. Þetta mun vera heldur lftill en þokka- fullur höfundur með langt nafn, eins konar amerískt dalalffsskáld frá fyrri hluta aldarinnar. Kona þessi ákvað að verða rithöfundar, skildi við kallinn og flutti ein út í lítt byggð fenjalöndin í Florida. Þar hélt hún áfram að skrifa gotn- eskar skáldsögur um ungar kennslukonur á Englandi fyrri alda sem ráða sig til dularfullra hallareigenda, — sögur sem eng- inn vildi gefa út. Uns hún hætti að leita langt yfir skammt og hóf að skrifa óbrotnar örlagasögur um nágranna sína i fenjunum. Um þetta líf er Cross Creek. Myndin segir með ofur einföldum og kyrrlátum hætti frá aðlögun hinnar ffnlegu skáldkonu að frum- stæðu umhverfi, basli við bók- arskrif og kynnum af þvf fólki sem átti eftir að verða hráefni bók- anna. Cross Creek er lýsandi af góðum vilja og jákvæðu hugarfari. En hún þjáist af dramatfsku úr- ræðaleysi. Hvorki handritshöf- undi né leikstjóranum, Martin Ritt, vanmetnum en mjög áhuga- verðum fagmanni með margar óvenjulegar og einatt pólitiskar afþreyingarmyndir að baki, eins og Sounder og Norma Rae, tekst að finna þessu efni farveg, — efni sem reyndar er álitamál hvort átti nokkurt erindi á filmu yfirleitt. Cross Creek hefði staðið sig mun betur f smærri hlutföllum sjón- varpsmyndar. Sagan verður ein- faldlega ekki nógu stór til að hrffa og hræra í áhorfanda. Mary Steenburgen í aðalhlut- verkinu er sérkennielg leikkona, sem leikur mikið gegnum nefið og hefur rödd sem oft brotnar í tvennt f miðri setningu. Henni tekst ekki að gera úr þessari skáldkonu áhugaverða persónu. Aðrir leikarar, eins og sá undir- furðulegi Rip Torn og upprenn- andi Peter Coyote, tekst aðeins betur upp. En það dugir þvf miður ekki til. Og ég efast um að nokkuð hefði dugað til að bjarga þessari mynd frá drukknun. Nema kannski Alfre Woodard sem túlk- ar svarta vinnukonu skáldsins með eftirminnilegum hætti. En þá hefði myndin lfka átt að vera um hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.