Morgunblaðið - 13.11.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.11.1984, Qupperneq 24
24 Rokkhljóm- sveitin mældist á jarðskjálfta- mæla! Biinrl, 12 BÓTember. AP. „VIÐ fengum einhvern torkenni- legan titring, einhverjar furðu- legar jarðhreringar á jarð- skjálftamela okkar,“ sagði Martina Debecker, jarðfreðing- ur hjá jarðfreðistofnun Belgíu í Bríissel og gat hún þess að jarðvísindamenn hefðu ekki vit- að sitt rjúkandi ráð og haft af þessu miklar áhyggjur. Þetta gerðist allt saman 28. október og eftir að belgisk blöð höfðu ofangreint eftir jarð- fræðingnum hefur sökudólgur- inn fundist: írska rokk- hljómsveitin U2, sem hélt hljómleika í hljómleikahöll í 5 kiíómetra fjarlægð frá stofn- uninni. Þetta sama kvöld var U2 að leika og gagnrýnendur lýstu hljómleikunum sem „ær- andi, ógnvekjandi og heltak- andi“. Jarðfræðingarnir kom- ust fyrst á sporið er fólk í nágrenni hljómleikahallarinn- ar hringdu og kvörtuðu um undarlegan titring. Hringlaði i glösum og bollum og ljósakrón- ur riðuðu til og frá. „Málið er, að hljómsveitin er eina skýringin sem við höfum og þykir okkur það miður, því okkar starf er ekki í því fólgið að mæla jarðhræringar af völdum rokkhljómsveita, held- ur jarðhræringar af völdum náttúruhamfara," sagði ungfrú Debecker jarðfræðingur. Grænland: Drukknaði er ísinn brast undan plógnum Frá (irænlands-frétUriUra MbL Nita Jörgen Bmun, Kaupmannahofn 12. nóv. Mjög sviplegt slys varð á laugar- daginn var í bænum Scoresbysund á suðurströnd Grænlands. Verslunar- stjóri KGH — Konunglegu dönsku Grænlandsverslunarinnar f bænum drukknaði er hann ók snjóruðnings- tæki eftir isnum framan við bæinn. Þangað var þá von á flugvél frá Fhigfélagi Norðurlands með farþega póst og flutning. Flugvélin átti að lenda á ísnum framan við bæinn, svo sem venju- legt er á veturna, eftir að ísinn framan við bæinn er orðinn nægi- lega tryggur. Verslunarstjórinn var ekki að ryðja flugbrautina fyrir flugvélina á snæviþöktum ísnum er slysið varð. Það varð ekki á þeim stað sem fyrirhugað var að flugvélin frá Flugfélagi Norðurlands skyldi lenda. Snjóplógurinn var með stýris- húsi. Skyndilega brast ísinn und- an þunga snjóplógsins. Verslunar- stjóranum tókst ekki að komast út úr stýrishúsinu áður en snjóplóg- urinn sökk. Allt gerðist þetta á svipstundu. Verslunarstjórinn hét Atalia Benjaminsen. Hann var tæplega fimmtugur að aldri, fjölskyldu- maður og lætur eftir sig konu og fjögur börn. Því má bæta við að ekki hafði enn viðrað í gær til flugs til Scor- esbysund. Var þá beðið frekari fyrirmæla frá heimamönnum þar. Hér í Reykjavík biðu þá 6 farþeg- ar. Þeir komu hingað á föstudag- inn var. Voru ekki taldar horfur á því í gærkvöldi að hægt yrði að komast í dag. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 AP/ Simamynd BlóÖi safnað í Nicaragua íbúar höfuðborgar Nicaragua gefa blóð f verksmiðju einni f Managua. Safnað var blóði um helgina til þess að birgðir yrðu nægar ef ske kynni að Bandaríkjamenn réðust inn f landið, eins og leiðtogar sandinista hafa óspart varað við. Á sunnudag steig stjórnin reyndar feti framar og hvatti landsmenn til að búa sig undir innrás, því hún væri yfirvofandi. Líbanon: Nýjar viðrædur um brott flutning JerÓHdem, 12. DÓrember AP. TILRAUNUM var haldið áfram af hálfu Bandarfkjastjórnar og Sameinuðu þjóðanna í dag til þess að koma að nýju á viðræðum milli stjórna Líbanons og ísraels um brottflutnings herliðs þeirra sfðarnefndu frá Lfbanon. Viðræð- ur þessar höfðu strandað enn einu sinni um helgina, eftir að ísraelsmenn handtóku fjóra hennenn shíta. Richard Murphy, aðstoðarut- anrfkisráðherra Bandarfkjanna, átti f dag fund f Tel Aviv með Yitzhak Rabin, varnarmálaráð- herra ísraels, en hélt sfðan til Beirút til viðræðna við Amin Gemayel, forseta Líbanons og Rashid Karami forsætisráðherra. Að fundi þeirra loknum sagði Murphy: „Við erum vongóðir um, að viðræðurnar hefjist fljótlega aftur." Karami forsætisráðherra sagði, að stjórn sfn myndi taka ákvörðun „Baby Fae“ yfir erfiðan hjalla Lodu Liada, K.hforníu 12 nÓTember. AP. LÆKNAR við sjúkrahúsið í Loma Linda sögðu f dag, að „Baby Fae,“ kornabarnið sem bavfanahjartað var grætt í á dögunum, hefði hrakað lít- illega fyrír skömmu eftir að líkami barnsins virtist í fyrsta skipti vera að hafna hjartanu. „Það tókst hins veg- ar að stöðva þróunina með lyfjagjöf- um og heppnaðist það prýðilega, Fae jafnaði sig og lyfjagjöf hefur verið hætt. Hún er enn á batavegi, nærist eðlilega og allt virðist vera í stakasta lagi,“ sagði talsmaður sjúkrahúss- ins. Sami talsmaður, Jayne McGill, sagði Fae enn vera á gjörgæslu, en ekki í lífshættu. Hún sagði að læknar barnsins hefðu verið við því búnir að ónæmiskerfi þess myndi „gera árásir á apahjartað í fyrstu", en þeir væru bjartsýnir á að vel gæti tekist til að „kveða niður slík uppþot“ ef rétt væri að farið. Baby Fae hefur sett met, engin manneskja sem fengið hefur hjarta úr annarri dýrategund hef- ur lifað jafn lengi. Enn eru afar skiptar skoðanir um ágæti hjarta- ígræðslunnar og margir sérfræð- ingar eru þeirrar skoðunar að þeg- ar upp verði staðið hljóti líkami barnsins að hafna með öllu apa- hjartanu og þá verði eina leiðin til að bjarga barninu sú að finna mannshjarta sem passar. Nafn Baby Fae hefur í fyrsta skipti síðan að hjartaígræðslan fór fram verið skráð á lista þeirra ERLENT um aðgerðir sínar á næstunni, er hún hefði fengið skýrslu frá Murphy um afstöðu ísraelsmanna til ýmissa atriða, sem valdið hefðu hvað mestum ágreiningi að und- anförnu. Þá kvaðst Karami einnig binda vonir við, að sendimanni Sameinuðu þjóðanna, Jean-Claude Aime, sem kom til Beirút frá Isra- el í dag, yrði ágengt við að fá ísra- elsmann aftur að samninga- borðinu. sjúklinga sem þurfa á mannslif- færum að halda. Læknar barnsins hafa sagt að neyðist þeir til að skipta um hjarta i barninu öðru sinni, verði reynt af fremsta megni að útvega mannshjarta áð- ur en nýtt apahjarta verði grætt í. King eldri látinn AUaita, Geocfia. 12 oÓTember. AP. SÉRA Martin Luther King eldri, faðir mannréttinda- og blökku- mannaleiðtogans Martin Luther King, sem var myrtur árið 1968, lést á heimili sínu á sunnudag- inn. Banameinið var hjartaslag. King eldri barðist ekki síður fyrir mannréttindum en sonur hans og alnafni sem hlaut frið- arverðlaun Nóbels fyrir við- leitni sína. Fjölskylduvinur King-fjölskyldunnar, Andrew Young, sendiherra Bandaríkj- anna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði: „Pabbi King lifði marga harmleiki i lífi sínu, sonur hans og alnafni var myrtur, yngri sonurinn drukknaði i sundlaug i garði þeirra, og kona hans, Alberta, var skotin til bana i Ebenezer-baptista- kirkjunni i Atlanta árið 1974, er hún spilaði á orgelið. En hann sagði alltaf: Hatur er of erfiður djöfull að draga, ég fyrirgef heldur.“ Efnahagsviðræður í Kóreu Scool, HoAur-Kóreu. 12 uÓTember. AP. ENN bendir nokkuð til þess að batnandi tímar með blómum i haga séu framundan i sambúð Suður- og Norður-Kóreu, en nú er í vændum fyrsti fundur landanna um efnahagsmál og samvinnu allar götur siðan landið skiptist í áhrifasvæði stórveldanna með fullum fjandskap heimamanna í hvers annars garð. Enn er eftir að nefna endanlegan fundardag, en samkoman verður haldin í Panmunjon, við landamærin. Löndin hafa samþykkt að sendinefndirnar verði skipaðar sjö fulltrúum og hafa þeir þeg- ar verið valdir. Mannskæður eldsvoði Toipeí, Taiwaa. 12 nóTember. AP. ELDUR gaus skyndilega upp á rakarastofu í borginni Taipei í dag. Sjö manns létu líflð og einn slapp með minni háttar brunasár. Rakarastofan var á tveimur hæðum og logaði eldurinn glaðklakkalega á neðri hæðinni og manntjónið varð allt á þeirri hæð, fimm karlkyns viðskiptavinir og tveir kven- kyns starfsmenn stofunnar. 18 ára pípulagningarmaður var handtekinn eftir að hafa sagt að eldurinn hafi kviknað í loftræstingartæki sem hann var að gera við. Segir Marokkó sig úr Einingarsamtökunum? Addta Ababa, Kþíópíu, 12. nóvember. LEIÐTOGAR skæruliða í Vestur-Sahara lýstu því yfir í dag að þeir hefðu endanlega tryggt sér sess innan Einingarsamtaka Afríku. Staðið hafa lang- vinnar deilur um það innan samtakanna, hvort styðja bæri kröfu Marokkós til Vestur-Sahara eða tilkall Arabíska Sahara-lýðveldisins, sem skæruliðar nefna ríki sitt. Hafa þessar deilur m.a. orðið til þess að ekki var hægt að setja 20. ársþing samtakanna f Addis Ababa á réttum tfma í dag. Af öðrum málum sem rædd un um hina hrikalegu þurrka, sem verða á fundinum má nefna fjár- hagsvanda samtakanna, fjár- hagsáætlun fyrir næsta starfsár og kosningu aðalframkvæmda- stjóra, en flest umræðuefnanna hafa fallið f skuggann af umfjöll- ógna meira en helmingi allra þjóða í Afríku. Ráðstefnan er haldin í Afríku- höllinni, þar sem samtökin voru stofnuð árið 1963, þegar sjálfstæð- isbarátta svartra Afríkuþjóða stóð sem hæst. Áður en samkoman hófst f dag sagði sendiherra Arabíska Sahara-lýðveldisins i Eþíópíu að 30 Afríkuþjóðir hefðu nú viður- kennt ríki skæruliða: „Að sjálfs- ögðu munum við þvi hljóta sæti innan samtakanna." Hassan II, konungur i Marokkó, hefur hótað úrsögn úr samtökun- um ásamt þriðjungi þátttökurikj- anna, fái skæruliðar inni i þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.