Morgunblaðið - 13.11.1984, Page 25

Morgunblaðið - 13.11.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 25 Harry prins situr fyrir Harry litli Bretaprins sat f fyrsta skipti opinberlega fyrir birdljósmynd- ara bresku krúnunnar um helgina og er mynd þessi hluti af uppsker- unni. Falleg mynd af Harry í faðmi móður sinnar, hinnar ungu Díönu prinsessu. Harry er sem kunnugt er annað barn ríkisarfahjónanna Díönu og Karls prins. Eftirlýst vegna sprengju tilræðis- ins í Brighton Londoa, 12. BÓTenber. AP. ÍRSKA lögreglan leitaði í dag ákaft að 28 ira gamalli konu, sem brezk yfirröld hafa verið á höttunumn eftir í tengslum við tilraun írska lýðveldis- hersins (IRA) til þess að myrða brezku stjórnina f sprengjutilrsði fyrir einum mánuði. Það hefur vakið reiði jafnt á meðal brezkra sem irskra yfir- valda, að blaðið Sunday Times ( London skyldi skýra frá nafni konunnar nú um helgina, en hún heitir Evelyn Glenholmes. Scot- land Yard leitar hennar einnig vegna vegna 5 sprengjuárása f London 1981, en þá voru 3 menn drepnir og 38 særðust. Athyglin beinist samt fyrst og fremst að konunni nú fyrir meinta þátttöku f sprengjutilræðinu f Grand Hotel í Brighton 12. októ- ber sl., en þar sluppu frú Margaret Thatcher forsætisráðherra og nokkrir aðrir ráðherrar brezku stjórnarinnar með naumindum. Fjórir menn biðu bana i þessari sprengjuárás og 32 særðust. Kastrup-flugvöUun Hóta hægagangi fram yfir jól Kanpmannabörn 12. nÓTember. SEXTÁN hundruð starfsmenn og flugvirkjar á Kastrup-flugvelli f Kaupmannahöfn fara sér nú hægt við vinnu sína til að leggja áherslu á launakröfur sínar. Hóta þeir að halda aðgerðunum áfram allt til jóla en forsvarsmenn SAS segjast ekki munu hopa um hænufet Hægagangur starfsmannanna hefur valdið nokkrum tðfum á af- greiðslu flugvéla og einkum þeirra, sem eru í eigu SAS-flugfé- lagsins. Flugvallarstarfsmennirn- ir og flugvirkjarnir krefjast þess að fá dýrtíðaruppbót á launin, sem nemur nærri fimm krónum dönsk- um, en SAS hefur boðið þeim 12—28 aura. Timalaun flugvirkj- anna eru nú 83 kr. danskar en hinna, sem eru ófaglærðir, 73 kr. Er það nokkru betra en gerist á almennum vinnumarkaði f Dan- mörku. Flugvallarstarfsmennirnir hafa hótað að fara sér hægt fram yfir jól en forsvarsmenn SAS svara þvi á móti, að hart verði látið mæta hörðu, flugvelar félagsins látnar lenda annars staðar en i Kastrup. Um leið verði starfs- mönnunum fækkað. Mafíumenn gómaðir l-alenno Sikilej. 12. nÍTenber. AP. LÖGREGLAN á Sikiley handtók í dag tvo af ríkustu mönnum Sik- ileyjar, frændurnar Nino og Ign- azio Salivo fyrir meint tengsl við mafiuna. Handtaka þeirra frænda hefur vakið mikla athygli á Ítalíu, enda sem fyrr segir miklir peningamenn. Þeir eiga saman eða sitt í hvoru lagi hótel, framleiðslufyrirtæki og húsgagnaverslanir, auk þess sem þeir urðu vellauðugir á skattheimtu fyrir ríkið. Þeim er gefið að sök að hafa aðstoð- að mafíuforingjann Tomasso Buscetta meðan hann fór huldu höfði og lögreglan leit- aði hans. Buscetta náðist síðan og vitnisburður hans hefur orðið til þess að handtökuskip- anir voru gefnar út á hendur 300 manna. Þar á meðal þeirra frænda. Tónlistarunnendur Selfossi og Reykjavík Þriðja starfsár íslensku hjómsveitarinnar hefst með tónleikum í íþróttahúsi gagnfræðaskólans á Selfossi laugardaginn 17. nóvember kl. 14:30. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Einleikari: Stephanie Brown Stephanie Brown Hljómsveitarstjóri: Ragnar Björnsson Efnisskrá Karl Hermann Pillney: Eskapaden Eines Gassenhauses. Svíta fyrir kammerhljómsveit. Jacques Ibert: Suite Symphonique. Svíta fyrir kammerhljómsveit. Frédéric Chopin: Mazurka nr. 17, Scherzo nr. 2. Einleikur: Stephanie Brown. Wolfgang Amadeus Mozart: Píanókonsert nr. 9, í Es-dúr, K271. Einleikur: Stephanie Brown. Að loknu meistaraprófi frá Julliard tónlistar- háskólanum (1976) vakti Stephanie Brown (1955) þegar athygli tyrir öryggi I tækni og túlkun. Siðan hefur hróður hennar vaxið jafnt og þétt með tónleikum víðs vegar um Bandaríkin. Hún hefur leikið með mörgum helstu hljómsveitum þariertdis, og hefur nú á efnisskrá sinni fjölda píanó- konserta. Ummæli gagnrýnenda stórblað- anna hafa öll verið á einn veg: „Stephanie Brown er sannarlega undursamlegur pianóleikari, eigin tón og ákveðinn listræn- an persónuleika" (N. Y. Times). „Stephan- ie Brown er ungur pianisti með stórar hug- myndir og tækni sem hæfir (jeim. Blæ- brigðin vonj i fögru jafnvægi og styrkleika- breytingar virtust hlita innra afli hennar" (The Wahington Post). Pess má geta, að Stephanie Brown lék nú i haust þennan konsert Mozarts með þekktustu kammer- hljómsveit Bandaríkjanna, St. Paul Chamber Orchestra, undir stjóm Pinnkas Zukerman. Efnisskrá þessi verður endurflutt á fyrstu áskriftartónleikum hljómsveitarinnar í Bústaðarkirkju sunnudaginn 18. nóvember kl. 17:00. Áskriftarsímamir eru 22035 og 16262. Þú getur tryggt þér áskrift með símtaii og greitt gjaldið eftir samkomulagi. önnur efnisskrá vetrarins verður frumflutt á Akranesi laugardaginn 24. nóvember kl. 14:30 og endurtekin á áskriftartónleikum í Reykjavík sunnudaginn 25. nóvember kr. 17:00. MIÐ BJOÐUNV METRINU BYRGINN ZtnmuESTonE Nú eru fyrirliggjandi BRIDGESTONE radial og diagonal vetrarhjólbarðar á vörubifreiðar með hinu frábæra BRIDGE- STONE ÍSGRIPS-mynstri Sérlega hagstætt verö. ISGRIP BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.