Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 ÆL Sovézku liöhlauparnir neyddir til að snúa heim? Uwkn, 12. bót. AP. SEXTÁN mánuoum eftir að tveir sovéskir hermenn í hernámsliði Sovétríkjanna í Afganistan flýðu til Bretlands béldu beir svo f ga-rkvöldi mco Aeroflot-flugvél áleiðis til Sovétríkjanna. Mennirn- ir tveir sögou við fréttamenn, að þeir byggjust við, að all t yrði f góðu lagi begar heim kæmi og þeir voru alb ekki kvíðnir. Sovéskir sendi- ráðsstarfsmenn fylgdu beim til fhigvallar og höfou áður meinað breskum lögregluyfirvöldum að tala við mennina til að reyna að ganga úr skugga um, hvort þeir hefðu verið kúgaðir til að snúa heim með hótunum um að fjöl- skyldur beirra myndu hafa verra afella. Bethel lávarður, þingmaður á Evrópuþinginu sem aðstoðaði mennina við að komast til Bret- lands, sagðist ekki vera i nokkr- um vafa um að þeir hefðu verið beittir hótunum. Þegar þeir komu til Bretlands á sínum tíma, gáfu þeir lögregluyfirvöld- um ljótar lýsingar á framferði sovéska hersins í Afganistan og þykir ekki trúlegt, að sögn fréttaskýrenda, að þeim verði fagnað innilega við heimkom- una. Starfsmenn sovéska sendi- ráðsins sögðu, að mennirnir hefðu þjáðst af heimþrá og þeir hefðu ekki getað fellt sig við vistina í Bretlandi. Fyrir skömmu fékk annar mannanna bréf frá fjölskyldu sinni og er getum að því leitt að fjölskyldan hafi verið neydd til að senda bréfið til að ýta undir sektar- kennd og vanliðan mannanna. Brottför mannanna tveggja, Rykhov og Khlan, svo og nýleg heimferð Svetlönu Stalinsdóttur hefur vakið mikla athygli á Vesturlöndum og eru uppi get- gátur í æðstu hringjum að Sovétmenn beiti æ harkalegri þvingunum þá sem reyna að búa sér nýtt heimili á Vesturlöndum, en Sovétmönnum þykir akkur í að fá heim aftur. Óvíst er um verustað Shcharanskys Jeréntem, 12. aór. AP ANATOLY Shcharansky, sovézkur gyðingur sem afplánar þrettán ára refsidóm fyrir andsovézka iðju hef- ur verið fluttur í nauðungarvinnu- búðir í Úralfjöllum og fjölskylda hans hefur miklar áhyggjur af bágri heilsu hans, að því er kona hans AvHal sagði í dag. Hún sagðist hafa rætt við mág sinn í síma, en ekkert hefði heyrzt frá honum og ekki væri vitað um líðan hans. Shcharansky hefur verið hjartveikur undanfarin ár og mikill áróður verið rekinn fyrir því á Vesturlöndum, að hann fái að fara úr landi. Ríkisstjórn Shimon Peresar samþykkti á siðasta rikisstjórn- arfundi sínum að skora á sovézk stjórnvftld að leyfa Shcharansky að flytjast til ísraels. Olíufram- leiðsla Óman óbreytt Muanu, 12. ¦ÍTember. AP. OMAN dregur ekki úr olíu- framloiðslu sinni, sem nemur 400 þúsundum tunnum á sólarhring, að sögn olíuráðherra landsins. Oman er ekkiíOPEC. Ráðherrann, Ahmed Al-Shan- fari kvaðst hins vegar styðja ákvörðun OPEC-ríkja um fram- leiðslusamdrátt úr 17,5 milljónum fata á dag í 16 milljónir til þess að sporna við verðlækkun á olíu. Haft var eftir Qaboos, soldán af Oman, um helgina að Oman-búar hyggist stuðla að fjölbreyttni í efnahagslifi sínu til þess að verða ekki algjörlega háðir olíutekjum. Hyggist þeir einbeita sér að þróun landbúnaðar og iðnvæðingu. Símamynd AP Raijv Gandhi forsætisráðherra Indlands er hér með eina af 25 koparkrúsum sem innihéldu ösku hinnar fttllnu Indiru Gandhi, en oskunni var dreift yfir Himalaya-fjöll um helgina. Ösku Indíru dreift Dehlhi. 12. ¦órember. AP. ÖSKU Indíru Gandhi var dreift úr herflugvél yfir Himalayafjöllin, sam- kvæmt ósk Indiru, sem hafði dálæti á fjöllunum tilkomumikhi. Þrjár öskukrukkur, sem verið höfðu til sýnis undir tré við æsku- heimili Indiru, voru fluttar með þyrlu frá Dehlhi til Hindon-flug- stöðvarinnar í norðurhluta lands- ins, þar sem þær voru settar um borð í AN-12 flutningaflugvél ásamt 32 öskukrukkum öðrum, sem verið höfðu til sýnis í borgum Indlands. Á laugardag var lögreglustjór- inn í Dehlhi settur af og eftirmað- ur hans hét því að efla traust manna á lögreglunni, sem þvarr er lögreglunni mistókst að bæla niður fjögurra daga blóðugar óeirðir í kjölfar morðsins á Indiru Gandhi. Stofnaðir mannréttinda- hópar í Varsjá og Kraká Varajá, 12. nirember. AP. Menntamenn og fyrrum Samstöðumenn í Krakow í suður- hluta Póllands hafa stofnað nefnd til að fylgjast með framgangi mannréttinda og til að bregðast við morðinu á prestinum Jerzi Popieluszko, sem var stuðnings- maður Samstöðu. Stofnendur mannréttinda- hópsins eru 22 að tölu. í stofnskjali, sem þeir undirrit- uöu allir, er hvatt til endurbóta í dómskerfinu í kjölfar morðsins á Popieluszko. „Við skulum öll gera það sem í okkar valdi stendur til þess að Pólland verði ekki framar vett- vangur pólitiskra morða, pynt- inga, mannrána og pólitiskra ofsókna," segir í stofnskjali hópsins í Krakow, sem dreift hefur verið til vestrænna frétta- manna í Varsjá. Þá var í dag kynnt stofnun samskonar samtaka í Varsjá. Meðal stofnenda voru Edward Lipinski, virtur hagfræðingur og stofnandi réttindabaráttu- hóps verkamanna, KOR, Jan Josef Lipinski, sem einnig er stofnandi KOR, og Janusz Onyszkiewicsz, fyrrum talsmað- ur Samstöðu. Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund um nýgerðan kjarasamning á Hótel Sögu (Átthaga- sal) miðvikud 14. nóvember kl. 20.30. Dagskrá. Nýr kjarasamníngur. Félagsmenn hvattir til að fjölmenna. Verið virk í VR. Verzlunarmannafólag Reykjavíkur. IVI AnMVIItJl Lotus 1-2-3 er hugbúnaður sem náð hefur gifurlegri útbreiðslu um allan hinn tölvuvædda heim undanfarin misseri. Lotus 1-2-3 er fáanlegt á flestar gerðir 16 bita smátölva, s.s. IBM PC og samskonar vélar, Rainbow PC, Wang PC. f þessum hugbúnaði sameinast öflugur töflureiknir (spredsheet), gagnagrunnskerfi (database) og síðast en ekki síst grafisk framsetning upplýsinga. Þessi þrjú kerfi vinna náið saman (intergrated), og með þvi hafa náðst áður óþekktir möguleikar i gagnavinnslu á minni tölvur. Efni námskeiðsins: - Kenna á þá möguleika sem 1-2-3 býður í tölvu- vinnslu - Notkun allra skipana og verkþátta kerfisins með hjálp tölvu — Notkun gagnagrunns og grafísk framsctning - Samtenging kerfanna 1-2-3 og samtenging við önnur tölvukerfi. Á námskeiðinu er notaður tölvubúnaður sem keyrir Lotus 1-2-3. ÞÁTTTAKENDUR: Stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana, fjármálastjórar, deildarstjórar hagdeilda, rekstr- arráðgjafar og þeir sem ábyrgð bera á notkun tölvukerfa viö áætlanagerð. TIMI OG STADUR: Sfðumúli 23, 26.-29. nóvember kl. 9—13. LEIÐBEINENDUR: Páll Gestsson, starfsmaður IBM i íslandi. Friðrik Sigurðsson, forstöðumaður Tölvufræðslu SFÍ. TILKYNNID ÞÁTTTOXU Í SÍMA 82930 STJÓRNUNARFÉIAG ivíSlANDS ISr^23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.