Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 jfttgtgimfrfaftifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjón Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Bjðrn Jóhannsson, Arni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösia: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Áróðurstækni Bandalags jafnaðarmanna Þingmenn Bandalags jafn- aðarmanna stunda nú tví- þættan áróðursleik. Annars- vegar ráðast þeir að Sjálfstæð- isflokknum; telja hann hafa brugðist ýmsum baráttumálum sínum. Hinsvegar sigla þeir upp að hlið Sjálfstæðisflokks- ins, skoðanalega; gera stefnu- mið hans að sínum. Þessi áróð- urstækni tekur fyrst og síðast mið af þeirri staðreynd, að frjálslynd og framfarasinnuð borgaraleg sjónarmið, sem flokkast undir samheitið sjálf- stæðisstefna, hafa í raun hljómgrunn hjá meirihluta þjóðarinnar. Þingmenn Banda- lagsins hafa kosið að róa á fengsæl kjósendamið, að þeirra dómi. Þingmenn Bandalagsins hafa hinsvegar skotið allhast- arlega yfir markið í árásum sínum á Sjálfstæðisflokkinn, sem að hluta til hafa einnig beinst gegn Morgunblaðinu. Sem dæmi um slíkan ofleik má nefna ræðu Stefáns Bene- diktssonar í efri deild Alþingis um nýjan viðaukasamning við Alusuisse, sem færir Lands- virkjun 2.300 m.kr. tekjuauka á fimm árum og ríkissjóði 100 m.kr. sáttafé, vegna niður- felldra deilumála, auk þess sem sterkar líkur eru á enn hærra orkuverði til væntanlegrar stækkunar álversins. Þingmað- urinn gekk svo Iangt að saka Morgunblaðið um „andís- lenska„ afstöðu i þessu máli, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi síðan tekið upp. Þetta er al- varleg ásökun og eins fjarri veruleikanum og hugsast get- ur. Morgunblaðið gagnrýndi vinnubrögð fráfarins iðnaðar- ráðherra, sem klúðraði sam- skiptamálum við álverið stanslaus 1978—1983, og virtist hafa meiri áhuga á lokun þess, sem hann taldi álitlegasta orkukost íslendinga í þing- ræðu, en rétta hlut okkar í orkuverði. Hefði sá samningur, sem nú hefur loks náðst, gilt frá 1979, væri Landsvirkjun 1800 m.kr. betur sett, og skuldastaða íslenska orkukerf- isins önnur og léttbærari. Bæði breskir og amerískir fagaðilar, sem fyrrverandi iðn- aðarráðherra réð til ráðgjafar, mæltu með þeirri leið, sem Morgunblaðið taldi vænlega og nú hefur verið farin. Forsjár- menn Landsvirkjunar telja hinn nýja samning „Lands- virkjun mjög í vil og fyrirtæk- inu verulega til hagsbóta". Bandalagi jafnaðarmanna hefði verið nær að beina gagn- rýni sinni til réttrar áttar, til afturhaldsins í Alþýðubanda- laginu, sem haft hefur af ís- lendingum stórfé með þröng- sýni sinni. Annar þingmaður Banda- lagsins, Guðmundur Einars- son, telur Morgunblaðið of vil- halt undir orkuiðnað, sem heyri til gærdeginum. Morgun- blaðið hefur aldrei taiað um stóriðju sem alhliða lausn eða tryggingu fyrir atvinnuöryggi og viðunandi lífskjörum í land- inu. Það hefur hinsvegar talað um þessa leið, þ.e. að breyta íslenskum fallvötnum í út- flutningsverðmæti og lífskjör, sem eina af mörgum sem fara þurfi. Það er einnig rangt af þess- um þingmanni Bandalagsins að gera lítið úr íslenskum sjávar- útvegi og landbúnaði. Þessar atvinnugreinar eru ekki úrelt- ar, eins og hann lætur liggja að, fremur en landið sjálft. Þessar atvinnugreinar hafa brauðfætt þjóðina í meir en 1100 ár. Sjávarútvegurinn hef- ur í raun verið stóriðja það sem af er þessari öld. Það þarf hinsvegar að þróa þessa hefð- bundnu atvinnuvegi að tækni— og markaðskröfum. Og fiski- stofna og gróðurmold þarf að nýta innan hyggilegra marka. Morgunblaðið hefur margoft áréttað að atvinnuöryggi og lífskjör verða ekki til í samn- ingum heldur í kviku atvinnu- lífsins. Það hefur lagt áherslu á það að efla hefðbundna at- vinnuvegi og skjóta nýjum stoðum undir atvinnu og efna- hag þjóðarinnar. Það hefur tal- að um orkuiðnað sem eina af mörgum tiltækum leiðum, en engu minna fjallað um fiski- rækt, rafeindaiðnað og Iffefna- iðnað, sem óhjákvæmilega tengist bæði sjávarútvegi og landbúnaði. Guðmundur Ein- arsson hefur gert sumar af þessum ábendingum Morgun- blaðsins að sínum. Það er út af fyrir sig fagnaðarefni. Hitt er ástæðulaust hjá þingmannin- um að agnúast út í þann hug- myndabanka, sem hann sækir til. Árásir Bandalags jafnað- armanna á Morgunblaðið og aðra aðila í þjóðfélaginu, sem bent hafa á leiðir til að tryggja atvinnuöryggi og efnahagslegt sjálfstæði þjóðar og þegna, missa marks. Hitt er réttvís- andi, ef Bandalagið fylkir með öflum, sem varða vilja veg þjóðarinnar til velmegunar, frjálsræðis og nýsköpunar í ís- lensku atvinnulífi. Leið þjóðar- skútunnar til bættra lífskjara sækist betur, ef hin pólitísku öfl róa til sömu áttar. Nýskipan svei stjórnarmá eftir Björn Friðfinnsson Inngangur Sveitarfélög hafa frá upphafi byggðar hér á landi verið grund- vallareiningar í stjórnskipan landsmanna. Þau eru eldri en ríkisvald og uppruna þeirra má rekja til þeirra lýðræðishefða, sem um langan aldur fylgdu ger- mönskum þjóðflokkum. íbúar í hverri byggð stofnuðu sveitarfélag með formlegri stjórn til þess að leysa ákveðin verkefni, sam talið var að byggðin yrði sam- eiginlega að bera ábyrgð á. Á þjóðveldisöld var sveitar- stjórnin skipuð þremur mðnnum , sem nefndust sóknarmenn eða hreppsstjórar og voru þeir kjörnir á vorþingi til eins árs í senn. Verkefni sveitarstjórna voru í fyrstu framfærslumál, fjallskil- mál og niðurjöfnun bruna- og bú- fjártjóna eftir ákveðnum reglum. Meö tíundarlogunum 1096, sem að nokkru leyti giltu fram á þessa öld, var sveitarfélogunum fenginn tekjustofn til þess að standa undir kostnaði við framfærslumálin, en fjórðungur tíundarinnar gekk til framfærslu þurfamanna, meðan biskup, prestur og kirkja fengu sinn fjórðung hver. Verkefnum sveitarfélaganna fjölgaði síðan í aldanna rás, en fé- lagsmálin voru jafnan erfiðust viðfangs. Skv. hreppskilaþætti Grágásar skyldu 20 þingfararkaupsgildir bændur vera í hreppi hið fæsta. Hafa fræðimenn álitið, að af þessu megi draga þá ályktun, að hreppur skyldi hafa um 400 íbúa hið fæsta, en vafalaust hafa þó verið þar undantekningar frá og ýmsir hreppar verið fámennari vegna landfræðilegra aðstæðna. En sum- ir hreppar hafa verið miklu fjöl- mennari. Þessi ákvæði hinnar elztu lftg- bókar íslendinga voru sérstaklega áréttuð á Alþingi árið 1583, þar sem sýslumönnum var heimilað að sameina tvo hreppa eða fleiri til þess að þessu marki yrði náð. Með logtöku Jónsbókar árið 1281 var lögfest sú skipting byggð- arinnar í sveitarfélög, sem þá hafði komist á. Þá var og gerð sú breyting að hreppsnefndar- mönnum eða hreppsstjórum var fjölgað í 5 og skyldu þeir kosnir til óákveðins tíma. Þegar manntal var gert á ís- landi árið 1703 voru 163 sveitarfé- log í landinu. A tímabilinu frá lögtoku Jóns- bókar og fram yfir aldamótin 1800 urðu sveitarstjórnir smám saman háðari ríkisvaldinu þrátt fyrir það að lagaákvæði um sveitarstjórn- arskipan héldust óbreytt. Konung- ur náði til sín hluta tíundartekna árið 1556 og umboðsmenn ríkis- valdsins, sýslumennirnir, fóru að hafa meiri afskipti af sveitar- stjórnarmálum, enda hafa vald- mörk milli rfkis og sveitarfélaga trúlega verið óljós i hugum manna á þeim tíma. Sýslumenn fóru m.a. að hafa af- skipti af kjöri hreppstjóra og árið 1699 var kveðinn upp lögréttu- úrskurður um að prestur og starf- andi hreppstjórar ættu að kjósa f lausar hreppstjórastoður, en sýslumaður sfðan samþykkja kosninguna. Nokkrum áratugum síðar virðist sá háttur viðast kom- inn á að sýslumaður útnefni 2—5 hreppstjóra f hverjum hreppi og skyldi til starfans velja efnuðustu og greindustu bændur í hreppn- um, ef marka má íslandsauglýs- ingu Skúla Magnússonar landfó- geta frá árinu 1785. Sumarið 1809 var gerð hér á landi skammlíf stjórnarbylting eins og kunnugt er. Vafalaust hafa þeir atburðir orðið tilefni um- ræðna um nauðsyn þess að styrkja ríkisvaldið enn frekar hér á landi og skömmu seinna eða hinn 24. nóvember 1809 gaf Magnús Steph- ensen dómstjóri og báðir amt- menn landsins sameiginlega út er- indisbréf fyrir hreppstjóra, en með því voru hreppstjórar gerðir ríkisstarfsmenn og þeim fækkað. Var sjálfstjórn sveitarfélaga þar með afnumin, en sérstök ákvæði um kaupstaði tryggðu nokkra sjálfsstjórn þeirra áfram. Sums staðar héldu hreppsbúar áfram kjöri hreppsnefnda f trássi við erindisbréfið, enda virðist sem lagalegur grundvöllur þess hafi verið vaf asamur. En nú fór alda þjóðfrelsisbar- áttu um löndin og endurreisn sveitarstjórna var eitt af grund- vallaratriðum í þeirri hugmynda- fræði, sem þjóðfrelsismenn boð- uðu. Jónas Hallgrfmsson reit grein í 1. árgang Fjölnis, sem hann nefndi „Fáein orð um hrepp- ana á fslandi" og hvatti þar til sjálfsstjórnar sveitarfélaga og endurbóta á stjórnsýslu þeirra. Eftir endurreisn Alþingis 1845 fóru að berast þangað bænaskrár og áskoranir frá héraðsfundum, þar sem hvatt var til lagasetn- ingar um sjálfsstjórn sveitarfé- laga. Árið 1853 samþykkti svo Al- þingi áskorun til konungs varð- andi setningu nýrra sveitarstjórn- arlaga og hófst nú margra ára þref milli Alþings og danskra landsstjórnarmanna um efnisatr- iði slíkra laga. Þvf lauk með kon- unglegri tilskipun hinn 4. mai 1872, þar sem sveitarfélögin fengu sjálfsstjórn á nýjan leik. Tilskipunin frá 1872 er í megin- atriðum grundvöllur þeirrar sveit- arstjórnarloggjafar, sem enn gild- ir, en í tímans rás hafa þó verið gerðar fjölmargar breytingar á henni og ný almenn sveitarstjórn- arlog hafa verið staðfest 1905, 1927 og 1961. Endurskoðunarnefnd Lögin frá 1961 tóku gildi 1. janúar 1962. Sfðan hafa margvfs- legar breytingar orðið í þjóðlífinu og langt er síðan raddir fóru að heyrast um nauðsyn nýrrar lög- gjafar varðandi sveitarstjórnar- málefni. Samband ísl. sveitarfé- laga hefur fjallað um málið og gert um það ályktanir á fundum sfnum og sama er að segja um landshlutasamtok sveitarstjórna, sýslunefndir og fundi innan stjórnmálaflokkanna. Þann 13. júní 1981 skipaði fé- lagsmálaráðherra nefnd sex manna, er skyldi hafa það hlut- verk að endurskoða sveitarstjórn- arlögin frá 1961 með sfðari breyt- ingum ásamt lögunum um sveitar- stjórnarkosningar og lögum, sem sett voru 1970 um sameiningu sveitarfélaga. í nefndina voru skipaðir Alex- ander Stefánsson nú félagsmála- ráðherra, Jón G. Tómasson, þáver- andi formaður Sambands fs- lenskra sveitarfélaga, Magnús H. Magnússon, fyrrverandi félags- málaráðherra, Sigurjón Péturs- son, þáverandi forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur, Sturla Boðvarsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi, og Steingrfmur Gautur Kristjánsson, héraðsdóm- ari, sem skipaður var formaður nefndarinnar. Haustið 1982 lét Jón G. Tómas- son af storfum sem formaður Sambands fslenskra sveitarfélaga. Sem eftirmaður hans í formanns- Bjttrn Friðfínnnson „Niðurstaða nefndar- innar er sú, að leggja til að sýslufélögin verði stækkuð og látin einnig ná til kaupstaðanna. Nefnist þau framvegis héruð og stjórn þeirra héraðsþing." sæti tók ég þá jafnframt við starfi hans í endurskoðunarnefndinni. Vorið 1983 varð Alexander Stef- ánsson félagsmálaráðherra og tók Jóhann Einvarðsson við sæti AI- exanders f nefndinni. Nefndin hélt fjölmarga fundi og viðaði að sér miklum fróðleik um sveitarstjórnarloggjöf í nágranna- löndunum og um ályktanir og af- stöðu hinna ýmsu aðila hérlendis, sem fjallað hafa um endurskoðun sveitarstjórnarlaganna frá 1961. Að beiðni ráðherra samdi nefndin 2 frumvörp til breytinga sem brýnastar þóttu á sveitar- stjórnarlögum og lögunum um sveitarstjórnarkosningar og voru þau frumvörp logð fyrir Alþingi og samþykkt þar. Þá samdi nefnd- in frumvarp til nýrra heildarlaga um sveitarstjórnarkosningar og var það lagt fyrir síðasta löggjaf- arþing, en varð þar eigi útrætt. Loks samdi nefndin svo frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga, þar sem steypt er saman ákvæðum núgildandi sveitarstjórnarlaga, laga um sveitarstjórnarkosningar og laga um sameiningu sveitar- félaga jafnframt því sem lagðar eru til margvislegar breytingar á ákvæðum þeirra. Lauk nefndin störfum f maílok sl. og afhenti þá ráðherra fram- angreint frumvarp. Hann hefur sfðan sent það sveitarstjórnar- mönnum og óskað eftir athuga- semdum við það, er hann mun hafa til hliðsjónar við endanlega gerð frumvarps til nýrra sveitar- stjórnarlaga, sem ráðherra hyggst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.