Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 37 sitar- ila leggja fyrir næsta Alþingi, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ný lög taki gildi 1. júní 1986. Tillögur endurskoöun- arnefndarinnar Meðal meginsjónarmiða, sem nefndin hefur haft að leiðarljósi við samningu frumvarpsins má nefna: Að sjálfsstjórn sveitarfélaga verði aukin. Að réttarstaða allra sveitarfélaga eigi að vera sem líkust Að stuðla beri að vald- og verk- efnaskiptingu milli opinberra að- ila Að valfrelsi sveitarfélaga um stjórnarform og verkefnaval sé aukið Að saman fari ákvörðun, fram- kvæmd, og fjárhagsleg ábyrgð við verkefnaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga Að stuðlað sé að eflingu og stækk- un sveitarfélaga Að stuðlað sé að lýðræðislegum stjórnarháttum í meðferð sveitar- stjórnarmála. Meðal helztu breytingartillagna og nýmæla, sem felast í frumvarp- inu má nefna eftirfarandi: 1. Ákvæði, sem nú er fjallað um í sveitarstjórnarlögum, lögum um sveitarstjórnarkosningar og lögum um sameiningu sveitarfélaga eru nú sameinuð f einum bálki. 2. Akvæði um samþykki sýslu- nefnda og ráðuneytis til fjár- ráðstafana sveitarfélaga eru afnumin. 3. Lágmarksíbúatala sveitarfé- laga er ákveðin 100 og gert er ráð fyrir, að hún verði komin i 400 um næstu aldamót. 4. Gert er ráð fyrir að nýkjörin sveitarstjórn taki við störfum fyrsta dag næsta mánaðar eft- ir kjördag. 5. ítarleg ákvæði eru sett um réttindi og skyldur sveitar- stjórnarmanna og hæfi þeirra til meðferðar einstaks máls. 6. Kveðið er á um heimild til að kjósa í almennum kosningum nefndir til að fara með af- mörkuð málefni í hluta sveit- arfélags. 7. Itarleg ákvæði eru um fjármál sveitarfélaga og endurskoðun reikninga. 8. Kinfaldari ákvæði eru um fjárþröng sveitarfélaga en í núgildandi lögum. 9.Gert er ráð fyrir stækkun sýslufélaga, lagt til að þau nefnist „héruð" og verði þau framvegis vettvangur fyrir lögbundið samstarf og sam- ræmingaraðili um frjálst sam- starf allra sveitarfélaga í hverju héraði, jafnt núverandi kaupstaða og hreppa. Í stað sýslunefnda komi héraðsþing og héraðsráð og sýslumenn verði ekki lengur sjálfkrafa oddvitar og framkvæmda- stjórar sýslufélaga. 10. Akvæði eru í tillögunum um frjálst samstarf sveitarfélaga og er leitast við að fella það í almennan lagaramma. 11. Sérstök ákvæði eru um sam- skipti ríkis og sveitarfélaga, sem eru nýmæli. Af þessu yfirliti má sjá, að hér er um mikinn lagabálk að ræða enda er frumvarpið 130 greinar. Er ekki hægt að ræða ítarlega um það í blaðagrein, en ég ætla að minnast nánar á nokkur forvitni- leg nýmæli. Nú eru í landinu 223 sveitarfé- log, 200 hreppsfélog og 23 kaup- staðir. Byggðin tekur hraðfara breytingum, bæði flytur fólk úr strjálbýli til þéttbýlis og eins eru Breiðaf jarðarhérað q "^NÝRRI héraðaskipan Kjslarnesþing Suðurland A kortinu er sýnt hvernig nefndin sem unnio hefur að endurskoðun sveiUr- stjórnarlaga vill að landinu verði skipt í héruð. verulegir fólksflutningar milli þéttbýliskjarna, þannig að fólk flytur einkum frá minni þéttbýl- isstöðum til hinna stærri. Nú búa um 90% þjóðarinnar í þéttbýliskjörnum með 200 íbúa eða fleiri. Fyrir 25 árum var sam- bærileg tala 80%. Nú eru 53 sveit- arfélög með færri íbúa en 100, en fyrir 25 árum voru slík sveitarfé- lög 33. í dag eru 16 sveitarfélög með færri íbúa en 50 og minnsta sveitarfélagið er Selvogshreppur með 14 íbúa. Ný löggjöf um sveit- arstjórnarmál hlýtur að taka mið af þessum staðreyndum. Því segir í 5. gr. frumvarpsins, að lágmarksíbúatala sveitarfélags sé 100 íbúar og ef íbúafjöldinn hefur verið lægri en 100 í þrjú ár samfleytt skal félagsmálaráðu- neytið eiga frumkvæði að því að sameina það nágrannasveitarfé- lagi eða skipta þvi milli nágranna- sveitarfélaga. Frá þessu geta þó verið undantekningar og siðar í frumvarpinu eru settar itarlegar reglur um, hvernig að sameining- unni skuli staðið. Lágmarkstalan 100 er einnig i núgildandi lögum, en ráðuneytið hefur þar ekki sömu frumkvæð- isskyldu að sameiningu og nú er á það lögð og hefur því ákvæðið um lágmarksibúatölu haft litil áhrif. Helztu verkefni sveitarfélaga eru talin upp í 6. gr. frumvarpsins á sama hátt og nú er i 10. gr. sveit- arstjórnarlaga. Upptalningin er bó gerð ítarlegri í frumvarpinu og þar er mörkuð sú stefna, að sveit- arfélogin hafi með höndum þau verkefni, sem ráðast af stað- bundnum þörfum og viðhorfum og þar sem ætla má, að þekking á aðstæðum ásamt frumkvæði heimamanna leiði til betri þjón- ustu fyrir þá en miðstýring af hálfu ríkisvaldsins. í næstu köflum frumvarpsins, en alls eru kaflarnir 12, auk kafla með gildistökuákvæðum, er fjallað um sveitarstjórnir og kosningar til þeirra og er þar um mun itar- legri ákvæði að ræða, en nú eru í lögum. Af nýmælum má nefna, að kaupstaðir missa sérstöðu sína, enda verzlun landsmanna löngu orðin dreifð um landið allt og ákvæði um kaup- og verzlunar- staði og um verzlunarlóðir innan þeirra með öllu úrelt. Einnig mætti orða þetta þannig, að aðrir stórir þéttbýliskjarnar geti sjálfir ákveðið sér sömu réttarstöðu og kaupstaðir, en í frumvarpinu seg- ir, að í hreppum, þar sem meiri- hluti íbúanna býr í þéttbýli og íbúafjöldi hefur náð a.m.k. 1000 í 3 ár samfellt, geti sveitarstjórnin ákveðið að sveitarfélagið nefnist „bær". { kosningaákvæðunum er gert ráð fyrir að kosningaaldur í sveit- arstjórnarkosningum verði 18 ár og að þær fari fram i öllum sveit- arfélögum landsins samtimis, annan laugardag i júní. Nú eru mismunandi kjördagar fyrir þéttbýlisstaði og dreifbýli eins og kunnugt er. Nú er gerð tillaga um sérstakan kafla i sveitarstjórnarlögum, sem fjallar um skyldur og réttindi sveitarstjórnarmanna, en laga- ákvæði um það efni hafa verið fá- tækleg til þessa. Þá eru ný ákvæði um fundahöld i sveitarstjórnum, og um nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarstjórna. Ný ákvæði eru um framkvæmdastjórn og starfslið sveitarfélaga og um fjár- mál sveitarfélaga, sem hafa að geyma mörg nýmæli. Sveitarstjórnarmál á héraðsvettvangi Einn erfiðasti þátturinn i starfi nefndarinnar var að smiða tillög- ur um lögbundið samstarf sveitar- félaga á héraðsvettvangi. Eins og kunnugt er þarf að leysa ýmis verkefni á slfkum grundvelli og frá fornu fari var lausn þeirra fal- in sýslufélögunum. Með fjölgun kaupstaðanna sem ekki eiga aðild að sýslufélögum, varð geta sýslu- félaganna til þess að leysa sameig- inleg verkefni fyrir fbúa í hérað- inu lit.il. { því skyni að komast fram hjá þeim vanda hefur á síð- ustu árum verið bundið í nokkrum lögum, að verkefni sem lögin fjalla um skuli leysa undir yfirstjórn „svæðisnefnda". Skipan slíkra nefnda og reynslan af starfi þeirra hefur hins vegar sætt vaxandi gagnrýni frá sveitarstjórnar- mönnum. Jafnframt hefur kjörn- um fulltrúum í sveitarstjórnum þótt sú skipan úrelt, að sýslumað- ur sem er starfsmaður ríkisins, skuli sjálfkrafa vera oddviti og framkvæmdastjóri sýslunefndar og mörgum hefur mislfkað eftir- litsvald sýslunefnda með hinum kjörnu sveitarstjórnum. { nágrannalöndum okkar hafa sambærilegir embættismenn horf- ið úr sæti oddvita héraðsstjórna. Þannig hurfu amtmenn úr amts- ráðunum í Danmörku árið 1970 og fylkismenn eru eigi lengur for- menn og framkvæmdastjórar fylkisþinga í Noregi. Sams konar breyting felst einnig í nýrri franskri sveitarstjórnarloggjöf svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaða nefndarinnar er sú, að leggja til að sýslufélögin verði stækkuð og látin einnig ná til kaupstaðanna. Nefnist þau fram- vegis héruð og stjórn þeirra hér- aðsþing. Sýslumenn verði eigi lengur sjálfkrafa formenn og framkvæmdastjórar og fulltrúa- tala á héraðsþingi fari f meginat- riðum eftir íbúafjölda, þó þannig, að fulltrúar eins sveitarfélags geta ekki haft meirihluta á hér- aðsþingi. Um ákvæði varðandi kosningu til héraðsþinga náðist ekki sam- staða í nefndinni. Meirihlutinn vill kjósa þangað óbeinni kosn- ingu, þannig að fulltrúar á héraðs- þingum séu fulltrúar sveitar- stjórnanna. Minnihlutinn vill hins vegar kjósa beinni kosningu til héraðsþinganna, en frambjóðend- ur verði þó jafnframt að vera í kjöri til sveitarstjórna. En hvernig skiptist byggðin þá i héruð skv. tillögum endurskoðun- arnefndarinnar? í tillögunum er gert ráð fyrir að Suðurnes, það er byggðin á land- svæðinu sunnan Hafnarfjarðar, myndi eitt hérað, sem nefnist Suð- urnes. Höfuðborgarsvæðið, það er byggðin frá Hafnarfirði upp í Kjós, myndi saman hérað, sem nefnist Kjalarnesþing. Borgarfjarðar- og Mýrasýsla ásamt Akraneskaupstað myndi Borgarfjarðarhérað, en þá tekur við Breiðafjarðarhérað, sem nær að Vestfjarðakjördæmi. Vestfirðirnir mynda eitt hérað, Vestfirði og þá tekur við Húnaþing, sem nær yfir Húnavatnssýslurnar báðar. Skagafjarðarsýsla ásamt Sauð- árkrókskaupstað og Siglufirði mynda Skagafjarðarhérað, en þá tekur við Eyiafjarðarhérað. Þing- eyjarsýslurnar báðar ásamt Húsa- vík mynda Þingeyjarþing, Austur- landskjördæmi myndar Múlaþing og Suðurlandskjördæmið Suður- land. í stórum dráttum fylgir hér- aðsskiptingin því núverandi sam- starfi sveitarfélaganna í lands- hlutasamtökum, nema Vestur- landið er tvö héruð, og byggðin á Norðurlandi skiptist i 4 héruð. Héraðaskipting brýtur ekki í bága við núverandi sýsluskiptingu, þannig að sýslufélögum sé splundrað, enda gert ráð fyrir að héruðin taki við eignum og skuldbindingum sýslufélaganna. f frumvarpinu er sfðan kveðið á um fulltrúatölu á héraðsþingi og framkvæmdastjórn þeirra, sem nefnist héraðsráð. Fulltrúatalan er mismunandi eftir héruðum, en er á bilinu 15 til 35 fulltrúar. Gert er ráð fyrir að héraðsþingin geti sjálf breytt stjórnskipan sinni að vissum skilyrðum uppfylltum, þegar reynsla er komin á störf þeirra. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að héraðsþing verði fyrst og fremst vettvangur fulltrúa sveit- arstjórna til þess að ræða ýmis mál, sem leysa þarf á héraðsvett- vangi. Ekki er gert ráð fyrir að þau verði valdastofnanir, eins konar yfirsveitarstjórnir, og með ákvæðum frumvarpsins er reynt að koma í veg fyrir að togstreita myndist milli fulltrúa í sveitar- stjórnum annars vegar og fulltrúa á héraðsþingi hins vegar, en sliks eru dæmi frá nágrannalöndunum. í frumvarpinu er sérstakur kafli um frjálsa samvinnu sveitarfé- laga, sem mjög hefur aukist á undanförnum árum t.d. um rekst- ur skóla eða annarra stofnana. Nauðsynlegt er að fá lagaramma um slíkt samstarf, sérstaklega þegar tilvik koma upp, sem ekki voru séð fyrir þegar upphaflegur stofnsamningur viðkomandi stofnunar var gerður. Slíkar sam- starfsstofnanir sveitarfélaga nefnast „byggðasamlog" í frum- varpinu. Þá eru í frumvarpinu ný ákvæði um stækkun sveitarfélaga með sameiningu fámennra sveitarfé- laga í stærri og öflugri heildir. Er þar átt við sameiningu, sem fram fer með vilja meirihluta íbúanna, en eigi vegna þess að íbúatalan er komin niður fyrir lágmarksfjölda og eru ítarleg ákvæði um þetta. Stefnt er að því með ákvæðum frumvarpsins, að öll sveitarfélög verði eftir því, sem við verður komið, svo fjölmenn og styrk, að þau geti rækt þau verkefni, sem þeim eru falin með lögum og tekið að sér önnur verkefni í samræmi við óskir íbúa sinna. Stefnt er að því, að dregið verði úr samrekstri ríkis og sveitarfélaga við fram- kvæmd einstakra verkefna og að þau verði i auknum mæli falin sveitarfélogunum einum til úr- lausnar. Skal félagsmálaráðuneytið hafa allmikið frumkvæði í þessu máli i samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga og héraðsþing, en stefnt skal að því að lágmarks- íbúatala sveitarfélags verði 400 íbúar árið 2000. Niðurlag Ég hef nú stiklað á stóru um tillogur til nýrrar skipunar sveit- arstjórnarmálefna, sem nú eru til athugunar hjá sveitarstjórnar- mönnum og í félagsmálaráðu- neyti. Þessar tillogur kunna að þykja nokkuð byltingarkenndar um sum atriði, en íhaldssamar um önnur. Tillogurnar eru málamiðlun ólíkra sjónarmiða, en skoðanir nefnd- armanna nálguðust óneitanlega um flest ágreiningsatriði við ítarl- egar umræður í nefndinni, er til- lögurnar samdi. Menn verða að hafa i huga, að byggðin í landinu hefur nú á fáum áratugum tekið meiri breytingum en nokkru sinni i sogu okkar. Slík- ar breytingar hljóta að kalla á verulegar breytingar á heildar- löggjöf, sem fjallar um sveitarfé- lögin í landinu. Og nýskipan sveitarstjórnar- mála er að mínu mati aðeins fyrsta skrefið í nauðsynlegri kerf- isbreytingu á opinberri stjórn- sýslu hérlendis. Ég tel að i kjölfar nýskipunar i sveitarstjórnarmálum hljóti að koma breytingar á stjórnsýslu ríkisins. Lengi hefur verið rætt um að aðskilja það framkvæmdavald og dómsvald, sem nú er sameinað i höndum sýslumanna og hafa laga- frumvörp þar að lútandi verið lögð fram á Alþingi, en hafa þar eigi hlotið afgreiðslu. Að þvi hlýtur þó að koma, að af slikum aðskilnaði verði og breytist þá nokkuð staða sýslumanna, sem væntanlega verða þá fyrst og fremst fulltrúar framkvæmdavalds ríkisins i hér- aði. Embætti héraðsdómara færu hins vegar ekki með fram- kvæmdavald. Á oðrum Norður- löndum hefur að undanförnu verið unnið markvisst að þvi að flytja ákvörðunarvald i ýmsum stað- bundnum málum frá ráðuneytum til umboðsmanna rfkisvaldsins i héruðum. Má þar nefna úrskurðarvald um staðfestingu ýmis konar stað- bundinna samþykkta sveitarfé- laga, stjórnsýslulega úrskurði í sifjaréttarmálum og margt fleira. Með nútíma tækni, tölvuteng- ingum, símafaxi o.sv.frv. gætu umboðsmenn rikisins f héraði einnig veitt almenningi miklu fjöl- þættari þjónustu en nú er, t.d. að- stoð við öflun vottorða frá öðrum embættum, aðstoð við umsóknir um ýmis konar leyfi og löggild- ingar, lánsumsóknir í opinberum sjóðum o.sv.frv. En valddreifing ríkisvaldsins er efni í aðra grein og verður eigi frekar um það efni fjallað hér. 15.8.1984. Björa Fridfinnsson er formaður Samhtnda bhnakra sreitarféiaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.