Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 31 • Kvennalið Þróttar lék tvo leiki um helgina og tapaöi báöum. Mikill kraftur var í kvennablakinu um helgina og hart barist. íslandsmótið í blaki: Stúdentar töpuðu í báðum flokkum Kópavogsliöin tvö sam kapptu í 1. deildarkeppni í blaki hata bæöi byrjaö veturinn mjög val. Breiöabliksstúlkurnar sigruöu ÍS um helgina og HK vann fS i karla- flokki, og hefur sigraö { báöum sínum leikjum þaö sam af er fs- landsmótinu. Leikur iS og Breiðabliks í 1. deild kvenna var nokkuö sveiflu- kenndur. Fyrstu hrinuna unnu stúdínur 15:0 og stóö þá ekki steinn yfir steini í liöi Breiöabliks. Stúlkurnar voru þó ekki lengi aö jafna síg eftir tapiö og unnu næstu hrinur, 12:15 og 8:15. Fjóröu hrln- una sigruöu ÍS-stúlkurnar örugg- lega 15:3 og þurfti því aö leika oddahrinu til aö fá úr því skoriö hvort liðiö teldist sigurvegari. Þá hrinu unnu stúlkurnar úr Kópavog- inum 4:15. Lió HK mætti ákveöiö til leiks gegn ÍS og varö leikur þeirra bæöi langur og skemmtilegur. f liö ÍS vantaöi tvo af fastamönnum liösins og hefur þaö eflaust haft eitthvaö aó segja en breytir því þó ekki aö HK fékk bæöi stigin. Fyrsta hrinan endaöi 15:12 fyrir HK, næstu hrinu unnu stúdentar 13:15 og þá þriöju unnu þeir 6:15. HK-liöiö sýndi þá hvaö í þeim býr, sneru vörn í sókn og unnu næstu tvær hrinur 15:9 og 15:8 og leikinn þar meö 3:2. Liö HK var jafnt í þessum leik og erfitt aö nefna neinn einn sem besta mann, þó veröur aö nefna Hrein Þorkelsson því hann lék vel, er góöur í blokkinni og traustur uppspilari. fS-liöiö átti fremur slak- an dag, blokkin var slök og mun- aói mest um þaö. Leikur liöanna stóö í 92 mínútur. Einn annar leikur var í 1. deild karla um helgina. Þróttur sigraöi Víking 3:1 á laugardaginn. Úrslit í einstökum hrinum uröu 15:4, 15:10, 12:15, 15:8. Kvennaliö Þróttar lék tvo leiki um helgina og tapaói þeim báöum. Fyrst töpuöu þær 1:3 fyrir Víking- um, 10:15, 15:10, 7:15 og 9:15 uröu úrslit þess leiks og á sunnu- daginn töpuóu þær fyrir fS. Úrslit þess leiks uröu 3:0 og byrjaöiiS af miklum krafti, komst í 11:0 en hrin- unni lauk 15:11. Næstu tvær hrinur unnu stúdínur nokkuö örugglega, 15:5 og 15:7. • Jóhanne* viö barborðið á bjórkrá sinni f Glasgow. Nú hefur hann selt bjórkrána og snúiö sár aö knattspyrnuþjálfun. Slakur árangur á NM 21 árs og yngri — íslenska liöiö vann aöeins einn leik ÍSLENSKA unglingalandsliöið f handknattleik skipað leik- mönnum 21 árs og yngri sam tók þátt í Noröurlandameistara- móti um síöustu helgi í Dan- mörku olli verulegum vonbrigö- um. Búist haföi veriö viö góðum árangri hjá liðinu ekki sist vegna góörar frammistööu á móti í V-Þýskalandi fyrir skömmu. En raunin varö önnur, liöéö vann aöeins einn leik af fjórum og varö aö sætta sig viö stórt tap gegn Svium. Fyrsti leikur íslenska liöins var gegn Svíum, sá leikur tapaöist meö miklum mun, 15—34, eöa meö nítján marka mun. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var sænska liöiö heilum gæöaflokki betra, en allur leikur íslenska liösins svo i molum. Þá var Iftil barátta í leikmönnum og sænsku Handknatllelkur strákarnir tóku fslendingana því í karphúsiö svo um munaöi. I næsta leik vannst naumur sigur, 21—20, á liöi Norömanna, en þaö var eini sigurinn i mótinu. Síöan tapaöi liöiö án efa nokkuö óvænt fyrir Finnum, 22—25. Og loks tap gégn danska liöinu, 18—24. Svfar og Danir léku til úrslita í mótinu og sigruöu Svíar í þeim leik örugglega. Frammistaöan hjá íslensku piltunum f mótinu er þvi vægast sagt slök þegar á heildina er litiö. Morgunblaðlö/Julkjs • Jóhannes Eðvaldsson og Ómar Siggeirsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar takaat í hendur eftir að samningurinn hafði veriö undirritaður. Jóhannes Eðvaldsson: „Mér líst vel á þetta verkefni" „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek að mér þjálfun hjá meistara- flokki Mér líst vel á þetta verk- efni, þetta er allt nýtt fyrir mér og mjög spennandi. Eg mun fara ró- iega af stað með þetta og kem ekki hingað til þess að gerbreyta neinu í sjálfu sér,“ sagði Jóhann- es Eðvaldsson eftir að hann haföi undirritað tveggja ára samning um þjálfun hjá knattspyrnufélag- inu Þrótti á laugardag. — Ég veit að Þróttur er með efnilegt lið og marga unga og góöa knattspyrnumenn. Ég mun gera það sem ég held að sé rétt en jafnframt vera tilbúinn að hlusta á gagnrýni og tillögur um það sem vel má fara. Hefur þú hug á því að spila með liðínu? — Það veröur aö koma í Ijós, óg hef ekki lelkió opinberan knatt- spyrnuleik núna í sex mánuöi, en hef haldiö mér í sæmilega góöri æfingu. Hjá Þrótti eru eins og ég sagöi áöan efnilegir ungir leikm- enn og þeir veröa aö fá aö spreyta sig þvi aö þeirra er framtíöin. En þurfi liöiö á mér aö halda þá mun ekki standa á mér aö leika meö og gera mitt allra besta. Hvernig er knattspyrnan í Skotlandi um þessar mundir og hverjir koma til með að vinna deíldarkeppnina á keppnistíma- bilinu? — Knattspyrnan í Skotlandi er mjög góö núna, betri en oft áöur. Enda er landsliö Skotlands mjög sterkt eins og islenska landsliðiö komst aö i landsleik þjóöanna í undankeppni HM. Skotar eiga frábæra knattspyrnumenn og margir stórefnilegir leikmenn hafa komiö fram á sjónarsviöió sem eiga framtiöina fyrir sér. Hvaö deildarkeppnina áhrærir þá er komin í hana meiri breidd en áöur. Nú eiga bæöi Aberdeen og Dundee United mjög góð liö og gefa Celtic og Rangers ekkert eftir. Ég spái þvi aö Aberdeen veröi skoskur meistari í ár. Nú hefur þú leikið víða og ert kominn með mikla reynslu. Hvar er að þínu mati í Evrópu leikinn besta knattspyrnan? — Þar sem ég þekki til, þaö er aö segja í Skotlandi, Englandi og V-Þýskalandi, þá verö ég aö halda þvi fram aö enska deildin sé best. Astæðan er sú aö þar eru llöin svo jöfn aö getu. Gífurlegur hraöi og kraftur og góö knattspyrna einkennir ensku knattspyrnuna. I V-Þýskalandi eru hinsvegar fá góö liö í 1. deildinni. Máske fimm lið, en hin eru mun lakari. Þá er þaö skoöun mín aö knattspyrnunni í V-Þýskalandi hafi hrakaö á síðari árum. Nú, knatt- spyrnan í Skotlandi er betri en áö- ur en þaö er rétt aö geta þess aö þetta lögmál hvar leikin er góö knattspyrna er háö sveiflum á milli ára eins og gengur og gerist, sagöi Jóhannes Eövaldsson sem kemur nú til meö aö snúa heim til íslands eftir um tíu ára útivist sem atvinnu- knattspyrnumaöur í fjórum þjóö- löndum. Jóhannes flyst til íslands þann 1. mars á næsta ári. Hann hefur selt bjórkrá þá sem hann átti i Glasgow og ætlar aó snúa sér aö knattspyrnuþjálfun a.m.k. í bili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.