Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞBIÐJUDAQUR 13, NÓVEMBER 1984 Með sijjrinuœ tryggði Eiríkur (Ly.) aér íslandsmeistaratitil aðstoðarökumanna I ár, en Bjarmi ók bílnum f sinni annarri keppni. Urðu þeir f öðru s*ti f Ljómarallinu og sigruðu núna, glæsilegur árangur. Haustrall Hjólbarðahallarinnar: Hraðskreiðastir frá upphafi til enda Bjarmi Sigurgarðarsson og Eiríkur Friðriksson unnu ÞAÐ var aldrei spurning um hver sigraði í haustralli Bifreiðaíþrótta- klúbbe Reykjavíkur og Hjólbarða- hallarinnar á sunnudaginn. Þeir Bjarmi Sigurgarðarsson og Eirfkur Friðriksson á Ford Escort 2000 tóku forystuna strax á fyrstu leið, sem þeir létu ekki af hendi og komu í mark sem öruggir sigurvegarar eftir að hafa náð besta tíma á nær öllum sérleiðum. Ómar og Jón Ragnars- synir náðu öðru sæti á Toyota Cor- olla 1600, sem tryggði Omari ís- landsmeistaratitil rallökumanna, en annar sigurvegaranna, Eirfkur, hlaut titil aðstoðarökumanna, en báðir eru veittir fyrir bestan keppnisárangur á árinu. Bræðurnir Birgir og Hreinn Vagnssynir nældu í þriðja sætið eftir hörkuakstur á Ford Cortina 2000, þreyttasta bfl rallsins og líklega þeim erfiðasta í akstri. Það voru 18 keppnisbílar sem lögðu upp frá Hjólbarðahöllinni á sunnudagsmorgun, en áður en yfir lauk höfðu sjö þeirra helst úr lest- inni. Það varð aldrei raunveruleg keppni um verðlaunasætin þrjú, fyrr en undir lokin að Birgir og Hreinn Vagnssynir sprengdu dekk á ísólfsskálaveg á Cortina-bílnum. Féllu þeir niður i fjórða sætið, en Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurðsson á Corolla gripu það þriðja. Mikil barátta var á milli þeirra á lokaleiðunum, sem endaði með því að þeir síðarnefndu snarsnerust í síðustu beygju keppninnar á klakabunka, og klár- uðu leiðina í bakkgír i stað þess að snúa við, til þess að tapa ekki dýrmætum tíma. En það nægði ekki þvi Birgir og Hreinn óku grimmt og þó þeir færu útaf i sömu beygju með látum náðu þeir mun betri tima og nældu i þriðja sætið. Þeir bræður hlutu Morgun- blaðsbikarinn fyrir skemmtileg tilþrif og íþróttamannslega fram- komu, en einnig voru þeir kosnir vinsælustu keppendurnir af kepp- endum sjálfum og hlutu Stokk- fiskbikarinn fyrir. Nánar verður sagt frá keppninni síðar. „Við stefndum að þessu innst inni, að sigra og erum ánægðir að það skyldi takast," sögðu þeir fé- lagar Bjarmi og Eiríkur í samtali við Morgunblaðið. „Við vorum smeykir við bæði ómar og Birgi fyrir keppni, en það gekk allt upp hjá okkur og það var greinilegt að ómar ætlaði ekki að gera harða hríð að okkur vegna íslandsmeist- aratitilsins. Keppnisstjórn og Hjólbarðahöllin eiga heiður skil- inn fyrir skemmtilega keppni og við þökkum þeim sem aðstoðuðu okkur að ná þessum árangri." Morgunblaðid/Gunnlaugur. „Vááá, var það eina sem kom uppúr mér í þessu fhigi,“ sagði Eiríkur Friðriksson, aðstoðarökumaður sem flýgur þaraa á leið til sigurs með Bjarma Sigurgarðarssyni. Tímaritið Mannlíf komið út TÍMARITIi) Mannlíf, 2. tölublað 1984, er nýkomið út, afar fjölbreytt að efni. Ritið er % blaðsíður ( stóru broti, ríkulega myndskreytt. Mann- líf var að þessu sinni sett að mestu í Prentsmiðjunni Odda hf. en filmu- unnið, prentað og bundið f Rotter- dam í Hollandi. Meðal efnis i Mannlífi að þessu sinni er einkaviðtal ritstjóra við blökkumannaleiðtogann Jesse Jackson, sem margir telja mesta leiötoga bandarískra blökku- manna síðan dr. Martin Luther King lést. Viðtalið við Jesse Jack- son fór fram í Chicago fyrir skömmu. Þá er í ritinu grein um bókmenntir, listir, tækni og vís- indi eftir dr. Þorvald Gylfason prófessor, viðtal er við Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu, sagt er frá sjúkdómunum bulimia og an- orexia nervosa, sem ágerast stöð- ugt, einkum meðal ungra stúlkna í velferðarþjóðfélaginu. Enn má nefna að óvenjulegt viðtal er við Svavar Gestsson formann Alþýðu- bandalagsins, svipmynd er af Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgunblaðsins, einnig svipmynd af Bobby Fischer, fyrrum heims- meistara 1 skák, ólafur Þ. Harð- arson ritar um skoðanakannanir, almenningsálit og stefnumótun í stjórnmálum og grein er um nor- ræn hótel með merka sögu. Enn má nefna að tískuþáttur er f blaðinu, þar sem nokkur þekkt pðr hafa verið fengin til að klæða sig uppá, fréttir eru úr ýmsum áttum af þekktu fólki, innlendu sem erlendu, Birgir Árnason ritar um stóriðju, viðamikil grein er um kynlíf á níunda áratugnum, fjall- að er um hið nýja poppstirni Prince, og Guðmundur Heiðar Frímannsson og Guðmundur Andri Thorsson rita um bók- menntir, svo eitthvað sé nefnt. Þetta annað tölublað Mannlffs er prentað f 10 þúsund eintökum, og er þar með orðið annaö eða þriðja útbreiddasta timarit á ls- landi, en fyrsta tölublað hefur nú selst í um 11 þúsund eintökum. Mannlíf er aðili að upplagseftirliti Sambands íslenskra auglvsinga- stofa og Verslunarráðs Islands. Otgefandi Mannlífs er útgáfufé- lagið Fjölnir hf., ritstjóri er Her- dís Þorgeirsdóttir, auglýsinga- stjóri Lilja Hrönn Hauksdóttir. (FrétUtilk;nning) Fræðslu- erindi um siðfræði DR. BJÖRN Björnsson, prófessor við guófræðideild HÍ, mun 4 næstu fimmtudagskvöld 15. nóv., 22. nóv., 29. nóv. og 6. des. flytja fræósluerindi um siðfræóileg efni á vegum Hafnarfjarðarsóknar og verða þau haldin í Slysavarnafé- lagshúsinu vió Hjallabraut og hefjast kl. 20.30. I fyrsta erindi sínu mun hann fjalla um siðferðilegar grunn- viðmiðanir og beina þeim síðan að ákveðnum viðfangsefnum og vandamálum samtíðarinnar. Boðið verður upp á kaffi og frjálsar umræður í framhaldi af hverju erindi. Sr. Gunnþór Ingason. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðarkirkja Sarnafi! varanleg lausn VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI Á ÞÖK - Á ÞAKSVALIR ÁBYRGÐ Á EFNI OG VINNU UNNIÐ ALLT ÁRIÐ - SUMAR SEM VETUR FAGTUN HF LÁGMÚLA 7. 105 REYKJAVÍK, SÍMI 28230 * I Kanada ekki Bandaríkjunum í frétt af andláti Kristjönu P. Helgadóttur læknis í Morgun- blaðinu, sl. laugardag, 10. nóv- ember, er sú missögn, að Krist- jana hafi lokið sérfræðinámi í barnasjúkdómum í Bandaríkj- unum. Hið rétta er, að hún lauk því námi f Kanada. Þetta leið- réttist hér með og eru viðkom- andi beðnir velvirðingar á þess- ari missögn. Leiðrétting ÞAU leiðu mistök urðu í blaðinu á sunnudag að þar birtist aug- lýsing frá Huldu Guðmunds- dóttur, félagsráðgjafa, undir yf- irskriftinni, hef opnað lækna- stofu. Þar átti að standa: Hef opnað stofu. Hulda býður upp á viðtalsmeðferð (psykoterapia) einstaklinga, hjóna og fjöl- skyldna. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Auglýsingin birt- ist rétt í blaðinu i dag. Happdrætti Hjartaverndar: Dregið á föstudaginn DREGIÐ verður í Happdrætti Hjartaverndar nk. föstudag, þann 16. nóvember. Upphaflega stóð til að draga þann 12. októ- ber sl., en drætti var frestað vegna óviðráðanlegra orsaka. Enn eru seldir miðar í sölubíl í Austurstræti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.