Morgunblaðið - 13.11.1984, Page 32

Morgunblaðið - 13.11.1984, Page 32
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 Tónleikarnir voru auglýstir kl. 21.30. Að íslenskri venju var ekkert farið að gerast á þeim tíma. Hinsvegar ríkti mikil spenna í loftinu og áður en allir áhorfendur höfðu komið sér fyrir var byrjað að kalla og klappa hljómsveitina og meist- ara hennar fram. Fögnuðurinn sem síðan braust út þegar Megas gekk inn á sviðið var mikill og innilegur. Stór stund var runnin upp bæði fyrir áheyrendur og Megas. Hljómsveitin byrjaði að spila formálalaust. Þetta var fyrsta vísbendingin um hversu vel var staðið að öllu í sambandi við tónleikana. Ekkert vesen. Hljóðfærunum stungið í sam- band og talið inn i fyrsta lag. Hljóðstyrkurinn fram í salinn var frekar litill. Þetta er önnur vísbending um góðan undirbún- ing. Það átti ekki að láta „sánd- ið“ eyðileggja neitt eins og oft hefur gerst á tónleikum hér heima. Og það tókst. Rödd Meg- asar var frekar óskýr til að byrja með en það lagaðist fljótlega. Trommurnar hefðu mátt koma mun betur í gegn og sömuleiðis bassinn. Hann heyrðist illa auk þess sem leiðinlegt „humm“ suð- aði undir fram eftir öllum tón- leikunum. Að öðru leyti var „sándið" ágætt og jafnvægið á milli hljóðfæranna og raddar Megasar gott. Fyrstu þrjú lögin gáfu vís- bendingu um hverju búast hefði mátt við. Fyrsta lagið kröftugur rokkari sem gekk vel í spennta áheyrendur. Næsta lag ögn ró- legra og það þriðja rólegt. Síðan var spilað áfram i um klukku- stund og i heildina var fyrri hluti dagskrárinnar létt rokkað- ur. Hljómsveitin var greinilega í mjög góðri samæfingu. Hvert lagið rak annað án þess að um nokkurt óþarfa stopp væri aö ræða. Lag endaði andartaks þögn svo áheyrendur gætu látið fögnuð sinn i ljós og síðan talið inn í það næsta. Þetta var af- skaplega „professional" en gall- inn við þetta var að ekkert pláss var fyrir kynningu á lögunum og engin kynning fór fram. Hugs- anlega átti hún ekkert að vera með en var nauðsynleg. Hvað heitir lagið, var það gamallt eða nýtt og um hvað fjallaði það. Þetta eru upplýsingar sem næst- um nauðsynlegt er að heyra svo einhver almennilegur skilningur geti farið fram i lagi og texta. Það var ekki fyrr en í seinni helmingnum sem Megas fór að kynna lögin og þá eftir að áheyr- endur höfðu hvatt hann til þess nokkrum sinnum. Um hvern hljóðfæraleikara mætti segja ýmislegt. Allir stóðu þeir sig með prýði og ekki út á neinn að setja. Hinsvegar voru það tveir spilarar sem gerðu þessa tónleika mun eftirminni- legri en ef þeir hefðu verið án þeirra. Jens saxófónleikari Das Kapital var dálítinn tíma i gang en átti eftir að sýna glæsileg til- þrif. Hér vantar upplýsingar um hvað lögin heita svo benda megi nákvæmlega á hvar tilþrifin voru mest. En það sem meira máli skiptir var að hann gaf tónlistinni miklu meiri breidd en ef hún hefði verið án hans. Út- setningarnar fyrir hann voru smekklegar og tilvera hans I hljómsveitinni góð og óvænt. Hvað lagið heitir sem kom á eft- ir Paradísarfuglinum veit ég ekki. Þetta var ágætis rokkari og stakk ekki á nokkurn hátt í stúf við annað efni þessara tónleika. En sólóið sem Björgvin Gíslason gitarleikari spilaði var hápunkt- ur tónleikanna. Ekkert lýsingar- orð skilar á blað þeim áhrifum sem þetta sóló (ásamt allri spila- mennsku Björgvins þetta kvöld) hafði. En varla hefði Megas get- að valið betri mann til að lyfta þessum tónleikum hærra upp en þeir voru fyrir. Seinni helmingur tónleikanna var mun rokkaðri en sá fyrri. Fyrsta lagið var hefðbundinn blús. Gott lag sem stillti áheyr- endur vel inn á þá stemmningu sem átti eftir að koma. Hver rokkarinn rak síðan annan og síðasta lagið var Krókódílamað- urinn. Mjög vel heppnuðum tón- leikum var því sem næst lokið. Áheyrendur voru ekki á þeim buxunum að yfirgefa salinn og með kröftugu klappi tókst þeim að fá spilað aukalag. Gott lag sem endaði á táknrænan hátt eða á samspili Jens saxófón- leikara og Björgvins gítarleik- ara. Og þrátt fyrir mikla stemn- ingu og kröftugt klapp voru ekki spiluð fleiri lög. Megas kom fram, þakkaði fyrir góða áheyrn og bauð góða nótt. Frábærum tónleikum var lok- ið. Meistari Megas hafði farið á kostum, eins og við mátti búast. Hljómsveitin sem studdi hann var góð og í sameiningu sýndu þeir hvernig hljómleikar geta orðið hvað bestir. Hljóðið var gott allan timann. Styrkurinn frekar lítill en fór hækkandi eft- ir þvi sem leið á. En það er sama hvernig á þessa kvöldstund er litið, hún var sýnikennsla i hvernig halda á tónleika. Flest- allar íslenskar hljómsveitir mættu taka þetta sér til fyrir- myndar, bæta við því litla sem uppá vantaði (kynningar og samband við áheyrendur) og er ég viss um að þá þyrftu íslenskir hljóðfæraleikarar ekki að kvarta undan áhugaleysi og lélegum viðtökum á tónleikum. TEXTl: FINNBOGI MARINÓSSON. MYNDIR: BJARNI EIRÍKSSON FRABÆRT — „Meistari Megas hafði farið á kostum, eins og við mátti búast. Hljómsveitin sem studdi hann var góð og í samein- ingu sýndu þeir hvernig hljómleikar geta orðið hvað bestir." Frábær stemmning Á tónleikum Megasar í Austurbæjarbíói Ekki verður annað sagt en fyrstu tónleikar Megasar eftir sex ára hlé hafi heppnast mjög vel. Miðarnir á tónleikana seldust upp á skömmum tíma og greinilegt var að aðdáendur Megasar hafa ekki gleymt honum. Með honum var kynnt hljómsveit sem samanstóð af úrvals hljóðfæraleikurum. Hvað svo átti að gera vissu sennilega fæstir en allt leit þetta ákaflega vel út

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.