Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 41 Ríkisjörð eða kirkjujörð? Syðra-Laugaland: Metabo Endlng-Kraftur-örraUl RR BYGGINGAVÖKUR HF þessu er auðséð, að það þótti nokkru skipta, hvort þessi „verzl- un“ með nefndar jarðir yrði til þyngsla fyrir ríkissjóð, eða ekki. Enda hefir hann varla verið svo beysinn á þeim kreppuárum, sem þá gengu yfir land og lýð. Nú varð að vísu ekki af því, að Saurbær yrði seldur, en það var mál ríkisstjórnarinnar. Því að efa- laust á lagagreinin að skiljast svo, að henni sé „heimilt" að selja Saurbæ, en ekki skylt. ' Ekki veit ég, hvaðan þessi 32 þúsund hafa komið, til greiðslu fyrir Syðra-Laugaland. En sam- kvæmt áður sögðu sýnist mér harla ólíklegt, að þau hafi komið úr ríkissjóði. Hins vegar finnst mér það megi lesa í milli línanna í áðurnefndum umræðum um þetta mál, að kirkjujarðasjóður væri nokkuð stæltur. Og hafi nú kaup- verð Syðra-Laugalands úr þeim sjóði komið, er Laugaland auðvit- að kirkjujörð. En nú vona ég, að hægt sé að upplýsa þetta mál. Og því spyr ég: Ur hvaða sjóði komu þessi 32 þúsund, sem greidd voru fyrir Syðra-Laugaland? Bjartmar Kristjínsaoa er sóknar- prestur að Syðra-Laugalandi. Bjartmar Kristjinsson. Huustþjónustu ítuttugnár Það er með sérstakri ánægju að Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði minnist í dag tuttugu ára afmælis. Saga okkar í Hafnarfirði er saga tuttugu ára þjónustu og ánægjulegs samstarfs við Hafnfirðinga. Þetta er einnig saga tuttugu ára þátttöku í uppbyggingu hafnfirsks atvinnulífs. Af þessari þátttöku erum við stolt — og horfum fram á við, — full bjartsýni. í dag bjóðum við Hafnfirðinga og aðra velkomna í heimsókn til okkar, halda upp á daginn með okkurog þiggja kaffiveitingar. — eftir Bjartmar Kristjánsson Syðra-Laugaland var með lög- um nr. 41, 28. janúar 1936, gert að prestssetri í Grundarþingapresta- kalli, er svo hét þá. Hljóðar 1. grein laganna þannig: „Ríkis- stjórninni er heimilt að kaupa jörðina Syðra-Laugaland í öng- ulsstaðahreppi í Eyjafirði fyrir 32.000 kr. og færa þangað prests- setur í Grundarþingaprestakalli. Ennfremur að selja núverandi prestssetursjörð, Saurbæ i Eyja- firði." Saurbær er gömul kirkjujörð, „beneficium". Það kemur greini- lega í ljós í umræðunum um málið, að hér væri um „makaskipti" að ræða á jörðunum, og kemur það orð oft fyrir. Talið var hægt að selja Saurbæ fyrir 29 þúsund, og var þá munurinn aðeins 3 þúsund krónur. Magnús Guðmundsson spurði, hvort þessi munur ætti að greiðast úr ríkissjóði eða kirkju- jarðasjóði. Bernharð Stefánsson, sem var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins svaraði: „Að sjálf- sögðu úr kirkjujarðasjóði." Á I ytterste konsekvens Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Kristin Hoel: I ytterste konsekvens IVlyndskreytingar eftir Björg Holene Útg. Aschehaug 1984 Ég held ég fari rétt með það, að þetta sé fyrsta ljóðabók Kristin Hoel sem ég hef lesið, en skáld- sögu eftir hana, Tilfluksrommet, skrifaði ég um i þessum dálkum í fyrra. Mottóið í þessari tæru og ljúfu bók: Ein og saman. Saman og ein. Nánd og firrð. Skurn og kjarni. Kona og karl. Hittumst við? skila sér afskaplega vel. Þótt bókin sé framborin þannig, að í fyrstu virkar hún fráhrindandi og orð hennar mjög sjálfsögð og hreint engin ný sannindi, sem eru þar borin á borð, þá er því sannarlega ekki að leyna að hún vinnur á við meiri kynni og það sem manni fannst i fyrstu ósköp barnalega sjálfsagt verður notalegt og myndrænt og það er margt sem lesa má úr fáeinum setningum. Hún fylgir þróun og þroska í sam- lífi, lýsir því sem verður til að manneskjur laðast hvor að ann- arri, lýsir andstæðum sem hrinda þeim frá og hömlum og innibyrg- ingu sem er mörgum svo nauð- synleg til að kvikan komi ekki í ljós. Hún sýnir á stundum mjög skarpa athyglisgáfu og listræn tök hennar á efni því sem hún hefur valið sér og er sannarlega ekki nýtt af nálinni, eru áhrifamikil. Myndskreytingar Bjargar Hol- enes eiga sinn þátt i að dýpka textann. Þessi bók hlýtur óhjákvæmilega að vekja hjá manni löngun til að fylgjast áfram með Kristin Hoel. Mikið er gaman þegar maður rekst á þvílíka höfunda. N.U1V1 2. ArtOntfioW, Stml «87447 og «.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.