Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 45 Eftirminnilegir hljómleikar — eftir Einar Markússon í Norræna húsinu fóru 24. október fram fyrstu háskóla- hljómleikar haustmisseris, er fóru vel af stað, með tónsmíðum eftir Hallgrím Helgason, sem sjálfur lék á píanó með Þorvaldi Steingríms- syni fiðluleikara og Pétri Þor- valdssyni cellista. Ánægjulegt var að heyra hér verk eftir sama höfund, sem gáfu góða innsýn í stílbrögð, þroskaðan músíksmekk og kunnáttu þessa merka höfundar. Efnisskrá hófst á þrem lögum fyrir celló og píanó: Gamalt lag, Kvæðastef og Kansóna. Syngjandi tónn cellós naut sín vel i öllum þessum atriðum. Útfærslan á kvæðastefi jók mjög skemmtilega á spennu þá, sem býr með gamalli stemmu (Skagfirðingalag yngra). Frábær úrvinnsla i Kansónu vakti sérstaka athygli. Með eftirvæntingu var beðið eftir lokaverki hljómleika: Tríó fyrir fiðlu, celló og píanó. Ekki er að undra, þótt tríó þetta hafi verið leikið á konsertum vfðsvegar f Evrópu og í Norður-Ameríku, t.d. af Dresdener Trio, þar sem þetta kammermúsík-verk býr yfir skemmtilegum rýtma, litríkum hljómbrigðum og heillandi laglfn- um. Hér er ekki um að ræða verk á troðnum slóðum. Það sver sig f ætt við okkar tfma, að nýstárlegum og ferskum stíltökum, sem gera það að verkum, að hlustað er af vak- andi eftirtekt, sem hvergi verður fyrir vonbrigðum. Léttleiki f hljóðfalli var skýrt afmarkaður, t.d. f lokakafla, ekki sízt f pfanó- rödd; og mikil hljómfylling, með jafnvægi milli allra hljóðfæra, spratt eðlilega upp af margslung- inni, kontrapunktfskri radd- færslu. Hallgrímur á til að bera sterka, lýrfska æð, sem vel kom fram í hægum miðkafla með fag- urmótaðri syngjandi, rósemi og stillingu. Að öllu samanlögðu er hér að finna mikla bjartsýnis- músfk. Flutningur verks var í traustum höndum. Fiðluleikur Þorvalds glitraði í hæstu handstöðu og bar Vilja að starfs- menn ríkisútvarps verði vinnuskyldir í verkfalli AÐALFUNDUR í Sjálfstæðis- kvennafélaginu Báru á Akranesi, haldinn þann 30/10 1984, ályktar eftirfarandi: „Þar sem rfkisútvarpið er án efa eitt þýðingarmesta öryggistæki þjóðarinnar sendum við þá beiðni til menntamálaráðherra að hann stuðli að því að starfsfólk ríkis- útvarpsins hljóðvarps verði gert vinnuskylt í verkfalli, eins og aðr- ir sem vinna við öryggisgæslu, svo sem löggæslu og heilsugæslu." Collonil vatnsverja á skinn og skó. V^terkurog kj hagkvæmur auglýsingamiöill! yfirleitt vott um rík blæbrigði og óskeikula tækni. Pétur leysti hlut- verk sitt af miklum ágætum, með breiðum, fallegum tón og öruggri innkomu. Höfundur kom á óvart sem mjög fær pianisti og lét hvergi sitt eftir liggja. Þannig má óska hljómleika- nefnd Háskólans til hamingju með eftirminnilegan konsert í upphafi háskólaárs. Hafi allir þökk fyrir. Einar Markússoa er píanóhikari. Könnuður, nefnist flugvél þessi, sem verið er að tilraunafljúga í Kaliforníu um þessar mundir, en ef allt gengur að óskum munu flugmenn að nafni Burt Rutan og Jeane Yeager reyna á henni hnattflug næsta vor. Flugið verður sérstakt að því leyti að þau ætla hvergi að lenda, heldur fljúga í einum áfanga. Vinsældir GRATTAN vörulist- ans fara stöðugt vaxandi hér- lendis. í GRATTAN listanum, sem er einn sá stærsti í Evrópu, færð þú vandaðar vörur frá heimsþekktum framleiðendum. Það sem einkennir GRATTAN listann er mikið úrval af glæsilegum og vönduðum vörum á MJÖG HAG- STÆÐU VERÐI. Á pöntunarseðli hér að neðan gefst þér kostur á að panta næsta stóra (ca 900 bls.) GRATTAN vörulistann vor-sumar 1985, sem verður til afgreiðslu um næstu áramót. Gífurlegt vöruúrval. Vöruúrval GRATTAN listans líkist helst því sem gerist í stærstu vöruhús- um heimsins. Stórkostlegt úrval af föt- um, skóm, leikföngum, vefnaðarvöru, verkfærum, húsgögnum o.fl. Allt þetta og ótal margt fleira færð þú í GRATTAN listanum. Fullkomin ábyrgð á öllum vörum. Ef varan passar ekki eða líkar ekki af öðrum ástæðum, þá hefur þú 30 daga til þess að skila okkur vörunni. Þannig er fullkomin ábyrgð á öllum vörum í GRATTAN listanum. Sértilboð á Sinclair ZX Spectrum tölvum með 6 leikjum. Kostar nú aðeins kr. 5.200. - Tilboðið stendur til 25.nóv. 1984, eða meðan birgðir endast. Innborgun með pöntun kr. 1000.- Vegna gífurlegrar sölu á tölvunum getur GRATTAN nú lækkað verðið um 20Vo. Þær kostuðu áður kr. 6.450.- Úr listanum er einnig hægt að panta ýmsa fylgihluti við tölvuna s.s. stýri- pinna, diskdrif og leiki. Þægilegur verslunar- máti. Pöntunarkerfi okkar er einfalt og | þægilegt og tryggir viðskiptavinum f okkar fljóta og örugga þjónustu. Þú | fyllir aðeins út pöntunarseðil sem | fylgir GRATTAN listanum og sendir I okkur, eða hringir í pantanasíma r okkar. Við sjáum síðan um alla út- reikninga og tollmeðferð. Að 3-4 vik- um liðnum færð þú vörurnar sendar í póstkröfu eða keyrðar heim ef þú ert á S-Reykjavíkursvæði. Við vonumst til þess að stytta þennan afgreiðslutíma enn frekar með tölvuvæddu pöntunar- kerfi sem á að verða tilbúið um ára- mót. GRATTAN listanum fylgir marg- földunartafla sem auðveldar þér að reikna vöruverð í íslenskum krónum. Grattan umboðið á íslandi GRÍMNIR HF. DALSHRAUNI13 220 HAFNA RFIRÐl S. 91-78201 OG 91-78152 X .il þess að auka enn þjónustuna, vantar okkur enn umboðsmenn víða um land. Við leitum að traustum og samviskusömum aðilum. Hentar t.d. ágætlega fyrir heimavinnandi fólk. Áhugasamir sendi okkur umsóknir er greini frá nafni, nnr., heimilisfangi, síma og öðru því sem að gagni mætti koma. PÖNTUNARSEÐILL Natnnumer Heimili Postnumer UMBOP/fi PÓSTHÓLF 205-222 HAFNARFIROI N.NR. 2753-0400 * □ I stk. GRATTAN vor-sumar listi 1985 kr. 150. - + burðargjald. ' I □ 1 stk. Sinclair ZX Spectrum með 6 leikjum kr. 5.200. - + burðargjald. : 1000. - kr. innborgun er nauósynleg með pöntun á tölvu og getur t.d. verið með ^Jrankaávísun, póstávisun eða D-gíróseðli. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.