Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 Jens í Kaldalóni: TOLLSKJÖL og venðú trei kni ngar MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að auka þekkingu þeirra sem innflutning stunda og stuðla þar með að bættum af- köstum og tímasparnaði hjá viðkomandi aðilum. Kunn- áttvleysi í gerð tollskýrslna og verðútreiknings hefur haft) for með sér ómælt erfiði fyrir margan manninn, en þetta námskeið á að kynna þátttakendum hvernig þessi mál ginga fyrir sig. EFNI: - Helstu skjöl og eyðublöð við tollafgreiðslu og notkun þeirra. - Meginþættir laga og reglugerða er gilda við tollaf- greiðslu vara - Grundvallaratriði tollflokkunar. - Helstu reglur við verðútreikning. - Gerð verða raunhæf verkefni. PÁTTTAKENDUR: Námskeíðið er einkum ætlað þeim sem stunda innflutn- ing í smáum stíl og iðnrekendum, sem ekki hafa mikinn innflutning. Einnig er námskeiðið kjörið fyrir þá, sem eru að hefja eða hyggjast hefja störf við tollskýrslugerð og verðútreikninga. LEIÐBEINANDI: Karl Garðarsson við- skiptafræðingur frá Háskóla íslands. Starf- ar nú sem deildarstjóri á skrifstofu tollstjóra. TÍMI - STAÐUR: 26.-28. nóvember kl. 9-13. Síðumúli 23. ATH.: Starfsmenntunarsjóðir SFR og STRV og Versl- unarmannafélans Reykjavíkur styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa við- komandi skrifstofur. STXDRNUNARFÉLAG kíSLANDS ISW3 Fréttapistill frá Djúpi Bcjan, 3. aÍTember. Þegar maður nú nefnir fréttir héðan frá Djúpi frá nýliðnu sumri, verður að segja, að framúr skara ein fjögur atriði, sem þáttaskil skapa í vissum veigamiklum atrið- um, og skera sig úr í hinu daglega amstri lífsins. Skal þar fyrst nefna, að grasspretta og heyupp- skera mun á liðnu sumri, svo jöfn og mikil veriö hafa, að langt er umfram það sem verið hefur sl. seytján til átján ár. Hlöður flestar fullar uppí rjáfur, þar sem áður margar voru um árabil með lítilli gólfskán einni saman af heima- fengnu heyi, en þar á ofan bætt aðkeyptu heyi, dýru oft og lélegu um langan veg flutt með ærnum kostnaði. Allsstaðar var vaðandi kafgresi, og mikil feikn hefði víða mátt slá á engjum, hefðu kaupa- menn orfaaldanna mundað sínum tólum um viðáttur þeirra teiga, sem í legu lágu af grasi. Hinsvegar hrjáðu óþurrkar hér allan heyskap og töfðu mikið, svo sem viða annarsstaðar á landi hér, en þó munu nokkuð góð hey á garða borin verða hér í Djúpi í vetur, þar eð súgþurrkun má nú heita á hverjum bæ, og enda víða votheysverkun í stórum stíl. Menn líta því bjartari huga til nýbyrjaðs vetrar en stundum áður. Laxeldi Annað má hér nefna, sem til stórræða má telja, að stofnað var hér við Djúp á sl. vori hlutafélagið íslax, sem staðið hefur að i sumar byggingu laxeldishúss á Nauteyri, við svokallaða Hafnardalsá, sem að flatarmáli spannar 423 fer- metra, og einnig þar í tjörn alið 4.500 laxaseiði til sleppingar i sjó fram, í von um að til átthaganna leiti sofnuður sá, þá áttahagaskyn og þroski þeirra fiska fer að aðlag- ast því náttúrulogmáli sem nátt- úran hefir þeim áskapað, svo sem öðrum þeirra kynbræðrum. Að- eins hefur tafið þessa framkvæmd nokkuð, að límtrésbitar í þak hús- sins gátu ekki afgreiðst á réttum tíma vegna verkfalls opinberra starfsmanna, þar eð enginn þeirra vildi afgreiða lím úr tolli, svo sam- an skildi tolla tréverkið, en sem mun nú úr rætast fljótlega, þá saman hefur gengið f sátt og sam- lyndi allar þær réttlætiskröfur, sem um samningaborðið runnið hafa, svo allir megi nú vel una réttlæti og friði. Þá hefur þetta nýja fyrirtæki einnig haft með hendi nú síðla sumars endurborun á hitavatns- holu, sem áður var boruð var á Nauteyri, um 580 m djúpri, og lát- ið fóðra hana, en þar að auki bor- að nýja holu f 400 m dýpi en sem ekki er þó að fullu lokið, en áætlað að klára f haust. Þá hefur félag þetta einnig á prjónunum byggingu laxeldis- stöðvar í Reykjanesi, ásamt með Pétri Bjarnasyni á Isafirði, en hann er mikill áhugamaður f þeim efnum, og skulu þar tilraunir stundaðar í þessu fagi til að byrja með. Sjúkraflugvöllur Þá er í þriðja máta þess að geta, að mikil framkvæmd var hér við sjúkraflugvöllinn í Bæjum gerð í ¦'- eþorsWcAfe STADUR VANDLÁTRA Vantar þig húsnæði fyrir: jólatrésskemmtun, fund, skóladansleik, erfidrykkju, árshátíö, brúðkaup, hljómleika, o.s.frv. Viö getum leigt út salarkynni okkar meö ýmsu móti, svo sem. EFRI SAL NEDRI SAL anddyri og sal viö hringstiga á neöri hæö, svo og allt húsiö. Viö höfum danshljómsveit, einleik á orgel eða disco. Viö höfum allar veitingar eftir yðar óskum Síminn okkar er 23333 og bíðjið um veitingastjórann, hann gerir þér til- boð. Dragiö ekki að athuga málið. sumar að frumkvæði Guðbjörns Charlessonar, svæðisstjóra flug- mála hér á Vestfjörðum. Stjórnaði Guðbjörn þvi verki af mikilli ráðdeild og skörungsskap, svo sem hann á einnig ættir til að rekja. Var flugvöllurinn lengdur um rúma 300 m og er nú allur sjúkra- flugvöllurinn orðinn 850 metra langur. Allur ný yfirkeyrður með hinu besta malarefni sem hér um slóðir finnst, og þvf einn hinn besti flugvöllur hér f Inn-Djúpinu. Er það eitthvað hið stærsta örygg- isatriði sem hér hefur framkvæmt verið um langan tíma. Einangrun rofín Þá er í fjórða lagi þess að minn- ast, að nú sfðsumars var opnaður nýr og mjög svo fullkominn vegur yfir Steingrímsfjarðarheiði, og þar mun sú lffæð opnast hafa sem algerum straumhvörfum valda mun um ár og alla tfð f samgöngu- þáttum Djúpmanna, og samskipt- um öllum við Strandamenn um ókomin ár, og þar með opnast al- gerlega ókönnuð lönd, og kynni við það fólk sem þar ræður húsum. Mun þar margur fagnaður saman tvinnast á ókomnum árum, sem áður var algerlega lokuð bók, með þeim ókleifa fjallgarði, sem að- skilið hefur þessar norðlægu byggðir um aldir. Nú hefur sú ein- angrun rofin verið öllum til ham- ingju og heilla, og ber vel að þakka þeim, er þar höfðu úrslitaáhrif um mannlega og farsæla ákvörðun. Framá þennan dag hefur ekki snjóföl hamlað greiðum ferðum um heiði þessa, enda þótt Þorsk- afjarðarheiöi hafi um það bil nú um mánaðarskeið verið lokuð öll- um bílum vegna snjóa. Rígaþorskur En þá svona í lokin má ekki gleyma garminum honum Katli. Að í öllum skömmtunar kerfis- ósköpunum, er nú svo hér á haust- dögum, að línubátar, þeir fáu, sem frá ísafirði róa, fá nú 15—18 tonn í róðri af rfgaþorski, en það voru kölluð 30—40 þúsund pund hér f gamla daga þegar ég og mfnir lfk- ar voru við sjóróðra, og barst ekki að nema í stærstu aflahrotum á hávertfðinni, og Djúpið allt á sl. vori fylltist svo af fiski að annað eins mun ekki f mannamunum sfð- an vorið 1925, en munurinn bara sá, að þá ekki fyrr en um miðjan júnf, en nú í vor i byrjaðan maí. Ógrynni hefði þá mátt fiska hér, ef hinir háttlærðu prófessorar innan gæsalappa, ekki hefðu þar alla stóla sett fyrir þær afladyr. En það er nokkuð annað að læra á bók og tala, en að kunna að telja fiskana í sjónum. Vænt fé Slátrun fjár er hér við Djúp al- farið lokið. Gengu fjárflutningar vel og slátrun greiðlega. Féð var með afbrigðum vænt, feitt og fal- legt þegar af fjalli kom. Mun þvf margur bóndinn sællegar vigtar- nótur fengið hafa, en þeir sem mjólk framleiða aftur hnípnari á svipinn, þegar í endaðan október fengu þann boðskap frá Fram- leiðsluráði, að nú fengju þeir 50 aura uppbót á septembermjólkina sfna, eftir að hafa neyðst til þess að láta beljurnar sínar steingeld- ast, einmitt i september, eftir þá andskotans okurvitleysu sem þessi fóðurbætisskattur, er hefur verið og verður, og mætti þar nokkuð vega salt að júfnu framkvæmdin sú arna og skömmtunarskrifstofu- gerð fiskifræðinganna, ef um væri fjallað af þekkingu og viti. Gleðilegan vetur landsmenn góðir, og þokkum guði gott sumar. Jens í Kaldalnni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.