Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 47 Enderby lifir [jBHEEBl bækur lllugi Jökulsson Anthony Burgess: Enderby's Dark Lady, — or: No End to Enderby. Hutchinson 1984. Víst er skáldsagnahöfundurinn guð! A. Wilson Burgess skrifaði á sínum tímar þrjár vinsælar bækur um skáldjöfurinn Enderby, og í lok þeirrar síðustu — The Clock- work Testament — þá dó aum- ingja Enderby. En viti menn! Nú i ár kom út fjórða bókin um End- erby; hún gerist ekki í ríki dauðra (og hefði þó verið nógu fróðlegt ai fylgjast með gassagangi Enderbys þar niðri!), heldur er bara eins og Enderby hafi aldrei dáið. I undir- titli bókarinnar segir Burgess: „Samin til þess að friðmælast við vinsamlega lesendur The Clock- work Testament, sem mótmæltu því hversu kæruleysislega ég drap söguhetju mína." t formála út- skýrir hann þetta svo öllu nánar og segir að lokum: „(Enderby) mun vitaskuld deyja að lokum, en aðeins vegna þess að skapari hans deyr. Á hinn bóginn getur hann ekki dáið vegna þess að hann er skáldsagnapersóna." Ójá, það er alltaf sama spekin sem dettur upp úr Burgess. En frásagnarlistin er sem betur fer sðm við sig líka; frásagnargleðin, sem mörgum finnst jaðra við ofgnótt, málæði, hefur kannski aldrei verið meiri. Þessi fjórða Enderby-bók er oft og tíðum mognuð skemmtun. Burgess er orðlistamaður fram í fingurgóma — hann nýtur þess auðsæilega að fást við orð og kann sitt fag. Þegar hann tekur stærstu heljarstökkin getur islenskur lesandi, þótt sæmilega sjóaður sé i ensku, varla vænst þess að fylgja honum eftir, en það getur verið gaman samt. Eg minnist þess nú að snemma í vor las ég bókadóm í ensku sunnu- dagsblaði þar sem greint var frá nýrri enskri orðabók sem þá var nýkomin út. Hún hét Orðabók fyrir venjulegt fólk, eða eitthvað í þá áttina, og maðurinn sem tók saman kallaðist Wainright. Hann var þeirrar skoðunar að alls ekki mætti fella dóma um það skv. hefð eða málfræði hvað væri rétt mál og hvað rangt. (Þetta hefur nú svo sem komist til umræðu hér, til að mynda í Daglegu máli, og hver nýr umsjónarmaður á fætur öðrum keppist við að halda þessu sama fram.) Wainright kenndi: Það mál sem fjöldinn talar, það eitt er rétt, jafnvel þó það sé rangt. Orðið læmingi var þannig útskýrt i bók hans sem: „Litið dýr sem öðru hvoru fremur sjálfsmorð í stórum hópum með því að hlaupa i sjó- inn." Nú skilst mér að þetta sé alls ekki rétt — það sé bara þjóðsaga að læmingjarnir hlaupi í sjóinn. En úr þvi að flestallir halda það, þá var það nógu gott fyrir Wain- right. Annað dæmi: Griski frasinn „hoi polloi" mun merkja lýðinn eða fjöldann, en í orðabók Wain- rights er það útskýrt sem: „Yfir- stéttin". Astæðan? Jú, það skilja svo fáir grisku að flestir ímynda sér að grískur frasi hljóti að þýða eitthvað stórfenglegt. Þannig verður fjöldinn að yfirstétt og Wainright tekur það gott og gilt. Og til þess að sýna að hann fylgi sjálfur kenningum sínum út í æs- ar, þá upplýsti Wainright í for- mála — sagði í bókardómnum sem ég las — að hann hefði upphaflega heitið Wellright en látið breyta nafni sinu. Fólki hefði nefnilega sífellt verið að misheyrast, fundist hann heita Wainright, og hann hefði því komist að þeirri niður- stöðu að hann hlyti að heita Wain- right! Fjöldinn hefur alltaf rétt fyrir sér. En hvað ragar þetta Burgess? Jú, bók Wainrights var, að sogn, tileinkuð gegn Anthony Burgess. Burgess væri alltaf að vesinast með að rifja upp gömul og löngu úrelt orð, jafnvel finna upp ný — sem Wainright þótti hámark ósvífninnar' — og svo slæmur væri hann að fólk, venjulegt fólk, þyrfti meira að segja að fletta upp í orðabókum til þess að geta lesið bækur hans. Burgess, sagði Wain- right, hefur unnið meira tjón á enskunni en nokkur annar; mótað hana í stað þess að láta fjöldann fara sínu fram. Þetta er sniðugt, en því miður er sagan dálítið endaslepp. Eg uppgötvaði um siðir að bókadómur þessi birtist þann 1. apríl 1984 — hann var aprílgabb blaðsins... En þetta var um orðlistamann- inn Anthony Burgess. Gleymum ekki Enderby. í þessari bók hefur Burgess holað honum niður í Indíana-fylki í Bandaríkjunum, og þar er veslíngs Enderby ætlað að rita texta við söngleik um Skáldið mikla — William Shakespeare. Segir sig sjálft að Enderby lendir í hinum voðalegustu hremming- um, og þar á ofan fáum við óspart að njóta snilldar hans sem ljóð- skálds. En sú dökka frú sem titill bókarinnar visar til er ein leik- kvennanna í söngleiknum; ung og kynósa blökkumær sem Enderby fellir hug til. Og þarf síst að segja aðdáendum Enderbys að kvenna- málin þau verða litskrúðug. Fram- an og aftan við sjálfa frásögnina af Enderby er svo skotið smásog- um eftir hann og báðar fjalla um Shakespeare; sú fyrri varð til þess að honum var boðið að skrifa text- ann við fyrrnefndan söngleik, hina síðari skrifar hann eftir vist sína í Indíana. Nú þarf vart fleiri orð. Enderby er enn á lífi og stendur fyrir sínu í fjórða sinn. Burgess segir í lok formála sins: „Ég veit ekki hvort mér er vel eða illa við hann; ég veit aðeins að fyrir mér er hann til. Eg óttast að líkur séu á að hann haldi áfram að vera til." ÞESSI AUGLYSING VARÐAR ORYGGI ÞITT OG ÞINNA! INÝ ÞJÖNUSTÁ PLOSTUM VINNUTEIKNINGAR, _: VERKLVSINGAR. VOTTORO, ^íáS MATSEOLA. VERDLISTA. ^S^JS> KE VK FR ST, OP B PLOSTUM VlNNUTEIKNIN&AR, VERKLVSINGAR. VOTTORÐ. MATSEOLA. VERÐLISTA, «v; KENNSLULEIÐBEININGAR. TILBOÐ. BLAÐAURKLIPPUR. VKXIRKENNINGARSKJOL. UOSRITUNAR- FRUMRIT OG MARGT FLEWA. STÆIÐ BREiDO ALLT AÐ 63 CM. LENGO OTAKMORKUÐ. OWÐKL. 9-12 OG 13-18. ISKORT HJARÐARHAGA27 »22680. r_ DfTRYGGING ER NAUÐSYNLEG VARÚÐARRÁÐSTÖFUN Hvar stendur fjölskyldanvið fráfall fyrirvinnu? Astvinamissir er hverri fjölskyldu nógu þungbær þó íjárhagsleg óvissa og öryggisleysi um aíkomu fylgi ekki í kjölfarið. Reikningarnir hætta ekki að berast þó að þú fallir frá. Því er það skynsamlegt fyrir hvern þann sem hefur fyrir öðrum að sjá að horfast í augu við staðreyndir. Gerðu nauðsynlegar varúðar- ráðstafanir í líf- og slysatrygginga- málunum. ! I I ft < Hafðu samband - við hjálpum þér að meta tryggingaþörfina. Sérstakur afsláttur er t.d. af hjóna- tryggingum. -------------------------------------------__V>_ Já, takk, ég vildi gjaman fá senda bæklinga um slysa- og líf- tryggingar Samvinnutrygginga og Andvöku. Nafn:_______________________________________________________ Áskrit'uimninn er 8303Í Heimili:. 5AMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA Ármúla 3, 108 Reykjavík Sími: (91)81411 Þín félög-í blíðu og stríðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.