Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984
Prentfrelsi á villigötum
% — eftirEggert
Jónasson
I sumarlok bárust þær fréttir til
okkar unnenda léttrar tónlistar að
von væri á nýju poppblaði. Útgáfa
slíkra blaða hefur gengið afar illa
á íslandi hingað til og því var ekki
laust við að maður fylltist aðdáun
á útgefanda blaðsins sem ætlaði
sér að feta þessa óvissubraut, um
leið og maður beið spenntur af-
raksturs erfiðisins. Fyrr en varði
rann upp útgáfudagur poppblaðs-
ins Hjáguos. Spenntur greip ég
— * eintak af blaðinu á vinnustað mín-
um, bókabúð einni hér í borg, og
hugðist nú sameina það tvennt að
njóta kaffitímans vel og gangast
upp í þeirri starfsskyldu minni að
vera sæmilega vel upplýstur um
sðluvarning búðarinnar. Hófst nú
lesturinn og er skemmst frá því að
segja að liðan mín eftir nokkrar
siður af Hjáguði jafnaðist á við
það sem meistari Þórbergur lýsir
af stakri snilld í OfviUnum af veru
sinni í Kennaraskólanum:
„En drottinn minn dýri! HvíHk
vonbrigði! Ég las og las, var búinn
að rýna mig rauðeygan í hverja
opnuna á fætur annarri. En þær
voru alltaf jafn-ómerkilegar,
jafn-hundleiðinlegar." (bls. 19)
Þegar komið var fram undir
mitt blað var ég orðinn viss í
minni sök; Þórbergur komst að
þeirri niðurstöðu að bækur Kenn-
araskólans væru bæði ómerki-
legar og leiðinlegar, ég komst að
þeirri niðurstöðu að blaðið Hjáguð
væri eitthvert versta sorp sem
komið hefur á prent á íslandi.
Þessi fullyrðing skal nú rökstudd.
í fyrsta lagi: aldrei á ævi minni
hef ég séð annað eins safn móðg-
ana og meiðyrða í garð einstakra
persóna á prenti. Nokkur dæmi
um þetta: „Gunnar poppfáfræð-
ingur Salvarsson, aulahúmoristi
og Listapoppruglukollur" (bls. 6),
„Kynningar Gunnars eru ákaflega
þurrar og illa fram setta. Maður-
inn er með eindæmum linmæltur,
óskýr og litlaus. Að auki er hann
hættulega fáfróður um tónlist...
Þá talar hann svo rangt mál að
furðu sættir." (bls. 23), „í föstu-
dagsskapi nefnist skallapoppþátt-
ur Séra Helga Más Bárðarsonar.
Helgi ætti að biðja Guð um að
Markmið: Á námskeiðinu er lögð áhersla á að gera
grein fyrir skipulagi og uppbyggingu fyrirtækisins sem
stjórnunareiningar. Gerð er grein fyrir mikilvægi mark-
miðasetningar, skipulagningu verkefna og rætt um
hvernig takast á við skipulags- og stjórnunarvandamál
sem upp koma í fyrirtækjum.
Efni: Fjallað verður um:
— Stjórnskipulag og tegundir
— Verkefnaskiptingu
— Valddreifingu
— Verkefnastjórnun
— Skipulagsbreytingar
— Upplýsingastreymi, ákvarðanataka
— MBO; stjórnun eftir markmiðum
— Hvað er stjórnun?
— Samskipti starfsmanna
— Samskipti yfirmanna og undirmanna
Þátttakendur: Námskeiðið er einkum ætlað þeim
sem hafa mikil, bein samskipti við samstarfsmenn sína,
bæði yfirmenn og undirmenn og þeim sem annast
skipulagningu og stjórnun á atvinnustarfsemi og tíma-
bundnum verkefnum.
Leiðbeinandi. Höskuldur Frímannsson rekstrarhag-
fræðingur. Lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands
1977 og stundaði síðan framhaldsnám í rekstrarhag-
fræði við University of Bridgeport í Bandaríkjunum.
Starfar nú hjá Skýrsluvélum rfkisinsog Reykiavíkurborg-
Tími: 1984: 26.-29. nóvember kl. 14.00-18.00.
Námseiningar: 1.5
TILKYNNIÐ ÞATTTOKU
í SÍMA 82930
STJÓRNUNARFÉUVG
„Þórbergur komst að
þeirri niourstöðu ad
bækur Kennaraskólans
væru bæði ómerkilegar
og leiðinlegar, ég komst
að þeirri niðurstöðu að
blaðið Hjáguð væri eitt-
hvert versta sorp sem
komið hefur á prent á
íslandi."
gera með sér eins og einn þátt.
Kannski gæti sá þáttur orðið
frambærilegur." (bls. 23), „Hann
(Páll Þorsteinsson, dagskrárgerð-
armaður á Rás 2 — innskot
gr.höfundar) lét Björgvin (Hall-
dórsson) nefnilega múta sér." (bls.
29)
Molar þessir bera þess mjðg
ákveðin einkenni að vera samdir
SIEMENS
af ritstjóranum, Jens Guð eins og
hann kallar sig. Þegar maður les
níð þetta og margt fleira í sama
dúr í Hjáguð, fyllist maður for-
undran. Hvað er maðurinn að
fara, hver er tilgangurinn? Er það
öfundin sem fær ritstjórann til að
ráðast á menn með óbótaskömm-
um og meiðyrðum? Staðreyndin er
sú að þeir 3 starfsmenn rásar 2
sem Jens úthúðar svo hér í dæm-
unum eru af öllum þorra hlust-
enda útvarps viðurkenndir sem
áheyrilegustu útvarpsmenn lands-
ins, og af þeim sem til þekkja eru
ekki bornar brigður á þekkingu
þeirra í starfi.
Jens Guð ræðst ekki aðeins í
greinum sínum á einstaka starfs-
menn rásar 2, heldur einnig á rás-
ina í heild og stjórnanda hennar,
Þorgeir Ástvaldsson. Mér er það
fyllilega ljóst að margt mætti
færa til betri vegar á rás 2, þó það
sé skoðun mín að efnislega sé hún
vel samsett og hygg ég að skoð-
anakannanir um hlustun rásar 2
gefi það ótvirætt til kynna að
hlustendur séu almennt ánægðir.
óánægjurödd Jens er því rödd
hins smæsta minnihluta (16%
Einvala lið:
Si'emenS- heimilistækin
Urval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem
hvert tæki leggur þér lið viö heimilisstörfin.
Oll tæki á heimilið frá sama aðila er trygging þín
fyrir góðri þjónustu og samræmdu útliti.
SMITH & NORLAND HF.
NÓATÚNI 4, SÍMI 28300.
í
I
SLANDS
_ IMULA23
MI8293Q
¦y-v.v.v.v.v.w
;¦ MATSEÐILL 5
HÁDEGISVERÐUR
13. 11.
BíómkáíssúQa
°9
Pömvusteikt ýsuflök
með (auksósu, gúrkusaíati
og hvítum kartöfíum
kr. 190.
eða
Spaghetti Boíognaise
kr. 210
Auk aruvura rétta á vayu verði
OPNUNARTÍMI ALLA DAGA
KL. 11.30-14.00
KL. 18.00-23.00
Veitingánúsið Hagameí 67
Reykjavík, simi: 26070.
Birgir \'u5ar I laíldórsson, matreiðsauneistari.
í
I
minnihlutans sem Jens nefnir og
segir að sé „sólginn" í „pönk og
nýskapandi poppmúsík").
Það er ansi hreint spaugilegt að
sjá fullyrðingu Jens um að Páli
Þorsteinssyni hafi verið mútað. Á
fyrstu starfsdögum rásar 2 var
tekið langt viðtal við Jens Guð í
unglingaþættinum Frístund á
besta útsendingartíma um nýút-
komna bók frá bókaútgáfunni
Æskunni eftir Jens, Poppbókin —
í fyrsta saeti. Og hver tók svo við-
talið kynni einhver að spyrja. Jú,
það var Eðvarð Ingólfsson sem
vinnur sitt aðalstarf hjá Æsk-
unni!! Hér er sem sagt einn starfs-
maður Æskunnar að ræða við
annan slíkan um bók frá útgáf-
unni! Mútur eða mútur, svona lag-
að má ekki gerast í hlutlausum
fjölmiðli eins og Ríkisútvarpið á
að vera.
{ öðru lagi hlýtur það að teljast
til sorpblaðamennsku að velta sér
upp úr einkalífi látinna manna á
þann hátt sem Hjáguð gerir í
greinunum um John Lennon og
Elvis Presley. Umfjöllun sú sem
beir fá er aðeins blaðamönnum til
skammar, ekki stjörnunum sjálf-
um. Endanlega kastaði þó tólfun-
um þegar þeir Hjáguðsmenn þótt-
ust hafa komist yfir lengdarmál
kynfæra Presleys sem og sifja-
spjöll hans og móður hans (svo
kalla þeir Samúel „klámblað" í
blaðinu). Hvaðan koma heimild-
irnar? Jens verður svarafátt i les-
endabréfi nýverið: „frá Bandarikj-
unum (að visu með viðkomu í Nor-
egi)" (Mbl. 3. nóv.) Það er ekki að
undra að þeir vilji sem minnst
segja um heimildir, ansi er ég
hræddur um að ábyrgðarmaður
Hjágnðs hafi gerst sekur um rit-
stuld úr erlendum blöðum með
hæfilegu kryddi þó. Rýmis vegna
lœt eg hér staðar numið í sorp-
upptalningu Hjáguðs, þó vissulega
mætti halda lengi áfram.
Á einum stað i blaðinu er vikið
að slæmri islenskukunnáttu
starfsmannas rásar 2, en þeir Hjá-
guðsmenn ættu frekar að líta i
eigin barm, þvi blaðið er fullt af
ambogum og málslettum ýmis-
konar. Orð eins og „orginal",
„kópía", „spekúlant", „meika",
„sándgrúppa" og „kómedía" heyra
ekki til íslenskri tungu eftir mfn-
um bestu heimildum, og ætti að
vera auðvelt að finna íslenska
staðgengla þeirra.
Ekki verður svo skilið við Hjá-
guð að þáttur Poppbókarinnar i
blaðinu verði ekki gerður að um-
talsefni. í blaðinu er að finna
mikla lofrullu um bókina sem ber
þess ýmis merki að vera samin af
höfundi bókarinnar, sem um leið
er ritstjóri og ábyrgðarmaður Hjá-
guos. 1 upphafi greinarinnar segir
svo: „Ein sðluhæsta bók siðasta
árs var Poppbókin" (bls. 15). Það
er skemmst frá því að segja að hér
er farið með hreint fleipur. í
fyrsta lagi er það staðreynd að
bókin seldist i slöku meðallagi i
bókabúðum á. Reykjavíkursvæðinu
(stærsta sðlusvæði landsins), og
byggi ég þessar upplýsingar á
samtölum við allmarga bóksala. í
öðru lagi eru engar tölur til yfir
sðlu á einstökum bókum, slíkar
tolur eru einkamál hverrar bóka-
útgáfu fyrir sig og liggja ekki á
lausu. Af því leiðir að ekki er hægt
að leggja slíka fullyrðingu fram.
Af greininni má einnig skilja að
bókin hafi ekki aðeins valdið deil-
um heldur einnig ólátum, sem
maður hlýtur að skilja sem
slagsmál einhvers konar — nú
verð ég að játa mig orðlausan!
Mál er að linni; hér hefur heil-
mikið verið gagnrýnt, en þrátt
fyrir það er HjiguA ekki aivont
blað. Viss ferskleika gætir f upp-
setningu og viðtalið við Einar
„Kuklara" er ágætt.
Að lokum vil ég beina þeirri
áskorun til útgefanda blaðsins,
ólafs Pálssonar, að hann bjargi
æru sinni og útgáfunnar og færi
okkur vandað blað um popptónlist,
jafnvel þó svo að það kosti endur-
nýjun á starfsmönnum biaðsins.
Prentfrelsi er vandmeðfarið og
bæði blaðamenn og ritstjóri eiga
greinilega margt ólært í þeim efn-
um.
Eggert Jónasson er nemi í við-
skipUfrædum við Hiskóla ísUnds.