Morgunblaðið - 13.11.1984, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 13.11.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 55 Forsíöur tímarita Kristína hefur þrisvar sinnum verið á forsíðu Flare og tvisvar sinnum á Seventeen. bekk. Að vísu kemur það fyrir að ég skjótist út ef spennandi og góð verkefni bjóðast, og var reyndar að koma heim úr einu slíku, en skólinn situr fyrir öllu. Ég reyndi að vera erlendis í skóla í fyrra, en mér líkaði það alls ekki, krakkarnir voru svo barnalegir og allt bara öðruvísi þannig að ég ákvað áð vera heima í vetur. Síðan er stefnan að fara i menntaskóla því ég er ekki svo vitlaus að ég fórni menntuninni fyrir fyrirsætu- störfin." — Voru krakkarnir breyttir gagnvart þér þegar þú komst aftur í skólann, orðin fræg fyrirsæta? „Já svona fyrst allavega. Þau héldu að ég hefði örugglega breyst og höguðu sér þessvegna öðruvísi. Núna er allt í lagi. Ég er alveg eins og ég var og ekkert breytt." — Nú hefur þú náð tiltölu- lega langt á skömmum tiina. Hvað er það aðallega við þig sem heillar Ameríkanann svona upp úr skónum? „Það er þetta unga og frísk- lega útlit, æi, þú veist, stór munnur, stór augu, ung húð og allt þetta. — Hvað er besta verkefnið sem þú hefur fengið? „Það voru eiginlega kápurnar á tímaritunum sem ég fékk, þ.e. á Flare þrisvar og á Seventeen tvisvar. Auðvitað eru fleiri góð verkefni, en þessi voru mest spennandi. t bili er ég ekki á neinum samningi en ég vinn fyrir Elite og fer út næsta sumar til þeirra. Ég er svo rosalega ung og vil þessvegna ekki binda mig við neinn samning strax. Markmiðið hjá mér núna er bara að læra og læra og ná þess- blessaða níunda bekk.“ fékk ekki að fœkka árunum um fimm Leikkonan Joan Collins, sem frægust hefur orðið fyrir leik sinn í „Dynasty“-þáttunum, er mjög hreykin af því að vera kölluð kynbomba þótt hún sé komin á sextugsaldurinn. En samt virðist henni hætt að standa á sama um að aldurinn skuli hækka með ári hverju. Nú nýlega reyndi hún að ráða bót á þessu með því að fækka árunum um fimm en það varð bara til þess, að hún lenti í útistöðum við bresku ræðismannsskrifstof- una í Los Angeles. Þegar Joan Collins sótti fyrir nokkru um nýtt vegbréf hjá bresku ræðismannsskrifstof- unni í Los Angeles stóð í um- sókninni. að hún væri 46 ára gömul. A það vildu kerfiskarl- arnir á skrifstofunni ekki fallast enda þóttust þeir líka hafa lesið það í blöðunum, að Joan hefði haldið upp á fimmtugsafmælið með glæsilegri veislu fyrir rúmu ári. Þess vegna sendu þeir henni umsóknina aftur og bentu á, að það væri glæpsamlegt athæfi að reyna að falsa vegabréfið sitt. Joan vildi ekkert um málið segja þegar hún var innt eftir því en hefur nú fengið tíma- bundið dvalarleyfi í Bandaríkj- unum, eða þar til hún hefur komist að því hvað hún er göm- ul. Raunar má fá svarið við þí í bókinni hennar, „Past Imper- fect“, en þar segir hún: „Sú kona, sem er tilbúin til að segja hvað hún er gömul, er til- búin til að segja hvað sem er — það sagði Oscar Wilde og ég er honum sammála ... Ég fæddist einhvern tíma frá því að krepp- unni lauk og þar til striðið byrj- aði.“ Joan Collins hefur sem sagt valið stríðsbyrjunina. ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ■ » " • i r í vetrarskoðun MAZDA eru eftir- farandi atriði framkvæmd: a e e o o o e o EE Skipt um kerti og platínur. Kveikja tímastillt. Blöndungur stilltur. Ventlar stilltir Vél stiUt með nákvæmum stillitækjum. Vél gufuþvegin. Skipt um bensínsíu. Rafgeymir, geymissambönd og hleðsla athuguð. Kannaður bensín, vatns- eða oUuleki. Loftsía athuguð og hreinsuð, endurnýjuð ef með barf. Viftureim athuguð og stiUt. Slag í kúpUngu og bremsupetala athugað. Frostþol mælt. Rúðusprautur stiUtar og frostvari settur á. Þurrkublöð athuguð. Silikon sett á þéttikanta hurða og far- angursgeymslu. Ljós stiUt. Hurðalamir stiUtar. Þrýstingur í hjólbörðum athugaður. © © © © © Verð með söluskatti: Kr. 1.884.00 Innifalið 1 verði: Platínur, kerti, ventlalokspakkning, bensínsía, frostvari á rúðu- sprautu og þar að auki: brúsi af lásavökva og ný rúðu- skafa í hanskahólfið! Pantið í túna í símum 81225 eða 81299 BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23 sími 812 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.