Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 mamma geft^p'crpctta bein." Ast er... ... að dansa á bjóla- skautum. TM Reg. U.S Pat. Oft — all rlghts reserved • 1979 Los Angetes Times Syndicate Halló, er það bjá vatnsveit- unni? I'ú skopast varla oftar að karatenámskeiðinu, sem hún mamma fór á? HÖGNI HREKKVÍSI Dýrt að vera bóka- ormur Ágæti Velvakandi. Allt frá því að afgreiðslu á bókapokkum frá útlöndum til einkaaðila var breytt í vor og þeir fóru að fara um tollpóststofuna, hefur mátt lesa hér bréf frá ör- væntingarfullum bókaormum. Og það er yfir ýmsu að kvarta. Þetta kerfi átti væntanlega að vera til einföldunar og hagræðingar fyrir einhverja, en hefur orðið til þess að þegar ákafur bókaormur ætlaði að ná í kverið sitt, hefur það kannski kostað 3—4 ferðir inn í Múlana. Og þó manni finnist af- greiðslan fara fram undir merki eilífðarinnar, þá er það ekki af- greiðslufólkinu að kenna, það er einstaklega elskulegt og hjálp- samt. En nú stendur til að breyta og betrumbæta. Það á að einalda af- greiðsluna, hvernig sem sú ein- földun tekst. Og ekki sízt, þá á að fella niður soluskatt af bókum sem kosta minna en 500 krónur, í stað 250 króna áður. Og þá kemur önnur stóra spurningin: Á í raun að miða við verð einstakra bóka, eða sendingarinnar í heild? Meðan enn var miðað við 250 krónur, varð ég fyrir því að fá 3 bækur saman í pakka. Tvær þeirra kostuðu innan við 250 kr. en það var sama samt. Það var heildar- verðið á reikningnum sem gilti, ekki var litið á verð einstakra bóka og ég mátti punga út með söluskatt af öllu saman. Ef þetta er rétt skilið, þá vil ég beina því þar til gerðra yfirvalda að meini þau eitthvað með þessu 500 króna marki, þá verði það lát- ið eiga við einstakar bækur en ekki heildarupphæð sendingar. Annað er ómark. En ef það verður haldið áfram að rukka fyrir alla sendinguna, þá er ekki annað að gera fyrir okkur, búðir, en að biðja þessa viðskipta- aðila okkar að senda ekki nema eina bók í hverjum pakka. Send- ingargjöld eru hvort sem er aldrei nema brot af söluskattinum. Og ábyrgur maður hjá Tollstjóraemb- ættinu sagði mér að við slíkum af- greiðslumáta væri hreint ekkert að segja... Og svo kemur hin stóra spurn- ingin: Af hverju allt að 500 krón- um? Fræðibækur og þær bækur, sem einhver slægur er í, eru ein- mitt oft á bilinu 500—1000 kr. Hugmyndin hlýtur að vera að stuðla að kaupum á slíkum bókum, til þess að efla vizku landans. Fyrir 500 kr. og lægra verð er helzt hægt að kaupa reyfara og léttmeti. Nú bíð ég og vona að þessi þar til gerðu yfirvöld sýni af sér þá hlýju að opna hug sinn um þessar tvær spurningar og fleira sem þeim dettur í hug. Með baráttukveðju til bóka- orma, frá einni sem nærist á bókum! Hvar er íslenska stúlkan? Erika Larcheveaut skrifar: Fyrir ári, 3. september 1983, hitti ég unga rúmenska stúlku hér í Kaupmannahöfn. Hún var þá nýkomin frá Vaxjö í Svíþjóð, þar sem hún hafði heimsótt systur sína, en bjó f Reykjavík og starf- aði þar við leigubílaakstur. Stúlka þessi bað mig að koma til skila sigarettum og lítilli vínflösku, sem hana langaði til að gefa íslenskri vinkonu sinni, sem er gift hér í Kaupmannahöfn. Hún hélt, að þessi íslenska stúlka byggi við sömu götu og ég. Nú hef ég reynt að koma gjöfinni til skila, en eng- inn hér í götunni kannast við þessa stúlku, sem ég held að heiti Hora eða Sora (Þóra?). Ég er búin að gleyma nafni rúmensku stúlkunnar, enda fékk ég það ekki skriflegt, en hún fékk hins vegar mitt nafn og ætlaði að fá rétt heimilisfang þessarar vin- konu sinnar hjá föður hennar, svo hún gæti sagt henni að hún ætti sendingu hér. Nú er liðið ár og ég hef ekkert heyrt frá henni aftur, en vildi gjarnan koma sending- unni til rétts eiganda, þó svo að sígaretturnar séu líklega orðnar þurrar. Ef einhver kannast við lýsingu Eriku, þá er sá hinn sami beðinn að skrifa henni, eða kom til henn- ar en hún býr á Frederiksvej 68, st.th. Dk-2000 Kebenhavn F, Danmörk. Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þaettinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. „EywO BKX.I AURI SOLA&úUNHl! " Þetta jaðrar við landráð! Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif- ar: í Staksteinum í Morgunblaðinu, þann 3. nóv. er minnst á leiðara Þjóðviljans og það afl sem þeir vilja beita ríkisstjórnina. Það er ekki minna en morðhót- un þegar byssu er beint að gagn- auga. Þarna lýsa þeir vel því hug- arþeli þeirra manna sem Þjóðvilj- inn er málgagn fyrir, en það er valdbeiting og kann að vera, að koma muni betur í ljós ætlunar- verk þessara manna eftir að Fylk- ingin, flokkur byltingarsinnaðra kommúnista, gekk í Alþýðubanda- lagið og verði nú betra að átta sig á, við hverja við eigum að etja og hvað við eigum yfir höfðum okkar eftir að einn úr hópi byltingar- sinna hefur verið gerður að ráð- stjórnarmanni blaðsins. Valdbeiting er reyndar fyrir löngu augljós frá vinstrimönnum í verkföllum þeirra, þar sem þeir víla ekki fyrir sér að eyðileggja tugmilljóna verðmæti fyrir þjóð sinni, einnig þverbrjóta log og stjórnarskrá landsins. Síðan fremja þeir annað lög- brot, þegar þeir krefjast þess að lögsókn sé ekki beitt í þeirra garð, á lögbrotum þeirra í verkfalli því sem nú er nýafstaðið hjá BSRB-félögum og enn vilja þeir brjóta mannréttindi, þegar þeir vilja lögsækja aðila sem héldu uppi sambandi við þjóðina með út- sendingu á fréttum og öðru efni í verkfalli útvarpsstarfsfólks sem tók sér sjálfskipað vald, einnig ólöglegt, til að rjúfa allt samband fólksins við umhverfið og ríkis- stjórnina. Sem sagt, það var þagg- að niður í ríkisstjórninni. Þetta jaðrar við landráð. Eftir þetta voru rekin áróðurs- rit verkfallsmanna og borin út um allan bæ. Allt annað var bannfært og stöðvað. Ekki er að furða þó þeir hældu sér af samstöðu í þessum sjálf- skipuðu logbrotum sínum. Þetta ástand gefur svo sannar- lega til kynna hvað koma skal ef þessi öfl verða ekki fordæmd í næstu kosningum. Fordæmi þessara hópa eru svo sannarlega hættuleg okkar lýð- ræði, þegar þeir taka sér einræð- isvald og hafa landslög að engu og virða að engu lýðræðislega kjörna landstjórn. Nú verða enn mannréttindi brotin, eða mönnum mismunað réttarfarslega, ef lögsækja á þá menn sem stóðu að útvarpsrekstri og útsendingum á fréttaefni og til- kynningum meðan starfslið ríkis- útvarpsins sýndi vald sitt með ólöglegum aðgerðum og hljóp frá störfum fyrirvaralaust. Ellert B. Schram á heiður skilinn fyrir mót- leik sinn í þessu tilviki gegn einok- unarvaldi ríkisútvarpsins á fjöl- miðlasviði. Það hefur komið í ljós að hægt er að reka útvarpsstöðvar með mjög litlum tilkostnaði og er því rekstur á vegum rikisins og allir þeir skattar sem landsmenn verða að bera vegna þess, algjör- lega óþarfir, einnig nýtt útvarps- hús sem kostar hundruð milljóna króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.