Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TILFÖSTUDAGS . í Hvers vegna reykir fólk? J.E. skrifar: Hvers vegna reykir fólk? Af hverju mengar fólk vísvitandi sjálft sig og aðra? Ekki er um að kenna ónógum upplýsingum um skaðsemi reykinga, bæði fyrir þann sem reykir og eins þá sem í kringum hann eru. Allir vita að reykingar geta valdið lungna- krabbameini og ýmsum öðrum sjúkdómum. Getur verið að þörfin fyrir félagsskap og viðurkenningu annarra sé öllu öðru yfirsterkara hjá þessu fólki? Og af hverju er þá þessi þörf svona mikil? Við skul- um reyna að velta því aðeins fyrir okkur, byrja á byrjuninni. Ég held að ef börn væru almennt alin upp í þeim anda að vera sjálfstæð og fylgja ekki fjöldanum hugsunar- laust, væru reykingar ekki eins al- mennar og raun ber vitni. Mér finnst allt of mikil áhersla lögð á að allir séu eins, og þeir sem skera sig úr að einhverju leyti séu taldir skrítnir, eða að minnsta kosti litn- ir hornauga. Ég vil að allir séu jafningjar, en það þýðir ekki að allir þurfi að vera eins. Heldur hvert á móti, að allir hafi rétt á að vera þeir sjálfir. Börn og unglingar vilja allt til vinna til að vera viðurkennd af fé- lagahópnum. Þá leiðast þau oft út í reykingar (og fleira). Jafnvel á móti sínum eigin vilja, heldur en að vera öðruvísi en hinir og ekki i klíkunni. Eins er þegar þau byrja að vinna á nýjum stað. Þar reykja venjulega flestir. Þeir fara saman í „smókpásu" og hafa það huggu- legt, en hinir halda áfram að vinna. Það væri eitthvað sagt ef þeir tækju sér alltaf frí öðru hverju og gerðu ekki neitt! Ungl- ingar þurfa að vera mjög öruggir með sig og sjálfstæðir til þess að hafa styrk til að halda sér utan við reykingaklíkuna, svo ég tali nú ekki um áfengið, en það er önnur saga. Einnig getur verið mjog erf- itt fyrir þá sem eru að reyna að hætta að sjá alla reykjandi í kringum sig. Fyrir utan svo óholl- ustuna af því að þurfa sífellt að anda að sér tóbaksreyk frá öðrum, það væri efni í aðra grein. Vita tilgangslaust er að banna börnum og unglingum að reykja (og drekka) og útmála fyrir þeim hversu hættulegt það er. Reynslan hefur ótvírætt sýnt að það ber engan árangur. Jafnvel hefur það þveröfug áhrif í mörgum tilfellum. Þau verða að vera á móti fullorðna fólkinu og sýna að þau séu sjálf- stætt fólk, sem láti ekki aðra segja sér fyrir verkum. Það eina sem getur að mínu áliti komið í veg fyrir að börn og unglingar byrji að reykja, er að þau hafi enga þorf fyrir það. Að þeim finnist ekki að þau þurfi endilega að vera eins og allir aðrir. Að þeim líði svo vel, andlega og líkamlega að þau þurfi ekki að deyfa sig með eitri, hvort sem það heitir sígarettur, vín eða fíkniefni, til þess að gera lífið bærilegt. En auðvitað er mikil freisting fyrir born sem eru ekki sjálfu sér nóg einhverra hluta vegna líkja eftir öryggi. Og ef þetta fólk reykir allt saman, vilja þau að sjálfsogðu vera eins, til að vera viðurkennd. Rannsóknir hafa sýnt að börn- um foreldra sem reykja er miklu hættara við að ánetjast reyking- um. Þau taka að sjálfsögðu ekki mark á foreldrum sínum ef þau banna þeim að gera hluti sem þau gera sjálf. Börnin geta jafnvel ver- ið orðin háð reykingum eftir að hafa andað að sér tóbaksreyk á heimilinu í mörg ár! Einnig er bornum sem alast upp í reykmett- uðu umhverfi hættara við kvefi, eyrnabólgu og ýmsum öðrum kvillum. Fyrir utan þau sem bein- línis hafa ofnæmi fyrir reyknum og eru með astma eða stöðugt nefrennsli eða önnur einkenni. Mér kæmi ekki á óvart að þau væru fleiri en fólk gerir sér grein fyrir. Ég hef trú á ungu fólki á Islandi i dag. Ég beini orðum mínum til ykkar, íslenskir unglingar: Viljið þið ekki vera sjálfstæðir, óháðir og frjálsir? Þið viljið ekki láta Fréttaritar- inn óþarfur HJ. hringdi: Er nokkur þörf fyrir okkur að hafa lengur fréttaritara í Bandaríkjunum? Eftir frétta- spár hans þar var maður farinn að trúa því, að Hart ynni Mon- dale, Ferraro væri algjört tromp og Mondale ynni stórsigur á Reagan. Fyrir utan, að aldrei virðist gerast jákvæður hlutur í þessu mesta tækni- og velferð- arríki heims. Þvílík frétta- mennska! aðra alltaf segja ykkur fyrir verk- um eða hvað? Viljið þið láta það spyrjast um ykkur að þið þorið ekki að hætta á að vera útilokuð úr hópnum? Ég er viss um að þið verðið virt miklu meira fyrir það að segja nei þegar félagarnir bjóða ykkur sígarettu heldur en ef þið þorið ekki annað en að vera með. Jafnvel þó að vinir geri kannski grín að ykkur og kalli ykkur mömmuborn, er það kannski ekki bara öfund, af því að þau þorðu ekki sjálf að segja nei. Hugsið lika út í það, að þegar þið sjálf verðið fullorðin, kannski í hjólastól með súrefnisgrímu af reykingum, þá þýðir lítið fyrir ykkur að ætla að banna ykkar börnum að reykja, þau taka vit- anlega ekkert mark á ykkur. Eg treysti því að þið, íslenskir unglingar, séuð það sjálfstæðir að þið þorið að vera á móti fjöldan- um. Ykkur líður svo miklu betur, bæði líkamlega og ekki síst and- lega, þegar þið gerið það sem ykk- ur sjálfum finnst vera rétt, án til- lits til þess hvort öðrum muni líka það eða hvort þið séuð eins og aðr- ir. Ég skora á ykkur að vera góð fyrirmynd fyrir aðra unglinga með því að reykja ekki. Þegar þið eruð komin í meirihluta, verða þeir taldir skrítnir sem reykja! petta HÚS er smám saman að fyllast af húsgögnum, enda heitir þaö ii HUSGAGNAHOLLIN VIÐ HÖFUM sett okkur þaö markmiö aö hafa svo yfirgengilega mikiö úrval af góoum húsgögnum á hagstæöu veröi aö þaö detti engum í hug aö versla annarsstaoar fyrr en hann hef- ur grandskoöað þaö sem viö höfum aö bjóða. AUK ÞESS aö vera meö mikiö úrval, hagstætt verö og 2ja ára ábyrgö á öllum vörum, bjóöum viö góö greiöslukjör, Vz út og afgangurinn á 6 mánuöum, gefum 5% staðgreiðslu- afslátt — einnig þegar borgaö er meö kreditkortum. Landsþjónustan sér um aö pakka vör- um og senda út á land. Berðu saman verö og gæöí HDSGAGNAUQLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK * 91-81199 og 91410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.