Morgunblaðið - 13.11.1984, Side 61

Morgunblaðið - 13.11.1984, Side 61
MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 61 Ný þingmál í gær tóku þrír varaþingmenn sæti í fjarveru aðalmanna: • Kristín Ástgeir8dóttir í staö Sigríðar Dúnu Kristmundsdótt- ur (Kvl.), sem er fjarverandi vegna anna á öðrum vettvangi. Kristín tekur nú sæti á þingi í fyrsta sinn. Kristín Ástgeirsdóttir (Kvl.). • Magnús H. Magnússon, Vest- mannaeyjum, í stað Karls Stein- ar Guðnasonar (A), sem er er- lendis f opinberum erindagjörð- um. Magnús hefur áður setið á þingi. • Sverrir Sveinsson, Siglufirði, i stað Páls Péturssonar (F), ser er erlendis í opinberum erinda- gjörðum. Breyting á erfðalögum Pram hefur verið lagt frum- varp til breytinga á erfðalögum sem að meginefni feiur i sér að eftirlifandi maki eigi ævinlega rétt til að halda eigin heimili, þ.e.a.s. íbúðarhúsnæði sínu, ásamt þeim húsmunum sem þar vóru við lát maka, þó að bú- skipta sé krafizt á öðrum eignum búsins. Flutningsmenn eru Guð- rún Helgadóttir, Birgir ísl. Gunnarsson, Guðmundur Ein- arsson, Guðrún Agnarsdóttir og Jón Baidvin Hannibalsson. Þróun tslenzkra búnaðarhátta Fram hefur verið lögð á þingi tillaga til þingsályktunar, sem felur ríkisstjórninni, ef sam- þykkt verður, að „beita sér fyrir ráðstöfunum sem tryggi vísinda- legar rannsóknir og ritun á sogu og þróun íslenzkra búnaðar- hátta". Búnaðarþing hefur áður gert samþykkt um sama efni. Flutningsmenn eru Helgi Selj- an, Davíð Aðalsteinsson, Eyjólf- ur Konráð Jónsson, Málmfríður Sigurðardóttir, Eiður Guðnason, Kolbrún Jónsdóttir og Stein- grímur J. Sigfússon. Sóllampanotkun og húðkrabbamein Flutt hefur verið þingsálykt- unartillaga, sem felur heil- brigðisráðherra að „skipa þegar i stað nefnd sérfræðinga til að kanna, hvort tengsl séu milli sóllampanotkunar og húðkrabbameins. Nefndin skal hraða stórfum svo sem unnt er. Kostnaður við störf nefndarinn- ar greiðist úr ríkissjóði". Flutningsmenn eru Eiður Guðnason (A) og Jóhanna Sig- urðardóttir (A). I greinargerð er vitnað til fréttar í Morgunblað- inu 8. nóvember sl. og ummæla Árna Björnssonar, skurðlæknis, i viðtali við blaðið. Kennarar og kennslu- réttindi Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) hefur lagt fram fyrirspurnir til menntamálaráðherra um kennsluréttindi kennara f grunnskólum. Hún spyr hve margar stöður kennara f grunnskólum og stundakennara þar séu settar kennurum með kennsluréttindum. Hún spyr, hvert hlutfall sé milli réttinda- kennara og réttindalausra, ann- arsvegar í þéttbýli hinsvegar f strjálbýli. Endurreisn Vioeyjarstofu „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gera áætlun um endurreisn Viðeyjarstofu og lendingarbætur á eynni í sam- ráði við búrgarstjórn Reykjavfk- ur." Þannig hefst tillaga til þingsályktunar sem Jón Baldvin Hannibalsson (A) flytur ásamt þingmönnum úr öllum þing- flokkum. f greinargerð er logð áherzla á þátt Viðeyjar í ís- landssögunni, en þar var m.a. auðugasta klaustur hérlendis í kaþólskum sið. LISTASAFN Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónsson- ar hefur látið gera af- steypur af höggmynd Ein- ars Jónssonar, Ung móðir, sem hann gerði árið 1905. Myndin verður til sölu í Listasafni Einars Jóns- sonar frá og með fimmtu- deginum 15. nóv. til og með laugardeginum 17. nóv. kl. 16—19. Inngangur er í safnið frá Preyjugötu. Nánari upplýsingar eru veittar í síma safnsins, 13797, kl. 9-17 daglega. WEST END VIDEO Nýtt efni viku- lega. VHS tæki og myndir. Dynastiþætt- irnir. VHS og BETA. Munið bónusinn Takiö tvær og borgið 1 kr fyrir þriöju spoluna! EURO, VISA. WEST END VI Vesturgötu 53, sími 62-12-30. Uft-aic 140 Nýjung í rafsuöutœkni Lift-arc 140 býður uppá alveg nýja eiginleika í TIG-suðu, sem skapast hafa af einstæðri þróun á rafsviðinu. Staðsetjið Þrýstið Dragiðað oglyftið Með Lift-arc 140 er bæði hægt að TIG-sjóða ryðfrítt efni og venjulegt stál 0,5 mm til 3 mm. Einnig hentar hún fyrir hefðbundna pinnasuðu með allt að 3,; 5 mm klæddan þráð. Þreplaus straumstilling frá 3 til 140A. Með einum valrofa er valið um TIG-suðu með innstilltri tímasetningu fyrir endastraum, TIG-suðu til heftingar eða rafsuðu með klæddum rafsuðuvír. Lift-arc 140 vegur aðeins 39 kg. og tekur lítið pláss og því auðveld í öllum flutningum. Allt þetta mælir með Lift-arc 140 til hverskonar smærri verkefna þar sem verkvöndunar er krafist. ESAB Forysta ESAB er trygging fyrir gæðum og góðri þjónustu. HEÐINN SEUAVEGI 2,SÍMI 24260

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.