Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 63 Hvíldin gerdi ekkert gagn Skák Margeir Pétursson MoakTm, 12. »ó*ember. Frá Jonmthmn Tisdmll, fréttmrítmrm Morgunblmtaiiu. FJÓRTÁNDA jafntcflið, það er kom- inn tlmi til að einhver telji hversu marga friðsemdar'eiki meistararnir hafi leikið í röð. Byrjunin, sem uppi varð á teuingnum í skákinni í dag, var einnig notuð í einvíginu Korchnoi — Karpov í Merano 1978 og þar sýndi hinn síðarnefndi að svartur þyrfti ekk- ert að óttast Hann komst ekkert lengra áleiðis nú en Korchnoi þá. Það virðist enn ríkja almenn ánægja með öll jafnteflin í herbúð- um Kasparovs, en blaðamenn og áhorfendur eru eins og gefur að skilja ekki eins hressir. Einn af að- stoðarmönnum áskorandans, sem ekki vildi láta nafns síns getið, út- skýrði herbragð áskorandans í sam- tali um helgina: „Kasparov gerir stutt jafntefli með hvitu til að sýna að jafnvel þó heimsmeistarinn hafi hvítt í öllum „alvöru" skákum kom- ist hann ekkert áleiðis, ef Kasparov teflir af öryggi. Þar með sér heims- meistarinn og skákheimurinn allur svo ekki verður um villst að forysta Karpovs byggist einvörðungu á hvassri og bjartsýnislegri tafl- mennsku áskorandans í upphafi ein- vígisins og að Karpov geti ekki unnið tvær skákir til viðbótar án þess aö taka sjálfur áhættu." Ef þessi herfræði áskorandans ber árangur þýðir hún að Karpov verði aö taka áhættu til að sigra. Kasp- arov hefur þar með horfið algjörlega frá sínum gamla sóknarstil og hinn nýi stíll hans virðist hörmulega neikvæður. Einn fréttaritaranna hér á staðnum gekk svo langt að kalla þetta „anti-skák“ sem virðist ekki fjarri sanni. Júgóslavneski stórmeistarinn Svetozar Gligoric sagði nýlega í samtali við vikublaðið Liternataya gazeta að skrif Harry Golombeks í London Times um að Kasparov væri kúgaður til að tapa, væru bæði furðuleg og hneykslanleg. Gligoric bætti því sfðan við að slík skrif væru afsakanleg ef þau kæmu frá nýgræð- ingi í blaðamannastétt, sem hefði gleymt þeirri ábyrgð sem í starfi hans fælist, og kynni ekki að tefla, en ekki þegar þau kæmu frá manni sem hefði teflt og skrifað um skák i næstum hálfa öld eins og Golombek. Herbragð eða hræðsla? H KIMSM F.ISTARI N N Anatoly Kar- pov og áskorandinn, Gary Kasparov, tóku aftur til við einvígi sitt í Moskvu I gærkvöldi eftir viku hlé. Tveimur skákum í siðustu viku var frestað, fyrst vegna afmælis sovézku byltingarinnar, en síðan bað Kasparov um frest á föstudaginn. Þar með befur áskorand- inn beðið þrisvar sinnum um frest, en það kemur lítið að sök, því eftir 24. skákina má hann aftur byrja að fresta skákum. Eftir þetta langa hlé bjuggust flestir við að látið yrði sverfa til stáls I 23. skákinni í gærkvöldi. Það fór á annan veg, báðir keppendur halda fast um sitt og skákin í gærkvöldi var ein af þeim bragðdaufari til þessa. Heims- meistarinn, sem hafði hvftt stóð lengst af örlítið betur, en Kasparov varðist vel og eftir mikil uppskipti var jafnteflið eðlileg niðurstaða. Skákirnar í einviginu eru orðnar meiriháttar lexía fyrir þá sem ekki kunna að tefla af festu og öryggi til jafnteflis. Jafnteflin eru nú orðin fjórtán í röð og nftján alls. Þaö er erfitt að skýra slíka friðsemd, en fréttaritari Morgunblaðsins á ein- víginu, bandaríski alþjóðameistar- inn Jonathan Tisdall, gerir tilraun til þess í pistli sínum, annars staöar á síðunni. 23. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov. Svart Gary Kasparov. Drottningarbragð. 1. Rf3 — dS, 2. d4 — Rf6, 3. c4 — e6, 4. Rc3 — Be7, 5. Bg5 — h6, 6. Bh4 — <M), 7. Hcl — dxc4, 8. e3 I 21. skákinni lék Karpov hér 8. e4 sem er hvassara framhald, en einnig þá náði Kasparov að jafna taflið. 8. — cS, 9. Bxc4 — cxd4, 10. Rxd4 — Bd7, 11. (M) — Rc6, 12. Rb3 — Hc8, 13. Be2 — Rd5! Léttir mjög á svörtu stöðunni, þvl svartur hagnast á 14. Rxd5 — Bxh4. 14. Bxe7 — Rcxe7, 15. RxdS — Rxd5, 16. Hxc8 — Dxc8, 17. Dd4 — Db8, 18. Bf3 — Rf6, 19. Rc5 — Bb5I, 20. Hdl — b6, 21. Re4 — Rxe4, 22. Bxe4 — Hc8. Jafntefli. Eftir taflmennskunni að dæma virðist hvorugur hafa verið fyrir- fram frábitinn áframhaldandi stat- us quo. VZterkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! á___1.. .1_' o___X___1___1_____ •_ Morgunblaðið/ Júllus Arekstur a Suðurlandsvegi: Missti stjórn í hálkunni HARÐUR árekstur varð á Suður- landsvegi skammt austan við afleggj- arann upp í Bláfjöll laust eftir klukk- an 19 á sunnudag. ökumaður Citr- oen-bifreiðar á leið austur missti þá vald á bifreið sinni í hálkunni með þeim afleiðingum að bifreið hans lenti framan á Lada-bifreið, sem var á leið til Reykjavíkur. Areksturinn varð mjög harður og kastaðist Citroén-bifreiðin út af veginum og valt. Fernt var flutt í slysadeild eftir áreksturinn — tveir farþegar úr hvorri bifreið. Tveir slösoðust talsvert, en ekki lífshættulega. Báðar bifreiðirnar eru mikið skemmdar eftir árekst- urinn. Viðbótarsími í Tímabæ: Og þá erum við loksins komin með annað sfmtæki í Tímabæ og viðbótarsímanúmer um leið. Nú er hægt að ná í okkur í síma 23777 eða 16840 - og bæði númerin eru komin á skrá í núll-þremur. Tímabær er opinn alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-17. Við bjóðum þér tímabæra nýjung í augiýsingaþjónustu á ísiandi. Wglvsi>*9»stt,° HAFNARSTRÆTI 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.