Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 56
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆtl. SlMI 11633 SnDRST lANSHtAUSf ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Ný loðnumið út af N or ðaustur landi Mikið af þriggja ára loðnu Akarejri, 12. ■treniber. „AÐFARANÓTT 10. nóvember fundum við Ulsvert magn af loðnu á alistóru svæói, 1—5 mflna breiðu og 80—90 mflna löngu, út af Norðaust- urlandi við landgrunnsbrúnina. Þaraa hefur ekki fundist áður veið- anleg loðna og líklega kemur þessi ganga norðan úr höfum. Þá er það athjgli vert að mun meira er af þriggja ára loðnu á þessu svæði en annars staðar þar sem við leituð- um,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifrcðingur, þegar blm. Mbl. reddi við hann á Akureyri i dag. Hafrannsóknaskipin Arni Frið- riksson og Bjarni Sæmundsson komu inn til Akureyrar í morgun, en þau fóru út til loðnuleitar síð- asta dag októbermánaðar, heldur síðar er venja er til vegna verk- falls opinberra starfsmanna. Byrj- að var að leita loðnu út af Vest- fjörðum og síðan haldið norðaust- ur með landi og var nyrsta leitar- svæðið um 100 milum suðvestur af Jan Mayen. Eins og fyrr segir fannst síðan verulegt magn loðnu á svæði sem ekki hefur áður fund- ist loðna á og eru skip þegar lögð af stað á þessi nýju mið, en fremur erfiðlega hefur gengið að veiða á vestursvæðinu undanfarna daga, aðallega vegna strauma. „Þarna hlýtur að hafa verið um geysilegt magn af loðnu að ræða, fyrst Hjálmar fór í talstöðina og gaf upp þetta nýja veiðisvæði," sagði útgerðarmaður einn á Akur- eyri, sem blm. Mbl. ræddi við i dag. „Það er ekki venja hans að geta um slikt nema um verulegt magn sé að ræða.“ Samkvæmt upplýsingum blm. Mbl. eru Harpa, Hákon, Fífill og einhver fleiri skip þegar farin af stað á þessi nýju mið. GBerg. Lá við árekstri yfír Osló: Mistök hjá flugstjórn? SAMKVÆMT heimildum blm. Mbl. undruðust flugmenn Boeing 727-þotu Flugleiða hve fljótt SAS- þota hóf sig til lofts eftir flugtak Morgunblaðift/Snorri Snorrason. Loðnuvertíðin undanfarið hefur verið búhnykkur fyrir mörg bæjarfélög og einstaklinga. Á þessari mynd liðast reykurinn frá loðnubræðslunni á Eskifirði upp í loftið í hauststillunni. 180.000 lestir loðnu komnar á land: Útflutningsverðmæti rúm- lega 700 milljónir króna NÚ ERU alls um 180.000 lestir af lodnu komnar á land síðan vertíð hófst í haust og hefur af því verið mest land- að í Siglufirði eða um 33.800 lestum. Áætlað útflutnings- verðmæti heildaraflans er rúmar 700 milljónir króna. Að sögn Andrésar Finnboga- sonar hjá Loðnunefnd var veiði með daufasta móti yfir helgina vegna óhagstæðs veðurs. Á sunnudag voru um 175.000 lest- ir komnar á land og vegna brælu höfðu mörg skip verið á leið til lands siðdegis í gær með slatta, þannig að alls höfðu því í gær verið veiddar um 180.000 lestir. Sagði Andrés að þá hefði frést af loðnu út af Langanesi og því lægi straumur skipanna Kröfðust peninga tóku haglabyssu FIMM menn, sem játuðu að hafa brotist inn i útsölu ÁTVR á Akra- nesi og stolið þaðan áfengi og tób- aki fyrir um 180 þúsund krónur, réðust inn á heimili þess manns, sem keypti áfengi af þeim og dreifði. Mennirnir kröfðust pen- inga, en maðurinn var að heiman. Þegar þeir ekki fengu fé hrifsuðu þeir haglabyssu, sem geymd var i forstofu ibúðarinnar og höfðu á brott með sér. Lögreglunni var gert viðvart um þjófnaðinn og hófst all umfangs- mikil leit að mönnunum með byss- una. Einn þeirra var handtekinn á Hringbraut með haglabyssuna undir hendinni. Lögreglan lagði hald á byssuna. Mennirnir voru ölvaðir. íslensku þotunnar og töldu að mis- tök hefðu átt sér stað hjá flugum- ferðarstjórum ( flugturninum á Fornebu-flugvelli í Osló. Norsk blöð slógu því upp í gær, að sáralitlu hefði munað að Boeing 727-þota Flugleiða og SAS-þota hefðu rekist saman skömmu eftir flugtak þann 25. október síðastliðinn, en yfir 200 manns voru í flugvélunum. Aðeins um 500 metrar hefðu verið milli flugvélanna, en öryggisreglur kveða á um, að aldrei skuli vera minna en 8 kflómetrar milli flugvéla. Norska loftferðaeftirlitið rann- ' sakar atvikið. Flugstjóri SAS- þotunnar hefur gefið skýrslu um málið, svo og flugmálayfirvöld i Noregi og hefur Bragi Norðdal flugstjóri Flugleiðaþotunnar verið beðinn að skýra frá atvikum næst þegar hann verður í Osló. Norsk blöð sögðu að vegna þunga íslensku þotunnar hefði hún tekið stærri sveig en ráð var fyrir gert. Sæmundur Guðvinsson blaðafulltrúi Flugleiða vísaði því á bug að íslenska þotan hefði verið ofhlaðin og að hún hafi verið á rangri stefnu. Norsk flugmálayf- irvöld vildu í samtali við blm. Mbl. ekkert tjá sig um efnisatriði, en atvikið er talið eitt hið alvarleg- asta í sögu Fornebu-flugvallar. Sjá: Vafi að SAS-þotan hafi ver- ið á réttri leið, á blaðsíðu 2. austur um, en aðalveiðisvæðin hefðu verið út af Vestfjörðum og norður af Horni. Vertíðin á síðasta hausti hófst í byrjun nóvember og var fyrst tilkynnt um afla þann 10. þess mánaðar. Miðað við 30% hráefnisnýt- ingu í verksmiðjunum og sem næst helmingaskipti þar á milli mjöls og lýsis lætur nærri að útflutningsverðmæti nemi 710 milljónum króna. Verð á hverri lest lýsis er nú um 11.220 krónur (330 dalir) Og á próteineiningu mjöls 184 krón- ur (5,4 dalir). Miðað við 68 próteineiningar í hverri lest er því verðið fyrir lestina nálægt 12.500 krónum. Kennarasambandið: Uppsögnum kennara safnað „ÞAÐ ER enginn vafi á, að þetta verður þungur róður,“ sagði Val- geir Geátsson, formaður Kennara- sambands íslands, í samtali við blaðamann Mbl. um kröfugerð fyrir kennara og skólastjóra i grunnskólum, sem lögð verður fram í viðræðum um sérkjara- samninga þessara hópa á næst- unni. Meginatriði kröfugerðarinn- ar, sem samþykkt var á fundi full- trúaráðs og samninganefndar Kennarasambandsins um helgina, er að byrjunarlaun hækki úr 18.682 krónum i 26.000 krónur og að hæstu laun hækki úr 23.800 krónum eftir 23 ára starf í 33.000 krónur eftir 18 ára starf. „Það segir sitt um hversu fjar- stæðukennt launakerfi ríkisins er, að þessi krafa jafngildir tiu launaflokka hækkun,“ sagði Valgeir Gestsson, „og er þó augljóst að enginn verður ofsæll af þeim launum, sem við erum að gera kröfu um.“ Takist ekki sérkjarasamn- ingar á næstu sex vikum, þ.e. fyrir jól, fer deilan sjálfkrafa fyrir kjaradóm, sem hefur aðrar sex vikur til að komast að niður- stöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.