Alþýðublaðið - 17.11.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1931, Blaðsíða 4
4 &LÍ>VÐUBtsAÐ!Ð j Úr þýzka þinginu. Dr. Briining rikiskanzlari er aö halda ræðu. jíti i «i !«»[ j.*(i PostnKn er bannvara. Sem stendur er ég all-birgur af postulíns-kaffistellum, beeði fyrir 12 og 6 manns, hefi um 30 teg- undir. Þar á meðal alveg nýjustu gerðir af 6 manna stellum fyrir að eins 15 króaur. — Þér ættuð ekki að draga að koma og líta á úrvalið, meðan pað er sem fjöl- breyttast, Síðai getur pað falleg- asta verið uppselt. — Einnig: 4 bollapör 1,5® 4 bollapör, postulín 2,00 Mjólkurkönnur, 1 ltr, 2,25 Glerdiskar 0,35 Kökudiskar (stórir) 2,00 Sykursett 1,76 Matardiskar, bl. rönd 0,60 Ávaxtasett, fyrir 6 6,00 Matarsteli, fyrir 6 35,00 Matarstell, fyrir 12 75,oO Kaffikönnur (postulín), fá stvkki Skraut-blómsturpottar. 3,oo Signrðnr Kjartansson Laugaveg og Klapparstig. Hvað ©r að frétta? Til máttvana drengsins frá ónefndum 2 kr. Alls komið: 749,90 kr. íslenskar og 5 krónur danskar. Dynamit heitir mjög skemtileg mynd, sem Gamla Bió sýndi í fyrsta sinni i gærkvöldi. Leikhúsbrunin mikli nefnist mynd er Nýja Bíó sýnir nú, er það afar mikil söngva- og ópera- ettumynd. Skipafréttir. „Alexandrina drottn- ing“ kom að norðan kl. 7 í gær- kveldi. Lyra kom frá Noregi. Esja fór vestur og norður um land í gærkveldi. Gullfoss fer annað kvöld vestur um land. Togararnir. Af veiðum hafa komið siðan í gærmorgun: Bragi og Hilmir, Snorri goði fór til Englands í gærkveldi. Glimuœfingar í. R. byrja kl. 8 í kvöld. Farpegar með e. s. „ Gullfoss“ frá útlöndum til íslands 15/11 —’ 31. Kjartan Jóhannesson, og frú Halldór Kjartansson, Fríða Proppé, Inga L. Lárusdóttir, Pétur Eggerz, Ásta Guðmundsdóttir, Árni Jóh- annesson, Miss Kahtleen Sheekey, Frú Hobbs, Frk. B. Arnórsson, Frk. Christensen, Hr. J. Ólafsson, G Gíslason. Nœturlœknir er í nótt Gunn- laugur Einarsson, Sóleyjargötu 5, sími 1693. Otvarpið í dag: Kl. 16,10: Veð- Urfregnir. KI. 19,05: Þýzka, 2. fl. Kl. 19,30: Veöurfregnir. Kl. 19,35: Enska, 2. fl. Kl. 20: Séra Ólafur Ólafsson flytur erindi: Skóla- þættir, IV. KI. 20,30: Fréttir. Kl. 21: SöngvélarhljómLeikar. KI. 21,15: Upplestur: Jón Sívertsen, Kl. 21,35: Söngvélarhljómlieiikar. Úr Vík í Mýrdal er ritað 1/11. Tíð enn vætusöm. Þó nokkuð þurt síðustu daga og munu því allir hafa hirt hey þaö, sem úti var. — Sauðfjárslátrun er fyrir skömmu hætt í Vik, eða um sið- ustu helgi. Mun hafa verið slátrað ca. 11500 í sláturhúsinu og aUt- miklu hjá kaupmgnnum (verzlun Halldórs Jónssoniar). Þó mun venju fremur litlú hafa verið slátrað af gimbrarlömbum, og er því útlit fyrir, að bændur miuni láta töluvert mikið lifa af þeim. Bráðafár hefir fremur lítið gert vart við sig, eftir því sem verið hefir næstliðin ár, að eins drepist 2—3 kindur á bæ og sums staðar ekkert. Alment er bólusett með íslenzka bóluefninu. Farpegar með e/s „Dettifioss" frá útlöndum ti.l Islands 15/11 ’31. Kapt. C. A. Broberg, Ásgeir Bjarnason, Kristján Magnúsison; Óiafur H. Jónsson og frú, Vigdís Kristjánsdótíir, Ingibjörg Guð- mundsd. Hvernig á að fara með glœpa- menn? Maður einn, að nafni An- gela Faccini, var nýlega slept úr fangelsi í Rómaborg, og hafði hann þá verið' að sdtjia af sér þrítugasta og sjötta dórninn. Hálf- um mánúði síðar var hann hand- tekinn aftur, og var þá búinn að stela 36 hjólhestum, en hafði að meðaltali að eins haft 12 krónur upp úr hverjum stuldi. Biður hann nú 37. dómsins. Glæpamenn eru vanalega alUIausir, er þeir koima úr fiangelsinu og eiga ekki annars kost en að fnemja nýjan glæp. George Gmham byggingameist- pri í Hendon, 72 ára gamall, dó af hjartaslagi kvöldið sem kosn- ingarnar fóru fram, svo mikið varð honum um úrslit kosning- anna. Hann var íaðir W. Graham, sem var í verkamannaráðuneyt- inu og er einin af aðalforingjum verkamannaflokksins. Graham yngri var þingmaður í Edinborg (miðkjördæmi) en féll. Fékk 10 566, en sameinaðir íhaldsmienn og frjálslyndir fengu 17 293 atkv. Frambjóðandi kommúnista (F. Douglas) fékk 1319 atkv. 16 ára stúlka var leidd fyrir dómara í Seaham (kjördætmi Mc- Donalids). Hafði hún verið drukk- in á almannafæri. Hún lofaði að hætta að bragða vín, og slapp við sekt. Hann drukknaði. Reknietagufu- sikipið Hollybank lá um daginin í Lowestoft, og var verið að skipia upp úr því nýrri síld. Féll þá 17 ára gamall piltur, sem var son- ur skipstjóráns útbyrðis og drukknaði. Hann var lítils hátt- ar ölvaður. Frœg kýr dauð. NýLega er diauð kýrin Canary Korndyke Alcarta, sem var bezta mjólkurkýr heims- ins. Það var Saskatchevvanfylkið í Kanada, sem átti hana, og var hún liftrygð fyrir 10 þús, do'llara. Bað um fé til útfarar sinnar, íri einn, að nafni Henry O’Gonnor, sem var staddur á Nýja-Sjálndi; símaði heim til íoreldra sininia í annars manns nafni og bað um fé til útfarar sinnar. Hann féfck féð, en yfirvöldin á Nýja-Sjálandi komust að þessu, og var O’Goni- Boltar, rær og skrúf ur. ýáid, Pötilsen, Klapþarstíg 20. 8íml 24, ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Hverfisgötu 8, sími 1294, tekur að ser alls kon ar tækifærisprentus svo sem erfiljóó, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s, frv„ og afgreiðii vinnuna fljótt og viB réttu verði. Annast uppsetningu loftneta og viðgerð á útvarpstækjum. Hleð rafgeyma. Sanngjarnt verð. Uppl, i síma 1965. Ágúst Jóhannesson. nor dæmdur fyrir þetta í þriggja ára betrunarhússvist. Hún lineig dauð niður. 1 Lan- cashire í Englandi fórst maður úm dagdnin, í bifreiðarslysi, og yar haldið að það væri Jögreglufull- trúi einn að naini Ripliey. Var kona hans kvödd til þess að sjá líkið, og þekt ihún þegar mann sinn. Fimm klukkustunduim síðar hneig hún sjálf niður andvana. Björgunarmruður ferst. Maður einn frá Auckland á Nýja-Sjáliandi ók hjúkrunarbifreið mað miklum hraða upp í sveit .til þess að sækja mann, er hafði slasast og lá á að komast undir Ia:knishendi, En á leiðinni lenti hjúkrunarbif- reiðin út af veginum ,þiar sem hann lá í brekku, féll niöur 3Ö fet og veltist 60 fet í viðbót, :þar til hún. staðnæmdist á jafnslétfu. Þegar komið var að var meðurinn örendur og ilila til reikia í bif- reiðinni. ■ Jósefína Dunn, ljóshæröa kvifc- myndakonan í Los Angeles, er skilin við imiann sinn, Claude Greathousie. Hún vildi ekki skilja við hann ,en hann siagði að hún hefði engan tíma til þess að sinna sér og fékk skilnað. For t iss imo-dai i od ag i. Gelestine Piaggio, hinn mikli hljömsveit- arstjóri, var um daginn að stjórna Wagner-hljóimleikum í Golon- óperuhúsinu í Buenos Ajres í Argentínu. En er hann lyfti ákaft upp stjórniendastaf sínium til þess að tákna „fiortisisimo”, fél.l hann afturábak, og þagnaði þá hljóm- sveitin. Hlupu þeir, er næstir voru, þegar til og reistu Piaggio við, en hann var þá önendur. Skotið ú fjármálaráðherm. Um daginn var Stephanov fjármála- ráðherra Búlgaríu að stíga upp í bifreið; skaut þá ókunnur maö- ur á hann mörgum skammbyssu- skotum og hitti eitt framgler bif- reiðarinnar, en ekkert Stephan- ov, sem þó heyrði kúlurnar þjóta við eyrun á sér. Maðurinn var handtekinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur FriðrikseoKc Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.