Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 1
 72 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 227. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretland: Lýkur verk- falli fyrir jól? 19. ¦órember. AP. Á ÞRIÐJA þúsund námamanna sneri til vinnu í dag og hafa ekki fleiri ha-tt verkfallinu á einum degi frá bví það béfst í mars sl. Telja margir, að meö sama áframhaldi verði flestir komnir til vinnu fyrir jél. Að sögn stjórnar kolanámafé- lagsins tóku 2.282 menn upp vinnu í dag og hafa ekki fleiri skorast Dollar hækkar Uadoa, 19. ¦óvember. AP. BANDARÍSKI dalurinn hækkaði f verði í dag þrátt fyrir orðróm um að vestur-þýski seðlabankinn hefði reynt að vinna gegn hækkuninni. Er ásUeðan sögð sú, að flestir trúa á aframhaldandi vöxt í bandarísku efnahagslífi og fremur háa vezti. Staða dollarans var bessi árla dags: Kinn dollar jafngilti 2,4535 svissneskum frönkum; 9,1250 frönskum frönkum; 3,3527 hol- lenskum gyllinum; 1,845,25 ítölsk- um lírum og 1,3158 kanadískum dollurum. Fyrir pundið fengust 1,2539 dollarar. Gullverðið lækk- aði nokkuð. undan merkjum marxistans Arth- urs Scargill á einum degi. Scargill boðaði til verkfallsins í mars en vildi þó ekki bera verkfallsboðun- ina undir námamenn sjálfa eins og lög kveða á um. Meðal þeirra, sem hófu vinnu i dag, var John Cunningham, formaður í einu fé- lagi kolanámamanna. Talsmenn rikisrekna kolanámafélagsins spáðu því í dag, að verkfallinu yrði að mestu lokið fyrir jól og sögðu, að því hefði verið lokið fyrir löngu ef menn hefðu ekki óttast ofbeld- isfullar þvinganir verkfallsvarða. Eftir því sem fleiri snúa til vinnu eykst ofbeldi verkfallsvarð- anna. í dag var grjóti kastað i lögreglumenn, kveikt í vegatálm- unum, bilum velt og eldur borinn i bensin, sem hellt hafði verið a vegi. Verkfallsverðir brutust í nótt inn í rannsóknastofur kolanám- anna i Doncaster, eyðilögðu tölv- urnar, köstuðu ritvélum út um glugga og unnu stórskemmdir á húsinu með því að opna fyrir brunahana og láta vatnið flæða um allt. Arthur Scargill fer nú hamför- um við að reyna að hindra að verkfallið fari út um þúfur en ýmsir þingmenn vilja, að hann verði saksóttur fyrir að hvetja til ofbeldis og fyrir að hafa tekið við einni milljón dollara frá Sovét- mönnum til að fjármagna ólöglegt verkfall i lýðræðisríki. Haldið heim frá vinnu Tveir námamenn halda heim að loknum vinnudegi. Til að komast heilu og höldnu til heimilis síns fylgja þeim sex lögreghimenn. Annars ættu þeir i hættu að verða fyrir alls kyns kárínum og jafnvel meiðingum af hendi þeirra félaga sinna, sem vílja halda verkfallinu áfram. Franskt herlið aftur til Chad? Áfall fyrir Mitterrand að hafa treyst Khadafy Pwfa, 19. ¦ÖTrnbrr. AP. CHARLES Hernu, varnarmálaráð- herra Frakklands, og Hissene Ofgafullir dýravinir ógna fóiki með eitruðu sælgæti UadH, 19. DÓTember. AP. TALSMENN bfgafulira dýra verndunarsamtaka í Bretlandi skyrðu frá þvf í gær, að rottueitri hefði verið komið fyrir í ótöldum stöngum af Mars-súkkulaði f mót- mælaskyni við tilraunir vísinda- manna, sem hafa verið að kanna hvernig tannskemmdir ganga fyrir sig í öpum. í dag sagði svo annar talsmaður samtakanna, að þetta hefði verið blekking, engu eitri hefði verið komið fyrir í sælgæt- inu. Breskir vershinareigendur voru þi búnir að taka niður úr hill unum 10 milljónir Mars-stanga. Einn talsmanna dýraverndun- arsamtakanna, Ronnie Lee, sagði í dag í útvarpsviðtali, að ekkert sælgæti hefði verið eitr- að, það hefði bara verið sagt til að skaða framleiðanda Mars- súkkulaðisins, sem hefði stutt tilraunir vísindamanna á öpum en þær voru fólgnar í þvi að gefa þeim sætindi og fylgjast síðan með tannskemmdum i þeim. Nokkrar súkkulaðistengur fund- ust í verslunum í ýmsum borgum með viðvörun um að sælgætið væri eitrað en svo reyndist ekki vera við athugun. Talið er, að breskir kaupmenn hafi tekið Sfmamynd/AP Þessi verslunarstjóri í vershin í London notaði sunnudaginn til að tæma hilhirnar af Mars-flúkkulaði til að unglingar eða bórn gæddu sér ekki á þvf á mánudagsmorgni. Seinna kom f Ijós, að um blekk- ingu hafði verkt að ræða. Ekkert rottueitur fannst f súkkulaðinu. ofan 10 milljónir súkkulaði- stanga af ótta við eitrið. Dýraverndunarsamtökin, sem kallast Framvarðafylkingin, hafa oft ráðist á tilraunastofur visindamanna, sleppt lausum dýrum í dýragörðum og unnið stórskemmdir á loðdýrabúum. Stundum hafa félagar í þeim sleppt þúsundum minka lausum með þeim afleiðingum, að fugla- lífi á stórum svæðum hefur verið stefnt í voða. Þegar talsmaður þeirra var spurður i fyrrnefndu útvarpsviðtali hvort væri mik- ilvægara, líf dýranna eða barn- anna, sem þeir hefðu hótað að eitra fyrir, svaraði hann: „Lif þeirra, sem þjást meira, er dýrmætara. Á hverju ári er milljónum dýra misþyrmt." Konunglega dýraverndunarfé- lagið í Englandi hefur harðlega mótmælt aðferðum Framvarða- fylkingarinnar og sumir þing- menn hafa á orði, að nauðsyn- legt sé að fylgjast grannt með þessu fólki því að hvenær sem er geti það gripið til alvarlegra hryðjuverka. Bresk stjórnvöld hétu því i dag að uppræta þenn- an félagsskap. Habre, forseti Chad, ittu f dag fund í N'djamena, hðfuðborg Chad, en f París er sterkur orðrómur um, að franskt herlio verði sent aftur til landsins vegna brigoa Khadafys, Líbýuleiðtoga. Franskir embættimenn segja, að nú sé verið að ganga úr skugga um hvort libýsku hermennirnir í Chad séu þar vegna tæknilegra erfiðleika við brottflutninginn eða vegna þess, að Khadafy ætli þeim pólitískt og hernaðarlegt hlutverk í landinu. Ef það siðarnefnda reynist rétt, mun franska stjórnin hafa það að leiðarljósi, að „ef þeir fara, förum við, ef þeir verða um kyrrt, munum við einnig verða um kyrrt", sagði einn embættismanna i forsætisráðuneytinu, sem ekki vildi láta nafns sins getið. 10. nóvember sl. gáfu stjórnir Frakklands og Lfbýu út sameigin- lega tilkynningu um að brottflutn- ingi herja þeirra væri lokið, en þremur dögum siðar skýrði banda- ríska utanrikisráðuneytið frá þvi, að enn væri líbýskt herlið í Chad. Vildi franska stjórnin i fyrstu ekkert um þá fullyrðingu segja, en á daglöngum fundi þeirra Mitterr- ands og Khadafys á Krit, komst sá fyrrnefndi að hinu sanna. Þykir þetta mál mikið áfall fyrir Mitt- errand og ekki hafa aukið hróður hans að treysta Líbýu- Ieiðtoganum. Merk uppgötvun í stærðfræðinni New York, 19. atveaber. AP. TUTTUGU og itU ira gamall stærðfræðingur af indverskum ætt- um befur fundío nýja aðferð til að leysa stærðfræðiieg viðfangsefni, sem hingað til hafa verið ofviða full- komnustu tölvum. Skýrdi blaðið „Tbe New York Times" fri þessu í dag. Opinberlega verður ekki skýrt frá þessari uppgötvun fyrr en eftir mánuð hið minnsta en hún hefur verið hljóðbær meðal stærðfræð- inga og forráðamönnum einkafyr- irtækja leikur hugur á að vita hvort með henni megi leysa flókin, verkfræðileg úrlausnarefni þar sem taka verður tillit til mörg þúsund þátta. Hingað til hefur svokallaðri „simplex-aðferð" verið beitt í svona málum en hún leiðir til bestu lausnar þótt taka verði tillit til allt að 20.000 ólíkra atriða. Tilraunir, sem hafa farið fram á nýju aðferðinni, sýna, að hún er margfalt fljótlegri og stórvirkari og ræður við viðfangsefni, sem hingað til hafa verið óleysanleg. Sem dæmi má nefna hagkvæm- ustu lagningu símalína i milli þúsunda borga og önnur álíka verkefni. Höfundur nýju aðferðarinnar er dr. Narendra Karmarkar, sem starfar hjá Bell-rannsóknastofun- um, en í hans ætt eru stærðfræð- ingar i hverju strii.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.